Þjóðviljinn - 07.05.1985, Page 4

Þjóðviljinn - 07.05.1985, Page 4
LEIÐARI Ritskoðun í útvarpsráði Á dögunum voru birtar niðurstöður úr viða- mikilli skoðanakönnun meðal notenda útvarps og sjónvarps. Það stóð uppúr niðurstöðum könnunarinnar, hversu mikillar virðingar og trausts stofnunin og starfsmenn hennar njóta meðal almennings í landinu. Þeim mun fjarstæðukenndari og furðulegri verður framkoma meirihluta útvarpsráðs gagnvart starfsmönnum ríkisútvarpsins, þegar þessi afstaða almennings liggur Ijós fyrir. Það er ekkert launungarmál að í tíð núverandi útvarps- ráðs hefur ofstækisfullur ritskoðunararmur í Sjálfstæðisflokknum haft þar tögl og hagldir. Hægra ofstækið hefur notið sín býsna vel í ráð- inu, þar sem fulltrúar Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins hafa iðulega léð fjórða hjólið undir vagn ritskoðunartilhneiginganna í út- varpsráði. A síðasta fundi ráðsins var undirbúnings- vinna dagskrárdeildar hljóðvarpsins fyrir sumarið gerð að engu með gerræðislegum af- skiptum hinna pólitísku kommisara Sjálfstæðis- flokksins og Eiðs Guðnasonar aðstoðarmanns ritskoðunaríhaldsins í útvarpsráði. Gunnar Stef- ánsson dagskrárstjóri segir í blaðaviðtali um helgina að með þessu háttarlagi meirihlutans í útvarpsráði sé búið að gera undirbúningsvinn- una að engu. Útvarpsráðið réð Sverri Diego sem umsjónarmann síðdegisútvarps án þess svo mikið sem ræða málið við dagskrárdeildina og hundsaði þarmeð tillögur hennar. Á sama fundi ákvað ráðið uppá sitt eindæmi að ráða manneskju til umsjónar á þætti um málefni kvenna, án þess jafnvel að impra á því við þá umsjónarmenn sem höfðu ætlað sér að sjá um þáttinn og án þess að sjálfsögðu að leita álits dagskrárdeildarinnar. A sama fundi varð það hneyksli að meirihluti útvarpsráðs hafnaði tillögu dagskrárdeildar um fréttatengdan laugardagsþátt undir umsjón Ævars Kjartanssonar varadagskrárstjóra út- varpsins. I bókun IngibjargarHafstaðog Gerðar Óskarsdóttur sem skipa minnihluta ráðsins er réttilega ályktað að „hér sé um pólitískar of- sóknir að ræða“. Á fundinum kom nefnilega fram hjá ritskoðunarsinnum í útvarpsráði að Ævari væri ekki treystandi til að sjá um svo „eldfim efni“. Þegar fundagerðir útvarpsráðs eru athugað- ar er engu líkara en verið sé að segja frá rit- skoðunarskrifstofu í einræðisríki, - og þó er ekki allt fært til bókar af þeim toga í útvarpsráði. Nýjustu aðfarir meirihluta útvarpsráðs eru í senn áfall fyrir ríkisútvarpið og almenning í landinu. Útvarpsstjórinn nýi, sem áður var for- maður útvarpsráðsins, virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann er þrátt fyrir allt sam- starfsmaður þess fólks sem vinnur á stofnun- inni en ekki fulltrúi annarlegra hagsmuna í Sjálf- stæðisflokknum og nágrenni. Inga Jóna Þórð- ardóttir, aðstoðarráðherra Ragnhildar, gegnir formennsku í ráðinu og lætur þar einsog hún sé á fundi í frjálshyggjuklíkunni í Flokknum en ekki þingkjörnu útvarpsráði. Nú er það alræmt, að Markús Örn Antonsson og Inga Jóna Þórðardóttir eru talsmenn auglýs- ingaútvarps, svokallaðra „frjálsra útvarps- stöðva“. Því læðist að mörgum sá grunur að siðblinda þessara fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sé slík, að verið sé að beita meirihlutanum í útvarpsráði til að flæma dugandi starfsmenn frá stofnuninni, gera hana óvinsælli og plægja þannig svörðinn fyrir auglýsingaútvarp einsog það sem starfaði á vegum Valhallar sl. haust og sjónvarpsstöð sem þeir Indriði G. Þorsteinsson og Rolf Johansen eru orðnir samnefnarar fyrir. Vinnubrögð ritskoðunarmeirihlutans í út- varpsráði eru slík að þau hljóta að kalla á and- svör. Þau eru álitshnekkir fyrir Ríkisútvarpið, áfall fyrir lýðræðið og árás á starfsmenn út- varpsins sem sannanlega njóta trausts og virð- ingar meðal landsmanna. Þessi ritskoðunarmeirihluti ætti að hafa pólitískt sið- ferði til að skammast sín, og vit á því að segja af sér. -óg. KUPPT OG SKORHE) Þaö er alltaf verið að skamma Reagan Bandaríkjaforseta , í heimsblöðunum. Stundum er þetta svo mikið, að maður fer að vorkenna karlgreyinu, rétt eins og kerlingin sem fannst nóg um það hvað presturinn hennar skammaði andskotann: þetta er nú aumingi sem á engan að, sagði hún. Ein er þó bót í máli fyrir Ron- ald Reagan: hvernig sem allt velt- ist má hann vera viss um að Morgunblaðið á íslandi finnur leið til að bera í bætifláka fyrir hann. Nú síðast skrifar blaðið leiðara um heimsókn Reagans í hermannagrafreit í Þýskalandi. Bandarískir uppgjafshermenn, Gyðingar, ótal fréttaskýrendur, meirihluti bandarískra þing- manna - allir hafa þeir sameinast um að gagnrýna Reagan fyrir að koma við í grafreit þessum í bæn- um Bitburg - ekki síst vegna þess að meðal grafinna hermanna þar eru nokkrir menn úr SS-sveitun- um. Morgunblaðið skilur málið allt öðruvísi. Það telur bersýni- lega að Reagan hafi sýnt sérstakt hugrekki með heimsókn þessari, hann hafi vogað sér að „horfast í augu við sögulegar staðreyndir“ og þori að fara sínu fram „án till- itssemi við kjósendur“. Þessi túlkun er satt best að segja afar langsótt. Það er einmitt nokkuð samdóma álit, að Reag- an og hans menn hafi álpast til Bitburg af vanþekkingu, „það er eins og enginn maður með sögu- þekkingu sé í námunda við for- setann“ andvarpaði einn Demó- kratinn. Semsagt: ákvörðun Reagans er hjá flestum útskýrð sem misskilin „tillitssemi“ við það almenningsálit sem er ekki alveg eins gleymið og Reagan er sjálfur og hans menn. Líbanon og við Eins og menn vita eru þeir á Morgunblaðinu alltaf að vara menn við því að þeir stundi „sam- anburðarfræði", m.ö.o. beri saman ýmis þjóðfélög með van- hugsuðum hætti. Sjálft stundar Morgunblaðið fræði þessi óspart og er útkoman næsta kyndug. Til dæmis segir frá því í síðasta Reykjavíkurbréfi, að ræðismað- ur íslands í Líbanon, maroníti að trú, hafi komið hingað og öfund- að íslendinga af friði og spekt sem hér ríkir. Sem er náttúrlega ekki nema von. Um þetta segir svo í Reykjavíkurbréfinu: „Við þurfum að minnast þess að utanríkisstefna okkar hefur tryggt það öryggi sem Líbana skortir. Samhugur íslendinga um þessa stefnu eða stuðningur meiri- hluta þeirra við hana er forsenda þess að ekki verði opnaðar glufur sem erlendir íhlutunarsinnar geta síðan nýtt sér til að ala á sundr- ungu og öryggisleysi Samanburðurinn er fullkom- lega út í hött. Smáríkið Líbanon er að splundrast í tætlur fyrst og fremst vegna þess hvernig til þess var stofnað með hæpnum samn- ingum um fyrifram ákveðin valdahlutföll gjörólíkra trúar- og menningarhópa og með ítrekuð- um innrásum í landið að austan og sunna, innrásum sem engin fullgild stjórnvöld hafa beðið um. Að því er ísland varðar, þá átt- um við okkur um það leyti sem viðs tofnuðum lýðveldi 1944 sam- eiginlega stefnu í utanríkismálum sem var blátt áfram sú að halda landinu utan við hernaðarmask- ínur. Þegar svo forystulið borg- araflokkanna sneri baki við þess- ari stefnu, þá kom einmitt upp sú sundrung sem síðan hefur skipt þessari þjóð í tvennt um utan- ríkismál. Og það er að sjálfsögðu undarlegur líkindareikningur að tala um að „glufur" verði kannski opnaðar - glufurnar voru opnað- ar strax með Keflavíkursamningi 1946 þegar tröll eitt kom inn fyrir dyrnar annarri löppinni svosem til að undirbúa að það kæmist allt inn með her sinn 1951. Túlkun söngvavals Hinn ágæti kirkjukór Lang- holtskirkju brá á það nýmæli um helgina að halda kleinukonsert sern stóð laugardaginn allan. Eitt tildragelsið var að biðja nokkra nafnkennda menn að velja sér lög sem kórinn og viðstaddir síðan syngju saman. Um helmingur þeirra sem lög völdu voru úr pó- litík og ætti að vera öllum að meinalausu að láta hér sem val þeirra hafi nokkra táknræna og jafnvel spámannlega merkingu. Jón Baldvin vildi til dæmis hlusta á ,Áfram veginn í vagnin- um ek ég“ sem maður á frama- braut. En þá er spurt: hvernig eigum við í þessu dæmi að leggja út af annarri lfnu þessa texta: Inn í vaxandi kvöldskugga þröng? Albert Guðmundsson var allur upp á herhvötina í sínu vali. Hann byrjaði á Ég vil elska mitt land og hann endaði á Áfram Kristmenn krossmenn, kóngs- menn erum vér. Athyglisverðast var þó val Steingríms forsætisráðherra. Hann brá sér af brautum hins hefðbundna kirkju-, rútubíla- og heimasöngs og lét syngja bítlalag. Og lagið var Yesterday: ígær virtust öll mín vandkvœði svo óralangt í burtu, en nú er engu líkara en þau verði hér áfram. O, ég trúi á gœrdaginn! Nokkuð dapur tónn reyndar sem forsætisráðherra slær: Lifi gærdagurinn þegar Framsókn var sterk, gætu menn sagt með hæfi- legri illkvittni. „Ég sagði ein- hverja vitleysu og nú þrái ég gœr- daginn... “. - ÁB. DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritatjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritatjórnarfuiltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-.. son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreið8lustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsíngar, ritstjórn: Síöumúla 6, Roykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaösins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN; Þrlðjudagur 7. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.