Þjóðviljinn - 17.04.1985, Page 8
MENNING
Tvennir kammertónleikar
íslenska hljómsveitin.
Kammertónleikar í
11. apríl 1985.
Bústaðakirkju
Efnisskrá: W.A. Mozart: Kvartett,
K368b í F dúr fyrir fiðlu, lágfiðlu,
selló og óbó.
Þorkell Sigurbjörnsson: Áttskeytla,
oktett fyrir óbó, klarinett, fagott,
horn, fíðlu, lágfíðlu og celló.
L.v. Beethoven: Kvintett op. 16 nr. 2 í
Es dúr fyrir óbó, klarinett, fagott,
horn og píanó.
Á þessum tónleikum komu
fram þau Kristján Þ. Stephensen,
óbó, Sigurður I. Snorrason, klar-
inett, Björn Árnason fagott,
Lilja Valdimarsdóttir horn,
Anna Guðný Guðmundsdóttir
píanó, Laufey Sigurðardóttir
fiðla, Hrefna Hjaltadóttir lág-
fiðla og Ólöf Sesselja Óskars-
dóttir selló. Óbó kvartettinn,
sem tónleikarnir hófust á, hefur
áður verið leikinn í Bústaða-
kirkju en þá á vegum Kammer-
músikklúbbsins. Það þarf ekki að
spyrja að því að þessi bráðfallega
tónsmíð er vandasöm í flutningi
eins og reyndar Mozart oftast er.
Þrátt fyrir mistök í fyrsta þætti
hjá óbóistanum, var verkið lí-
flega leikið af þeim Laufeyju Sig-
urðardóttur, Hrefnu Hjaltadótt-
ur, Ólöfu Sesselju Óskarsdóttur
að ógleymdum meistara Krist-
jáni.
Það má nú með sanni segja að
Þorkell Sigurbjörnsson lætur
ekki deigan síga, verkin streyma
frá honum eins og á færibandi og
er ekki hægt annað en að bera
virðingu fyrir slíkum afköstum.
Áttskeytlan er, eins og nafnið
bendir til, samið fyrir átta hljóð-
færi, óbó, klarinett, fagott, horn,
fíðlu, lágfiðlu, selló og píanó.
Verkið er bráðfallegt áheyrnar
og gat maður grannt fylgst með
tematískri útfærslu milli hljóð-
færanna og hefði mín vegna mátt
endurtaka verkið aftur, svo að
áheyrendur gætu kynnst því bet-
ur. En þá er bara að láta ekki of
langan tíma líða áður en það
verður aftur flutt hér á tón-
leikum. Hljóðfæraleikararnir
stóðu sig með mikilli prýði, en
tónskáldið var fengið til að
stjórna verkinu. Undirtektir
áheyrenda voru mjög góðar og
voru hljóðfæraleikarar, og þá
ekki síst tónskáldið, klappaðir
upp hvað eftir annað og var ekki
um að villast, að áheyrendur
kunnu vel að meta þetta nýja
verk Þorkels.
Að síðustu var leikinn Kvint-
ettinn op. 16 eftir Beethoven
saminn fyrir píanó og blásara.
Anna Guðný Guðmundsdóttir
lék á píanóið, Kristján Þ. Step-
hensen á óbó, Björn Árnason
fagott, Lilja Valdemarsdóttir
horn og Sigurður I. Snorrason
klarinett. Beethoven samdi upp-
runalega þennan kvintett fyrir
pínó og strengi og þannig er verk-
ið stundum spilað. En hann um-
samdi verkið fyrir blásara, en pí-
anóhlutverkið er alveg óbreytt.
Hann hefir sjálfsagt haft í huga
kvintettinn eftir Mozart fyrir
sömu hljóðfæraskipan og er einn-
ig í Es dúr. Sá var þó munurinn,
að Beethoven var ungur að árum
er hann samdi verkið, og átti þá
eftir að skrifa sín stærstu verk, en
Mozart var á hátindi sköpunarm-
áttar síns. Þessvegna eru þessi
Þau léku á kammertónleikum íslensku hljómsveitarinnar. Efri röð frá vinstri: Sigurður Snorrason, Ólöf Sesselja Óskars-
dóttir, Björn Arnason, Anna Guðný Guðmundsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Hrefna Hjaltadóttir, Laufey Sigurðardóttir,
Kristján Þ. Stephensen og Lilja Valdimarsdóttir.
RÖGNVALDURý
SIGURJÓNSSQ
verk ekki sambærileg og náði
hinn ungi Beethoven hvergi
þeirri miklu dýpt og fegurð sem
felst í verki hins mikla fyrirrenn-
ara hans. En vissulega er Kvintett
Beethovens fallegt verk, sérstak-
lega tveir fyrstu þættirnir. Sá síð-
asti er einum of endurtekningar-
samur. Anna Guðný Guðmunds-
dóttir lék á pínóið og gerði það
með mestu prýði. Þó var ekki
laust við að smá klúður gerði vart
við sig á stöku stað í hlaupunum
og vissan þunga vantaði í tóninn á
köflum. Reyndir spilarar eins og
Sigurður I. Snorrason og Kristján
Þ. Stephensen skiluðu sínum
hlutverkum með miklum ágætum
eins og vænta mátti og því var það
mjög ánægjulegt að ungu spilar-
arnir, Lilja Valdimarsdóttir,
horn, og Björn Árnason, fagott,
gáfu þeim eldri ekkert eftir.
Björn Arnason hefir geysifal-
legan tón og lék hann af miklu
öryggi og smekkvísi svo að unun
var á að hlýða. Sama má segja um
hinn unga og efnilega hornista,
Lilju Valdimarsdóttur. Hún
sýndi og sannaði að hún er komin
í fremstu röð íslenskra hornista
og lék hún af mikilli næmini og
yfirvegun sínar fallegu „strófur“.
Sérlega fallegur var leikur hennar
í hæga kaflanum, en þar hefði
Anna Guðný mátt vera nærgætn-
ari við hornistann í undirspilinu. í
heild var þetta ágætur flutningur.
Tónleikar í Bústaðakirkju 10. apríl
1985
Kreisler String Orchestra.
Efnisskrá:
Benjanu'n Britten: Tilbrigði yfir tema
eftir Frank Bridge
J.S. Bach: Konsert i a moll
Antonin Dvorak: Serenata fyrir
strengi
Það er næstum að bera í bakka-
fullan lækinn að bæta við enn ein-
um kammertónleikum ofan á all-
an þann urmul af slíkum tón-
leikum sem manni er boðið upp á
hér í bæ. Og satt að segja verða
útlendar kammersveitir sem
heimsækja okkur að vera talsvert
góðar til að þær veki athygli hér á
landi, vegna þeirrar einföldu
staðreyndar að hér hefir á undan-
Bang-bang og blóð
Traustur spennari í Tónabíó
Sér grefur gröf (Blood Simple)
Bandaríkin 1984
Leikstjóri: Joel Caoen
Handrit: Joel og Ethan Coen
Leikarar: John Getz, Frances
McNormand, Dan Hedaya, Emmet
Walsh ofl.
Það er alltaf jafn hressileg
ánægja þegar auglýsingatextar
kvikmyndahúsanna komast í
námunda við upplifun í sjálfu bí-
óinu.
Sér grefur gröf í T ónabíói verð-
ur við flestum þeim kröfum sem
hægt er að gera til afþreyingar í
spennustflnum, og nokkrum að
auki.
Ágætlega vel vafínn þráður
utanum framhjáhald, afbrýði,
glæp og fylgifiska þessarar tvö-
földu þrenningar: ein báran
aldrei stök í ódæðunum; tilfinn-
ingar sífellt flæktari í sektarnet-
inu. í þessa sakamálklassík er svo
hellt sæmilegum skammti afj
bang-bang og blóði og sagan sögð !
í nákvæmum taktskiptum sam-j
kvæmt þeirri hefð sem Kanarnir!
einir virðast ráða fullkomlega
við, hratt, hægt, hraðar, hratt...
þangað til málin eru gerð upp í
lokaeinvíginu og búið að flá allt
utanaf persónunum nema villi-
dýrið í sókn og vörn.
Kvikmyndataka er með mikl-
um ágætum nema tvisvar þrisvar
að maðurinn bakvið vélina er að
minna á sig með gosauglýsinga-
brögðum og sýna okkur súmm-
apparatið sitt; tónlist líka með
hætti, styður við án þess að trana
sér fram. Þetta er hinsvegar ekki
mynd hinna miklu Ieikara þótt
sjaldan beri á viðvaning. Það er
helst Walsh þessi einkaspæjari
sem hlær enn í eyrunum eftir að
bíógestur er kominn heim til sín
og sofnaður. Viftur í lofti og sker-
andi neonljós skapa þessu mann-
lífi hæfilega umgerð: „Það kann
að vera öðruvísi annarsstaðar, en
í Texas er maður alltaf einn á
báti“.
Ég þekki ekkert þessa bræð-
urna Coen sem semja myndina
og stjórna en er staðráðinn að
fara á næstu mynd þeirra félaga.
'Með aðeins meiri dýpt og örlítið
snarpari leik komast þeir örugg-
lega í úrvalsdeild spennumanna
þarsem afþreyingin er orðin að
heilauppskurði og neytandinn
„hreinsast" á aristótelískan hátt
við raunir hvíta tjaldsins.
f Tónabíó, áhugamenn um
blóðsúthellingar, taktfasta
spennu og gott kvikmyndahand-
verk!
förnum árum verið mjög blóm-
legt og fjölskrúðugt tónlistarlíf og
þá sérstaklega hvað kammermús-
ík snertir. Sveitir eins og Streng-
jasveit Tónlistarskólans í
Reykjavík, sem vann til verð-
launa erlendis, Kammersveit
Reykjavíkur, Nýja strengja-
sveitin, Reykjavíkur Ensamble
og Blásarakvintettinn sem nú er
að taka þátt í tónlistarkeppni er-
lendis svo að eitthvað sé nefnt.
Allar þessar sveitir hafa sýnt það
að „standardinn“ er töluvert hár
hjá okkur og ekkert nema fyrsta
flokks útlendar sveitir eiga hing-
að erindi.
Það var því gleðilegt að hlusta á
tónleikana sem Kreisler String
Orchestra hélt í Bústaðakirkju þ.
10. apríl s.l. Hljómsveitin sem í
eru um 23 meðlimir var stofnuð
árið 1978 af nemendum Royal
Northern College af Music í
Manchester. Þetta unga fólk fór
snemma að koma fram opinber-
lega og hélt sveitin tónnleika víða
um England. 1984 tók hljóm-
sveitin upp nafnið sem hún ber nú
og hefur vegur sveitarinnar
stöðugt farið vaxandi. Það var
engin spurning um það að hér var
einbeitt ungt fólk á ferðinni sem
auðheyranlega hefur unnið mar-
kvisst að því að þróa hjá sér
heilsteyptan og listrænan leik.
Stjórnandinn Michael Thomas
sem er fæddur 1960 virðist vera
ágætur tónlistarmaður og stjórn-
aði hann skemmtilegri efnisskrá
af miklu lífi og fjöri. En hann
hafði einkennilegan taktslátt og
ekki skildi ég hvernig fólkið fór
að því að fylgja honum, en það
virtist ekki valda neinum vand-
kvæðum.
Fyrst voru leikin Tilbrigði yfir
tema eftir Benjamin Britten.
Þessi tilbrigði sem eru með af-
brigðum áheyrileg og skemmtileg
hafa áður verið flutt hér í Reykja-
vík af Nýju strengjasveitinni
undir stjórn Tékkans Josefs
Vlachs. Kreisler String Orchestra
lék verkið ákaflega vel, af mikilli
glettni þar sem það átti við (Vín-
arvals t.d.) og af alvöru og þunga
(Sorgargöngulag) ásamt verulega
vel útfærðum styrkleikabreyting-
um.
Næst var Konsertinn í a moll
eftir gamla Bach. Einleikari var|
Ian Belton sem er annar kons-|
ertmeistari sveitarinnar. Hann
lék konsertinn ágætlega með fal-
legum hendingum í línum og tón.
Að endingu lék hljómsveitin
undir afbragðs stjórn Michaels
Thomas Serenötuna fallegu eftir
Antonin Dvorak og skilaði
sveitin því hlutverki af mikilli
músíkgleði og næmi fyrir blæ-
brigðum verksins. Því miður voru
áheyrendur alltof fáir, en það
verður að afsakast með því eins
og áður er getið, að hér hefir ver-
ið óhemjumikið af tónleikum af
öllum tegundum og gerðum, svo
að fólk hreinlega getur ekki farið
á þá alla. Að endingu vil ég láta
þess getið að einn efnilegur ís-
lenskur tónlistarmaður lék með í
hljómsveitinni, sellóleikarinn
Arnþór Jónsson sem er sonur
Jóns Ásgeirssonar tónskálds.
R.S.
Samtökin 78
Árbók um
kúgun og
frelsi
homma
og lesbía
Út eru komnar tvær bækur sem
Samtökin 78 eiga hlut að í sam-
starfi við félög lesbía og homma
erlendis.
Fyrra ritið heitir Nordisk Bi-
bliografí; Homoseksualitet, og
geymir skrá yfir allar frumsamdar
bækur gefnar út á Norðurlöndum
er varða mál lesbía og homma.
Norræni menningarsjóðurinn
hefur veitt styrk til útgáfunnar.
íslandshluti ritsins er stystur, að-
eins ein síða og hefur Þorvaldur
Kristinsson tekið hann saman.
Þar er getið um fimm skáldsögur
eftir nútímahöfunda en engin
fræðirit eru til á íslensku um þessi
mál.
Síðari bókin er IGA Pink Book
og kemur út í Hollandi. IGA er
skammstöfun alþjóðasamtaka
lesbía og homma, en undirtitill
bókarinnar er „yfirlit um kúgun
og frelsi homma í veröldinni“.
Hún er hliðstæða svonefndrar
hvítrar bókar sem Amnesty Int-
ernational gefur út á sínu sviði -
bleiki liturinn í nafninu minnir á
litinn á þríhyrningsmerkjum
hommanna í fangelsum nasista.
Þessi „bleika bók“ á að koma út
árlega. Guðni Baldursson skrifar
íslensku greinina í bókinni. Hann
fjallar þar m.a. um mismunun
sem samkynshneigt fólk sætir í
lögum hér á landi og þó meira um
það félagslega misrétti sem kem-
ur fram í atvinnuofsóknum,
brottrekstri úr húsnæði og fleiru.
„íslenskt samfélag," segir Guðni,
„hefur verið fjölda homma og
lesbía svo þrúgandi að þau hafa
séð sér nauðugan kost að flytjast
brott til annars lands".
- áb.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN