Þjóðviljinn - 17.04.1985, Page 5

Þjóðviljinn - 17.04.1985, Page 5
, . . J •- ■ • » t 1 1970 1980 1981 1982 1983 Fjoldi Ibúða Meóalstæró í byggingu Fullgerl fullgeröra Ár 1. jan. Byrjaö á árinu ibúöa m' 1960 3641 1011 1484 373 1970 2898 1466 1328 426 1980 4969 1758 2240 411 1981 4487 1647 1618 483 1982 4516 1827 1924 477 1983 4419 1633 1711 496 1984 4341 í síðasta hefti Vinnunnar, málgagns Alþýðusambands ís- lands þar sem er fjallað um húsnæðismál er að finna ýmsar fróðiegar og hagnýtar upplýsingar um þennan mjög svo umrædda málaflokk. Nokkuð af því hefur þegar birst í Þjóð- viljanum en þær greinar sem hér fylgja á eftir eiga fullt erindi til fleiri en lesenda Vinnunnar. Því eru birtar í Þjóðmálum í dag fjórar stuttar greinar úr Vinnunni. Þrjár fyrirsagnir eru Þjóðviljans en efnið þarfnast að öðru leyti ekki skýringa. íbúðamarkaðurinn Veltan 13-14 miljarðar íbúðabyjggingar eru kostnað- arsamar. A síðustu árum hafa ís- lendingar varið 5-6% af þjóðar- framleiðslunni í byggingar íbúð- arhúsnæðis. Húsbyggingar og íbúðakaup eru í meginatriðum fjármögnuð með fernum hætti, þ.e. lánum frá byggingarsjóðum ríkisins, lánum lífeyrissjóða, útlánum banka og sparifé húsbyggjenda. Taflan hér að ofan sýnir fjár- festingu í íbúðarhúsnæði síðustu fimm árin, ný lán byggingarsjóð- anna til kaupa á nýju og notuðu húsnæði, lánveitingar lífeyris- sjóðanna og heildarútlán banka og sparisjóða til íbúðabygginga. Hafa verður í huga, að lán- veitingar opinberu sjóðanna eru bæði til nýbygginga og kaupa á eldra húsnæði, og hér eru taldar allar lánveitingar lífeyrissjóða. Að langstærstum hluta rennur þetta fjármagn til húsnæðis- kaupa. Á árinu 1980 svöruðu útlán op- inberu byggingarsjóðanna til lið- lega 30% af fjármunamyndun í íbúðabyggingum. Þetta hlutfall hafði hækkað í tæp 42% á árinu 1984. Enn meiri er aukningin á lánum lífeyrissjóðanna, en áætl- að er að þau hafi í fyrra svarað til tæplega 57% af fjármunamyndun á sviði íbúðabygginga. Útlán líf- eyrissjóðanna eru nú orðin meiri en útlán byggingarsjóðanna og á síðasta ári jukust útlán þeirra mjög mikið að raungildi. Erfitt er að áætla heildarveltu íbúðamark- aðarins. Eins og fram kemur í töflunni hér að ofan er fjárfesting á síðasta ári áætluð 3.600 millj. króna. Par við bætist mjög stór markaður fyrir eldri íbúðir, en talið er að milli 4 og 5 þús. íbúðir skipti um eigendur árlega. Gróf- lega má því ætla að íbúðamarkað- urinn í heild velti 13.000-14.000 milljónum króna á ári. ÚTIÁN BYGGINGA— OG LÍFEYRISSJÓÐA 1980 - 1984. ffTOOINGASJ RflOSNS ilFtrms- SJðOR MILU. KRÓNA mJM k-; 1980 1981 1982 1983 1984 Tölurnar sýna heildarútlán bankakerfisins til íbúðakaupa, en ekki ný lán. Þótt tölurnar séu ekki samanburðarhæfar, segja þær þó nokkra sögu um hvernig hlutur þessara aðila hefur breyst á síðustu árum. Allar fjárhæðir eru í milljónum króna og eru að mestu áætlaðar vegna ársins 1984. LánvfitinRar sem Ár Kjármuna- myndun l.án- veitingar opinb. sj. l tlán lifeyris- sjóöa íbúóalán innláns- stofnana i árslok Opinb. sjóöir rikisins af fjármunamvndun Lif- eyris- sjóóir Bankar °R sparisj. 1980 744 228 264 456 30.6 35.5 61.3 1981 1.008 378 518 780 37.5 51.4 77.4 1982 1.714 646 791 1.191 37.7 46.1 69.5 1983 2.694 1.140 1.150 2.174 42.3 42.7 80.7 1984 3.600 1.500 2.050 2.824 41.7 56.9 78.4 Meðalíbúðin Hefur stækkað um 40 - 50 m2 Byggingarstarfsemi er ein veigamcsta atvinnugrein lands- manna. Talið er að árið 1981 hafi tæplega 11.000 ársverk verið unnin f þessari grein, en það svar- ar til 10% mannafla. Ekki er fjarri lagi að áætla, að þar af hafi 4.500-5.000 ársverk verði unnin við byggingu íbúðarhúsnæðis. íbúðarhúsbyggingar hafa verð mjög sveiflukenndar á síðustu áratugum. Á árunum um og fyrir 1970 dró mjög úr íbúðabygging- um, en með batnandi efnahag, í byrjun síðasta áratugs, hljóp í þær mikill fjörkippur. Meðfylgjandi yfirlit sýnir fjölda íbúða í byggingu í byrjun hvers árs, fjölda íbúða sem hafin var bygging á, svo og fjölda fullgerðra íbúða. Síðasti dáíkur töflunnar sýnir meðalstærð fullgerðra íbúða ár hvert. Eins og yfirlitið ber með sér hafa milli 4.300 og 4.500 íbúðir verið í smíðum á síðustu árum. Byrjað er að byggja 1.600 til 1.800 íbúðir til jafnaðar og svip- aður fjöldi er fullgerður. Athygli vekur, að íbúðarhús- næði hefur stöðugt farið stækk- andi. Árið 1960 var meðalstærð fullgerðra íbúða um 373 rúm- metrar, en árið 1983 var meðal- stærðin nærri 500 rúmmetrar, sem væntanlega svarar til a.m.k. 170 fermetra. Til samanburðar má geta þess, að 1980 var meðal- stærð allra íbúða á landinu um 375 rúmmetrar. Ýmsar ástæður má nefna fyrir stækkun íbúðarhúsnæðis síðustu ár. Fyrir nokkrum árum voru stærðarmörk þau sem Húsnæð- ismálastjórn miðaði lánveitingar við felld niður. Lóðaúthlutanir hafa fremur miðað við að fullnægt væri eftirspurn eftir einbýlis- og raðhúsalóðum en lóðum undir hús með minni íbúð- um. Ljóst er að við höfum ekki efni á að byggja yfir alla landsmenn íbúðarhúsnæði sem svarar til 60m2 á mann. Við núverandi að- stæður í þjóðfélaginu verður að leggja áherslu á byggingu lítilla íbúða og fullnægja þörf þeirra sem eru að koma sér upp sinni fyrstu íbúð. Húsnæðismálastjórn samþykkti nýlega reglur sem fela í sér að lán miðist við fjölskyldu- og íbúðarstærð. ASÍ hefur lýst stuðningi sínum við þessar breyttu útlánareglur. RÚMUETRAR soo «o MEOALST/ERO FULLGERORA ÍBÚÐA 1960 - 1983. Miðvikudagur 17. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.