Þjóðviljinn - 30.04.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.04.1985, Blaðsíða 15
FRÉTTIR KÍ-félagan úr eða ekki úr? Atkvœði greidd 2. og 3. maí Afímmtudag og föstudag greiða félagar í Kennarasam- bandi íslands atkvæði um tillögu að úrsögn úr BSRB. Af úrsögn verður ekki nema tillagan fái tvo þriðju greiddra atkvæða. Hljóti tillagan svo mikið fylgi tekur úr- sögnin gildi um næstu áramót. Skoðanir um málið eru mjög skiptar innan Kennarasambands- ins en stuðningsmenn úrsagnar telja hana nauðsynlega til að kennarar geti sameinast í einu fé- lagi. Gangi KÍ úr BSRB mun fé- lagið krefjast sjálfstæðs samn- ings- og verkfallsréttar á svipuð- um nótum og BSRB eða banka- menn hafa nú. Slíkur réttur fæst ekki nema með lögum frá alþingi. Verði af úrsögn er því fyrsti raunhæfur áfangi að KÍ fái samn- ingsrétt svipaðan og BHM hefur, það er að deilur eru settar niður með Kjaradómi. Til að ná slíkum rétti telur lögfræðilegur ráðgjafi BSRB þurfa lög, - en aðrir telja nægilegt að fá viðurkenningu fjármálaráðherra á að KÍ séu ein af heildarsamtökum starfsmanna ríkisins. Stuðningsmenn úrsagnar stefna að sameiningu við þá kennara sem nú eru í Hinu ís- lenska kennarafélagi í BHM og gera ráð fyrir að félögin sameinist utan bandalaganna. Þau hafa nú með sér faglegt og tæknilegt sam- starf innan Bandalags kennarafé- laga sem stofnað var sumarið 1978. UrBSRB - Úrsögn yrði mikilvægt skref að sameiningu kennara í einu félagi eða sambandi. Að vísu er afstaða HÍK-manna til úrsagnar úr BHM, ekki ljós, en margt bendir til að kjaramálum HÍK-ara væri betur komið utan Bandalags háskólamanna. Félagsleg samstaða er eina lausnin í kjarammáium kennara. Verði ekki af úrsögn nú búa þeir við óbreytt ástand. HÍK-menn sitja á lægstu tröppu í BHM-samningum og innan BSRB eru KÍ-menn bundnir af viðmiðun innan heildar sem á lítið sameiginlegt nema að fá lægri laun en aðrir. - Kennarar í KÍ eru öflugur hópur og ríkisvaldinu er ekki stætt á því að veita þeim ekki fljótlega svipaðan samningsrétt og BHM hefur nú. Verkfallsréttur fyrir KÍ eða ný kennarasamtök mundi að vísu kosta talsverða baráttu. Hinsvegar hefur reynslan sýnt að verkfall er ekki eina vopnið í kjaraátökum. - í KI eru um 3000 manns. Þetta er nægilega stór hópur til að hafa veruleg áhrif þótt hann standi utan heildarsamtaka. I Sambandi ís- lenskra bankamanna, sem starfa sjálfstætt, eru til dæmis iitlu fleiri. - Sérstaða kennara hefur ekki verið viðurkennd í samningum BSRB og ríkisvaldsins. Þar er ekki eingöngu við BRSB að sakast, en skipulag BSRB og launastefna (jafniaunastefna sem í raun hefur orðið að láglaunastefnu) ræður þó miklu. - Stóru samflotin eru ekki heilög. Ýmisiegt bendir til að minni baráttueiningar henti jafnvel og betur í kjaramálum. Kennarar hafa sterka stöðu og gætu einir sér orðið brimbrjótur í kjarabaráttu opin- berra starfsmanna og alira launamanna, enda verði haidið uppi góðu samstarfi sjálfstæðra kennarasamtaka við BSRB og önnur verkalýðs- samtök. Myndbönd Bókasij ífnin farin að k iigja út Mótvœgi við almennu myndbandaleig- urnar. Boðið uppá fræðslu- og menn- ingarefni. Beðið eftir safninu í Gerðu- bergi í Reykjavík. umræðu í nokkun tíma og á síð- ustu fjárhagsáætlun var varið 100 þús. krónum til innkaupa á myndböndum fyrir safnið. Þor- björg Bjömsdóttir bókavörður sagði í samtali við Þjóðviljann að byrjað væri að kaupa inn fræðslu- efni, tónlistarefni, leikrit og bamaefni en litið fram hjá því sem algengast væri á myndbanda- leigum í dag. Hugmyndin væri bæði að leigja út og einnig sýna í safninu sjálfu. Auk Hafnarfjarðar er byrjað að leigja út myndbönd hjá bóka- safni Kópavogs og bókasafni Mosfellssveitar. Engin myndbandakaup em enn hafin hjá Borgarbókasafninu og er plássleysi borið við en safn- ið býr við mjög þröngan kost. Þórdís Þorvaldsdóttir bókavörð- ur sagði að mjög æskilegt væri að koma slíku safni upp og vonast væri til að hægt væri að taka upp ýmsar nýjungar þegar bókasafnið í Gerðubergi í Breiðholti verður opnað síðar á árinu. - Ig/- m. Þrátt fyrir að myndbandatæki séu hvergi eins mörg hlutfalls- lega á íbúa og hérlendis og mynd- bandaleigur líklega fleiri en víð- ast hvar annars staðar, virðist ómögulegt að fá leigð myndbönd með fræðslu-, menningar- eða náttúrulífsefni. Við eftir- grennslan í helstu myndbanda- leigum á höfuðborgarsvæðinu kom í Ijós að slíkt myndefni var hvergi á boðstólum. Þessi staðreynd hefur ýtt við ýmsum aðilum sem eiga að ann- ast upplýsingamiðlun til almenn- ings og nú er í bígerð að koma á fót myndbandaleigum við bóka- söfn í nokkrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og eins hef- ur Námsgagnastofnun hafið innkaup í nokkrum mæli á fræðslu- og menningarefni á myndböndum og hjá ríkisútvarp- inu er unnið að athugun á mögu- legri útleigu fræðsluefnis sem sýnt er í sjónvarpi. Myndbandaleiga í Bókasafni Hafnarfjarðar hefur verið þar til Innan HÍK hefur engin afstaða verið tekin til þessara mála. Við- horf HÍK-manna til BHM virðast eftir síðustu atburði í kjaramál- um háskólamanna ráðast mjög af því hvort ríkisstarfsmenn innan BHM hafa vilja og styrk til að hnekkja Kjaradómsleiðinni og treysta samningsstöðu sína með verkfallsrétti af einhverju tagi. Einsog í ljós kom í kjaradeilu BHM eru kennarar einn af öflug- ustu hópum innan bandalagsins og mundi HÍK-úrsögn veikja það verulega. Sama staða er uppi innan BSRB og hefur stjórn BSRB hvatt KÍ-menn til að hafna úrsögn, að vísu óbeinlínis af kurt- eisisástæðum. Úrsögn: já eða nei? Veikleiki eða styrkur? Afleiðingarnar já- kvæð uppstokkun á samtökum ríkisstaiifsmanna eða einangrun KÍ og réttindamissir? Þessu svara KÍ-menn sjálfir seinna í vikunni, en einsog staðan er nú telja þeir viðmælendur blaðsins sem málið er skylt ólíklegt að úrsagnartil- lagan fái tilskilið atkvæðamagn. Við birtum hér rök með úrsögn og móti, að mestu fengin úr sér- ritinu Að vera eða vera ekki þar- sem fulltrúar andstæðra sjónar- miða takast á. - m I BSRB - Ekkert er ljóst um afstöðu HÍK-manna til sinna heildarsamtaka og alls ekki víst að KÍ-úrsögn hjálpi til við að sameina kennara. í stað þess að leggja útí óvissuna nú væri ráð að efla samstarf KÍ og HÍK innan Bandalags kennarafélaga og iáta reyna á sameiginlega stefnumótun í kjaramálum og félagsmálum. Árangur af slíkri samstiilingu réði síðan úrslitum um sameiningu kennara utan BHM og BSRB eða innan annarra hvorra þessara samtaka. - Eitt af því sem þarf að athuga við hugsanlega sameiningu kennara er launastefna sem nú er ólík hjá KÍ og HIK þarsem BHM-menn leggja aðaláherslu á menntun en BSRB vill taka tiilit til ýmissa annarra þátta með starfsmati. Þessi áherslumunur er samur þótt KÍ standi utan BSRB. - Segi KÍ sig úr BSRB stendur félagið frammi fyrir því að vera um sinn vopnlaust í kjaramáium. Það þyrfti fyrst að ná samningsrétti af BHM-gerð, annaðhvort með lögum frá alþingi eða viðurkenningu fjármálaráðherra. Að ná aftur þeim verkfallsrétti sem Kf nú hefur innan BSRB kostar mikla baráttu. Það tók BHM 15 ár að ná hinurn takmarkaða samningsrétti sínum og það tók BSBB 34 ár að ná ver- kfallsréttinum. - Verði af kennaraúrsögn eru allar líkur á að BSRB veiklist mjög og liðist jafnvel sundur. í haust voru rúmlega sjö þúsund ríkisstarfsmenn í verkfalli, þaraf um þrjú þúsund kennarar. - Því er haldið fram að litlir hópar hafi undanfarið náð betri samn- ingum en heildarsamtökin. Þetta er að sumu leyti rétt, en þá hafa smáhóparnir samið eftir að stóru línurnar voru lagðar í samningum BSRB og ASÍ. Eftiráhóparnir njóta þá þeirra eida sem kveiktir eru af ASÍ/BSRB. Veiklist þessi heildarsamtök versnar samningsstaða alira launamanna. Alþýðubandalaeið í Reykjavík 1. MAÍ KAFFI Skemmtiatriði verða í umsjá hljómsveitar- innar HRÍM og Sigrúnar Eddu Björns- dóttur og Valgeirs Skagfjörð. Heimabakaðar kökur og nægt kaffi verður fram borið af félögum í Æskulýðsfylkingu Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. Athugið að hugsað verður fyrir yngstu kynslóðinni í dagskrá og skemmtiat- riðum dagsins. Einnig verður barna- gæsla í austursal. Bjamfríður Leósdóttir Sigrún og Valgeir Gunnlaugur Ástgeirsson 1. maí fagnaður ABR Alþýðubandalagið í Reykjavík gengst fyrir kvöldfagnaði í flokksmiðstöð að kvöldi 1. maí. Hefst samkoman með borðhaldi kl. 20:00. Hljómsveitin HRÍM skemmtir. Gunnar Guttormosson og Sigrún Jóhannes- dóttir flytja nokkrar söngvísur. Veislustjóri: Össur Skarphéðinsson Verð aðgöngumiða aðeins kr. 400.- og er þá kvöldverður innifalinn. Miðapantanir og skráning í síma 17500. Félagar, eigum ánægjulega stund saman að kvöldi 1. maí og fögnum sumarkomu. Sjáumst öll. Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Alþýðubandalagið í Reykjavík gengst að venju fyrir kaffisamsæti og fundi að lokinni göngu Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna 1. maí. Fundurinn er í flokksmiðstöð Alþýðubanda- lagsins að Hverfisgötu 105 (4. hæð). Stutt ávörþ flytja: Bjarnfríður Leósdóttir formaður verkalýðs- málaráðs Alþýðubandalagsins og Gunn- laugur Ástgeirsson kennari, varaformaður HÍK. Þrldjudagur 30. apríl 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.