Þjóðviljinn - 25.04.1985, Síða 10

Þjóðviljinn - 25.04.1985, Síða 10
SUMARDAGURINN FYRSTI Allt land Gítartónar GítarleikararnirSímon H. ívarsson og Siegfried Kobilza hefja í dag, sumardaginn fyrsta, tónleikaferð um landið og hyggjast þeir leika á 20 stöðum á u.þ.b. mánuði. Að því loknu er ætlunin að halda til Færeyja og leika fyrir þar- lenda. Fyrstu tónleikarnir verða í Bókhlöðunni á Hvolsvelli í kvöld kl. 21. Á morgun, föstudag, verða þeir félagar með tóniistar- kynningu í tveim skólum á Akra- nesi en um kvöldið verða tón- leikar í nýbyggðu safnaðarheimili akurnesinga og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Bach, Beethoven, Boccherini, de Falla o.fi. Þetta er í þriðja sinn sem þeir félagar leika saman hér á landi en Siegfried Kobilza hefur getið sér gott orð fyrir gítarleik í heimalandi sínu, Áusturríki. -ÞH. Hafnarfjörður Rokkhjartað hœttir að slá í dag, sumardaginn fyrsta, og á laugardaginn verða síðustu sýningar á söngleiknum Rokkhjartað slær í bili a.m.k. Það voru félagar í Leikfélagi Hafnarfjarðar sem sömdu þennan söngleik og settu upp undir stjórn Þórunnar Sigurð- ardóttur. Sýningarnarverða kl. 20.30 báða dagana. Þeim sem ekki treysta sér alla leið suður í fjörð gefst kostur á að heyra nokkra söngva úr söng- leiknum sem verða fluttir á Pöbbnum, Hverfisgötu 26, annað kvöld, föstudag, og á þriðjudag- inn milli kl. 20 og 21. Þar mæta Beggi, raketturnar og nokkrar skotheldar skvísur ásamt honum Mána að vestan, að ógleymdum Sveinbirni söngkennara og Guðmundi Marinóssyni. -ÞH. Hafnarfjörður Opið hús í Iðnskóla Iðnskólinn í Hafnarfirði ætlar að kynna starfsemi sína í dag, sumardaginn fyrsta, með því að hafa skólann opinn fyrir alla þá sem vilja kynna sér hvað þar fer fram, bæði verklegt nám og bók- legt. Nemendur og kennarar verða við störf sín í skólanum í eftirtöld- um deildum: Verkdeildum hár-, málm-, raf- og tréiðna. Samn- ingsbundnir iðnnemar kynna bóklegt nám sitt bæði í sérgrein- um og almennum greinum. Með- al annars halda nemendur mál- fund sem gestum gefst kostur að fylgjast með og taka þátt í ef þeir vilja en munnleg tjáning er mikill þáttur í íslenskukennslu í skól- anum.Einnig verða nemendur í tækniteiknun við störf sín. Þá munu kennarar og nemendur veita gestum almennar upplýs- ingar um iðnnám og iðnfræðsíu. Starfsemi skólans fer fram á tveim stöðum. Bóklegt nám og einnig verklegt nám hársnyrti- greinar er að Reykjavíkurvegi 74, en verklegt nám málm-, tré- og rafiðna er við Flatahraun. Á báðum þessum stöðum er opið hús á sumardaginn fyrsta frá kl. 11.30 til kl. 16. Ný hljómsveit Ólafs Gauks á æfingu. Frá vinstri: Guðmundur R. Einarsson, Ásgeir Steingrímsson, Vilhjálmur Guðjóns- son, Tómas Einarsson, Stefán Stefánsson, Björn R. Einarsson, Ólafur Gaukur, Reynir Sigurðsson. Á myndina vantar Hreiðar Sigurjónsson. Ljósm. Guðjón Einarsson. | ncil/jf-irhv/rrmmi ir Óli Gaukur með djass í kvöld, sumardaginn fyrsta, gefur Jazzklúbbur Reykjavíkur mönnum kost á að taka á móti vormánuðinum hörpu með verð- ugum hætti. Þá kemur fram ný hljómsveit Ólafs Gauks og leikur ný lög eftir stjórnandann í Lækj- arhvammi Hótel Sögu. Djammið hefst kl. 21.00. í þessari hljómsveit Ólafs Gauks eru níu úrvals djassleikar- ar: Vilhjálmur Guðjónsson á altsaxófón, Stefán Stefánsson tenórsaxófón, Hreiðar Sigur- jónsson barytónsaxófón, Ásgeir Steingrímsson trompet, Björn R. Einarsson básúnu, Reynir Sig- urðsson víbrafón, stjórnadinn á gítar, Tómas Einarsson bassa og Guðmundur R. Einarsson trommur. Þegar hljómsveit Ólafs Gauks hefur flutt ný lög hans, tekur við spuni hljómsveitarmanna sitt á hvað með þátttöku hljóðfæra- leikarar utan sveitarinnar. Austurland Norrœn vika Nú stendur yfir á vegum Nor- ræna hússins og Norræna fé- lagsins „Norræn vika” á Austurlandi og hófst hún meö samkomu á Egilsstööum í gærkvöldi. Auk þess aö kynna norræna samvinnu og starfsemi Norræna hússins og Norræna félagsins veröur sérstök kynning á Kalevala- þjóökvæöunum finnsku í til- efni af því aö nú eru liðin 150 ár frá því þau komu fyrst út. í dag, sumardaginn fyrsta, verður kvöldsamkoma á Seyðis- firði á vegum Norræna félagsins. Þar les Einar Bragi ijóð og Sig- hvatur Björgvinsson kynnir Nor- ræna félagið og norræna sam- vinnu. Annað kvöld verður kvöldsamkoma í Neskaupstað en þar munu mæta Einar Bragi og Karl Jeppesen gjaldkeri Norræna félagsins. Á laugardaginn verður svo stofnfundur deildar Norræna fé- lagsins á Fáskrúðsfirði og mætir Karl Jeppesen þar. Síðar verða svo heimsóttir fleiri staðir á Austurlandi. -ÞH. Þýski rithöfundurinn Gisela Elsner. Neskaupstaður Maður og vinna í myndlist í dag, sumardaginn fyrsta, opnar Gallerí Borg myndlist- arsýningu í Neskaupstaö í samvinnu við menningar- nefnd staöarins. Þessi sýning beryfirskriftina Maöurinn og vinnan-Vorstemmningar. Þar gefur að líta 40-50 verk eftirýmsalistamenn.grafík, pastelmyndir, vatnslitamyndir og olíumálverk. Flest verk á sýningunni eiga þeir Kjartan Guðjónsson og Jón Reykdal. Það er Gylfi Gíslason mynd- listarmaður sem sér um að hengja sýninguna upp og í kvöld flytur hann erindi við opnunina um myndlist. Hefst erindið kl. 20. Sýningin stendur til 5. maí. -ÞH. Þýska bókasafnið Gisela (dag er væntanleg til landsins einn af fremstu kvenrithöf- undum Þýskalands, Gisela Elsner, og les hún upp úr verkum sínum á Þýska bóka- safninu, Tryggvagötu 26, annað kvöld kl. 20.30. Gisela Elsner er tæplega fimmtug að aldri og sló hún fyrst í gegn árið 1964 fyrir skáldsögu sína, Die Riesenzwerge. Síðan hefur hún skrifað fjölda bóka, Elsner skáldsögur, smásögur og útvarps- leikrit. I síðustu skáldsögu sinni sem á íslensku gæti heitið: Tamn- ing, eða hjónabandsannáll, fjall- ar hún um eiginmann sem lætur kúga sig í hlutverki heimavinn- andi húsföður. Eins og nærri má geta hafa þjóðverjar ekki tekið slíkri bók með þögninni, finnst mörgum Elsner vera full beisk og hæðin í verkum sínum. Bækur hennar eru tii útláns á Þýska bókasafninu. -ÞH. Þjóðleikhúsið Frumsýning í kvöld Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld íslandsklukkuna eftir Halldór Laxness. Þetta er af- mælissýning en leikhúsiö á 35 ára afmæli í þessum mán- uði. Leikstjóri er Sveinn Ein- arsson en með helstu hlut- verkfara Helgi Skúlason, Þor- steinn Gunnarsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Siguröur Sig- urjónsson, Arnar Jónsson, Harald G. Haralds og Róbert Arnfinnsson. í dag verður einnig sýning á danska leikritinu Valborg og bekkurinn en hún er á Litla svið- inu kl. 15. Annað kvöld verður svo 80. sýning á Gæjum og píum en sýningum á þessum vinsæla söngleik fer nú að fækka. -ÞH Hóskólabíó Samsöngvar Fóstbrœðra Karlakórinn Fóstbræöur held- ur árlega samsöngva fyrir styrktarfélaga sína í Háskóla- bíói, þá fyrri í kvöld, sumar- daginn fyrsta, kl. 19 og þá síðari á laugardaginn kl. 17. Efnisskrá tónleikanna skiptist í tvennt: fyrir hlé verða sungin lög íslenskra tónskálda en eftir hlé lög norrænna tón- skálda. Einsöngvarar á tónleikunum verða Eiríkur Tryggvason, Björn Emilsson, Sigríður Elliðadóttir og Erna Guðmundsdóttir en stjórnandi kórsins er Ragnar Björnsson. Tónleikarnir í ár eru helgaðir minningu fyrsta söng- stjóra kórsins, Jóns Halldórs- sonar, en hann lést í fyrrasumar á 95. aldursári. - ÞH Hundasýning Hundaræktarfélagið efnir til kaffisölu og hundasýningar í Þróttheimum við Sæviðarsund á sumardaginn fyrsta. Kaffisalan hefst kl. 14.30 en síðan mun Hlýðniskóli félagsins kynna hlýðniþjálfun hunda kl. 15.30 og 16.30. Til gamans verða hundar látnir draga kerrur. Kópavogur Sumardagurinn fyrsti Hátíðahöld vegna sumardags- ýmislegt áseyði, Skólahljómsveit ins fyrsta í Kópavogi hefjast kl. Kópavogs ieikur, Samkór Kópa- 13.30 með skrúðgöngu frá MK. vogs syngur og Leikfélag Kópa- Fyrir göngunni fara skátar og vogs flytur skemmtiefni fyrir Hornaflokkur Kópavogs. börn. Eitthvað er í bígerð sem Gengið verður um Álfhólsveg að ekki má segja frá og enginn fær íþróttahúsinu Digranesi en þar að vita um nema hann mæti á hefst dagskrá kl. 14. Verður þar svæðið. -ÞH. Annað kvöld, föstudag, opnar Þóra Sigurðardóttir sýningu á past- elteikningum, grafík og fleiru í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Þóra nam myndlist við MHÍ á árunum 1975-81. Sýningin stendur til 5. maí og verður opin virka daga kl. 16-20 en kl. 14-20 um helgar. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. apríl 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.