Þjóðviljinn - 30.04.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 30.04.1985, Blaðsíða 14
HEIMURINN Hlutafjárútboð Nýlega var stofnað í Hafnarfirði almenningshlutafé- lagið Útgerðarfélag Hafnfirðinga h.f. Tilgangurfélags- ins er að reka útgerð og fiskverkun í Hafnarfirði. Félagið áformar að kaupa frystihús B.Ú.H. og togar- ana Apríl og Maí, en hlutafélagið mun einungisyfirtaka hluta af skuldum B.Ú.H. Það er von þeirra, sem standa að stofnun Útgerðarfé- lags Hafnfirðinga h/f, að félaginu takist að tryggja arðbæran rekstur og atvinnuöryggi starfsmanna fyrir- tækisins. Almenn hlutafjársöfnun er nú hafin og stendur þessi áfangi til 11. maí 1985. Þeir sem gerast hluthafar fyrir 1. júlí n.k., teljast stofnendur félagsins. Þeim, sem áhuga hafa á að gerast hluthafar í félaginu, er bent á að áskriftarlistar fyrir hlutafjárloforðum liggja frammi á eftirtöldum stöðum í Hafnarfirði: Bæjarskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 6. Skrifstofu B.Ú.H., Vesturgötu 11-13. Sparisjóði Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10. Iðnaðarbanka (slands h.f., Strandgötu 1, Útvegsbanka íslands, Reykjavíkurvegi 60. Samvinnubankanum, Strandgötu 31. Nánari upplýsingar um hlutafjárútboð þetta veitir Ólafur örn Ólafsson, bæjarskrifstofu, Strandgötu 4, sími 53444. Bráðabirgöastjórn Útgerðarfélags Hafnfirðinga h.f. Tilkynning til skattgreiðenda Dráttarvextir vegna vangreiddra þinggjalda verða reiknaðir að kvöldi föstudagsins 3. maí n.k. Vinsamfegast gerið skil fyrir þann tíma. Fjármálaráðuneytið, 29. apríl 1985. Veiðifélag Elliðavatns Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí. Veiðileyfi eru seld á Vatnsenda, Elliðavatni og Gunn- arshólma. Á sömu stöðum geta unglingar (12-16 ára) og ellilífeyrisþegar úr Reykjavík og Kópavogi fengið afhent veiðileyfi án greiðslu. Veiðifélag Elliðavatns. Fangavarsla - sumarvinna Ráðgert er að ráða fólk til starfa við fangavörslu í fangelsunum að Litla-Hrauni og í Reykjavík í um 3-4 mánuði frá 20. maí nk. vegna sumarleyfa. Umsóknir um þessi störf skulu berast dómsmálaráðu- neytinu, Arnarhvoli, fyrir 10. maí nk. og skulu umsækj- endur gera grein fyrir menntun og fyrri störfum. Dóms og kirkjumálaráöuneytið, 26. apríl 1985. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður Við Verkmenntaskólann á Akureyri eru lausar til um- sóknar kennarastöður í íslensku, erlendum tungumál- um, stærðfræði, eðlisfræði, líffræði, sögu, viðskipta- greinum, hjúkrunargreinum, faggreinum rafmagns-, tré-, og málmiðna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störrf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 17. maí næstkomandi. Menntamálaráðuneytið. Um næstliðna helgi fóru fram kosningar í Perú sem urðu mikill ósigur fyrir hægriöflin, þau öfl sem hafa í reynd ráðið mestu um stjórnmál í landinu, einnig á þeim árum þegar herfor- ingjar hafa haldið pólitísk- um flokkum utan við stjórn- sýslu. Kosið var bæði til þings og for- setaembættis og hlaut APRA, „Byltingarsnnað amrískt alþýðu- bandalag“ um helming atkvæða. Sá flokkur, sem er orðinn nokk- uð gamall í landinu, hefur nú lýst sig sósíaldemókrataflokk, en hef- ur verið einskonar sameiningar- öfl fyrir miðjuföl og þá sem eru nokkuð til vinstri við miðju. Hin sameinaða vinstrifylking, IU (Izquierda Unida) hlaut svo um fjórðung atkvæða. Úrslit virt að þessu sinni APRA er hreyfing sem stofnuð var fyrir sextíu árum, en fær nú í fyrsta sinn tækifæri til að taka stjórnartauma sér í hönd án þess að herinn eða borgaralegir flokk- ar reyni beinlínis að koma í veg fyrir það. Pað hefur tvisvar gerst áður að APRA hefur unnið sigur í kosningum, en í bæði skiptin hefur herinn og íhaldsöflin komið í veg fyrir að flokkurinn tæki við stjórn. Stuðningsmenn Alans Garcia og flokks hans, APRA, fagna sigri á götum Lima. Vinstrísigur í Pení Hœgriöflinfengu háðulega útreið - Vandamálin hrikaleg Nú bendir ekkert til þess að reynt verði að koma í veg fyrir að núverandi leiðtogi APRA, Alan Garcia, 35 ára gamall lögfræðing- ur, taki við forsetaembættinu af Fernando Belaúnde Terry. Ástæðan er sú að borgaraflokk- arnir - og þar með fráfarandi stjórnarflokkur AP (Accion Pop- ular) hafa beðið hrikalegan ósigur og herinn er ekki búinn að jafna sig enn eftir þau innri átök sem fylgdu valdaskeiði hans á ár- unum 1868-1980. Allt í hnút Fréttaskýrendur ýmsir vara þó við of mikilli bjartsýni á vinstri- þróun í Perú. Þeir telja kosning- arnar miklu frekar ósigur fyrir hægriöflin en sigur fyrir vinstri- menn. Fólk hafi refsað stjórn sem síðan hún komst til valda árið 1980 hefur ekki tekist að leysa eitt einasta af þeim vandamálum sem að landinu steðja. Og ekki heldur dregið úr nokkrum vanda. Stjórnartíð Belaundes forseta hefur einkum einkennst af þessu hér: * efnahagskreppan með at- vinnuleysi og mikilli skulda- söfnun hefur magnast * skæruhernaður byltingarsinna í hreyfingunni „Sendero Lumi- noso“ hefur leitt til vaxandi hefndaraðgerða og kúgunar af hálfu stjórnvalda * ekki hefur verið fylgt neinni ákveðinni stefnu heldur stjórn- að með bráðabirgðaráðstöfun- um. Vont versnaði Niðurstaðan er sú að enginn hefur haft hugmynd um það, hvorki almenningur né heldur innlendir og erlendir atvinnurek- endur, hvernig menn ættu að verjast áhrifum þeirrar kreppu sem yfir landið gengur. Afleið- ingarnar eru hinar herfilegustu. Síðan 1980 hefur hundruðum fyr- irtækja verið lokað og verkafólki sagt upp í þúsundatali. Atvinnu- leysið er 30-50% - kannski enn meira. Skuldir við útlönd nema 13,5 miljörðum dollara. Pað er að sönnu ekki met í þeirri skuld- ugu álfu, Rómönsku Amríku, en færri stoðir renna undir útflutn- ing Perúmanna en ýmissa grannþjóða og því er kannski enn erfiðara fyrir þá að brölta upp úr skuldafeninu. Stjórn Belaúndes hefur ekki tekið upp þá lýðræðislega stjórn- arhætti, sem Perúmenn vonuðust til að verða aðnjótandi eftir tólf ára herforingjastjórn. Pess í stað hefur kúgun magnast, ekki síst á Indjánum þeim sem byggja há- lendi landsins. Með tilvísan til þess, að verið sé að berja á bylt- ingarsinnuðum skæruliðum og stuðningsmönnum þeirra, hafa Indjánar orðið fyrir barðinu á morðum, fjöldaaftökum og mannránum, sem skrifast á reikning dauðasveita þeirra sem í raun eru ekki annað en her eða lögregla í dularbúningi. Fögur fyrirheit Samkvæmt stjórnarskrá þarf aðra umferð í forsetakosningun- um en ekki er talinn vafi á að Alan Garcia fari þar með sigur af hólmi. í anda þess málflutnings sem einkennir APRA, hefur hann í kosningaslag sínum ráðist bæði á heimsvaldasinna og kommúnisma, hann hefur og gef- ið almennt orðuð loforð um að vernda hagsmuni þjóðarinnar, byggja upp aftur landbúnaðinn í fjallahéruðunum og kreppu- hrjáðan iðnað í strandhéruðum, einnig kveðst hann ætla að af- hjúpa ljósfælið spil erlendra auðhringa og banka í Perú. Og víst er að margar vonir eru tengdar hinum nýja forseta. Jafnvíst og það, að hans bíður erfitt verk. Hann neyðist til dæm- is að semja við erlenda lánar- drottna um hinar miklu skuldir landsmanna - um leið og hann þarf að koma til móts við ýmsar frumþarfir landsmanna sjálfra. Hér kann að vera um að ræða verkefni sem reynist hinum nýja forseta óleysanlegt. Önnur ríki sem mikið skulda hafa í samning- um við erlent peningavald orðið að taka á sig niðurskurð ríkisút- gjalda og annað það sem kemur verst við þá sem fátækastir eru fyrir. Og í Perú eru hinir verst settu svo margir og hafa þegar orðið fyrir svo mörgum skakka- föllum að erfitt er að ætlast til þess að þeir herði enn sína sultar- ól. Vinstrifylkingin hlaut nú nokkru minna fylgi en 1980. Hún er ekki talin til stórræða fallin vegna þess, hve margklofin hún er í flokka og hópa, sem eru ó- sammála um margt. APRA er stór hreyfing og hef- ur fengið ótvírætt umboð til að stjórna næstu fimm árin. En vandamálin eru svo hrikaleg í landinu, að engan mun undra, þótt hreyfingin koðnaði niður undan fargi. Og þá er samkvæmt dapurlegri suður-amrískri hefð, ekki langt í að hægriöflin beiti fyrir sig hernum og taki enn á ný úr sambandi þau lýðræðisrétt- indi, sem nú hafa skilað af sér nokkurri vinstrisveiflu í Perú. ÁB endursagði. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Prlðjudagur 30. apríl 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.