Þjóðviljinn - 07.05.1985, Qupperneq 5
MINNING
Ási í Bæ
1914 - 1985
Ási í Bæ fæddist í Litlabæ í
Vestmannaeyjum 27. febrúar
1914 og var því á sjötugasta og
öðru aldursári, er hann lézt að-
faranótt 1. maí s.l. Hann var
kominn af gáfuðu verkhögu al-
þýðufólki; faðir hans og afi,
Olafur Ástgeirsson og Astgeir
Guðmundsson voru víðkunnir
bátasmiðir, en faðir Guðmundar,
langalangafi Ása, var Ögmundur
bóndi í Auraseli, sem víðfrægur
var á öldinni sem leið og Eiríkur
frá Brúnum hefur frá greint í
„Sögu af brögðóttum karli“. Ég
drep hér einungis á þann ættlegg
Ása sem mér varð kunnastur af
frásögn hans; oft vitnaði hann til
Ögmundar og sagna um hann.
Þar átti Ási kæran vin í hugskoti.
Ögmundur í Auraseli var góðvik-
inn og greiðasamur, en þungur í
orðaskiptum ef að honum var
kastað, og hafði orð á sér fyrir
sérkennilegar gáfur sem virtust
ættaðar úr huldum stöðum.
Ási hlaut hafið og galdur þess í
arf, og sá arfur gæddi hann alla
tíð sterku svipmóti. Eitt hið
minnisstæðasta í fari hans var hin
ramma togstreita sem háð var
milli sjósóknar og skrifta; þar
áttu sér stað harðar sviptingar og
veitti ýmsum betur. Skáldleg til-
þrif sýndi Ási strax í fyrstu bók
sinni, Breytileg átt, 1948, en átj-
án ár liðu unz út kom .útgerðar-
saga hans ágæt, Sá hlær bezt,
1966. Eftir það rak hver bókin
aðra frá hans hendi með skömmu
millibili, verk sem geisluðu af
mögnuðu fjöri, oft einkennilegur
vefur grallaraskapar og sárs-
aukafullrar snertingar við sálar-
kvikuna: söngvísur, smásögur,
skáldsaga, ferðabók, frásögu-
þættir, ljóðaflokkur. Ási flutti
búferlum ásamt konu sinni og
börnum frá Vestmannaeyjum til
Reykjavíkur 1968, en aðseturs-
skipti, ritstörf og aðrir breyttir
hagir komu ekki í veg fyrir að
hann þreytti glímur við sinn foma
fangvin Ægi þegar þéss var kost-
ur, af þeirri atorku og aflasækni
sem honum var frábær gefin.
Drægjust fundir þeirra lengi kom
að honum megn óþreyja. Málefni
sjávarútvegs vora honum einkar
hugleikin og rányrkjan á miðun-
um lá honumþungt á hjarta. Jafn-
framt var hann sífellt með nýjar
ritsmíðar á prjónunum. Margur
saknar þess sem vitað var að í
brjósti hans bjó og beið færis og
næðis á pappírnum; en þær
stundir má heldur ekki vanmeta
þegar sjálf návist Ása var iðandi
skáldskapur.
Ási í Bæ var þjóðkunnur gleði-
og skemmtunarmaður, söngvinn
mjög og fjörgandi í fasi öllu, hvar
sem hann bar að garði; en þar var
hann ekki allur séður. Að eðlis-
fari var Ási alvöramaður, við-
kvæmur og geðríkur, vinhlýr og
vintryggur. Ekkert var honum
fjær en að æðrast og berja lóminn
þótt á móti blési, sem hann þurfti
margsinnis og margvíslega að
reyna í einkahögum. Hann átti
við fótarmein að stríða frá æsku-
áram, langvinnt og þjakandi, en
þar er svo stytzt frá að segja að
enginn vissi Ása glúpna. Eitt hið
fyrsta er hann mælti við mig eftir
að hann tók að hressast um sinn
eftir það áfall sem leiddi hann til
bana, var athugasemd í þá veru
„að það væri nú seigt f djöfli“.
Gamalkunnur glampi var löngu
byrjaður að lýsa í augunum að
nýju, þegar kallið kom.
Ási var sagnasjór og stórvel
máli farinn, heiðríkja og skírleiki
einkenndu tungutak hans. Ó-
gleymanlegt var að hlýða á Ása
rekja minningar um margskonar
brall og bjástur manna, ekki sízt
einhverra „spjall-ljóra“í Eyjum.
Hann hafði einstakt auga fyrir
fólki, sérkennum þess og hinum
sanna auði, sögulegum arfi anda
og handa; í frásögnum hans var
saltur keimur sjávar og starfs, ylj-
aður af góðvild og hressandi geð-
blæ. Ég hugsa með mér að án
ræktarsemi við slíka menn hljóti
þjóðin að rýrna að innan, hversu
mjög sem hún kann að belgja sig
að utanverðu.
Margar setur áttum við Ási yfir
spjalli og vangaveltum um hin
óskyldustu rök, einu sinni háðum
við langa kappræðu um vilja blóm
anna, og minntumst hennar oft
síðan. Stundum var sérstakt veð-
urlag átylla til kyndugra ferða-
laga, ef hentugt veður var þá ekki
einfaldlega búið til með vissum
svipbrigðum - sól eða regn.
Með kærri þökk minnist ég vin-
festu Ása í minn garð og minna
nánustu, allt frá upphafi kynna
okkar fýrir rúmum tveim ára-
tugum; og hollir hugir reika til
fjölskvldu hans við þessi leiðar-
lok. Ási er kvaddur með hrærð-
um huga, en hreysti hans og
græðandi geðsmunir halda áfram
að ylja þeim sem nutu við hann
samvista.
Þorsteinn frá Hamri
Ég var búinn að frétta að hann
væri orðinn heilsutæpur, hefði
fengið hjartaáfall, hefði farið til
Lundúnaborgar til að fá bót upp á
von og óvon, væri kominn aftur
og farinn að hressast. Ég hafði j
verið fyrir norðan og ekki frétt
neitt. Hann Ási, hugsaði ég þegar
ég fékk fréttina, hann Ási í Bæ.
En ég vissi að það var ekki fyrsta
áfall hans í lífinu. Þau höfðu haf-
ist í bernsku og við þau barðist
hann og brotnaði ekki. En hve
mörg áföll getur maðurinn þol-
að? Nú var Ási kominn yfir
sjötugt og skammt liðið frá síð-
asta áfallinu í lífi hans, þegar
sonur hans var hrifinn burt með
sviplegum hætti. Og þó hugsaði
ég nú með mér: Hann Ási! hann
hlýtur að ná sér aftur. Hann Ási í
Bæ! En tími hans var kominn.
Hann heyrði kallað og varð að
fara. Nú hitti ég hann ekki framar
í Austurstræti og heyri hann ekki
oftar hafa yfir ljóð eftir Stefán
Hörð Grímsson undir beram
himni á götustétt.
Hann var einn í hópi okkar sem
voram ungir og óþekktir rithöf-
undar á stríðsáranum og reyndar
varla höfundar, því enginn okkar
hafði gefið út bók á þeim árum.
Það var Hannes Sigfússon sem
kynnti okkur, sá sem uppgötvaði
alla nýja höfunda íslands á þeirri
tíð. Heimbyggð Ása var í
Vestmannaeyjum. Þar hafði
hann alist upp innanum harð-
skeytta sjómenn og varð síðar
meir einn af þeim hörðustu í sjó-
sókn, þótt fatlaður væri frá
bernsku. Ási í Bæ tengdist okkur
bókmenntamönnum í Reykjavík
sterkum böndum á stríðsárunum
og þau bönd reyndust óslítanleg.
Hann varð fyrstur okkar til að
gefa út bók, þeirra sem ekki vora
komnir svo langt á stríðsáranum,
enda að vísu eldri en við hinir og
þroskaðri. Það var skáldsagan
Breytileg átt, 1948, en í þá daga
þótti það viðburður meðal bók-
menntamanna, ef nýr höfundur
kvaddi sér hljóðs, þótt ekki væri
með flennifyrirsögnum og blaða-
viðtölum eins og nú er algengt.
Hann kom öðra hverju til
Reykjavíkur að hitta fólk, hafði
þá jafnan samband við okkur
Hannes Sigfússon og Stefán
Hörð og fleiri unga höfunda. Þá
var sest inn í kaffihús eða önnur
hús til að rabba saman. Og fersk-
ur andi af hafi sveif yfir borðum.
Ási í Bæ hafði mikið lesið og var
ekki síður að sér í bókmenntum
en við hinir, ef ekki betur, hrif-
næmur tilfinningamaður og kvað
fast að orði, ef honum féll
eitthvað vel eða vildi lýsa van-
þóknun sinni, var annars glaður
og reifur í góðra vina hópi, stund-
um við skál, skemmtilegastur
okkar allra, eldrauður sósíalisti
líkt og við Stefán Hörður, og
skrifaði fyrstu skáldsögu sína í
þeim anda, þjóðfélagsádeilu með
sjávarplássið að vettvangi. Brátt
fór hann að semja dægurljóð til
að syngja á þjóðhátíðunum í
Vestmannaeyjum, og þegar þau
höfðu verið sungin þar, voru þau
sungin um allt land. Síðar samdi
hann einnig sjálfur lög við ljóð sín
og gerðist fyrsti vísnasöngvari
þessarar þjóðar. Eigum við hér á
heimilinu skemmtilegar minning-
ar um heimsóknir hans, þegar
hann settist með gítar og söng
ljóð eftir sjálfan sig og aðra. Það
vora ógleymanlegar stundir,
ósvikinn vísnasöngur, frjáls og
óháður þeirri vélrænu taktfestu
dægurlagahljómsveita sem
skemma slíkan söng. Ég minnist
ferðar til Laugarvatns, þegar
sonur hans Gunnlaugur var þar
við nám í menntaskólanum. Við
fóram til að lesa upp úr verkum
okkar ásamt Stefáni Herði
Grímssyni. Þá hafði Ási bíl til
umráða og ók báðar leiðir, þó
hann væri með gervifót, en
hvorki ég né Stefán hafði bflpróf.
Og þegar við höfðum lesið upp,
röbbuðum við góða stund við
nemendurna, því þeir vildu um
ýmislegt spyrja, en síðan vildu
þeir fá Ása til að syngj a í lokin, og
dugðu engin undanbrögð, því
snarlega var náð í gítar og hann
látinn í hendur Ása sem óðara
byrjaði að slá strengina og syngja
á þann frjálsa hátt sem ég fyrr gat
um og þá heyrði ég hann í fyrsta
skipti syngja vísurnar um Gölla
Valdason og betur verða þær
ekki sungnar en hann söng þær
þetta kvöld. Mig minnir að þetta
væri tekið upp á segulband og er
vonandi að það band varðveitist,
hvernig sem upptaka kann að
hafa lánast, því ef til vill eru ekki
til mörg dæmi um það hvernig
Ási söng við gítarundirleik á
frjálsan hátt.
í blíðu og stríðu lífsins hafði
Ási við hlið sér trausta dugnaðar-
konu, Friðmeyju, ættaða úr
Borgarfirði, og varla ofsögum
sagt að án hennar hefðum við
ekki eignast þann Ása í Bæ sem
þrátt fyrir andstreymi lífsins gaf
út nokkrar athyglisverðar bækur
og söng sig inn í hjörtu allra ís-
iendinga. Við hljótum öll að
sakna hans.
Jón Óskar
Stundum hendir það menn að
verða eins konar héraðs- eða
þjóðareign. Fyrst og fremst eru
það meðfæddir verðleikar sem
ráða því að þjóðin eignar sér þá,
því að umfangsmikið brölt og
framapot endar oftast með and-
legri skelfingu: Manninum tekst
kannski að hreykja sér hátt, en
uppsker þess í stað fyrirlitningu
fjöldans.
Sá maður, sem við minnumst í
dag, Ási í Bæ, rithöfundur og
lagasmiður, var einn þeirra
manna, sem Vestmannaeyingar
áttu og við hinir fengum að njóta
með þeim. Ási var alinn upp í
Vestmannaeyjum og átti við erfið
kjör að búa í æsku vegna lang-
vinnra veikinda. Lífið lék hann
stundum grátt, en honum datt
ekki í hug að bugast; sagði ör-
lögum sínum stríð á hendur og
sigraði. Að lokum sá skaparinn
ástæðu til að viðurkenna Ása í
Bæ sem einn af málsvörum al-
þýðu þessa lands og ákvað því að
velja aðfararnótt fyrsta maí síð-
astliðins til brottfarar, en þann
dag minnist alþýða heimsins unn-
inna sigra og dokar við í dagsins
önn til að átta sig á taflstöðunni
og um það leyti sigla vorskýin
hraðfara úr suðurátt.
Ási var uppruna sínum trúr.
Hann skrifaði eðlilegt mál og
forðaðist hástemmdar lýsingar
sem voru í ósamræmi við raun-
veruleikann. Þannig varð stfll
hans léttur og lipur hvort sem um
ljóð eða laust mál var að ræða.
Hann skildi eftir sig nokkrar
skáldsögur, smásögur og þætti,
ástarljóð, minningarljóð, bar-
áttukvæði, gamanvísur og pólit-
ísk ádeilukvæði, samdi mynd-
ræna héraðslýsingu Vestmanna-
eyja þannig að fáir munu leika
það eftir, enda þekkti Ási eyjarn-
ar flestum betur.
Þar sem Ási forðaðist alla of-
notkun hástemmdra lýsingarorða
urðu ástarkvæði hans til
Vestmannaeyja ólík flestum ætt-
jarðarkvæðum íslenskum, sem
byggjast á mærðarfullu lofi um
heimabyggð þess er yrkir. Ási
gekk hins vegar hreint til verks. í
vísum sínum og ljóðum lýsti hann
því hvað varð til þess að hann
unni eyjunum: Það voru minn-
ingar um strit forfeðranna og
sigra í baráttu við óblíð náttúru-
öfl, það vora vindstigin þrettán,
vorfegurðin, sjórinn og lundinn,
sem var „ljúfastur fugla“. Hvers
vegna skyldi mönnum ekki þykja
vænt um lundann eins og lóuna?
Lóan syngur fyrir þá, en lundinn
gerir bæði að kveða og verða
þeim björg í bú.
Um margra ára bil orti Ási ljóð
við þjóðhátíðarlög Oddgeirs
Framhald á bls. 6.
Fréttaauki
Já hún hét Ló - og átti heima í Dongsing-dó
í dali grænum við bambusskóg.
Blóm meðal blóma.
í friði og ró - hún lúði akur í Dongsing-dó
og dreymdi um ástir í bambusskóg.
Hún unni einum,
unni honum litla Hó.
En svo kom þó - að sprengjur féllu á Dongsing-dó
og dauðinn herjaði bambusskóg,
blómin í blóma.
Og litla Hó - þeir fundu látinn í Dongsing-dó,
er daggir féllu á lauf í mó,
skuggará skóga.
Skelfd var þá hún litla Ló.
Því erum við að syngja um sorgir,
sólin meðan skín,
við sem elskum dans og dufl og vín?
Já hún hét Ló - og átti heima í Dongsing-dó
í dali grænum við bambusskóg,
blóm meðal blóma.
Blómið hennar eina dó.
Þriðjudagur 7. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5