Þjóðviljinn - 30.04.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.04.1985, Blaðsíða 3
í FRÉTTIR Áþessari samsettu mynd af Sigtúnsreitnum má sjáfyrir miðju grunn Verkfræðingahússins. Vinstra megin við hann er gert ráð fyrir tveimur byggingarlóðum| og hægra megin fyrir fjórum. Gatan sem mótar fyrir milli grunnsins og Suðurlandsbrautar verður samkvæmt tillögunni framlengd í austur að Reykjavegi. Ljósm. Einar. Sigtúnsreitur Ný gata milli Sigtúns og Suðurlandsbrautar og sex lóðir til viðbótar við Verkfrœðingahúsið Ibígerð er að reisa sex bygging- ar auk Verkfræðingahússins á græna reitnum milli Sigtúns og Hótel Esju. I tillögunni, sem lögð var fyrir umhverfísmálaráð á miðvikudaginn var og skipulags- nefnd í gær er gert ráð fyrir sér- stakri tengibraut fyrir þessi hús milli Reykjavegar og Kringlu- mýrarbrautar með innkeyrslu frá Suðurlandsbraut. Samkvæmt tillögunni verður svæðinu skipt í tvennt. Á norður- hlutanum á horni Sigtúns og Kringlumýrarbrautar er 12000 fermetra lóð Heilsuræktarinnar, þá kemur lóð Blómavals sem hef- ur verið stækkuð um 600 fer- metra, og gert ráð fýrir yfir- byggðu útiveitingasvæði og blómasölu á torgi sunnan versl- unarinnar. Tónlistarskóla er ætl- uð rúmlega 7000 fermetra lóð milli Blómavals og safns Ás- mundar Sveinssonar en lóð safnsins hefur verið stækkuð um 2700 fermetra. Á suðurhluta svæðisins, næst Suðurlandsbraut verða sam- kvæmt tillögunni 6 byggingar auk verkfræðingahússins, tvær fyrir vestan það og fjórar fyrir austan. Framan við þessi hús verður tengibraut sem nær milli Reykja- vegar og Kringlumýrarbrautar en milli hennar og Suðurlands- brautar er sýnd græn ræma, sem mun hverfa undir nýja Suður- landsbraut samkvæmt skipulagi. Gert er ráð fyrir göngustígum um svæðið þvert og endilangt. Lóðir húsanna eiga að vera opnar almenningi og er gert ráð fyrir því að höggmyndum Ásmundar Sveinssonar verði dreift um svæðið allt. -ÁI Mjölnisholti SHA, Kúbuvinir og El Salvadornefndin flytja í nýtt húsnœði Fyrir skömmu fluttu Samtök herstöðvaandstæðinga, EI Salva- dornefndin og Vináttufélag ís- lands og Kúbu í sameiginlegt húsnæði að Mjölnisholti 14, 3ju hæð. 1. maí geta meðlimir og stuðningsmenn þessara samtaka slegið tvær flugur í einu höggi: skoðað nýja húsnæðið og fengið sér kaffí, fyrir eða eftir göngu. Herstöðvaandstæðingar ætla að hella upp á könnuna klukkan 10.30 f.h. Þá geta menn rætt mál- in og safnað kröftum fyrir göng- una. E1 Salvadornefndin og VÍK ætla svo að sjá um síðdegiskaffí strax að loknum útifundum. Ein- stætt tækifæri til að fræðast um starfsemi þessara samtaka, hitta baráttuglatt fólk og halda upp á daginn í góðum félagsskap! Húsið er á homi Mjölnisholts og Brautarholts, gengið inn frá Brautarholti. Verðkynning Mikill verðmunur á brauði Dýrustu brauðvörurnar á höfuðborgarsvœðinu. Ódýrast á Austur- landi. Allt að 97% verðmunur á smábrauði. Mestur verðmunur á brauð- vörum og kökum er á höfuð- borgarsvæðinu samkvæmt nýj- ustu verðkönnun Verðlagsstofn- unar, en þar var verðmunur á sneiddu og ósneiddu brauði um 50% og á smábrauði yfir 90%. Til að fá fram raunhæfa verð- miðun setti verðlagsstofnun sam- an fjórar innkaupakörfur og allt verð umreiknað í kg-verð. Ef litið er til alls landsins var mesti mun- ur á brauði 56%, 72% á kökum og 97% á smábrauði. Samanlagt meðalverð allra brauðtegunda var ódyrast á Austfjörðum en dýrast á Suðurlandi og á Suður- nesjum. Það vekur athygli að á mesta þéttbýlissvæðinu þar sem samkeppni er sögð mjög hörð er verðið einna hæst.- Ödýmstu brauðvörumar á Reykjavíkur- svæðinu er að fá hjá Bakaranum Leirubakka en þær dýmstu hjá Sveini bakara. Verðlagsstofnun gerði svipaða verðkönnun fyrir tveimur áram. Athyglisvert að bakarí sem þá vora einna dýrast eru nú mörg hver orðin með þeim ódýrari eins og t.d. Gamla bakaríið á ísafirði. Sérstaklega var kannað verð fyrir brauðskurð. Kom í ljós að skurðurinn kostar frá 4 krónum uppí 12 og era dæmi þess að brauðskurðurinn kostar allt að 40% af söluverði hvers brauðs. -lg- Athugasemd frá Anders Hansen I klausu hér í blaðinu á sunnu- dag segir, að fulltrúi frá blaðinu Byggingamaðurinn sem Fjölnir gefur út, hafí farið fram á greiðslu frá fyrirtæki fyrir viðtal um það sama fyrirtæki í blaðinu. Út af þessu hafði Anders Hansen frá Fjölni samband við Þjv. og sagði að þetta mundi á „einhverskonar misskilningi“ byggt. Anders Hansen lýsti því yfir að það væri ekki til siðs í sínu fyrirtæki að taka greiðslur fyrir viðtöl heldur væri efni og auglýs- ingar aðskilið með fullnægjandi hætti. Miðnesheiði Eignamámsfféttur vefengdur Ijanúarlok síðastliðin féll dóm- ur fyrir aukadómþingi Gull- bringusýslu um rétt ríkisvaldsins til eignarnáms á beitarréttindum nokkurra jarða á Miðnesheiði í námunda við Keflavíkurflugvöll. Mál þetta var höfðað af land- eigendum og kröfðust þeir ógild- ingar eignarnáms sem utanríkis- ráðuneytið hafði lýst á beitarrétt- indum umræddra jarða 13. des- ember 1982 með tilvísun í lög nr. 17 frá 1982 um loftferðir. Töldu landeigendur að umrædd lög gæfu ekki tilefni til eignarnámsins án frekari rökstuðnings og að ekki hafi verið gerð sú grein fyrir almenningsþörf, sem ákveðið er á um í stjórnarskránni við eignar- nám. Hinir stefndu í máli þessu, utanríkisráðherra og fjármála- ráðherra, sögðu fyrir réttinum að það væri ráðherra að meta þörf eignamáms, sem í þessu tilfelli væri nauðsynlegt vegna reksturs Keflavíkurflugvallar. Niðurstaða dómsins var sú að umrætt eignamám hafi verið lög- mætt þar sem utanríkisráðherra hafi sýnt nægilega fram á nauðsyn eignamámsins. Það voru þeir Garðar Gíslason borgardómari og Valtýr Sigurðsson héraðsdóm- ari sem mynduðu meirihluta dómsins, en Már Pétursson með- dómari skilaði séráliti, þar sem hann heldur því fram að eignarn- ámið eigi ekki að ná fram að ganga utan núverandi girðingar um Keflavíkurflugvöll, þar sem ekki hafi verið færð rök fyrir því að almenningsþörf krefðist slíks, auk þess sem uppdrættir sýndu að núverandi og fyrirhugaðar flug- brautir á Vellinum séu innan um- ræddrar girðingar og að hin um- deildu svæði séu ekki nær núver- andi eða fyrirhuguðum endum flugbrauta en meginbyggðir Keflavíkurog Njarðvíkur. Einn landeigenda á Miðnes- heiði sagði í samtali við blaðið að það sætti furðu að dómurinn gæti með tilvísun í loftferðalög réttlætt eignamám á landi sem augsýni- lega væri svo fjarri öllum flugbrautum að útilokað sé að það þjóni flugumferðaröryggi. Nefndi hann sem dæmi, að ef gengið væri með ströndinni suður fyrir Stafnes og Básenda þá mætti mönnum hervörður sem aftraði frekari för. Land þetta væri hins vegar fjarri brautarendum og allri flugumferð, og upptaka þess gæti því ekki stafað af flugöryggi. Hér hlyti land að vera tekið eignamámi vegna hernaðarlegra þarfa, en heimildir til slíks væra ekki fyrir hendi innan ramma loftferðalaga. 6jg Þrlðjudagur 30. apríl 1985 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.