Þjóðviljinn - 17.04.1985, Page 14
Athugasemd vegna fréttar
eftir Margréti Sigurðardóttur
Fyrir skömmu birtist í Þjóðvilj-
anum smá grein en undir stórrí
fyrírsögn. Uppsetningin var
þessi: Þvert yfir baksíðuna stóð
mjög feitletrað Reglur þverbrotn-
ar. Fyrir ofan stóð Dagvist, en
neðst fyrir neðan aðalfyrirsögn
með einskonar milliletri, þó mjög
ábúðarmiklu. Einstætt foreldri:
Dagmæður hafa leyfi fyrir 4
börnum en eru með 8 .... Búast
má við rosafrétt út, eftir slíka
innleiðingu.
Þar sem í greininni er rætt um
starf sem ég vinn við, starf sem ég
nauðþekki og ég auk þess borin
fyrir vissum atriðum, sem fram
koma í greininni, vil ég biðja
biaðið að birta athugasemdir
mínar. Greinin er skráð sem laus-
legt samtal blaðamannsins við
einstæða móður, sem raunar mun
vera starfsmaður blaðsins.
Það sem ég óska að taka fram
og leiðrétta í sambandi við
greinina er þetta:
f upphafi segir: „Það er greini-
legt að borgin leysir dagheimilis-
vandann með því að hrúga börn-
unum inn á dagmæður". Það
rétta er að hvorki borgin, með sín
20 dagheimili, blönduðu stofnan-
ir, sem bæði starfa sem dagheim-
ili og leikskólar, sem eru 6 að tölu
né leikskólar borgarinnar, sem
eru 18, þessi starfsemi að við-
bættum þeim fáu dagvistarstofn-
unum, sem einstaklingar eða fé-
lagasamtök reka, og að viðbætt-
um þeim tæplega 400 dagmöm-
mum sem starfa hér í höfuðborg-
inni, þessi starfsemi samanlögð
leysir ekki dagvistarþörf reykví-
skra barna. Urræðin eru of lítil,
vistunarstaðirnir of fáir, það er
meinið.
Þá er sagt „umsjónarfóstrur
veita dagmæðrum leyfi í umboði
barnaverndarnefndar og hver
dagmóðir má aðeins hafa 4 börn
en þær eru með 8-10“. Þetta er
vægast sagt mjög ónákvæm frá-
sögn: Hið rétta er að barnavernd-
arnefnd veitir leyfið, að fenginni
umsögn umsjónarfóstra, hins-
vegar undirskrifa umsjonarfóstr-
ur leyfið „í umboði barnavern-
darnefndar". En látum þetta
liggja milli hluta, þetta eru aðeins
formsatriði. En að hver dagmóð-
ir megi „aðeins hafa 4 börn“ er
hinsvegar megin villa. Hið rétta
er, að leyfi er ekki veitt, nema
fyrir 4 börnum mest. Eigi dag-
mamman sjálf börn innan 6 ára
aldurs, minnkar fjöldi dagvistar-
barna sem því nemur. Algengur
fjöldi barna sem dagmæður hafa
leyfi fyrir er 2-3 börn.
Þá ber á það að líta að mikill
fjöldi barna, sem hjá dagmæðr-
um vistast, eru í hálfsdagsdvöl,
eða jafnvel enn skemur, algengt
er einnig að börn vistist aðeins
nokkra daga vikunnar og fleira
kemur til um breytileika í dagvist
barna hjá dagmæðrum. Þar af
leiðir að ekki þarf, strangt tekið,
að vera um of mikinn fjölda
barna að ræða, þó að mörg börn
séu skráð hjá dagmóður. En hinu
er ekki að neita og á það hefur
aldrei verið dregin dul af umsjón-
arfóstrum, að alltof mörg börn
vistast hjá sumum dagmæðrum,
en slík alhæfing, sem hér kemur
fram hefur ekki við rök að styðj-
ast.
Þó að heimildarmaður blaðsins
telji að „ekki sé neitt eftirlit með
fjölda barna í gæslu“ þá er það,
eins og fleira í þessari stuttu frá-
sögn, hreinir sleggjudómar, og
hún veit raunar ekkert um. En
hitt er einnig sjálfsagt að viður-
kenna og rétt að undirstrika að
hárnákvæma vitneskju um fjölda
barna á hverjum tíma er ekki
hægt að ábyrgjast. Til þess eru
umsjónarfóstrur hreinlega of
fáar. Það eru 31/2 starfsmenn eða
stöðugildi, sem annast eftirlit
með nær 400 heimilum, ásamt
ýmsum öðrum störfum sem þessu
tengist. Ég vil ennfremur taka
fram í sambandi við störf umsjón-
arfóstra, að það er til komið og
framkvæmt sem fyrirbyggjandi
eftirlit, umsjón og ráðgjöf og í þyí
sambandi er rétt að geta þess, að
þó að sú þjónusta sé veitt að vísa
foreldrum á dagmæður sem þeir
geti snúið sér til, þá er það dag-
mamman sjálf sem ákveður hvort
Laus staða
í læknadeild Hákóla íslands er laus til umsóknar hlut-
astaða dósents (37%) í sýklafræði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf um-
sækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil
og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist
fyrir 6. maí n.k.
Menntamálaráðuneytið,
11. apríl 1985
ii Tónleikar skólaæskunnar
í Kópavogi 1985
Fimmtudaginn 18. apríl
kvöldtónleikar í Kópavogskirkju
kl.20.30:
Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs.
Kór Kársness- og Þinghólsskóla.
Kór Menntaskólans í Kópavogi.
Sunnudaginn 21. apríl
i íþróttahúsinu Digranesi kl. 15
Hljómsveit Tónlistarskólans í Kópavogi.
Kór Kársness- og Þinghólsskóla.
M.K. kvartett.
Skólahljómsveit Kópavogs.
Þriðjudaginn 23. apríl
popptónleikar í íþróttahúsi
Kársnessskóla kl. 20:
Djassband hornaflokks Kópavogs.
Band nútímans og Voice.
Skólanefnd Kópavogs.
hún tekur barnið og sömuleiðis
geta dagmæður tekið barn/börn,
án þess að umsjónarfóstran eigi
þar nokkurn hlut að, og það tíð-
kast í verulegum mæli, en er
raunar ákaflega óheppilegt að því
er umsjónarfóstrur telja.
í ekki lengri grein en þessari,
sem ég er hér að svara, er komið
fyrir ótrúlega miklum missögn-
um, röngum staðhæfingum og
dylgjum. Þó þykir mér þessi
verst: ...„og þó skattstjóri fái
lista yfir dagmæður, sem hafa
leyfi, er fjöldi barna sem er í
gæslu ekki gefinn upp“. Og enn
frekar: „Deildarstjóri dagvistar
barna gefur þá skýringu að það
væri að bregðast trúnaðartrausti
dagmæðra" (þ.e. að gefa upp
fjölda barnanna). Þessi „skýring"
er sögð eftir mér höfð. Eins og
ljóst er af tilvitnuðum orðum hér
að framan er hér verið að gefa í
skyn, svo ekki verður um villst,
að umsjónarfóstrur hilmi yfir
skattsvik dagmæðra og að þær
(dagmæður) setji traust sitt á um-
sjónarfóstrur í þessu sambandi.
Ég lýsi heimildarmann blaðsins
fullkominn ósannindamann að
þessari aðdróttun og getsakir
hans rakalausar. Það sem ég
sagði þessari einstæðu móður í
þessu sambandi, var: að sam-
kvæmt ósk skattstofunnar gæfum
við upp nöfn og heimilisföng dag-
mæðra og fyrir hve mörgum
börnum þær hefðu leyfi, en ná-
kvæmar upplýsingar um fjölda
barna árið um kring væri ekki
unnt að gefa.
Til þess væri óstöðugleikinn í
þessari vistun of mikill og ýmis
frávik önnur gerir fulla ná-
kvæmni í skýrsluhaldi ófram-
kvæmanlega.
Ég vil einnig taka það skýrt
fram að við umsjónarfóstrur
lítum ekki á starf okkar sem
skattaeftirlit, til þess höfum við
skattstofu og hennar starfsmenn,
eða hvað? Við höfum verið
ráðnar til starfa til að hafa faglega
yfirsýn með störfum dagmæðra,
gæta barnaverndarsjónarmiða og
vera dagmæðrum til ráðgjafar.
Þá segir í greininni: „Einstæðir
foreldrar eiga í vandræðum með
að koma börnum sínum í gæslu
og margar dagmæður vilja ekki
taka við börnum okkar vegna
niðurgreiðslnanna á dagvistar-
kostnaði, sem þarf að gefa upp til
skatts. Hjá umsjónarfóstru míns
hverfis fékk ég þær upplýsingar
að aðeins væri um 2 konur að
ræða, sem tækju börn einstæðra
foreldra...“. Sannleikurinn er að
í þessu hverfi eru 95 dagmæður,
af þeim eru 49 með börn ein-
stæðra foreldra, - ofurlítil
skekkja það! En greinilega mun-
ar þessa blessaða konu ekki um
„einn kepp í sláturtíðinni", því
það liggur við að öll þau atriði,
sem fram koma í þessum greinar-
stúf, séu, meira og minna, stað-
lausir stafir...
Síst vil ég gera of lítið úr því hve
skorturinn á góðum og öruggum
dagvistarstöðum fyrir börn hér í
Reykjavík er alvarlegt mál. Ég
vildi gjarnan sjá Þjóðviljann
brjóta það mál til mergjar af
þekkingu, hlutlægni og hug-
kvæmni, en órökstuddar upp-
hlaupsgreinar, einsog sú er hér
hefur verið gerð að umtalsefni,
þjóna engum, eða a.m.k. engum
góðum tilgangi.
Um leið og ég þakka fyrir birt-
ingu þessarar leiðréttingar fer ég
fram á að hún sé á jafn áberandi
stað í blaðinu og greinin, sem
andmælt er, var. En stríðsleturs
fyrirsögn má þó sleppa.
31. marz 1985,
Margrét Sigurðardóttir
deildarfulltrúi
Dagvistar barna
á einkahcimilum.
Eftirmáli
Grein sú, sem hér birtist, var
send Þjóðviljanum mánudaginn
1. apríl s.l. Það er greinilegt að
hún hefur ekki verið talin eiga
mikið erindi til lesenda blaðsins,
enda leiðrétting við áður birtu
efni blaðsins. Sannarlega hefði
verið heiðarlegra að vísa
greininni frá, henni hefði þá verið
komið á framfæri annarstaðar.
Sú aðferð var hinsvegar ekki not-
uð, heldur legið á því lúalagi að
stinga greininni undir stól í hæfi-
legan tíma, meðan unnið er að að
útbúa heila opnu í sunnudagsb-
löðin viku síðar, þar með talinn
sunnudags leiðari, til að reyna að
koma einhverju sæmilegu skikki
á þann órökstudda stóryrðaflaum
sem kom fram í Þjóðviljanum og
sem var tilefni þeirrar greinar
minnar, sem Þjóðviljinn frysti,
eins og ég nefndi. Mér þykir ákaf-
lega leitt að sjá Þjóðviljann nota
þessi vinnubrögð, sem ég leyfi
mér að kalla bæði ódrengileg og
lítilmótleg, en þanniger það, nýir
siðir koma með nýjunt herrum.
En þar sem málin hafa skipast á
þennan veg hlýt ég að bæta
nokkrum eftirmála við þá
leiðréttingu sem ég upphaflega
sendi til blaðsins:
Sú umfjöllun um dagvistarmál
barna eða einn þátt þess, þ.e.
dagvist barna á einkaheimilum
sem sett er fram í sunnudagsblað-
inu er vissulega verulega markt-
ækari en sú upphlaupsgrein undir
risa fyrirsögninni sem ég upphaf-
lega gerði athugasemdir við, þó
er, að mínum dómi, enn sem fyrr
um málið fjallað á of grunnfærinn
hátt, of einhliða og stundum
beinlínis villandi. Sem dæmi um
það vitna ég í þessa setningu í
leiðaranum: „Það er ómögulegt
og gengur ekki lengur, að skatta
undandráttur, sambýli dag-
mæðra og borgarinnar og því um
lík atriði, séu ráðandi um það
hvernig þessum málum er háttað
í Reykjavík". Eins og ég tek fram
í greininni og vil hér undirstrika
eru þessi atriði einungis hliðar-
þættir málsins, mergurinn máls-
ins er að það vantar staði fyrir
börnin. Af því leiðir t.d. of mikill
barnafjöldi á einstaka heimilum,
sem er vissulega ákaflega óheppi-
legt. Ég sem þetta rita hef unnið
við umsjón með dagvist barna á
einkaheimilum nú á annan áratug
og get fyllyrt að í þessum efnum
hefur orðið veruleg breyting á
síðustu árum. Eins og fram hefur
komið í þessum skrifum Þjóðvilj-
ans hefur nú í vetur verið ákveðin
viss breyting í eftirliti með dag-
mæðrum, þannig að hægt er að
vísa málum til barnaverndar-
nefndar, eftir skýlausari
ákvæðum en áður var. Einnig
opnuð dálítil glufa um starfs-
tryggingu fyrir dagmæður. Um-
sjónarfóstrur munu fylgjast nák-
væmlega með hvort þessi ákvæði
koma til með að hafa veruleg
áhrif á starfsemina og gera
stjórnarnefnd dagvistar grein
fyrir því, þegar reynsla er fengin.
í þessari umfjöllun Þjóðviljans
er talsvert vitnað í framkvæmda-
stjóra Dagvistar barna, Berg Fel-
ixson. Kemur ýmislegt sem eftir
honum er haft mér hálf spanskt
fyrir sjónir, t.d. „Við veitum dag-
mæðrum leyfi", þar sem það er
hinsvegar barnaverndamefnd
sem veitir dagmæðrum leyfi.
Bergur Felixson er, sem fram-
kvæmdarstjóri dagvistar barna,
vissulega yfirmaður okkar um-
sjónarfóstra, en hann er hinsveg-
ar ekki persónulegur þátttakandi
í daglegum störfum okkar, því
þykir mér undarlegt hafi hann
sagt að „hægt sé að skrökva að
okkur“.Það er ekki eftir okkur
haft.
Staðreyndin er nefnilega sú að
með því eftirliti sem framkvæmt
er, er alls ekki auðvelt að-
„skrökva að okkur“, t.d.
gagnvart fjölda barna, við vitum
yfirleitt hvar pottur er brotinn í
þeim efnum. Það hafa hinsvegar
ekki verið skýr fyrirmaeli um til-
vísun til barnaverndarnefndar
um þetta og raunar fleiri atriði í
framkvæmd eftirlitsins, fyrr en
nú. Annars reikna ég með að það
sem eftir Bergi Felixsyni er haft
kunni að vera „fært í stflinn". Ég
hef nefnilega reynslu af því
hvernig sú góða kona Sigríður
Pétursdóttir túlkar, teygir og
breytir, því sem við hana er sagt.
Margrét Pála Ólafsdóttir for-
stöðukona í Steinahlíð lætur ljós
sitt skína á þessari dagmæðra-
opnu Þjóðviljans. Þarsegir: Dag-
mæður eru slæmur kostur fyrir
alla, foreldra, börn og þær sjálf-
ar. Þessi lausn er dýrari og óstöð-
ugri. Þetta er siðlaust kerfi....
Ennfremur segir: „Ef Reykjavík-
urborg ætlar að fara út í að leggja
fé í að herða eftirlit með dag-
mæðrum, þá er hún að festa dag-
mæðrakerfið ísessi... “o.sv.frv.,
o.sv.frv.. Það er sannarlega leitt
að jafn greind kona og Margrét
Pála áreiðanlega er, skuli haldin
jafn glórulausu ofstæki og þröng-
sýni, sem það er hér birtist sýnir.
Því miður get ég ekki fært þetta á
reikning Sigríðar Pétursdóttur
þar sem Margrét Pála hefur áður
látið svipaðar skoðanir í ljós;
skoðanir sem hún hefur þó ekki
lagt í að verja þegar henni hefur
verið andmælt. Enda er það
sannast sagna að þar er um slíkar
rökleysur að ræða að þær eru
óverjandi. Út frá þeim orðum
sem hér hafa verið til færð,
eignuð Margréti Pálu, langar mig
aðeins að geta þess að jafnan er
nokkuð um að beðið er um vist
hjá dagmæðrum vegna þess að
þau börn þoli ekki stofnanadvöl.
Því miður er þó sjaldnast hægt að
sinna þessum neyðarköllum, eins
og ástandið er nú í dagvistarmál-
um. Þó að ég geti þessa hér, þá er
það fjarri mér að gera lítið úr
starfi dagvistarstofnana fyrir
börn, ég sæi þær helst sem flestar
og bestar. Hitt vildi ég aðeins
benda Margréti Pálu á, í allri vin-
semd, að ekkert er algjört,
hvorki gott né illt. Ég lýk svo
þessum alltof langa eftirmála og
þykir leitt að hafa þurft að skrifa
hann.
Margrét Sigurðardóttir
14 SÍÐA
ÞJÓÐVILJINN
Miðvikudagur
Skattskrá Reykjavíkur
fyrir árið 1984
Skatta-, útsvars-, launaskatts- og söluskattsskrárfyrir
árið 1984 liggja frammi á Skattstofu Reykjavíkur 16.
apríl til 29. apríl 1985 að báðum dögum meðtöldum, kl.
10 til 16 alla virka daga nema laugardaga.
Athygli er vakin á því að enginn kæruréttur myndast
þótt álögð gjöld séu birt með þessum hætti.
Skattstjórinn í Reykjavík
Gestur Steinþórsson