Þjóðviljinn - 07.05.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.05.1985, Blaðsíða 1
HEIMURINN ÍÞRÓTT1R Nýtni Plastpokum breytt í girðingarstaura Feðgar á Heggstöðum í Kolbeinsstaðahreppi brœða upp poka utan afáburði og búa til úr þeim girðingarstaura sem ekki geta brotnað. Aburðarverksmiðjan selur um 1,4 miljónir poka árlega sem duga Í350þúsundsvona girðingarstaura Feðgarnir Guðmundur Al- bertsson og Albert Guð- mundsson á Heggstöðum í Kol- beinsstaðahreppi hafa búið sér til ofn og mót til að bræða upp plastpoka utan af áburði og steypa girðingarstaura úr plast- inu. Þeir vefja upp fjóra poka saman, setja þá í þríhyrnt mót og bræða uppí í ofni og útkoman er þrælsterkir plaststaurar, sem ekki brotna. Þeir svigna aðeins undan snjóþunga á girðingum og rétta sig svo við þegar snjóa leysir. Undan sama snjófargi brotna tréstaurar. Og það sem meira er, tréstaurar af þessari stærð kosta 40 krónur stykkið, en plaststaurarnir kosta ekkert nema rafmagnið sem fer til þess að bræða plastið og að sjálfsögðu vinnuna við það sem er mjög lítii. Það tekur aðeins 20 mínútur frá því mótið er sett í ofninn þar til kominn er plaststaur. Guð- mundur sagði þessa staura mun betri en tréstaurana vegna þess að þeir brotna ekki. Það var Albert sem fékk þessa hugmynd þegar verið var að bjóða erlenda girðingarstaura úr plasti. Hann prófaði sig áfram með plastpokana með þessum ágæta árangri. Albert sagðist hafa farið um sveitina í fyrra og safnað saman plastpokum utan af áburði og fékk um eitt þúsund poka. Úr þeim hefur hann svo verið að steypa girðingarstaura, sem og bakka sem nota má til ýmissa hluta. Þetta geta raunar allir gert sem hafa aðgang að þessum plastpokum, auk þess sem mikil hreinsun er af því að nota plastið á þennan hátt. Þess má svo geta til gamans að Áburðarverksmiðj- an selur um það bil 1,4 miljónir plastpoka árlega og samkvæmt formúlu Alberts myndi það duga í um 300 til 350 þúsund girðingar- staura, sem hver um sig kostar 40 krónur ef hann er úr tré. - S.dór. Albert með sýnishorn. „Hráefnið", pokastæðan, er til vinstri á myndinni. Albert tekur fjóra poka, vefur þá uppí vöndul og setur í mót, bræðir í rafmagnsofni, sem hann smíðaði sjálfur, og útkoman er girðingarstaurar úr plasti sem eru sterkari en tréstaurar. - Ljósm.: S. dór. Kennarar 1984 Ursögn úr BSRB? Talið á fimmtudag Félagar í Kennarasambandi ís- lands greiddu nú fyrir helgina at- kvæði um aðild sambandsins að BSRB. Atkvæði eru enn að ber- ast skrifstofu KÍ og útlit fyrir góða kjörsókn. Byrjað verður að telja uppúr kössunum á fimmtudag, en lokatölur verða varla kunnar fyrren í næstu viku. Tvo þriðju atkvæða þarf til að KÍ segi sig úr BSRB. - m Þriðja mesta aflaárið Verðmœti sjávarafurða nœr 9 miljarðar. Verðmætaaukningin 44%frá árinu á undan. Heildarverðmœti útfluttra sjávarafurða 16,3 miljarðar en 13 miljarðar árið 1983 Heildarflskafli íslendinga á ný- liðnu ári var sá þríðji mesti frá upphafi samkvæmt lokatölum Fiskifélagsins. Aðeins árin 1978 og 1979 hafa íslensk skip aflað meira. Aflaaukningin frá árinu 1983 nam 83% og munar þar að sjálfsögðu mest um endurkomu loðnuævintýrisins. Verðmæti heildaraflans upp úr sjó á liðnu ári nam 8 miljörðum 842 miljónum króna og er verð- mætaaukning frá árinu á undan 44%. Þorskaflinn gaf af sér rúm- lega 3,5 miljarði króna, loðnan ríflega 1200 miljónir og karfinn um miljarð, þar næst kemur rækj- an með rúmlega 600 miljónir í aflaverðmæti. Af heildaraflanum voru rúm 420 þús. tonn fryst, um 150 þús. söltuð, einungis 21 þús. hert, tæplega 2 þús. niðurlögð, um 820 þús. unnin í mjöl og yfir 100 þús. lestir seldar utan sem ísfiskur. Heildarmagn útfluttra sjávaraf- urða nam um 490 þús. lestum á móti 336 þús. lestum árið 1983 og heildarverðmætið var 16,3 milj- arðar á móti 13 miljörðum árið á undan. Heildarafli erlendra veiðiskipa á íslandsmiðum var um 10,500 lestir þar af veiddu Færeyingar um 8.500 lestir. Árið 1983 var heildarafli eriendra veiðiskipa tæpar 17 þús.'lestir og ríflega 22 þús. lestir árið 1982. - lg. Húsnœðismál „Samraðið lítils virði“ Það sem kom út úr samráði ASÍ og ríkisstjórnarinnar til lausnar á vanda húsbyggjenda virðist harla lítils virði, segir m.a. í opnu bréfi frá áhugamönnum um úrbætur í húsnæðismálum til miðstjórnar Alþýðu- sambands íslands. í gærkveldi barst svo fréttatilkynning frá Birni Björnssyni og Grétari Þorsteinsson ASÍ, þarsem því er m.a. harðlega andmælt að af rétt- látum kröfum húsbyggjenda hafi á einhvern hátt verið slegið í við- ræðum ASÍ við nefnd stjórnvalda. „ . , , . Sja bls. 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.