Þjóðviljinn - 17.04.1985, Page 7

Þjóðviljinn - 17.04.1985, Page 7
Lím, pappír og litir Björg Þorsteinsdóttir í kjallara Norrœna hússins í kjallara Norrœna hússins hefurm Björg Þorsteinsdóttir komið fyrir sýningu á collage-verkum eftir sig, 48 aðtölu. Þau eru flestöll unnin ö síðasta öri, en einnig eru nokkur unnin ö þessu öri. Björg hefur dvalist í París um nokkurtskeið og mun þessi sýning vera afrakstur þeirrar dvalar. Collage er franskt orö og jafn- framt alþjóðlegt heiti yfir þaö sem við köllum samlímingar. í þessu tilfelli er um að ræða stór og meðalstór pappírsverk sem Björg límir saan og eru verkin í öllum regnbogans litum. Pappír- inn er yfirleitt þykkur og trefja- ríkur og virðist Björg hafa litað hann með því að baða hann og láta hann drekka þannig litarefn- in í sig. Stærstu verkin sem látin eru hanga frítt án þess að vera undir gleri virka því sem vegg- teppi. Þau eru frjálslega unnin undir ákveðnum flatakenndum háttum. Önnur verk Bjargar eru undir gleri, yfirleitt viðkvæmari en stóru verkin, sum hver unnin út frá einföldum geometrískum ásum með lóðréttum áherslum. Þó leyfir hún sér frjálst ívaf, eitthvað sem brýtur upp form- spilið og fær pappírinn til að leika óheftan. í þessum verkum er sannfærandi virkni og stóru verk- in bera með sér að listamannin- um lætur vel að vinna stóra fleti á HALLDÓR B. RUNÓLFSSOt röskan og óbeislaðan hátt. Regla í þessum samlímingum heldur verkunum þó rækilega saman og staðfestir uppbyggingu þeirra. Það gefur þeim ákveðinn styrk og hemur ofvirkni litanna, sem ella mundu taka öll völd. Björgu hefur opnast nýr mögu- leiki með þessum samlímingum. Hingað til hafa verk hennar snú- ist um form og liti, en með sam- límingunum bætir hún við áferð og efni, atriði sem ekki var að finna í mörgum eldri verkum hennar. Fyrir vikið breytast áherslur og tækifæri skapast til frekari glímu við myndmál papp- írsins. Slíkt krefst að vísu mikillar útsjónarsemi, því litaður pappír er í sjálfu sér hættulegt efni vegna þess h ve fagur hann er í sj álfu sér. Það þarf því festu til að spila ekki of mörgum trompum út í einu og aga til að vinna sem flesta slagi. Björg býr yfir nægum listræn- um skilningi til að sigla fram hjá slíkum hættum og eftir því sem fletirnir eru stærri er minni þörf fyrir að vera á varðbergi gagnvart slíku. Þó er mér ekki örgrannt um að Iægri tónun litanna gæti í sumum tilfellum dregið betur fram eðlisþætti þessara verka og gefið efninu meiri virkni. Það er greinilegt að dvöl Bjarg- ar á suðlægari slóðum hefur haft heilladrjúg áhrif á list hennar og ýtt undir þætti sem gætu nýst henni til enn frekari árangurs. Sýning hennar er heilsteypt og falleg, en fýrst og fremst opin, sem sýnir að listamaðurinn býr yfir áræði og útsjónarsemi. UMSJÓN: ÞRÖSTUR HARALDSSON ■■ Miövikudagur 17. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Mynd- raðir Stúdentaleikhúsið sýnir Litla prinsinn og Píslarsögu Jóns Magnússonar. Leikgerð: Halldór E. Laxness. Tónlist: Kjartan Ólafsson. Þessi sýning er tilraun til að yfirfæra tvö merkileg bók- menntaverk í nýtt form. Ætlunin er væntanlega að túlka innihald verkanna með samspili dans- hreyfinga, látbragðs, lita, ljósa, tónlistar og tals; að miðla þannig með einhverjum hætti þeim hug- hrifum sem verkin skila í gegnum texta sinn. Hér er hins vegar varpað fyrir róða allri tilraun til að segja sögu eða setja upp SVERRIR HÓLMARSSON drama. Þetta er svosem ekkert nýtt, þetta hafa menn verið að dunda við í framúrstefnu og til- raunaleikhúsum í nokkra ára- tugi. Reyndar með afskaplega misjöfnum árangri, því að reyndin er sú að taki maður burt hinar hefðbundnu driffjaðrir leiklistarinnar, þá má ansi vel halda á spöðunum ef setja á eitthvað í staðinn sem nær ein- hverjum svipuðum tökum á á- horfendum. Það mátti svosem una sér sæmilega við að horfa á útgáfu Halldórs E. Laxness af Litla prinsinum, þó svo maður ætti erf- itt með að tengja hana við þá bók fremur en aðrar. Sýningin er á- ferðarsnotur og yfir henni er heildarstíll. Búningar, litasam- setning og ljósabeiting er allt fall- ið til þess að gleðja augað. Hins- vegar sækir fljótlega á mann þreyta sökum þess hve einhæf sýningin er, alltaf sömu hreyfing- ar eða svipaðar, ekkert að gerast, eiginlega engin framvinda eða stígandi. Þetta verður að lokum ekkert annað en röð af myndum sem líða fyrir sjónir og hverfa án þess að skilja eftir sig varanleg spor. Það sem mér þótti dapur- legt við þessa sýningu var ekki að hún væri illa unnin eða kauðsk, því það er hún ekki, heldur hvað hún skipti mig ótrúlega litlu máli. Hafi þessi leikgerð af Litla prinsinum verið langt frá þeim texta sem hún byggir á má enn frekar segja það um Píslarsög- una, þó svo að valdir kaflar úr henni væru lesnir mjög illskiljan- lega af bandi meðan fólk í rauð- um stökkum frá Sjóklæðagerð- inni fetti sig og bretti á sviðinu, og auk þess voru nokkrir að kikna undan krossi sem valt yfir sviðið til að tákna ofurþunga kristninnar á tímum Jóns þuml- ungs. Hins vegar var tónlist Kjartans Ólafssonar dálítið skemmtileg. Það má reyndar segja aðstand- endum sýningarinnar til hróss að vel er vandað til allra vinnu- bragða og þess gætir furðu lítið hvað þetta unga lið er reynslu- lítið. Hér koma margir við sögu, en mig langar sérstaklega til að nefna Hlíf Þorgeirsdóttur, sem er í hlutverki litla prinsins og skilar því af miklum þokka í hreyfing- um og fallegu fasi. Sverrir Hólmarsson Hlíf Þorgeirsdóttir í hlutverki Litla prinsins. (Mynd: Valdís).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.