Þjóðviljinn - 17.04.1985, Page 1

Þjóðviljinn - 17.04.1985, Page 1
MENNING VIÐHORF ÞJÓÐMÁL Fiskirœkt Opin fyrir útlendingum Ilögum um lax- og silungsrœkt eru engin ákvœðisem banna útlendingum að eigafiskirœktarstöð 100%. Sótt hefur verið um stofnun fiskirœktarstöðvar með 75% eignaraðild Norðmanna Iljós hefur komið að í lögum um lax- og silungsrækt hér á landi er ekki að finna ákvæði sem tak- marka eignaraðild útlendinga við 49% eins og í mörgum öðrum atvinnugreinum. Það er ekkert ákvæði sem bannar að útlending- ar geti átt fiskeldisstöðvar 100% á Islandi. Þetta kom í ljós þegar Valdi- mar Valdimarsson, íslendingur sem býr í Noregi sótti um aö stofna hér fiskieldisstöð og ætlaði að bjóða út meðal íslendinga hlutabréf uppá 51% eignaraðild í fyrirtækinu. Það gekk ekki og sótti hann þá um undanþágu frá hlutafjárlögum um að Norðmenn mættu eiga 75%. Viðskiptaráðuneytið fjallaði um umsóknina en vísaði henni til landbúnaðarráðuneytisins vegna þess að lax- og silungsrækt heyrir undir það. Við skoðun málsins kom í ljós að engin ákvæði banna að útlendingar eigi slíka fiski- ræktarstöð 100%. Að sögn Björns Líndal í við- skiptaráðuneytinu, hefur land- búnaðarráðherra aftur á móti nokkuð víðtækt vald til að koma í veg fyrir 100% eignaraðild út- lendinga, ef hann vill beita því. En ef landbúnaðarráðherra veitir útlendingum leyfi fyrir 100% eignaraðild, þá hefur dómsmála- ráðherra vald til að stöðva þá leyfisveitingu. En aðalatriði málsins er að í lögunum um lax og silungsrækt er þessi gloppa, sem þarfnast skoð- unar, þar sem fiskirækt er vax- andi atvinnugrein hér á landi og ásókn útlendinga í atvinnu- greinina er mikil. -S.dór Herstöðin Sprengju- held stjórnstöð næst á dagskrá Nýrstaðall tekinn upp fyrir mannvirki í herstöðinni. M.a. reiknað með vörnum í eiturefnahernaði. SteingrímurJ. Sigfússon: „Eðlisbreytingin staðfest. “ Utanríkisráðuneytinu hafa nú borist teikningar af nýrri stjórn- stöð í herstöðinni í Keflavík og er fyrirhugað að Bandaríkjamcnn veiti fé til smíði hennar á árinu 1986. Stjórnstöð þessi verður á tveimur hæðum og sérstaklega sprengjuheld á sama hátt og styrktu flugskýlin, sem nýlega hefur verið ákveðið að fjölga úr 9 í 14 í herstöðinni. Byggingin er gluggalaus og reiknað með að starfsmenn geti dvalist í henni í vikutíma. Einnig er gert ráð fyrir sérstökum útbúnaði til varnar í eiturefnahernaði í stöðinni! Þetta kom m.a. fram í svörum utanríkisráðherra í gær um fram- kvæmdir á vegum herliðsins í Keflavík en fyrirspyrjandi var Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur sagði ljóst af þess- um svörum að tekinn hefði verið upp nýr staðall fyrir mannvirki á Keflavíkurflugvelli og væri öllum mannvirkjum þar nú ætlað að vera sérstaklega styrkt og sprengj- uheld. „Nú fyrst, eftir langan tíma er staðfest að hér eigi að reisa styrkta stjórnstöð og á sama tíma er verið í gríð og erg að byggja hér styrkt flugskýli. Hvers vegna skyldi þessi nýi staðall hafa verið tekinn upp, ef engin eðlis- breyting hefur orðið á þeirri sak- lausu varnarstöð sem hér á að vera samkvæmt yfirlýsingum • utanríkisráðherra?“ sagði Stein- grímur m.a. „Engum getur dulist að hér miklir og alvarlegir hlutir að gerast“. -ÁI Ljósm. E. Ól. Bifreiðastœðið Sökin er Fáksmanna Formaður Fáks: Höf- um munnlegt leyfi bœjarstjórans í Kópavogi Sökin er alfarið okkar hjá Fák. Við höfum leitað til þeirra aðila sem eiga landið og töldum okkur því hafa leyfi til þess að gera þarna bifreiðaplan. Kópavogs- kaupstaður er lang stærsti land- eigandinn þarna og við höfðum leitað til bæjarstjórans þar og hann sagðist hafa lagt málið fyrir bæjarráð og enginn hefði hreyft mótmælum. Við tókum þetta sem leyfi þar sem enginn átaldi þetta hjá bæjarráði Kópavogs, sagði Valdimar K. Jónsson formaður Fáks í gær er Þjóðviljinn ræddi við hann um gerð bílastæðis fyrir Landsmót hcstamanna sem hald- ið verður á svæði félagsins eftir rúmt ár. Eins og kom fram í Þjóðviljan- um í gær er verkið ólöglegt, enda um verndað svæði að ræða og Náttúruverndarnefnd Kópavogs gert athugasemd við málið, sem og Björn Ólafsson forseti bæjar- stjórnar Kópavogs. -S.dór Barnaverndarnefnd Vítur á NT Ástœðan er myndbirting frá Fjölskylduheimili fyrir unglinga að Búðargerði Frásögn Nútímans af átökum unglinga á Fjölskylduheimili ung- linga að Búðagerði i Reykjavík kom til umfjöllunar hjá Barna- verndarnefnd Reykjavíkur í fyrradag. Að sögn Daggar Páls- dóttur formanns nefndarinnar var á fundinum samþykkt bókun þar sem umfjöllun og myndbirt- ing blaðsins um atburð þennan var fordæmd. Var bókunin send til NT og stjórnar Blaðamannafé- lagsins, og sagði Dögg að nefndin hefði farið fram á það við rit- stjórn NT að bókunin yrði birt í blaðinu. Magnús Ólafsson ritstjóri NT staðfesti í samtali við Þjóðviljann að umrædd bókun hefði borist blaðinu og yrði væntalega birt á næstunni. ólg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.