Þjóðviljinn - 03.04.1985, Blaðsíða 9
MENNING
Vel samið og áhrifaríkt
Musica Nova
Tónlcikar að Kjarvalsstöðum 27.
mars kl. 21.00.
Flytjendur:
Háskólakórinn, Blásarakvintett
Reykjavíkur, Szymon Kuran, fiðla,
Robert Gibbons, viola, Carmel Rus-
sill, selló, Páll Hannesson, kontra-
bassi, Hólmfríður Sigurðardóttir, pí-
anó, Martin Berkofsky, píanó.
Norrœn samvinna
Hátíð
ungra
einleikara
Þorsteinn Gauti Sigurðsson tók
þátt í Tónlistarhátíð ungra ein-
leikara á Norðurlöndum í Osló í
fyrrahaust.
Annað hvert ár er haldin tón-
listarhátið ungra einleikara á
Norðurlöndum (Unge Nordiske
Soloistcr) og verður hún haldin í
fjórða skipti í Helsinki í Finnlandi
haustið 1986. Markmiðið með
þessum hátíðum er að gefa ung-
um einleikurum, einsöngvurum
og samleiksflokkum tækifæri til
að koma fram á einleikstónleik-
um og með bestu hljómsveitum.
Val þátttakenda fer þannig
fram að fyrst er haldið forval í
hverju landi fyrir sig en síðan vel-
ur samnorræn nefnd úr umsókn-
um landanna. Þátttakendur
mega ekki vera yfir þrítugt nema
Ertu hljóm-
plötusafnari?
Öllu taka menn upp á. Við
fengum ádögunum bréffrá
Norðamanni einum sem hefur
tekið sér fyrir hendur að safna
saman á bók upplýsingum um
alla hljómplötusafnara á
Norðurlöndum.
Geir Vasseng heitir hann og
segir í bréfi sínu að hann vilji
komast í samband við fólk sem
hafi áhuga á plötusöfnun. „Stærð
safnsins skiptir minna máli. Það
má telja 50 eða 5.000 hljóm-
plötur, stórar eða litlar. Ég hef
áhuga á alls kyns tónlist: djassi,
kántrí, þjóðlögum, poppi, rokki,
nýbylgjutónlist o.s.frv.". f upp-
talningu hans er þó ekki minnst á
sígilda tónlist.
Og þá er það bara að tvíhenda
ritfærin og skrifa um áhugamálið
til:
Geir Vasseng
Lindeveien 7
4000 Stavanger
Norge.
Efnisskrá:
Árni Harðarson: Is There...? Aubert
Lemeland: Blásarakvintett nr. 3.
Szymon Kuran: Per violino. Jónas
Tómasson: Næturljóð 2. Alan Hov-
haness: Dawn on the mountain of init-
iation. Lárus Halldór Grímsson: I
sing the body electric.
í kórverki Árna Harðarsonar
einsöngvarar sem geta tekið þátt
fram að 35 ára aldri.
Eins og áður segir hefur hátíð-
in verið haldin þrívegis áður og
hafa íslendingar alltaf átt þátt-
takendur. Árið 1980 voru fulltrú-
ar íslands í Kaupmannahöfn þau
Einar Jóhannesson klarinettu-
leikari og Manuela Wiesler
flautuleikari, í Stokkhólmi 1982
var Sigríður Vilhjálmsdóttir óbó-
leikari meðal þátttakenda og sl.
haust fór Þorsteinn Gauti Sig-
urðsson til Oslóar.
Þeir sem hyggjast sækja um
þátttöku á tónlistarhátíð ungra
einleikara á Norðurlöndum geta
nálgast umsóknareyðublöð og
frekari upplýsingar í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík. Umsókn-
arfrestur er til 1. júní nk.
- ÞH.
„Is There...?“ finnst mér of
mikið af kunnuglegum „effekt-
um“, murr, hvískur, tal, o.s.frv.,
hlutir sem virka hálf leiðigjarnir
til lengdar, ekki síst þegar þeir
heyrast í öðruhverju nýju kór-
verki sem tilraun til frumlegheita
sem oftast nær ekki lengra. Um-
gjörð verksins fannst mér samt
góð og notkun flautunnar fínleg,
bæði sem tóngjafa og í meðleik
og hefði gjarnan mátt vera meiri.
„Blásarakvintett nr. 3“ eftir
Aubert Lemeland finnst mér
þunglamalegur og frekar leiðin-
legur, hjálpaði lítið þó hann væri
frábærlega vel fluttur af Blásara-
kvintett Reykjavíkur en í honum
eru Bernharður Wilkinson, Daði
Kolbeinsson, Einar Jóhannes-
son, Joseph Ognibene og Haf-
steinn Guðmundsson. Vonandi
hefur Blásarakvintettinn ánægju-
legri tónverk að flytja í fyrirhug-
aðri keppnisför til Frakklands en
þetta skylduverk, og eftir
frammistöðu þeirra þarna að
dæma ættu þeir að ná langt. Ein-
leiksverk fiðluleikarans og tón-
skáldsins Szymons Kuran „Per
violino" er afturámóti bráð-
skemmtilegt, með einfaldri
stefjabyggingu og útfærslu og
sómir vel sínum meistara.
Endurfundir við „Næturljóð 2“
eftir Jónas Tómasson voru
ánægjulegir og styrkja mig enn í
þeirri vissu að Jónas er gott tón-
skáld sem þyrfti að minnka
kennsluna og skrifa meira. Þættir
eins og „Tríóið“ og „Síðari næt-
urdans“ eru ekki samdir nema af
sönnu skáldi (Næturljóð Jónasar
er í 5 þáttum). Flutningurinn
fannst mér Ijómandi góður, en
hann var í höndum Szymons Kur-
an, Roberts Gibbons, Carmel
Russiil, Páls Hannessonar og
Hólmfríðar Sigurðardóttur.
Martin Berkofsky lék snilldar-
lega bráðsnoturt píanóverk,
„Dögun á Vígslufjalli" eftir Alan
Hovhaness (bandarískur Arm-
eni). Þar skiptast á hægir og
veikir hijómkaflar við hraðari og
sterkari einradda, þar sem tilraun
er gerð til að líkja eftir fornum
sítar af austurlenskum uppruna.
„1 sing the body electric" eftir
Lárus Halldór Grímsson er vel
samið og áhrifaríkt tónverk,
byggt á samnefndu ljóði eftir
bandaríska 19. aldarskáldið Walt
Whitman. Verkið er samið fyrir
þrískiptan kór og segulband og
syngur kórinn einnig í gegnum
hátalarakerfið. Fyrir mér hefði
verkið orðið ennþá áhrifaríkara
ef hlutverk segulbandsins væri
flutt af hljóðfærum og kórinn
syngi beint. Að sjálfsögðu þarf þá
sal með góðum hljómburði, eða
kirkju. Raftónar finnast mér
alltaf verða þreytandi, sérstak-
lega þegar komnir eru yfir ákveð-
inn styrk og „gerviakústík“ er
hvimleið. En án eigin óska:
Virkilega gott tónverk.
Eirlkur pltumeistari hefur nú opnað nýjan og
glæsilegan pltustað og býður upp á girnilegar
og Ijúffengar pltur svo og hamborgara og
ýmislegt meðlæti.
OPIÐ ALLA DAGA KL. 10.00 - 23.30
NÆG BILASTÆÐI
Pítu-húsið
IÐNBÚO 8, GARÐABÆ. SÍMI: 64 12 90
\YR H l l S'IADI K
Pfta með buffi 135.- kr.
Plta með kótilettum 165,- kr.
Plta með kjúklingi (1/4) 200.- kr. (V2) 290.- kr.
Plta með djúpsteiktum fiski 125.- kr.
Grænmetisplta 95.- kr.
Barnaplta 80.- kr.