Þjóðviljinn - 30.04.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.04.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Þriðjudagur 30. apríl 1985 96. tðlublað 50. árgangur DJÓÐVIUINN Stjórnarflokkarnir Fjögur bákn fyrir eitft! ístað Framkvœmdastofnunar kemur Þjóðhagsstofnun, Framkvœmdasjóður, Byggðastofnun og Þróunarfélag með ótakmörkuðum fjölda forstjóra. Svavar Gestsson: Pólitísk helmingaskipti á stjórnkerfinu. Vald embœttismanna aukið á kostnað alþingis. að er ástæða til að óska þeim Friðriki Sófussyni og Þor- steini Pálssyni til hamingju með árangur þeirra í baráttunni gegn bákninu mikla. Hér eru komin fjögur bákn fyrir eitt, fjórar stofnanir fyrir eina með ótak- mörkuðum fjölda forstjóra, sagði Svavar Gestsson m.a. í gær, þeg- ar forsætisráðherra hafði mælt fyrir þremur nýjum stjórnar- frumvörpum um Þróunarfélag, Framkvæmdasjóð og Byggða- stofnun. Með samþykkt þeirra falla lög um Framkvæmdastofn- un úr gildi. Svavar benti á að frumvörpun- um væri það sammerkt að þau skertu vald alþingis mjög frá því sem nú er og færðu það í hendur forsætisráðherra eins og embættismannaliðsins. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra fari með eignaraðild ríkisins að Þró- unarfélaginu og þar með ráðstöf- un 5-700 miljóna króna sem því er ætlað. Einnig að hann skipi þriggja manna stjórn Framkvæmdasjóðs og að Byggð- astofnun heyri beint undir forsæt- isráðuneytið þrátt fyrir 7 manna þingkjöma stjóm. Sagði Svavar eðlilegast miðað við verkefnin að Byggðastofnun heyrði undir fé- lagsmálaráðuneytið, Þróunarfé- lagið undir atvinnumálaráðu- neytin og Framkvæmdasjóður undir ríkisstjórnina alla eins og Framkvæmdastofnun nú. Svavar sagði fmmvörpin ekki annað en tryggingu á pólitískri einokun helmingaskiptaflokk- anna á stjórnkerfinu. í þeim fæl- ust engar stjómarbætur, engin fyrirheit um að þau muni bæta eða styrkja atvinnulífið í landinu og í frumvarpinu um Byggðasjóð væri dregið úr áherslu á jafnvægi í byggð landsins frá því sem er í núgildandi lögum. Sagði Svavar nær að menn fæm að snúa sér að því að ræða þróun atvinnumála á komandi ámm og hvað gera megi til að auka verðmætasköpun og bæta lífskjör íslendinga í saman- burði við aðrar þjóðir. -ÁI. Húsavík Mokafli af þorski Trillurnar hafa verið aðfá 2-6 tonn í róðri í flóanum sem erfullur afloðnu sem þorskurinn eltir Mjög góð veiði hefur verið síð- ustu tvær vikur hjá trillubátum frá Húsavík. Hafa triliurnar ver- ið að koma með þetta 2 og uppí 6 lestir af rígaþorski úr róðri. Það eru eingöngu þeir bátar sem eru með net sem veiða, handfærabát- ar fá ekkert. Ástæðan er sú að flóinn er fullur af loðnu sem þorskurinn eltir og því veiðist hann bara í netin. Hermann Larsen hjá Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur sagði í gær að þar væri mikil vinna, því auk þessa góða afla trillubát- anna, hefði Kolbeinsey verið að koma inn með 130 lestir af karfa og 20 lestir af þorski. Þá hefði Júlíus Hafstein verið að koma inn með mikinn rækjuafla, en sem kunnugt er stundar hann djúp- rækjuveiðar. Hermann sagði ennfremur að svona vel hefðu trillurnar ekki aflað í mörg ár. Á hverri trillu eru vanalega tveir menn. -S.dór. Skák Kurt og Jansa efstir Kurt Hansen og Jansa eru nú efstir og jafnir á alþjóðlega skák- mótinu í Borgarnesi eftir 7 um- ferðir með 5 vinninga hvor. Næstir eru þeir Guðmundur Sig- . urjónsson og Morky með 4'/2 ! vinning. Margeir tefldi æsispenn- andi biðskák við Lombardy undir lágnættið. Hann stóð betur og með vinningi er hann einnig með 4Vi. Alþingi Sextán tilboð í tölvu- væðinguna Tilboð í tölvuvæðingu Alþingis voru opnuð í gærmorgun, en alls bárust 16 tilboð. Friðrik Olafsson skrifstofustjóri Alþingis sagði í gær að sér sýndist svona fljótt á litið að verðmunur þessara 16 til- boða væri ekki mikill. Annars væri nauðsynlegt að skoða tilboð- in betur, sérhvem þátt þeirra til að geta sagt nákvæmlega um verðmuninn. „Við munum fara ofan í saumana á tilboðunum og ætlum okkur til þess þrjár vikur,” sagði Friðrik- -S.dór. Greiðslukort Vaxandi vanskil Bankarnir segja þetta vaxandi vandamál Vanskil hjá greiðslukorta- höfum fara mjög vaxandi. Þetta er samdóma álit bankamanna sem Þjóðviljinn hefur rætt við. Nokkuð virðist það misjafnt eftir mánuðum og voru janúar og fe- brúar sl. í sérflokki hvað þetta varðar. Ekki er mjög mikið um að senda þurfi mál til lögfræðinga, heldur reynir fólk að koma og semja um greiðslur og dreifa þeim á eitthvert tímabil. Enginn sem Þjóðviljinn ræddi við treysti sér til að svara því hvemig brugð- ist yrði við vaxandi vanskilum en allir viðurkenndu að um mikið vandamál væri að ræða. -S.dór. íþróttafélaf fatlaéra gekkst fyrir Maraþonsundi um helgina og syntu 24 hreyfihamlaðir samtals um 50 kílómetra. Tilgangur þrekraunanna var annars vegar að vekja athygli á íþróttum fatlaðra en hins vegar var fjársöfnun í gangi og verður ágóðanum varið til tækjakaupa. Ljósm. E.ÓI. mmmaaammKimBstíiasssssammmtaissixseiímiiÆusrBaamiemaiiíaamKKmxx Sjálfstœðisflokkurinn Hótar þeim sem ekki borga Kjartan Gunnarssonframkvœmdastjóri Sjálfstœðisflokksins: Rakalausþvœttingur. LofturJónssonforstjóri: Efnislega rétt enfœrt í stílinn. í 7. umferð gerðu þeir Morky og Lein jafntefli. Sömuleiðis Guðmundur og Jansa, Sævar og Kurt. Karl sigraði Hauk og Magnús sigraði Dan en skák Margeirs og Lombardy fór í bið eins og áður sagði. Alls verða tefldar 11 umferðir og lýkur mótinu á laugardag. -lg- Eftir nokkur ár hringdi svo ein- hver kerling úr Valhöll og sagði að ef ég borgaði ekki hefði ég verra af. Eg yrði settur á svart- an lista yflr þá sem ekki stæðu í skilum við Flokkinn. Svona var þá kerflð þeirra og mér skilst að það sé svona ennþá. Þeir mjólka fyrirtækin sem þeir styðja svo á engan hátt í praxís. Þetta er kafli úr viðtali við Loft Jónsson forstjóra JL-hússins í síðasta Helgarpósti, en hann er þama að lýsa því hvemig Sjálf- stæðisflokkurinn kúgar fé af eigendum fyrirtækja. „Þetta er rakalaus þvættingur og ekki sannleikskorn til í þessu,” sagði Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins. Með öðrum orðum, þú segir Loft yúga þessu? „Ég endurtek, þetta er raka- laus þvættingur,” sagði Kjartan. Við spurðum Loft Jónsson hvort ekki væri rétt eftir honum haft í Helgarpóstinum. Hann sagði að efnislega væri þetta rétt en frásögnin væri færð í stílinn hjá þeim blaðamanni sem tók viðtal- ið. Loftur segir ennfremur í viötal- inu: „Flestir „ekta” sjálfstæðis- menn sem ég þekki til úr bissnessnum em að fara úr þess- um flokki.” Hann var spurður hvort hann vildi nefna einhverja sem hefðu gengjð úr flokknum, en það sagð- ist Loftur ekki vilja gera, en þetta væri rétt. -S.dór. Sjá bls. 4.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.