Þjóðviljinn - 17.04.1985, Page 13
VIÐHORF
um list, heróín og norsku
Arni Sigurjónsson skrifar
Hver er
núverandi afstaða
Sjálfstæðismanna
til heróíns?
Ég veit ekki hvort aðrir en ég
muna eftir sendingunni sem kom
hingað upp í fyrrahaust.
Eg á við amirískan hagfræðing,
Milton Friedman að nafni, sem
Hannes Gissurarson þáverandi
hugmyndafræðingur Sjálfstæðis-
flokksins hóf í dýrlingatölu fyrr á
árinu. Milton þessi boðar pening-
amagnskenningu sem er hluti
„nýfrjálshyggjunnar“; en þessi
fínu fræðiorð merkja andúð á rík-
inu að því marki sem ríkið er al-
menningi til heilla. Ríkið á að
sleppa fjárgróðaöflum alveg
lausum að sögn þessa manns,
ekki styðja þjóðþrifafyrirtæki,
ekki annast skólahald né heldur
heilsugæslu. Og loks má ekki
gleyma því að Friedman telur að
meðan einhver getur grætt á
vændi og sölu eiturlyfja þá sé
ekkert við þær atvinnugreinar að
athuga. Það megi nefnilega ekki
hefta frelsi fólks til að græða.
Málpípa Sjálfstæðismanna tók
yfirmáta vel í þessar hugmyndir,
sem ganga núorðið undir nafninu
heróínstefnan. Þingflokkur
Sjálfstæðismanna hefur ekki enn
lýst andstyggð sinni á eiturlyfja-
kenningu Friedmans og er hætt
við að grunur falli á flokkinn um
að aðhyllast hana meðan við svo
búið stendur. Sömuleiðis tel ég
víst að Verslunarráðið undir for-
ystu svissnesks iðnfyrirtækis
styðji heróínstefnu þessa. Enda
kom sendingin upp hingað á veg-
um þeirrar stofnunar ef ég man
rétt.
Flestum er það kunnugt að ef
farið væri eftir kenningum Fried-
mans þessa væri innlendur land-
búnaður úr sögunni, iðnaðurinn
dræpist jafnsnemma og sömu-
leiðis hlyti útgerð hér á landi að
„Sömuleiðis tel ég víst
að Verslunarráðið
undir forystu
svissnesks iðnfyrir-
tœkis styðji herónín-
stefnuþesa. Enda
kom sendingin upp
hingað á vegum
þeirrar stofnunar ef
ég man rétt“
detta um sjálfa sig. Þvínæst kæmi
svanasöngur kaupmanna.
Annars held ég að þvættingur
Friedmans muni framvegis liggja
í þagnargildi hérlendis. Trúlega
skammast þeir sín mennirnir sem
létu flytja hann hingað. Enda full
ástæða til.
Eru auglýsingar
list og öfugt?
í stórverslunum er hafður sami
siður og í fjósum: leikin er létt
tónlist af plötum svo áheyrendur
slappi af og gefi af sér meiri nyt.
Kjörbúðirnar hafa svo auglýsing-
alestur milli laga. Eftir mikinn
þrýsting lét Ríkisútvarpið loks til
leiðast að annast rekstur slíkrar
stöðvar sem brátt mun spanna
alla landsbyggðina; ég skal ekki
hallmæla rás tvö, enda hefur hún
tekist vonum framar. En það er
athyglisvert að svo mikil nauðsyn
þótti að starfrækja prangarastöð
af þessu tagi að þegar Ríkisút-
varpið hætti því um stundarsakir
vegna verkfalls í fyrrahaust greip
framlengdur armur verslunar-
valdsins inn í atburðarásina og
starfrækti ræningjastöðvar til að
hindra sölusamdrátt. Stöðvarnar
fluttu aðallega fjósatónlist ásamt
boðskap kaupmannastéttarinnar
í formi auglýsinga og hlutdrægra
frétta.
Um þessar mundir er mikið
rætt um að auka þurfi framboð á
útvarps- og sjónvarpsefni í
landinu. í upphafi töldu menn að
þetta stafaði af því að áhrifamikl-
ir aðilar hefðu hug á að bæta
menningarástandið, jafnvel að
koma listaverkum á framfæri
með öflugri miðlunartækni.
Bjartsýnir menn vonuðu að ef til
vili yrði endanlega skrúfað fyrir
auglýsingabullið í sjónvarpinu
með þessari nýju stefnu. En einn
góðan veðurdag rann upp ljós
fyrir mönnum. Ragnhildur Helg-
adóttir menntamálaráðherra
kvað uppúr um það að menn
skyldu ekki vanmeta listgildi
auglýsinga.
Þessi yfirlýsing skýrði fjölmiðl-
abrambolt Sjálfstæðismanna í
eitt skipti fyrir öll. Það hafði lengi
verið lýðum ljóst að nokkra kunst
þarf til þess að pranga varningi
inn á fólk, ekki síst ef hann er
vondur og þó dýr. En að það gæti
verið einhvers konar hugsjón eða
listræn nautn að horfa á auglýs-
ingar um hundakex og fjölþykkt-
arolíur á sjónvarpsskjá, það dett-
ur aðeins þeim í hug sem hafa
FRÁ LESENDUM
ímyndunarafl umfram það norm-
ala. Ásamt kannski kexkaup-
mönnum og ölíufélögum.
Nýju fjölmiðlagarparnir vita
ekkert skemmtilegra heldur en
að horfa á Dallas sem rofið er á
tveggja mínútna fresti af auglýs-
ingum; helst vildu þeir að ekki
væri svo stunið upp heilli setn-
ingu í sjónvarpinu að ekki kæmi
auglýsing á eftir. En sannleikur-
inn er sá að fyrir allan þorra
manna eru slíkar sendingar hrút-
leiðinlegar og sannkallað heimil-
isböl. Jafnvel í henni Amiríku
þykja auglýsingar vágestur á
skjánum. Er ekki ein skýringin á
myndbandaæðinu einmitt sú að
menn vilja losna við auglýsingar?
Hitt er líka lýðum ljóst að það er
almenningur sem borgar sjón-
varpið, hvort svo sem hann er
látinn horfa á auglýsingar eða
ekki.
Ég geri ráð fyrir að mennta-
málaráðherra eigi talsvert safn af
myndböndum heima hjá sér með
eintómum auglýsingum og skelli
þeim á skjáinn þegar henni þykja
samfelldar dagskrár án auglýs-
inga ganga skrefi of langt.
Það er óheillavænleg menning-
arstefna að láta kaupmannastétt-
ina ráða því hvað sjónvarpið
sýnir. Og það að reyna að svindla
inná þjóðina dagskrárlið sem
99% áhorfenda telja hundleiðin-
legt skrum með því að segja það
listrænt, það er málflutningur
óvandaðra manna.
Getur endurhæfing
norskunnar
beðið lengur?
í sjónvarpsþætti um daginn
benti Árni Johnsen, einn af þing-
mönnum Suðurlandskjördæmis,
á að norskan er orðin hræðilegt
hrognamál. Þingmaðurinn las af
blaði málsgrein á norsku sem mig
minnir að hafi hljóðað hérumbil
svo: „Naagon svömmet i swimm-
ingpoolen over weekenden".
Þingmaðurinn kvaðst sjá merki
um erlend áhrif í þessari setn-
ingu. í fyrstu hélt ég að þar væri
átt við orðið „over“ sem gæti ver-
ið forníslenskt tökuorð.
Nú veit ég ekki hvert verður
framhald þessa máls, en mér
segir svo hugur að kjördæmisráð
Sjálfstæðismanna á Suðurlandi
eigi eftir að samþykkja svofellda
yfirlýsingu, til að skýra málstað
Árna Johnsen til hlítar:
„Kjördæmisráð Sjálfstæðis-
manna í Suðurlandskjördæmi á-
telur Norðmenn harkalega fyrir
að segja weekend. Ráðið bendir
á að íslenskan er merkilegasta
tungan í sólkerfinu og þá einkum
með skaftfellskum framburði.
Við hvetjum Skandinava til að
hætta að segja allmörg orð sem
komu inn í mál þeirra á tímabil-
inu 1200-1450 og 1950-1985 og
leggjum til að Alþingi láti gera
skrá handa Norðmönnum yfir
orðin sem hér er sérstaklega átt
við.“
Þegar þetta er skrifað eru Sjálf-
stæðismenn að fara að halda
landsfund. Vonandi tekur lands-
fundurinn skelegga afstöðu í
sambandi við norskuna og stend-
ur þétt á bakvið hr. Johnsen.
Væntanlega mun landsfundurinn
líka fordæma 80.000 tökuorð í
enskri tungu.
En hvað svo sem Sjálfstæðis-
flokknum í heild þykir um orðið
„weekend“ og mörg norsk orð
önnur, þá vona ég bara að
frændþjóðir okkar í Skandinavíu
fari nú ekki að gera samþykktir
um orð sem þeir vilja hafa eða
vilja ekki hafa í íslenskunni.
Árni Sigurjónsson er doktor í bók-
menntafræðum og hefur áður
skrifað greinar í Þjóðviljann. Hann
starfar mestanpart við kennslu.
Spilasalimir
ógeðslegir
Ég vil þakka Þjóðviljanum
greinarnar um spilakassana. Sjálf
hef ég kynnst þessum spilasölum
og þeir eru ógeðslegir. I Englandi
þar sem menn hafa lengri reynslu
af spilafíkninni en hér á landi er
þessi fíkn í spilakassana með-
höndluð eins og til dæmis áfengis-
fíkn. Þetta er það lægsta sem
menn geta verið að græða á.
Hvernig væri að kaupa nokkra
spilakassa og setja þá í félagsmið-
stöðvarnar?, þá kannski yrði ekki
eins spennandi að kaupa sig inn á
spilaSalina og vandamálið að
verða sér út um peninga til að
geta spilað mundi minnka. Þessi
tillaga hefur áður komið fram en
ekkert verið gert í málinu. Senni-
lega eru menn hræddir við að
missa gróðann ef úr þessu yrði.
Lesandi.
Ég vil koma á framfæri þakklæti
fyrir greinina um spilakassana. Sonur
minn lenti í þessu og eyddi ófáum
stundum í spilasölum. Allt sem í
greininni stendur er alveg satt og
þetta er miklu Ijótara en segir í
greininni.
Hvar er flokkur hins vinnandi
Fyrst langar mig að þakka þá
miklu umfjöllun sem vandi hús-
byggjenda hefir fengið í blaðinu
að undanförnu. Einnig þakka ég
þeim mönnum í samtökum áhuga
manna um úrbætur í húsnæðis-
málum þeirra þróttmikla starf og
treysti því að hópurinn svo og
Þjóðviljinn láti ekki deigan síga.
Ég læt fljóta með nokkur atriði
til umhugsunar.
Geta launþegar treyst verka-
lýðsforustunni til að gera
eitthvað annað en að knýja fram
krónutöluhækkun launa, sem
síðan er notuð til að fella gengið
og er tekið af okkur áður en við
fáum útborguð okkar fyrstu
laun?
Eru þetta ekki orðin úrelt vinn-
ubrögð, og þörf á að finna önnur
haldbetri?
Eru lífeyrissjóðirnir hættir að
þjóna félögum sínum?
Á þeim tíma sem félagar þurfa
þeirra við með lán til húsnæðis-
kaupa þá eru lánin mjög óhag-
stæð stutt og bera hæstu vexti.
Þegar kemur að greiðslu líf-
eyris eru þær smánarlegar.
Þá vildi ég gjarnan fara að sjá
eitthvað annað í blaðinu, en
þessa sömu tuggu um vondu
ríkisstjórnina, sem nú situr.
Hún er að vísu verst af mörgum
vondum.
Mér finnst oft gleymast að við
höfum öll átt þátt í að koma okk-
ur í þann vanda sem við nú erum í
þó mismikið eftir aðstæðum.
Þurfum við þá ekki öll að hjálp-
ast að við að leysa hann?
manns?
Það stoðar lítið og bætir fátt að
vera sí og æ að kenna öðrum um
vandann.
Að lokum samviskuspurning:
Hvar er flokkur hins vinnandi
manns?
Mér finnst hann hafi horfið
sporlaust, og eftir sitjum við
launþegar tortryggnir og vantrú-
aðir á að það finnist nokkur mað-
ur sem við getum treyst fyrir
hagsmunum okkar.
Lesandi
Skattasvindl
Einka-
neysla á
fyrirtækja-
reikning
Akurnesingur hringdi;
Sjónvarpið var á dögunum
með frétt um að yfirmönnum
stórfyrirtækja væri boðið að taka
út híuta af einkaneyslu sinni á
krítarkort fyrirtækjanna. Ég veit
að þetta tíðkast víða og hefur
lengi viðgengist.
Sjálfur hef ég séð nótur varð-
andi innkaup á matvörum og
hreinlætisvörum sem fara til
einkaneyslu en eru skráðar á fyr-
irtæki. Það eru bæði eigendur fyr-
irtækja og aðrir yfirmenn sem
hafa stundað þennan leik. Við
þekkjum líka öll hvernig þessi
falsviðskipti hafa verið stunduð í
kringum útgerðir einkaaðila þar
sem einkaneyslan er að stórum
hluta skráð á skip og báta.
Það þarf að fara að taka alvar-
lega á þessum málum og ég held
að rétt væri að fólk léti vita um
dæmi sem þessi til skatt-
rannsóknarstjóra.
Mlðvlkudagur 17. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13