Þjóðviljinn - 07.05.1985, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 07.05.1985, Qupperneq 2
FRÉTTIR Útvarpslögin Hriktir í samstarfinu Stjórnarliðar enn á öndverðum meiði. Eru Framsóknarmenn að leita leiða út úr stjórnarsamstarfinu? Ingvar Gíslason forseti neðri deildar Alþingis gerði í gær til- raun til að láta afgreiða hið marg- umrædda útvarpslagafrumvarp. Ekki tókst að afgreiða málið vegna beiðni formanns þing- flokks Framsóknarmanna (Páls Péturssonar sem var erlendis) um að umræðu yrði ekki lokið. Stjórnarflokkarnir eru sem áður á öndverðum meiði. Sagði Halldór Blöndal talsmaður Sjálf- stæðisflokksins að þingmenn fiokksins myndu greiða atkvæði með breytingartillögu Friðriks Sófussonar, varaformanns flokksins, þess efnis, að auglýs- ingar yrðu heimilaðar í nýjum útvarps- og sjónvarpsstöðvum án takmarkana. Taldi Halldór þessa afstöðu til marks um að Sjálfstæðismenn vildu orðið frjálst. Sagðist hann ekki vita annað en að samkomu- lag væri um það milli stjórnar- flokkanna að þingmennirnir hefðu frjálsar hendur í málinu. Hjörleifur Guttormsson taldi vinnulag ríkisstjórnarinnar með miklu eindæmum . Því hefði í upphafi verið lýst yfir af hálfu menntamálaráðherra, á sl. hausti, að frumvarið yrði afgreitt fyrir 1. nóvember 1984. Nú væri frumvarpið komið á dagskrá að nýju eftir langt hlé. Hann taldi ekki líklegt að málið yrði afgreitt á þessu þingi, til þess væri tíminn allt of naumur. Spurði Hjörleifur hvað þeir Framsóknarmenn hyggðust fyrir, hvort þeir ætluðu að láta Sjálfstæðisflokkinn beygja sig. Vitnaði Hjörleifur til orða Sverris Hermannssonar iðnaðar- ráðherra, sem látið hefði að því liggja að kosningar yrðu seinni- hluta október mánaðar í haust. Hér væri kannski komin út- gönguleið úr stjórnarsamstarf- inu, fyrir Framsóknarmenn, þar sem samstarfsflokkurinn ætlaði sýnilega að halda málinu til streitu. Fleiri tóku til máls, m.a. Svav- ar Gestsson sem bar fram þá ósk fyrir hönd Alþýðubandalagsins að málinu yrði frestað. Kristín Kvaran og Ellert Schram töldu hins vegar enga ástæðu til að bíða með afgreiðslu. Sagði Kristín meðal annars að ef frumvarpið yrði ekki afgreitt væri það vegna hótana Framsóknar um stjórn- arslit, ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi vilja sínum framgengt. Um- ræðunni var síðan frestað. Reiknað er með að neðri deild afgreiði málið frá sér mjög fljót- lega, jafnvel í dag eða á morgun. -hágé. Krían er komin. Tvær létu til sín heyra og sjá í gær niðri á hólmanum á Tjörninni. E. Olason var á staðnum á réttu augnabliki. Við lýsum eftir uppfinninga- manni sem getur búið til plast- poka úr Vökustaurum. Verkalýðsmálaráð AB Baráttan framundan Áríðandi fundur verkalýðs- málaráðs Alþýðubandalagsins. Umræðuefni á fundi verkalýðs- málaráðs, sem verður klukkan 10 n.k. laugardag að Hverfisgötu 105, verður: Baráttan framundan: Bjamfríður Leósdóttir for- maður stjórnar flytur framsögu: Störf stjórnar og staða kjara- mála. Þrjú framsöguerindi verða flutt um viðhorf ASÍ, BSRB og BHM til stöðunnar og baráttunn- arframundan. Stuttar fyrirspurn- ir milli erinda. Eftir hádegi verða almennar umræður um efnið: Kröfur og leiðir verkalýðshreyfingarinnar í baráttunni framundan. Stjórn Verkalýðsmálaráðs AB. Opið Ahugamenn um úrbætur í húsnæðismálum sendu í gær miðstjórn ASÍ opið bréf. Fer það hér á eftir: í fjölmiðlum hafa nú verið kynntar ákveðnar aðgerðir til jöfnunar á greiðslubyrði af hús- næðisstjórnarlánum. Um þær mun hafa verið samið af fulltrú- um ríkisvaldsins og ASÍ. Þótt for- seti ASÍ hafi sagt í útvarpsviðtali að þetta væri aðeins hluti þeirra úrræða sem á dagskrá væru, má ráða af umsögnum hlutaðeigandi aðila að ríkisvaldið ætli ekki að teygja sig lengra til lausnar á vanda húsnæðiskaupenda. Af þessu tilefni teljum við nauðsynlegt að benda miðstjórn ASÍ á eftirfarandi: Nái greiðslujöfnunin aðeins til húsnæðisstjórnarlána, verður hún léttvæg fundin. Því aðeins leysir slík- aðgerð einhvem vanda, að um hana verði einnig samið við lífeyrissjóði og ríkis- bönkunum jafnframt gert skylt að bjóða upp á sömu kjör. Þegar fulltrúar ASl gengu til samninga við ríkisvaldið um lausn á húsnæðisvandanum, hafði myndast fjöldahreyfing sem hugðist knýja á um raun- verulegar úrbætur í þessum mál- um og bent á raunhæfar leiðir til lausnar vandanum. Sú hreyfing spratt upp vegna þess að fjöldi heimila var að komast á vonarvöl og eygði þarna möguleika á að geta með samtökum rétt sinn hlut. Þetta fólk er enn þá stað- ráðið í því að rétta sinn hlut og fagnar stuðningi allra þeirra sem leggja vilja þessu máli lið, þar á meðal að sjálfsögðu ASÍ. Það er hins vegar augljóst að ríkisstjórn- Húsnæðishópurinn bréf til miðstjómar ASI in greip samningsvilja ASÍ fegins hendi vegna komandi kjarasamn- inga. Það sem út úr þessum samning- um eða samráði hefur komið virðist harla lítils virði. Forsætis- ráðherra hafði viðurkennt, að lántakendur hefðu verið látnir sæta ósanngjörnum kjörum um árabil, og lýst vilja sínum til að leiðrétta það misrétti. Hér hefðu þurft að koma til endurgreiðslur, og, úr því að ASl hóf sammnga- viðræður á annað borð, hefðu þær átt að snúast um á hvern hátt slíkri leiðréttingu yrði við komið. í viðræðum okkar við stjórnmálaflokkana og fulltrúa ríkisstjórnarinnar hafði komið fram almennur vilji til þess að leysa þessi mál og m.a. að fara inn á braut greiðslujöfnunar svo um þá leið þurfti ekki að semja. I viðræðum okkar við fulltrúa ríkisstjórnarinnar hafði einnig komið fram að skattalækkunar- leið væri að þeirra mati vænleg leið til þess að leiðrétta þær um- framgreiðslur sem húsnæðis- kaupendur hafa þurft að bera á undanförnum árum. Við lýstum eindregnum óskum um að þetta kæmi til framkvæma þegar á þessu ári, en svo virðist sem þessi leið hafi verið sett til hliðar er líða tók á samninga- eða samráðsvið- ræður ríkisstjórnarinnar og ASI. Þessi afgreiðsla er óþolandi. Húsnæðiskaupendur sem sætt hafa afarkjörum um nokkurra ára skeið eiga rétt á tafarlausum úrbótum. Þetta hafa stjórnmála- menn úr öllum flokkum viður- kennt. Þess vegna er óþolandi ef af sjálfsögðum og réttlátum kröf- um er slegið. Áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum. K ASI Svar við opnu bréfi Vegna bréfs áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum vilja undirritaðir taka fram eftirfar- andi: 1. I bréfi áhugamanna segir, að í viðræðum þeirra við fulltrúa stjórnmálaflokka og ríkis- stjórnarinnar „... hafi komið fram almennur vilji til þess að leysa þessi mál... “ og er þar átt við endurgreiðslur til hús- byggjenda. Sé þetta rétt ber að fagna því, en spyrja verður hjá hverjum, hvar og hvenær vilji stjórnvalda í þessu efni hefur komið fram. I þeim viðræðum sem við áttum við nefnd stjórnvalda um þessi mál var þessari leið alfarið hafnað. 2. Ljóster, aðmargtvaróljóstog ófrágengið í þeim drögum að frumvarp til greiðslujöfnunar, sem fyrir lágu þegar fulltrúar ASÍ hófu viðræður við nefnd stjórnvalda um þau mál. Sú niðurstaða sem fékkst í þessu máli var ekki óskaniðurstaða, en þó tvímælalaust mun hag- stæðari húsbyggjendum í greiðsluvandræðum en upphaflegu drögin. Fram hef- ur komið að ASÍ hefði fremur kosið, að viðmiðun greiðslu- jöfnunar væri taxtakaup en ekki hvorttveggja taxtar og tekjur. Fulltrúar ASÍ hafa líka beint því til ríkisstjórnarinnar, að hún hlutist til um að hlið- stætt fyrirkomulag verði tekið upp hjá ríkisbönkunum. Jafn- framt er ljóst, að fulltrúar verkalýðsfélaga í stjórnum líf- eyrissjóða hafa fullan vilja til þess, að á þeim vettvangi verði samsvarandi fyrirkomulag tekið upp. 3. Við hljótum að andmæla því harðlega, að af réttlátum kröf- um húsbyggjenda hafi á ein- hvern hátt verið slegið í við- ræðum ASf við nefnd stjórnvalda. Það hefur skýrt komið fram, að á þann áfanga' sem nú hefur náðst verður að líta sem skref til réttrar áttar, en engan veginn að einhverj- um markmiðum hafi verið náð. Fulltrúar ASÍ hafa t.a.m. lagt áherslu á að vextir á verð- tryggðum lánum yrðu þegar í stað lækkaðir. Tafarlaus lækk- un vaxta á þessum lánum er hvað brýnasta hagsmunamál húsbyggjenda. Því miður nefna 'áhugamennirnir þennan þátt ekki í bréfi sínu, en mikil- vægt er að þrýstingur í þessu efni komi sem víðast að. 4. Af hendi ríkisstjórnarinnar hefur því verið lýst afdráttar- laust yfir, að skattaafsláttur til húsbyggjenda komi ekki til greina á árinu 1985. Þessu hefðum við kosið að þoka áleiðis, en til þess skortir vilja stjórnvalda. 5. Af hálfu ASÍ hefur ítrekað verið bent á, að tilfærslur til húsbyggjenda sem nú eru í vandræðum mega alls ekki verða á kostnað þeirra sem nú hyggja á framkvæmdir. Ekki má rýra ráðstöfunarfé bygg- ingarsjóðanna. Því er nauðsynlegt að nú þegar verði gerðar ráðstafanir til þess að afla aukins fjár til húsnæðisl- ánakerfisins. 6. Úrbætur í málefnum húsbyggjenda eru knýjandi. Húsnæðismál eru ekkert einkamál eins eða neins. Al- þýðusambandið hefði kosið, að sem víðtækust samstaða tækist um þessi mál og að allir aðilar legðust á eitt um að þrýsta á aðgerðir af hálfu ríkis- stjórnar og löggjafarvalds um úrbætur í þessum málaflokki. Alþýðusambandið hlýtur að treysta því, að áhugamenn um úrbætur í húsnæðismálum kjósi fremur að leggjast á eitt með Alþýðusambandinu um skjótar aðgerðir stjórnvalda, fremur en/ að reyna að ala á tortryggni með þeim hætti sem gert er í bréfi þeirra. Reykjavík 6. maí 1985. Björn Björnsson. Grétar Þorsteinsson. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 7. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.