Þjóðviljinn - 25.04.1985, Side 8

Þjóðviljinn - 25.04.1985, Side 8
FLÓAMARKAÐURINN Lftil íbúð 2ja-3ja herb. íbúð óskast til leigu. Uppl. í síma 19153. Harmonikka til sölu 40 bassa á kr. 6000. Uppl. I síma 84732. Alhliða heimilistölva 64 Ktölva, skjár, segulband, prentari. Innbyggt Basic, Forth, Edasm, ís- lensk ritvinnsla. 100 forrit á snældum. Símar 11612 og 10401. 15 ára strákur óskar eftir vinnu. Alit kemur til greina. Sími 42212. Husquarna bakaraofn til sölu. Verð 4-5 þúsund. Sími 23171. Samferðakona Óska eftir að kynnast konu til þess að ferðast með mér til Rússlands eða Dubrovnik með Samvinnuferðum. Tilboð sendist Þjóðviljanum merkt „Samferðakona - BRD“. 1. maí-kaffi SHA 1. maí-kaffi herstöðvaandstæðinga verður að Mjölnisholti 14, 3ju hæð kl. 10.30. Leggjum í púkk. Takið með ykkur brauð og tilheyrandi. Glös, kaffi og áhöld á staðnum. Fjölmennið. Miðnefnd SHA. Reiðhjól óskast fyrir 7 ára strák. Uppl. í síma 11908. Leðurjakki Nýr og ónotaður „stæl“ leðurjakki á herra til sölu. Jakkinn er ryprauður og passar á 178 sm háan mann. Uppl. í síma 13894. Óskum eftir telpnareiðhjóli 24 tommu, 3ja gíra. Til sölu á sama stað lítið Winther hjól. Uppl. í síma 26184 á kvöldin. Hvítt armbandsúr með hvítri skífu, svörtum tölustöfum og vísum tapaðist í miðbænum, trú- legast á veitingahúsinu Gauk á Stöng sl. laugardagskvöld 20/4. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 20287. Takkaharmonikka Á ekki einhver gamla en góða takka- harmonikku sem hann eða hún vill selja mér. Vinsamlegast hringið I Óð- inn Brúarskóla (gegnum Egilsstaði) stmi 97-1111. Til sölu brúnir, lítið notaðir barstólar frá Ný- borg. Einnig ungbarnastóll. Á sama stað óskast reiðhjólabarnastóll og kerrupoki. Uppl. í síma 25859. Saumanámskeið Tveir klæðskerar halda saumanám- skeið á Skólavörðustíg 19. Nánari upplýsingar og skráning í símum 83069 og 46050 eftir kl. 17. Myndabúðin Njálsgötu 44 Myndarammar og málverkaprentanir á góðu verði. Myndabúðin Njálsgötu 44. Opið frá kl. 16 - 18. Hljóðfæri Til sölu Fender bassi, upplýsingar I síma 26306. Þór. Svefnbekkur Til sölu sem nýr svefnbekkur með rúmfatageymslu á kr. 3.500.- Uppl. í síma 78747 e.hád. Gítarkennsla Fyrir byrjendur og lengra komna. Uppl. í síma 621126. Listadúns-dýna Til sölu Listadúns-svampdýna með flauelisáklæði. breidd. Uppl. í síma 25627. Húsbyggjendur - húseigendur hverskonar smíði á gluggum, hurð- um, opnanlegum fögum og fl. Tilboð - tímavinna. Þórður Árnason, sími 45566. Vantar gínu Mig vantar kvengínu til að sauma á, má vera gömul, en þarf að hafa hand- leggi. Sími 16059 eða 17639. Sigrún. Sjónvarp/ísskápur Óska eftir ódýrum ísskáp og sjón- varpi. Uppl. í síma 36226. Hjónarúm til sölu, á kr. 1500.- Uppl. í síma 686854. Volga árg. ’74 til sölu, í góðu standi. Sími 83091. Til sölu toppgrind, dráttakrókur og sætaá- klæði fyrir Lödu. Gott verð. Uppl. í síma 43473. íbúð óskast Ung hjón með eitt barn óska eftir 3ja- 5 herb. íbúð. Uppl. í síma 10690 milli kl. 9-18, eftir kl. 18 í síma 38284, Anna. Bíil til sölu V.W. 1200 árg. '73, skemmdur eftir árekstur, vél ný-endurnýjuð er gangfær. Til sýnis á Miðbraut 28, Sel- tjarnarnesi. Tilboð óskast. Símar 22454, 25628, 19644 og 10359. Hillusamstæða til sölu. Sérlega falleg, úr furu. 3 ein- ingar. Selst ódýrt. Uppl. í síma 666842. Sparimerkjagifting Áreiðanlegur ungur maður vill kom- ast í samband við stúlku sem hefur áhuga á sparimerkjagiftingu. Fullum trúnaði heitið. Uppl. í síma 22971. 2 sturtubotnar til sölu. Uppl. í síma 621737, milli kl. 12-13 og eftir kl. 18. Til sölu gamall stofuskápur á vægu verði. Uppl. í síma 16428. Lesbíur! Nú gefst tækifæri til að hittast og spjalla. Opið hús á vegum islensk- lesbíska... í Kvennahúsinu, Hótel Vík, á laugardögum kl. 17 -19. - Símatím- ar fyrir lesbíur eru á fimmtudögum kl. 21 - 23 í síma: 28539. BLAÐBERAR ÓSKAST Víðsvegar um borgina í maí DJOÐVIUINN Bíllinn í lagi — beltin spennt bömin í íiftursæti. GÓÐAFERÐ! yUMFERÐAR RÁÐ IANDHE) Búnaðarsjóður I drögum þeim, sem í deiglunni eru að frumvarpi að lögum um Búnaðarsjóð, er ráð fyrir því gert, að aliar þær stofnanir og sjóðir, sem veita fjármagni til uppbyggíngar og þróunar hinna ýmsu greina landbúnaðarins, verði samein- uð í einni stofnun, Búnaðar- sjóði, og skuli eignir þeirra og tekjur ganga til hans. Aukafundur Stéttarsambands- ins taldi sitthvað í drögunum horfa til bóta og að ráðstöfun fjárins kunni að verða markviss- ari og samhæfðari en verið hefur á sumum sviðum. En fundurinn lagði á það áherslu, að stjórn sjóðsins yrði í höndum Stéttar- samtaka bænda og hafi hún frjáls- ar hendur um ráðstöfun fjár hans, lántökur til hans og rentur. Á hinn bóginn taldi fundurinn hér vera um að ræða svo viða- miklar og róttækar breytingar á málaflokki, sem væri afar mikil- vægur fyrir þróun landbúnaðar- ins og afkomu bænda, að nauðsynlegt væri að kanna málið betur en tóm gæfist til á fundin- um, enda ekki sjáanleg nein þörf á því, að það alþingi, sem nú sit- ur, afgreiði frumvarpið. í>ví var lagt til að fundurinn kysi þriggja manna nefnd til þess að fjalla nánar um máli í samráði við stjórn Stéttarsambandsins, og skili hún áliti til aðalfundar í haust. Guðmundur Þorsteinsson var framsögumaður nefndarinnar, sem um málið fjallaði. Taldi hann eðlilegt að Stéttarsambandið kysi 5 stjórnarmenn en landbúnaðar- ráðherra tilnefndi 1. Guðmundur sagði að á sl. ári hefðu 5 aðilar veitt lán til fiskiræktar án nokk- urs sambands sín á milli og væri slíkt skipulagsleysi fáránlegt. Eðlilegt væri að aukabúgreinar hefðu hönd í bagga með ráð- stöfun þess fjár, sem þær greiða í sjóðinn. Ljóst væri, að Búnaðar- sjóður þyrfti meira en 130 milj. kr. á ári, eins og honum virtust ætlaðar, ef hann ætti að geta sinnt nauðsynlegum fjárveitingum til verulegrar búháttabreytingar. í nefnd til að fjalla nánar um málið, voru kosnir þeir Guð- mundur Þorsteinsson, Skálpa- stöðum, Júlíus Jónsson, Norður- hjáleigu og Kristófer Kristjáns- son, Köldukinn. -mhg í annan stað verði Jarðasjóði gert kleift að kaupa jarðir af þeim bændum, sem þurfa að losna við þær vegna skulda. Þá verði tekin inn í verðlagsgrundvöll hækkun á fjármagnsliðum vegna aukinna fjármagnsútgjalda. Loks verði Það er dýrt að koma upp húsum yf ir fólk og fénað, kaupa bústofn og vélar, enda á nú margur bóndinn í erfiðleikum þótt ekki komi allt þetta til. lánstími bústofnskaupalána til frumbýlinga lengdur úr 6 árum, sem hann er nú, í 12 ár. Jafnframt verði útlánareglum breytt þann- ig, að þeir einir fái bústofns- kaupalán, sem leggja fram rekstraráætlun. -mhg. Fjölmargir bændur, einkum í hópi hinna yngri, eru nú á fjár- hagslegri heljarþröm. Er ekki annað sýnna, komi ekki til skjót aðstoð og fullnægjandi, en að til hruns horfi í stéttinni. Aukafundur stéttarsambands- ins samþykkti ályktun, þar sem lagt var til að lántakendum hjá Stofnlánadeild og Veðdeild væri gefinn kostur á að fá lánstímann lengdan um 5 ár áG. og J. lánum. Jafnframt verði ný lán í sömu lánaflokkum hjá Stofnlánadeild afborgunarlaus fyrsta árið. Bændum, sem skulda Stofnlána- og Veðdeild, verði heimilað að sækja um frestun afborgana 2-3 ár. Umræddum deildum verði út- vegað fjármagn til þess að sinna þessum verkefnum. Bœndur Rýmri lanakjör hjá Stofnlánadeild og Veðdeild Kjörmannafundir Kanni viðhorfin Tillaga Agústs Guðröðarsonar Það er að sjálfsögðu svo löguna og ekki allir á eitt sáttir. þykkt með 15 atkv. gegn 11. með bændur eins og aðra sem Svo fóru leikar að hún var sam- -m tekið hafa lán á undanförnum árum, að það skiptir sköpum hvort lánin eru tekin fyrir eða eftir verðtryggingu. A þeim fyrri er byrðin létt, á hinum drápsklyfjar. Á aukafundi Stéttarsambands- ins flutti Ágúst Guðröðarson á Sauðanesi tillögu þar sem því var beint til stjórnar Stéttarsam- bandsins „að hún kanni á næstu kjörmannafundum, hvort vilji sé fyrir því, að framleiðendagjald til Stofnlánadeildar verði hækkað í 2% og það aukafjármagn, sem deildin fengi með þessum hætti, yrði notað til þess að greiða niður vexti verðtryggðra Iána en ekki til útlána“. Stæði þessi aukna gjald- taka næstu 5 ár. Nokkrar umræður urðu um til- Innflytjendur Þráast við að greiða til landbúnaðarsjóðanna svonefndu „frjálsu” Innflytjendur þráast við að Hinir innflytjendur skulda á aðra milj. í ógoldnum sjóðagjöldum vegna innflutnings á landbún- aðarvörum, sagði Gunnar Guðbjartsson, framkvæmda- stjóri Framleiðsluráðs, á auka- fundi Stéttarsambandsins. Hér er um að ræða vörur eins og mjólkurduft, grænmeti og kartöflur. Sumt af þessu nefna innflytjendur iðnaðarvörur. greiða gjöldin m.a. á þeim for- sendum, að þegar innflutnings- leyfi voru veitt, var þess ekki get- ið, að þeim væri skylt að standa skil á þessum gjöldum. Síðan eru þessar vörur seldar í samkeppni við innlenda framleiðslu. Þennan innflutning verður að stöðva, sagði Gunnar Guðbjartsson. -mhg. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.