Þjóðviljinn - 20.04.1985, Page 8
MENNING
Haldið ykkur
við hákarlinn
landi ef eitthvað er og samt hitti
ég fólk hér sem er mjög opið og
frjálslynt. Petta er því ekki spurn-
ing um veðurfar, menningu eða
lærdóm heldur það að líta framan
í heiminn með opnum huga.
í Þýskalandi búa 60 miljónir
manna, þar af 2,5 miljónir
atvinnulausar. Par er því mikið
þéttbýli og allt skipulagt til
þrautar. Þetta skipulag er
nauðsynlegt að vissu marki en
það gerir fólki erfiðara fyrir um
að losa sig við hömlur og losa sig
undan áhrifum menntunarinnar.
ísland er ekki eins strjálbýlt og
auk þess einangrað sem gerir það
að verkum að fólk verður að fara
mikið utan til að afla sér
menntunar. Ég hef séð mér til
ánægju að ungt fólk leggur á sig
langar ferðir í þessu skyni. I
Þýskalandi er mjög algengt að
' fólk fari ekki lengra en til næstu
borgar til að afla sér menntunar.
Ef ég dreg þetta saman má
segja að Þjóðverjinn í myndinni
læri þá lexíu að það er undir hon-
um sjálfum komið hvort hann
opnar fyrir öðru fólki. Hann bíð-
ur eftir sólinni, að honum verði
boðið inn, og hann þarf að sigrast
á eigin stolti og öryggisleysi. En
þegar hann loks tekur undir sig
stökkið finnur að hann er vel-
kominn og hann eignast vini“.
Hákarl og
hamborgarar
- Verður þetta mikið fyrir-
tœki?
„Þetta verður ekki stórmynd
Það er lítill markaður fyrir þjóð-
legar myndir, bæði hér og í
Þýskalandi. Við eigum í harðri
samkeppni við amerísku mynd-
irnar sem eru búnar að móta
áhorfendur. Það er erfitt fyrir
okkur að keppa við stjörnumynd-
ir þar sem mikið er beitt „effekt-
um“ oþh.. Við höfum ekki
stjörnurnar og heldur ekki pen-
ingana. Fólk á borð við Nastössju
Kinski og Eddie Murphy eru
stjörnur um allan heim en leikar-
arnir okkar eru óþekktir.
Ef maður hefur ekki mikla
peninga til að kaupa stjörnur og
vera með alls kyns tæknififf er
eini möguleikinn að reyna að
vera frumlegur og draga fram
eitthvað sérstakt og þjóðlegt.
Það gefur manni á hinn bóginn
frjálsari hendur að mörgu leyti.
Ef maður er að gera stórmynd
sem búið er að dæla í peningum
verður hún að vera alþjóðleg,
hvað sem það kostar. Og það er í
raun ekki hægt að skoða amerísk-
ar myndir lengur og segja: þetta
er amerísk menning. Það var þó
hægt að segja um vestrana.
Eg skal taka dæmi. Þú getur
fengið hamborgara um allan
heim, þeir bragðast alla staðar
eins, eru mjúkir og bragðgóðir.
Ég smakkaði hins vegar hákarl
hér um daginn, bara smábita, og
ég gat ekki borðað mikið af
þessu. En ég efast ekki um að
þetta sé ágætis matur og þið getið
Leikstjórinnásamtleikhópnum,frávinstri:KolbrúnHalldórsdóttir, HannaMaría Karlsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Lutz Konermann, Guðjón Pedersen og
Þröstur Guðbjartsson. Auk þeirra koma við sögu í myndinni Þorgeir Gunnarsson aðstoðarleikstjóri, Guðjón Ketilsson sem gerir leikmynd og búninga fyrir
leikhópinn og Hilmar Oddsson aðstoðarhljóðmaður. Mynd: Valdís.
er held ég aðeins fær þeim sem
búa í enskumælandi löndum.
Hin leiðin er að minnka kostn-
aðinn við gerð myndanna og
draga úr þeim metnaði sem hvet-
ur menn til að slá í gegn á alþjóð-
amarkaði. Gera litlar myndir.
Það er orðinn til stór hópur
þýskra kvikmyndagerðarmanna
sem stendur frammi fyrir þessum
kostum".
Á fjórum
tungum
- Og hvernig ferð þú að þvíað
fjármagna myndirnar þínar?
„Ég hef engan framleiðanda að
þessari mynd sem ég er að gera
núna. Hluti peninganna sem hún
kemur til með að kosta kemur frá
þýskri sjónvarpsstöð sem heitir
Þriðja rásin. Ég seldi henni sýn-
ingarrétt að myndinni. Þessi stöð
nær aðeins til hluta Þýskalands
sem þýðir að hún getur ekki gert
neinar kröfur til myndarinnar.
Hún getur td. ekki bannað mér
að gera mynd á fjórum tungumál-
um eins og ég ætlaði mér, þýsku,
íslensku, ensku og ítölsku.
Afgangurinn kemur úr tveimur
áttum. Annars vegar eru lán sem
ég tek í banka. Hins vegar hefur
starfsliðið í myndinni fallist á að
taka þátt í áhættunni með því að
borðað hann. Þið getið ekki selt
hákarl um allan heim. Hins vegar
finnst mér að þið ættuð að leggja
áherslu á hákarlinn, hann er sér-
stæður og fæst ekki annars stað-
ar“.
Litlar,
skítugar myndir
- Hvernig eru horfur í þýskri
kvikmyndagerð um þessar mund-
ir, eftir „Nýbylgjuna"?
„Þýsk kvikmyndagerð mátti
líða margt fyrstu árin eftir stríð.
Það var ekki fyrr en árið 1949 að
Þjóðverjar fengu leyfi hjá banda-
rísku yfirvöldunum til að gera
eigin kvikmyndir. Fram að þeim
tíma voru eingöngu sýndar amer-
ískar kvikmyndir og áhorfendur
ólust upp við þær. Þýskir kvik-
myndamenn urðu því að gera
myndir í svipuðum stíl.
Árið 1962 komu fyrstu við-
brögðin við þessum eftirstríðs-
myndum, þeim sem kallaðar
voru „Heimat“ kvikmyndir, eins-
konar ættjarðarmyndir með fal-
legu landslagi og jákvæðu fólki.
Þá kom fram hópur sem vildi gera
öðurvísi myndir. Einn þeirra var
Alexander Kluge sem sagðist
vilja gera litlar skítugar myndir.
Upp úr þessari hreyfingu komu
menn á borð við Fassbinder,
Volker Schlöndorff, Wim Wend-
ers ofl.
Kannski var þó annað mikil-
vægara sem kom upp úr þessari
hreyfingu en það voru tveir kvik-
myndaskólar, í Múnchen og
Berlín, sem voru stofnaðir árið
1967. Nú er staðan orðin allt
önnur. Þessir leikstjórar sem
gerðu uppreisn fyrir rúmlega 20
árum eru orðnir eldri og sumir
þeirra dánir, því miður. Nú er
komið upp mikið af mönnum sem
kalla sig ,filmemacher“ en ekki
leikstjóra. Á þessu er sá munur
að leikstjórarnir eru ráðnir af
framleiðendum eða kvikmynda-
fyrirtækjum, en nýju mennirnir
ráða sér sjálfir, semja sín handrit
sjálfir, útvega fé úr ýmsum áttum
og þannig.
Yngri kvikmyndagerðarmenn
standa frammi fyrir því að hinn
hefðbundni kvikmyndaiðnaður
getur ekki tekið við öllum þeim
sem útskrifast úr skólunum. Það
er því um tvær leiðir að velja.
Önnur er sú ameríska þar sem
áhersla er lögð á æ stærri myndir
sem kosta æ meiri peninga. Fyrir
10 árum auglýstu fyrirtækin með
stolti að þessi og þessi mynd væri
„sú dýrasta sem gerð hefur ver-
ið“. Nú er það bókstaflega orðin
nauðsyn að myndir kosti mikið fé
því áhorfendur vilja alltaf meiri
elæsileeri ..effekta" Þecsi leið
fá aðeins helming launa sinna
strax. Afganginn fær það svo síð-
ar og jafnvel eitthvað meira ef
myndin gengur vel“.
- Og hvernig er framkvæmda-
áœtlunin?
„Við verðum fyrst í svona viku
á Snæfellsnesi, komum síðan til
Reykjavíkur og tökum örlítið
hér, aðallega brottför hópsins. í
lok mánaðarins verður farið til
Múnchen og unnið við undirbún-
ing þangað til bfll hópsins er kom-
inn út. I kringum 10. maí verður
farið til Ítalíu þar sem við verðum
í 7 vikur. Tökur hefjast í lítilli
borg á Norður-Ítalíu, Bergamo,
og enda á Sikiley".
- Hverjir vinna við myndina
auk þín og leikhópsins?
„Það eru tveir íslendingar til
viðbótar, þeir Þorgeir Gunnars-
son sem verður mér til aðstoðar
og Hilmar Oddsson aðstoðar-
maður við hljóðupptöku. Töku-
mennirnir eru þýskir, hljóðmað-
urinn er svissnesk kona, kokkur-
inn franskur, upptökustjórinn
ítalskur og klipparinn frá Austur-
ríki“.
- Og hvenœr verður hún tilbú-
in?
„Ég stefni að því að hafa hana
tilbúna til sýninga um jólin. Það
er góður tími til að sýna sólar-
myndir".
-ÞH