Þjóðviljinn - 30.04.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.04.1985, Blaðsíða 1
30» DJÓÐVIUINN 96. tölublað 50. árgangur VIÐHORF MANNU'F HEIMURINN ÍÞRÓTTIR Húsaleigufrumskógur Vena en á Indlandi Leoncie Martin: Borgum hálf mánaðarlaun fyrir óíbúðarhœft húsnœði. Ársfyrirframgreiðslu krafist á markaðnum. Skattsvik eru reglan. Bað Forseta íslands ásjár. Eyþór Einarsson formaður Náttúruverndarráðs: Staðfestað friðunarlöginfyrir Mývatn eru ífullu gildi. Bíðum eftirsvari ráðherra. Veitekki hvað við bíðum lengi. r Eg hef búið hér á Islandi í þrjú ár, en nú er ég að gefast upp. Þetta land er bara fyrir hina ríku, og þeir sem minna mega sín eiga að éta það sem úti frýs. Við búum hér í óíbúðarhæfum sumarbústað sem er eitt herbergi með ónýtum eldhúskrók og biluðu klósetti, og greiðum fyrir það 10 þúsund krónur á mánuði, sem eru hálf mánaðarlaun mannsins míns. Eg hef áður búið á Indlandi, í Bret- landi og Danmörku, en aldrei upplifað önnur eins peningavand- ræði eins og hér. Þetta sagði Leoncie María Martin söngkona í samtali við Þjóðviljann, en Leoncie er fædd og alin upp á Indlandi en hefur nú íslenskan ríkisborgararétt, enda gift íslenskum manni. Leoncie skrifaði Vigdísi Finn- bogadóttur forseta bréf fyrr á þessu ári, þar sem hún lýsti hús- næðisvandræðum þeirra hjóna, og fór þess á leit við forsetann að hún ýtti á eftir stjómmálamönn- unum að gera eitthvað í málun- um. „Við höfum margoft svarað auglýsingum í dagblöðunum um húsnæði til leigu. Markaðsverðið þar er 10-12 þúsundir á mánuði fyrir eitt herbergi og eldhús og eins árs krafist í fyrirfram- greiðslu. Nýverið svöruðum við auglýsingu um slíka íbúð í Hafn- arfirði. Þar var krafist 12 þúsunda á mánuði og ársgreiðslu fyrir- fram. Þegar við spurðum hvað ætti að gefa upp til skatts af leigunni sagði eigandinn 3000 krónur", sagði Leoncie. „Það em lögmál frumskógar- ins sem gilda á húsnæðismark- aðnum hér á landi, og yfirvöldun- um virðist ekki koma það við þótt fólk sé mergsogið af húsaleigu- okmmm. Islendingar virðast halda að allir Indverjar búi við eymd og fátækt. Það er fjölmiðl- unum að kenna sem birta bara myndir af sveltandi Indverjum. En líf mitt á Indlandi var dans á rósum miðað við þá afarkosti sem okkur em settir í húsnæðismálum hér á landi. Ég er nú að vinna að útgáfu á hljómplötu með söng mínum. Þegar það er búið emm við farin. Við látum ekki bjóða okkur þetta lengur. Þetta er verra en á Indlandi“. - ólg. Náttúruverndarráð kanna áhrif kísilgúrtöku úr Mý- vatni á lífríki vatnsins. Eins og kunnugt er, hefur Náttúruvernd- arráð harðlega mótmælt viðbót- arnámaleyfí ráðherra til Kísilg- úrverksmiðjunnar við Mývatn. Á meðan við vefengjum rétt ráðuneytisins til að gefa út náma- leyfi og höfum reyndar fengið staðfest í lögfræðilegu áliti að friðunarlögin fyrir Laxá og Mý- vatn séu í fullu gildi, þá getum við ekki á sama tíma viðurkennt rétt ráðuneytisins til að veita leyfi með því að skipa fulltrúa í rannsóknarnefnd á þess vegum,“ sagði Eyþór Einarsson formaður Náttúruvemdarráðs í samtali við Þjóðviljann í gær. Menntamálaráðherra sendi á dögunum lögfræðilegt álit próf- essors Gauks Jömndssonar á friðun Mývatns til umsagnar iðn- aðarráðherra auk tillagna frá Náttúmvemdarráði um hugsan- legar leiðir til að koma á sáttum við ráðuneytið vegna kísiltök- unnar. „Við bíðum eftir svari og ég veit ekki hve lengi við getum beð- ið. Auðvitað lítum við svo á að staða okkar sé mun sterkari en áður eftir að þessi lögfræðilega álitsgerð kom fram. Við viljum gjaman reyna að ná samkomu- lagi við iðnaðarráðuneytið en það er erfitt að bíða endalaust,“ sagði Eyþór Einarsson. -*g Leoncie María Martin söngkona: Lífið á Indlandi var dans á rósum miðað við þau frumskógarlögmál sem ríkja á íslenska húsnæðismarkaðnum. Við greiðum hálf mánaðarlaun fyrir óíbúðarhæft húsnæði Máttúruverndarráð hefur neit- að að tilnefna fulltrúa í sér- staka rannsóknarnefnd sem iðn- aðarráðherra hyggst skipa til að Alusuisse „Anægðir með ISAL“ Alusuisse hefur ekki áhuga á stœkkun álversins. Orkuverð á íslandi i. Isa það lægsta. ísal erekki baggi, þráttfyrir tap. Verðið sem Alusuisse greiðir fyrir raforku á íslandi er það lægsta sem hringurinn þarf að greiða á heimsmarkaðnum og að- eins sambærilegt við Noreg. Þetta hefur tímaritið Metal Bulletin eftir Bruno Sorato, aðaltram- kvæmdastjóra Alusuisse. Blaðið fjallar um nýbirta ársreikninga Alusuisse í heftinu frá 12. apríl síðastliðnum. Þar er það meðal annars haft eftir for- ráðmönnum félagsins að þrátt fyrir bætta afkomu auðhringsins hafi öll áform um aukningu á ál- bræðslugetu fýrirtækisins verið BSRB Ganga kennarar út? Um næstu helgi verður ljóst hvort Kennarasamband ís- lands vill vera eða ekki vera - í BSRB. f blaðinu í dag er fjall- að um hugsanlega úrsögn og rakin rök með og á móti. Sjá 19 lögð á hilluna, þar á meðal stækk- un ÍSAL. „Við erum ánægðir með ÍSAL eins og það er,“ hefur blaðið eftir Dietrich Emst, ein- um af stjórnarmönnum Alusu- Forráðamennimir upplýstu hins vegar að vegna áhuga ís- lenskra stjómvalda á stækkun ál- versins væru umræður nú í þann veginn að hefjast um mögu- leikann á að finna þriðja aðilann til þess að fjármagna stækkun og kaupa framleiðsluaukninguna. Er þá talað um hugsanlega stækk- un í tveim 40.000 tonna áföngum. Bruno Sorato sagði í viðtali við blaðið að fjárhagsgmndvelli New Johnsonville álbræðslunnar í Bandaríkjunum væri stefnt í voða vegna hás orkuverðs (31 millsdal- ir). Hins vegar væru hinir nýju orkusölusamningar við ísland góðir. Þegar blaðamaður Metal Bul- letin spurði þá Emanuel Meyer og Dietrich Ernst hvemig á því stæði að aldrei hefði orðið hagn- aður af ÍSAL þrátt fyrir hið lága orkuverð (innan við 8 millidalir fram að 1982) sögðu þeir að verð- bólga á íslandi og mikið gengis- tap væri ástæðan fyrir tapi verk- smiðjunnar (107 miljónir dollara á ámnum 1970-1983), en þeir lögðu jafnframt áherslu á að af- rakstur verksmiðjunnar hefði yf- irleitt verið góður og að hún hefði ekki verið fjárhagsbaggi fyrir Al- usuisse. Tilnefnir ekki í nefhd Sverris

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.