Þjóðviljinn - 30.04.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.04.1985, Blaðsíða 9
MINNING Sigvaldi Hjálmarsson Fœddur 6. 10. 1921. Dáinn 17. 4. 1985. Þú sveipar um þig sólskininu einsog svartnættið notar myrkur til að dyljast. Hvaða birta er svo björt að hún fölni ekki í þeirri birtu sem er þú? Hvaða myrkur svo dimmt að þú Ijómir ekki í því? Þannig kvað Sigvaldi í síðustu ljóðabók sinni, Víðáttur, og má í þessu stutta, einfalda og djúpa ljóði finna kjarnann í lífsviðleitni hans alla tíð. Að skynja á áþreifanlegan hátt hið óendan- lega ljós, hinn skapandi mátt sem streymir í gegnum alheiminn, hinn ópersónulega guð sem þó verður að ávarpa með persónu- fornafninu þú. Sigvaldi var dulhyggjumaður, mystíker, í orðsins fyllstu merk- ingu. Hann notaði ekki orðið mystík um kukl, um það að sjá í gegnum holt og hæðir, vera skyggn eða að sjá fyrir óorðna hluti. Fyrir honum var mystík skynjun og upplifun í stað trúar. Að finna umhverfis sig óumræði- lega, lifandi þögn. Að upplifa að maður er sjálfur hluti alls, og allt erhluti af manni sjálfum, samein- ingu hins ytri og innri veruleika. Að finna hina miklu návist sem svo vel er tjáð í ljóðinu hér að framan. Og lifa að lokum hina endanlegu umsköpun sem engin orð ná yfir. Sigvaldi var jafnaðarmaður, lýðræðissósíalisti. Fyrir honum var sú stefna ekki stjórnmála- skoðun, heldur eðlileg lífsvenja. Þess vegna var hollusta hans bundin hugsjóninni en ekki stjórnmálaflokki. Hann vissi mætavel að stjórnmálaflokkar eru ekki úr föstu efni heldur breytast eftir forystunni hverju sinni. Honum sárnaði spilling og hégómleiki stjórnmálamanna en þóttist þó viss um að grundvöllur hugsjónarinnar myndi lifa þá af. Ekkert held ég að hafi verið hon- um fjær en löngun til eigna og prjáls, og ekki held ég að hann hafi sóst eftir vindi fáfengi- leikans. Sigvaldi var heill maður og vit- ur. Viska hans fólst í eðlislægri grandskoðun á innsta kjarna hvers viðfangsefnis, en ekki síður í viðurkenningu á eigin tak- mörkunum. Hann sá betur en margir aðrir að hin vitræna hugs- un nær ekki alla leið, heldur hlýtur að því að koma að hin ó- persónulega skynjun tekur við. Ég þakka Sigvalda nær þrjátíu ára vináttu og samfylgd, fyrst í Guðspekifélaginu en lengst af í Sam-Frímúrarareglunni. Fræðsla hans þar og fordæmi verður okk- ur öllum ómetanlegt vegarnesti. Fjölskyldu hans sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Farðu vel bróðir og vinur, farn- ist þér vel á leiðinni sem liggur inn í gegnum sólarlagið. Njörður P. Njarðvík. 75 ára Baldvin Þ. Kristjánsson Síðbúin afmæliskveðja Þegar ég frétti það fyrir skömmu, að Baldvin Þ. Krist- jánsson væri orðinn 75 ára þótti mér það næsta ótrúleg tíðindi. Auðvitað var mér það Ijóst að hann hlaut að eldast að árum eins og aðrir menn og áratugir eru liðnir síðan fund- um okkar bar fyrst saman á fundarhöldum norður í Skaga- firði og þá var hann fulltíða maður. En af fasi Baldvins og léttleika, brennandi áhuga á hverskonar mannfélagsmál- um, skýrum og skarplegum málflutningi úr ræðustóli mætti ætla, að þar færi a.m.k. 20 árum yngri maður. En ekki tjáir að rengja kirkju- bókina og hún segir að Baldvin sé fæddur á Stað í Aðalvík 9. apríl 1910. Foreldrar hans voru Krist- ján Egilsson, verkamaður og sjó- maður og kona hans, Halldóra Finnbjörnsdóttir. Baldvin stund- aði nám í Núpsskóla veturna 1927-1929. Lagði svo leið sína í Samvinnuskólann til Jónasar og útskrifaðist þaðan 1931. Skóla- kostnaðinn mun Baldvin hafa klofið með því að stunda jöfnum höndum sjóinn og verkamanna- vinnu og á sjóinn fór hann raunar fyrst 14 ára gamall, svo sem sómdi sönnum Vestfirðingi. Að loknu námi við Samvinnuskólann starfaði Baldvin hjá Samvinnuút- gerð ísfirðinga til 1934. Þá töldu menn enn skynsamlegt að reka útgerð á samvinnugrundvelli. Síðan flutti Baldvin sig um set til Siglufjarðar þar sem hann gerðist aðalbókari og gjaldkeri hjá Síld- arútvegsnefnd næstu 10 árin, með þeirri undantekningu, að hann brá sér til Svíþjóðar og stundaði nám við lýðháskólann að Jakobsbergi 1937-1938. Er- indreki Landssambands ísl. út- vegsmanna var hann frá 1945- 1946. Jafnframt störfum hjá Síld- arútvegsnefnd var hann varafor- maður Kaupfélags Siglufjarðar um skeið. Baldvin var Alþýðu- flokksmaður á gamla og góða vísu og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir flokk sinn bæði á ísafirði og Siglufirði. Árið 1946 urðu þáttaskil í lífi Baldvins. Hann hafði getið sér hið ágætasta orð við erindrekstur fyrir LÍÚ. Samvinnumönnum var ljóst að þeir þurftu að sinna betur útbreiðslu- og fræðslumálum hreyfingarinnar. Samvinnan var gott rit en náði ekki til nógu inargra. Varð úr að fara þess á leit við hinn ötula erindreka LÍÚ að hann tæki að sér að útbreiða hugsjónir samvinnumanna. Það var vel ráðið. Félagshyggju- mennirnir á Núpi, sr. Sigtryggur, Kristinn bróðir hans, Björn kennari Guðmundsson og svo Jónas Jónsson höfðu mótað mjög viðhorf Baldvins til mannfélags- mála. Hann var og er ákaflega heill og trúfastur samvinnumaður og mun hafa fagnað því að öðlast nú aðstöðu til að helga samvinnu- hreyfingunni krafta sína óskipta. Og Baldvin sat svo sannarlega ekki auðum höndum. Hann ferð- aðist fram og aftur um landið, flutti fyrirlestra, sýndi kvikmynd- ir, ræddi við fólk, sem hvarvetna flykktist á fundi til hans. Hann átti ákaflega auðvelt með að ná sambandi við fólk vegna alúðar sinnar og látleysis og þess hæfi- leika, að geta fléttað saman, með fágætum hætti, alvöru og gaman- semi. Hann hreif alla með mæl- sku sinni og sannfærinngarkrafti svo að jafnvel sumir andstæðing- ar samvinnuhreyfingar tóku að gerast reikulir í trúnni. Árið 1954 gerðist Baldvin framkvæmdastjóri Hraðfrysti- húss SÍS á Kirkjusandi og var það til 1960. Þá varð hann útbreiðslu- stjóri Samvinnutrygginga og fé- lagsmálafulltrúi þeirra. Hann vann á vegum Samvinnutrygg- inga að stofnun klúbbanna Or- uggur akstur og veitti þeim for- stöðu. Hér hefur verið drepið á ýmis félagsmálstörf Baldvins og fer því þó fjarri að allt sé tíundað. Ég hygg að Baldvin muni telja sig hamingjumann. Hann kvæntist ágætri konu, Gróu Ás- mundsdóttur frá Akranesi og börn þeirra eru hið mesta manndómsfólk. Honum auðnað- ist að helga krafta sína hugsjón- um, sem hann er sannfærður um að muni leiða til betra og farsælla mannltfs í landinu, fái þær að njóta sín ómengaðar af annar- legum sjónarmiðum. Svo óska ég Baldvin vini mín- um til hamingju með afmælið og framtíðina og þakka honum löng og ómetanleg kynni. -mhg Þri&judagur 30. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Ráðherranefnd Norðurlanda Norræna menningarmálaskrifstofan í Kaupmannahöfn Norræna menningarmálaskrifstofan í Kaupmannahöfn (Sekretari- atet for nordisk kulturelt samarbejde) er stjórnsýslustofnun fyrir samstarf ríkisstjórna Norðurlanda (Ráðherranefnd Norðurlanda) á sviði fræðslumála, vísinda og almennra menningarmála. Mennlng- armálaskrifstofan, sem nú telur um 50 starfsmenn, hefur umsjón með framkvæmd samnorrænnar fjárhagsáætlunar, árið 1985, að fjárhæð um 150 millj. danskra króna, sem skiptast í fjárveitingar til um 40 norrænna stofnana og samstarfsverkefna. Um samstarf á öðrum sviðum er fjallað í skrifstofu Ráðherranefndar Norðurianda í Osló, sem mun verða flutt til Kaupmannahafnar 1986 og sameinuð Menningarmálaskrifstofunni. f Menningarmálaskrlfstofunni eru lausar til umsóknar tvær stöður fulltrúa á einhverjum eftirtalinna sviða: Fræðslumál, vísindamál eða al- menn menningarmál. Gert er ráð fyrir að fulltrúarnir hafi reynslu í opinberri stjórnsýslu og framkvæmd könnunarverkefna og hafi góða þekkingu á þeim málefnum sem eru á döfinni á viðkomandi sviði. Þekking á skipulagi norræns samstarfs er æskileg, en ekki nauðsynleg. Auk þess er ætlast til að viðkomandi eigi auðvelt með að fást við breytileg viðfangsefni og geti auðveldlega tjáð sig í riti á einu af þeim tungumálum sem notuð eru í starfi á skrifstofunni, þ.e. dönsku, norsku og sænsku. Ráðningartíminn er 2 - 4 ár. Ríkisstarfsmenn eiga skv. gildandi reglum rótt á leyfi úr stöðu sinni um allt að fjögurra ára skeið, ef þeir ráðast til starfa í Menningarmálaskrifstofunni. Laun miðast við launakjör opinberra starfsmanna í Danmörku. Þar við bætast til- teknar álagsgreiöslur. Ráðherranefndin áskilur sér rétt til að tak- marka ekki ráðningu eingöngu við þær umsóknir er berast. Samnorrænar stofnanir leggja áherslu á jafna skiptingu starfa milli kynja, og hvetja karla og konur til að senda umsóknir. Umsóknir skulu berast Nordisk Ministerrád, Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, DK-1205 Köben- havn, fyrir 20. maí n.k. Störf þurfa að geta hafist í síðasta lagi 1. október n.k. Nánari upplýsingar veitir Mette Vestergaard, fulltrúi, i síma +90 45 1 114711, Kaupmannahöfn. Blikkiðjan lönbúd 3, Garöabæ önnumst þakrennusmiói og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboö SÍMI 46711 BLAÐBERAR ÓSKAST Víðsvegar um borgina í maí UODVIUINN 1^1 81333 Faðir okkar Jón Bergmann Gíslason Hlíðarbraut 2, Hafnarfirði andaðist 26. apríl s.l. á St. Jósefsspítalanum Hafnarfirði. Hann verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudag- mn 2. mai kl. 15. Borge Jónsson Helga Brynjólfsdóttir Karen Jónsdóttir Magnús Sólmundarson Soffía Jónsdóttir Jiirgen Wagner Gíslína Jónsdóttir Reimar Sigurðsson Gísli Jónsson Þórfríður Guðmundsdóttir Elí Jónsson Elsa Jónsson Þuríður Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.