Þjóðviljinn - 03.04.1985, Blaðsíða 13
H-glugginn
Nýjung í húsbyggingum semfarið hefur sigurför um
norðanverða Evrópu
FRETTIR
Landvernd - Frjálsíþróttasambandið
Blómaáburður fyrir
land- og æskuvemd
Glugga verksmiðj an Rammi hf.
í Njarðvík hefur fengið fram-
leiðsluleyfl á nýrri tegund glugga
sem farið hefur sigurför um
norðanverða Evrópu undanfar-
inn aldarfjórðung. Þessi tegund
er norsk og nefnist H-glugginn.
H-glugginn er norsk uppfinn-
ing. Framleiðsla hans hófst árið
1959 eftir að norskur hugvits-
maður, Harald Kvasnes, fékk
einkaleyfi á nýrri gerð glugga.
Fyrsta árið framleiddi hann 200
glugga. Nú er ársframleiðslan
uþb. 500.000 gluggar og fer hún
fram í 32 verksmiðjum í Noregi,
Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku,
Færeyjum, Englandi og Banda-
ríkjunum. Rammi hf. í Njarðvík
verður 33. verksmiðjan sem fær
framleiðsluleyfi á H-glugganum.
Vinsældir H-gluggans byggjast
á því hve öruggur og þægilegur
hann er í meðförum, enda er
stöðugt unnið að því að endur-
bæta hann og laga að nýjum kröf-
um. Hann krefst sáralítils við-
Kennslubók
Keila
Út er komin kennslubók um
keiluíþróttina, eftir Dick Ritger
og Judy Soutar í þýðingu Boga
Arnars Finnbogasonar og Jóns
Hjaltasonar. í bókinni er að finna
ýmsan fróðleik um keiluna, svo
sem sögu íþróttarinnar, reglur og
leiðbeiningar fyrir byrjendur og
þá sem lengra eru komnir í keilu-
íþróttinni. Útgefandi er Öskju-
hlíð og bókin er prentuð í Skák-
prenti.
halds og hefur staðist ströngustu
gæðaprófanir, ma. hjá
Rannsóknastofnun norska bygg-
ingariðnaðarins. Það er því engin
tilviljun að norska Vitamála-
stofnunin notar eingöngu H-
glugga í alla vita sem hún lætur
reisa. Veðurskilyrði meðfram
norsku strandlengjunni eru óblíð
en H-glugginn hefur staðist prófr-
aunina. Önnur staðreynd bendir í
sömu átt en hún er að 80% af
öllum gluggum sem seldir eru í
Færeyjum eru H-gluggar.
H-glugginn er staðlaður og
hlaupa stærðirnar á 10 sm í báðar
áttir (breiddir: 50-200 sm; hæðir:
50-160 sm). Einnig er hægt að fá
hann sérsmíðaðan. Hann er
framleiddur úr þrennskonar efn-
um: tré, PVC-plastefni og úr tré
að innan og áli að utan. Karmar
og fög eru úr fúavörðu límtré sem
er sérstaklega valið og samsett
þannig að engin hætta er á að
glugginn springi eða vindist.
Hægt er að fá gluggana með
ísettu gleri, tvöföldu og þreföldu
og einnig með einangrunarhúð
sem eykur einangrunarhæfni
gluggans gegn hávaða og orku-
tapi. H-glugginn er að sjálfsögðu
búinn barnalæsingu, hann er
hægt að stilla á þjófhelda loft-
ræstingu og einnig er hægt að
setja á hann loftrauf. H-glugginn
er hverfígluggi og því hægt að
snúa honum við til að þrífa hann
að utan. Þegar glugganum er snú-
ið fer hann ekki inn fyrir karminn
þannig að ekki er þörf á að flytja
til gardínur og blómapotta með-
an það er gert. H-glugginn fæst
einnig með föstum körmum og
sem svalahurðir.
(Fréttatilky nning).
Nýlega hófst samstarf Land-
verndar og Frjálsíþróttasam-
bands Islands um dreiflngu og
sölu á blómaáburði. Aburðurinn
er framleiddur í Svíþjóð og seldur
hér á landi undir heitinu HVATI.
Það eru íþróttafélög og klúbbar
víðsvegar um land sem annast söl-
una í sínum heimabyggðum.
HVATA-áburðarpinnar fást í
tveimur gerðum, annars vegar
fyrir blaðplöntur og hins vegar
fyrir blómplöntur. Þeir innihalda
jarðvegsbætandi efni, lífræn og
ólífræn, auk smáverugróðurs.
HVATA-pinnar eru þægilegir
í notkun. Þeim er stungið í mold-
ina milli plöntunnar og jaðarsins
á blómapottinum og fer það eftir
stærð pottsins hve margir pinnar
eru notaðir í einu. Hver
skammtur gefur frá sér næringar-
efni í 60 daga. Hver pakki, ca. 29-
pinnar, kostar 100 krónur. Næstu
daga mun íþróttafólk um allt land
ganga í hús og bjóða HVATA-
pinna. Með því að kaupa
HVATA-blómaáburð stuðlar
fólk bæði að Landvernd og
Æskuvernd.
Skálholt
Bók um
fermingar
Kirkjan sendir frá sér nýja bók
fyrir páska sem tengd er ferming-
unni og heitir Fermingin, Hátíðis-
dagur í lífi mínu. Hér er um sér-
lega vandaða bók að ræða sem
prentuð er í 4 litum hjá Prent-
smiðjunni Hólum.
Bókin er í senn minninga-,
mynda-, gesta-, sálma og lista-
verkabók. í bókinni er ávarp til
fermingarbarnsins, textar úr Bib-
líunni og sérstakar opnur fyrir
ættartölu og aðrar upplýsingar
um fjölskylduna. Þá er ætlast til
að barnið setji inn mynd af ferm-
ingarkirkju og fleiru sem tengist
þessari hátíð. Hér er á ferðinni
bók sem geymir hluta af trúar- og
menningarverðmætum íslensku
þjóðarinnar í máli og myndum.
Dr. Gunnar Kristjánsson, prest-
ur á Reynivöllum í Kjós, þýddi og
staðfærði bókina. Þá valdi hann
og myndir, en Gunnar er vel
kunnugur kirkjulist okkar þjóð-
ar.
(Fréttatilkynning)
L3CDI ■OQO
LúC^l. JUQQQaTi
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600
Allt í páskamatinn
Glœsilegt
úrval
páskaeggja
á
markaðsverðiM
JIS- hornið
í JIB-portinu
Gosdrgkkir
á kassaverði.
Opið miðvikudag,
3. apríl kl. 9—22
Opið laugardag,
6. apríl kl. 9—16.