Þjóðviljinn - 17.04.1985, Page 4
LEIÐARI
Atvinnuleysi í Hafnarfirði
Mjög alvarlegt ástand ríkir nú í atvinnumálum
Hafnfirðinga. Rösklega 200 manns hafa leitað á
náðir atvinnuleysisbóta og verulegur fjöldi fólks
þarf nú að sækja í ný störf utan Hafnarfjarðar
sökum þessa uggvænlega ástands. Þessi
hrikalega staða kristallast meðal annars í því að
Hafnfirðingar búa nú við um það bil 50 þrósent
meira atvinnuleysi en landsmeðaltal segir til
um.
Vinnusviptirinn hefur að sjálfsögðu ýtt fjöl-
mörgum heimilum út á ystu nöf. Enginn dregur
fram lífið á atvinnuleysisbótum sem í dag nema
ekki nema 2,800 krónum á viku auk röskra
hundrað króna að auki með hverju barni. Af
þessum sökum eru mörg heimili í Hafnarfirði að
komast á vonarvöl og því eðlilegt að
Hafnfirðingar spyrji: Hvenær ætla ráðamenn
bæjarins og stjórnvöld að grípa til úrbóta
sem duga?
Segja má að ýmsir samverkandi þættir hafi
leitt til þessa ófremdarástands. Hæst ber hina
mjög svo vafasömu rekstrarstöðvun Bæjarút-
gerðar Hafnarfjarðar, en þann 1. febrúar var
öllu starfsfólki hennar - samtals nærri tvö
hundruð manns - sagt upp störfum. Áður hafði
fólkið raunar verið launalaust að meira eða
minna leyti allt frá því í október.
Stöðvun Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar var
raunar óskiljanleg með öllu og ekki hægt að sjá í
henni neina glóru. Vissulega átti fyrirtækið í erf-
iðleikum með rekstur sinn, en þess ber að geta
að allur sjávarútvegur á í miklum erfiðleikum í
dag og gefast menn þó ekki upp jafnauðveld-
lega og yfirvöld Hafnfirðinga. Einsog Þjóðviljinn
hefur greint ýtarlega frá tók meirihluti bæjar-
stjórnarinnar þá umdeildu ákvörðun að koma
rekstri fyrirtækisins í hendur nýs fyrirtækis, Út-
gerðarfélags Hafnfirðinga h/f, án þess að nokk-
uð lægi fyrir sem benti til þess að rekstrarstaðan
breyttist til batnaðar við nafnbreytinguna. Enn
óskiljanlegri var sú ákvörðun meirihlutans að
leggja svo niður starfsemi fyrirtækisins meðan
unnið var að yfirfærslunni. Með því móti var það
að sjálfsögðu svipt öllum tekjumöguleikum en á
sama tíma hélt fjármagnskostnaðurinn áfram
að vaxa.
Úr fjarlægð lítur þetta hreinlega út einsog
skemmdarverk á fyrirtæki, sem um áratuga-
skeið hefur verið lífankeri í atvinnumálum
Hafnfirðinga.
Þetta veldur svo því, að meðan aflabrögð
togara eru með besta móti þá liggja togarar
Hafnfirðinga við landfestar og tvö hundruð
manns sem ella gætu haft atvinnu af verkun
aflans mæla göturnar og fá að lepja dauðann úr
iskel hlægilega lágra atvinnuleysisbóta.
í ofanálag bætist svo sú staðreynd, að ráða-
menn bæjarins hafa um skeið haft uppi þann
leiða sið að leita til utanbæjarfyrirtækja um ýms-
ar framkvæmdir, án þess að fyrir liggi ótvírætt
að slíkt borgi sig betur fyrir bæjarfélagið, þegar
kurl eru öll til grafar komin.
Þetta sýnir auðvitað mjög berlega, að sá
meirihluti sem fer með völd í bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar er einfaldlega ekki nægilega ábyrgur
til að valda stjórnun bæjarins með sæmilegum
hætti. Á meðan fráleitt er hægt að segja að neitt
sérstakt illæri ríki í þjóðlífinu þá hefur þeim eigi
að síður tekist að koma málefnum bæjarbúa
svo frámunalega illa fyrir, að atvinnuleysi er
helmingi meíra en annars staðar. Þetta er
hreinræktað ábyrgðarleysi og vísast mun fram-
hald á þessu fordæmanlega aðgerðarleysi
bæjaryfirvalda í Hafnarfirði valda því að enn
fleiri kunna að bætast í tölu atvinnulausra.
Þessi afleita frammistaða skrifast fyrst og
fremst á reikning bæjarstjórnarinnar. Verka-
lýðsfélögin í Hafnarfirði hafa nú sameinast um
harðorða ályktun til bæjaryfirvalda og ríkis-
stjórnar, þar sem krafist er skjótra úrbóta. Þjóð-
viljinn tekur heils hugar undir þær og gerir að
sínum þau orð sem Hallgrímur Pétursson, for-
maður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnar-
firði, lætur í dag falla í Þjóðviljanum um meiri-
hluta bæjarstjórnarinnar:
Ef þeir eru ekki menn til að tryggja at-
vinnuástand í bænum, þá eiga þeir að koma
sér burt.
ÖS
KUPPT OG SKORID
s Sérkennilegt
ÍSýeldflaugatilboð
MX
Varnarleikir okkar
Friðarviljinn
Stjórnarblöðin taka einatt sér-
stæðar rispur í utanríkismálum.
Síðasta tilefnið var páskatilboð
Gorbatsjofs um að hætta í hálft ár
við að setja upp nýjar sovéskar
meðaldrægar eldflaugar með til-
mælum um að Bandaríkjamenn
gerðu slíkt hið sama. Reagan og
hans menn vísuðu þessu frá sér
sem áróðri. NT þótti það miður
og skrifaði leiðara um málið. Þar
sagði að Sovétríkin hefðu sýnt
sáttavilja sinn og viðbrögð vest-
urveldanna hefðu valdið gífur-
legum vonbrigðum.
„Petta eru ógnþrungin kalda-
strídsviðbrögð. Óbreytt ástand er
auðvitað betri trygging fyrir friði
en áframhaldandi vígbúnaðark-
apphlaup. Um sinn verður ekki
betur séð en friðarviljinn sé meiri
austan hafs en vestan".
NT-menn
bitu á agn
Morgunblaðinu rann að sjálf-
sögðu blóðið til skyldunnar yfir
þessari móðgun í garð Reagans
sem NT gerði sig sekt um með
slíkum samanburði. „NT má ekki
vatni halda yfir friðarvilja Sovétr-
íkjanna, enda oftlega með sovésk
gleraugu á nefi, þá er litið er út um
Ijórann til heimsins" sögðu Stak-
steinar daginn eftir og supu
drjúgt hveljur. Síðan birtist
leiðari í Morgunblaðinu, þar sem
NT-menn voru settir á kopp og
lesið yfir þeim rækilega um flá-
ræði Rússa í afvopnunarmálum.
Allir „ábyrgir aðilar" á Vestur-
löndum, stóð þar, sjá í gegnum
Sovétmenn í þessu máli. En, bæt-
ir leiðarinn við:
„Þegar áróðursmeistararnir í
Kreml meta áhrif síðustu aðgerða
sinna geta þeir þó huggað sig við
það, að NT á Islandi hafi bitið á
agnið - hvaða máli sem það svo
skiptir".
Og var klykkt út með því að
vara stjórnarbræður á NT við því,
að taka þátt í að krossfesta hinn
vestræna heim með því að trúa
páskaboðskap Gorbatsjofs!
Dómur
sögunnar
Þeir á NT hafa orðið mjög sárir
yfir þessum útleggingum Morg-
unblaðsins ef marka má leiðara
sem þar svo birtist svosem til
svars. Þar segir að mannkyns-
sagan muni dæma þá hart sem
standa fyrir vígbúnaðarkapph-
laupi:
„Hún mun dœma þá menn hart
sem skipta heiminum upp í svart/
hvítt, tala af lítilsvirðingu um af-
vopnunartillögur andstœðingsins
í stað þess að svara þeim með
þeim hætti sem leitt gœti til þess að
dragi úr spennu. Það skal ítrekað
hér að þœr röksemdir Reagans og
Thatcher, að frysting á meðaldr-
œgum eldflaugum í Evrópu komi
ekki til greina vegna þess að So-
vétmenn hafiyfirburði áþvísviði,
eru ógildar, því að kjarnorku-
vopnastyrkur Vesturveldanna er
síst minni þegar málin eru skoðuð
íheild“.
NT rekur það svo, hvernig áfr-
amhaldandi uppsetning eldflauga
leiði til nýrra vítahringja og vend-
ir svo máli sínu í kristilegan kross
með því að bjóða fram hinn van-
gann andspænis fólsku Morgun-
blaðsins:
„Þökk sé þeim sem tala af lítil-
svirðingu um friðarsinna, halda
þeim niðri með lögregluvaldi
austanmegin, með landráðaás-
ökunum vestanmegin".
Eldflauga-
talning
Áður en lengra er haldið: Það
er kannski ekki úr vegi að skjóta
hér inn smáfróðleik um eldflaug-
arnar meðaldrægu. Þeir á In-
formation hafa verið að blaða í
bók, og þar er því haldið fram að
á síðastliðnu ári hafi sovéskum
meðaldrægum eldflaugum fœkk-
að um 71 í Austur-Evrópu (en
kjarnaoddum hinsvegar ekki
nema um fimm vegna þess að
stórvirkari vopn eru sett upp í
stað þeirra sem teknir voru nið-
ur). A sama tíma hafa Natóríkin
sett upp í Vestur-Evrópu a.m.k.
134 Pershingeldflaugar og stýrif-
laugar. Heimildin er árbók Pen-
tagon, bandaríska hermálaráðu-
neytisins, Sovét Military Power -
og dragi nú hver sínar ályktanir.
Fáar
spurningar
Það kann að vera, að vonlítið
sé að rökræða um fyrirbæri ein og
„sáttavilja" stórvelda, eða að
draga einhverjar fastaályktanir
um vígbúnaðarmál af eðli mis-
munandi stjórnkerfa. Framvinda
vígbúnaðarkapphlaups ræðst nú
um stundir af svörum við tiltölu-
lega fáum og einföldum spurn-
ingum.
I fyrsta lagi: Þegar á heildina er
litið ríkir nokkurnveginn
jafnvægi milli risaveldanna á
sviði kjarnorkuvígbúnaðar. Er
það svo rétt, að stjórn Reagns
vilji þjarma að Sovétríkjunum
efnahagslega og skera þau niður í
„annars flokks stórveldi" með því
að ná yfirburðum í þessum víg-
búnaði? Sé þetta rétt (sem margir
telja) er vonlítið um að viðræður
þær sem nú standa í Genf beri
árangur. Sé þetta rangt er nokkur
von um að þær verði meira en
yfirskyn.
í öðru lagi: óttast Sovétmenn
meira en Bandaríkjamenn áfr-
amhaldandi vígbúnaðarkapph-
laup? Vegna þess að það kostar
þá meira en keppinautana (vegna
minni afkastagetu sovésks efna-
hagslífs) og vegna þess, að þeir
eru á eftir í tækni. Sé þetta rétt,
eru sterk rök fyrir því, að mark sé
takandi á þeirra tillögum um af-
vopnunarmál - hvað sem líður
venjulegum stórveldarefskap í þá
veru að koma andstæðingi í
klípu.
DfðmnuiNN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson.
Rltatjórnarfulltrúl: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjórl: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson,
Víðir Sigurðsson (íþróttir).
Ljóamyndlr: Einar Ólason, Einar Karlsson.
Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifatofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Utbreiðslustjóri: Sigrlður Pótursdóttir.
Auglýsingastjórl: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýaingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir,
Hreiðar Sigtryggsson.
Afgrelðslustjórl: Baldur Jónasson.
Afgrelösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Bergljót Guöjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Bílatjórl: Ólöf Sigurðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritatjórn:
Sfðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð f lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
Áskriftarverð á mánuðl: 330 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. aprtl 1985