Þjóðviljinn - 07.05.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.05.1985, Blaðsíða 7
Verkalýðsfélag Stykkishólms 70 ára Rœtt við Einar Karlsson núverandi formann félagsins Það eru ekki til heimildir um það hvort félagið var stofnað 10. eða 12. janúar 1915 eða þá í byrj- un Þorra eins og sumir segja. Alla vega var félagið stofnað á vetrar- mánuðum 1915 og hét þá Verka- mannafélagið Framsókn. Og vegna þess að afmælisdagurinn liggur ekki á hreinu ákváðum við að halda upp á 70 ára afmælið 1. maí sl. sagði Einar Karlsson for- maður Verkalýðsfélags Stykkis- hólms er Þjóðviljinn ræddi við hann í tilefni af afmæli félagsins. Hann var því næst spurður um aðdraganda stofnunar félagsins. Fimmtungur íbúa gekk í félagið Það segir manni gamalt fólk að hugmyndin að stofnun verka- Iýðsfélags í Stykkishólmi hafi fæðst meðal sjómanna sem reru frá Höskuldsey, en þar var útræði á þeim tíma. Það var á haustver- tíð sem hugmyndin kom upp og svo um veturinn létu menn verða af því að stofna félagið. Fyrsti formaður þess var kjörinn Bald- vin Bárðdal. Hann hafði flust til Stykkishólms um aldamótin. Hann vann fyrst sem vegagerðar- maður og síðar sem kennari. Baldvin var formaður fyrstu 5 eða 6 árin en þá fluttist hann aftur norður í land. Af þeim sem voru í forystusveitinni fyrstu árin má neftia Benedikt í Höfða, Sigvalda Valintínusson, Odd Valintínus- son, Halldór Jónsson, Friðrik Salómonsson, og Guðmund Jónsson frá Narfeyri. Þetta félag var bæði fyrir konur og karla og má til gamans geta þess að fljótlega eftir stofnun þess voru félagar orðnir 100 en íbúar Stykkishólms voru á þeim árum aðeins um 500. Fyrstu árin var mikið líf í félagsstarfinu og það segir í elstu skrifuðum heim- ildum frá starfi félagsins að uppi hafi verið miklar og harðar deilur við atvinnurekendur, sem mest- an part voru kaupmenn, en engin verkföll. Það stendur líka skrifað að launin hafi verið 30 aurar á tímann fýrir karlmenn og 35 aurar í uppskipunarvinnu, en þó ekki nema 30 aurar ef teknir voru peningar fyrir, annars 35 aurar ef um úttekt í vörum var að ræða. Eins var það að skútukarlar sem notuðu vöruúttekt fengu afslátt af vörunni. Annars máttu þeir líka taka laun sín í peningum. Vildu atvinnu- rekendur í félagið Á þessum árum var Stykkis- hólmur miðstöð viðskiptalífs við Breiðafjörð. Því voru kaupmenn hér býsna sterkir, bæði sem út- gerðarmenn og kaupmenn. Við þetta vald var ekki auðvelt að berjast og því var það að ýmsir lögðu til að atvinnurekendur gengju líka í félagið, þeir myndu aldrei fara að berjast gegn sjálf- um sér. Sem betur fer varð aldrei af þessu. En í desember 1924 var þetta félag, Verkamannafélagið Framsókn, lagt niður og um það bil mánuði síðar var Verka- mannafélag Stykkishólms stofn- að á sama grunni. Þá var það Guðmundur á Narfeyri sem var stoð og stytta félagsins en að sjálfsögðu komu margir góðir menn við sögu á þessum árum og síðar. Sem dæmi um forystumenn má nefna Kristján Guðmunds- son, Jóhann Rafnsson, Ólaf Ein- arsson, Ragnar Einarsson, Guð- mund Ágústsson, Kristin Gísla- son, Ingvar Ragnarsson, Erling Viggósson, allir voru þessir menn formenn félagsins. Nei, hér hafa engir stórslagir átt sér stað, enginn „Siglufjarðar- slagur“ en félagið hefur staðið fyrir sínu og gerði alla kjarasamn- inga heima í héraði allt þar til samflots stefnan var tekin upp. Og jafnvel eftir það höfum við gengið frá sérsamningum okkar heima í héraði. Blaðaútgáfa Árið 1917 hófst merkilegt starf hjá félaginu. Þá var byrjað með blaðaútgáfu ef svo má að orði komast. Þetta var þannig að bók var látin liggja frammi hjá fé- laginu og gátu félagar komið og skrifað í bókina hugleiðingar sínaf um hvað sem var. Síðan var svo lesið upp á fundum það sem skrifað háfði verið í hana á milli funda. Þar á eftir hófust svo um- ræður um málin. Maður sér við lestur þessarar bóka að mest hef- ur verið skrifað um launa- og atvinnumál og einnig töluvert um samvinnumál. Það eru til þrjár svona bækur, tvær þær fyrstu heita „Baldur“ en sú síðasta „Máni“. Þessar bækur eru ómetanlegar heimildir fyrir fé- lagið og þær sýna um hvað um- ræðan snerist hverju sinni og er afar fróðleg lesning. Þá vil ég einnig geta þess, að við fengum lánaða bók til ljósrit- unar, sem Baldvin Bárðdal skrif- aði. Hún er mikið í bundnu máli en óbundnu líka og bók þessi er ómetanleg heimild um það sem var að gerast hér í þorpinu og hvaða mál voru efst á baugi hverju sinni. Þetta er ekki dag- bók í venjulegum skilningi, held- ur heimildarbók um mannlíf og merka atburði í Stykkishólmi. Ég get nefnt sem dæmi að þegar bryggjusmíðinni hér lauk yrkir hann ljóð til verkstjórans og þakkar honum verkið en þessi bryggja var sú lengsta á landinu þá og hið merkilegasta mannvirki. Nútíminn Hvað ert þú búinn að vera for- maður félagsins lengi Einar? Ég er búinn að vera formaður í ein 15 ár. Eins og ég sagði áðan höfum við verið þátttakendur í hinu svokallaða samfloti við kjarasamningagerð hin síðari ár en samt er alltaf hluti samning- anna sérsamningar sem gera verður heima í héraði og það ann- ast félagið að sjálfsögðu. Þegar kjaramálin eru til umræðu eru fé- lagsfundir vel sóttir, en við höf- um annars tekið upp þann sið að halda vinnustaðafundi með fé- lögum okkar. Ég tel að með þeim hætti náum við betur til fólksins, því það er ekkert launungarmál að almennir félagsfundir hjá verkalýðsfélögunum eru ekki jafnvel sóttir og áður var. Það má hinsvegar segja að okkar mesta vandamál sé hvað margir hér eru í landsfélögum. Með því að taka fólk í landsfélög er verið að höggva utan af verkalýðsfélögun- um heima í héraði. Þetta er að mínum dómi vandamál sem flest minni verkalýðsfélög landsins eiga við að glíma í dag. Varðandi starf Verkalýðsfé- lags Stykkishólms má nefna að það ásamt öðrum verkalýðsfé- lögum á Snæfellsnesi hefur ná betri samningum fyrir sjómenn en tíðkast víðast annars staðar. Við vorum fyrstir til að ná fram helgarfríum fyrir sjómenn, fyrst fyrir línusjómenn og síðan fyrir netasjómenn líka. Þetta hefur síðan farið yfir á landssamninga. Hér hafa líka alltaf verið sér- samningar í sambandi við snur- voð, sérsamningar varðandi Einar Karlsson formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms. beitingu og netavinnu svo dæmi séu tekin. Þá höfum við sérstöðu hér í Stykkishólmi varðandi hörpudisk-vinnslu. Hörpudisk- urinn hefur fært þorpinu all mikið fjármagn, en að okkar dómi hef- ur skipting þess auðs ekki verið réttlát og við höfum verið að berjast fyrir því að skiptingin yrði réttlátari og orðið nokkuð ágengt þótt tokkur þyki ekki nóg að gert. Já, við héldum uppá 70 ára af- mælið með pompi og pragt 1. maí sl. Forseti ASÍ, Ásmundur Stef- ánsson, var ræðumaður dagsins. Þá voru fjórir fyrrverandi for- menn félagsins heiðraðir, þeir Jó- hann Rafnsson, Kristinn B. Gíslason, Ingvar Ragnarsson og Erlingur Viggósson. Kaupmattar- trygging númer eitt Ef við lítum aðeins fram á við, nú eru kjarasamningar framund- an í síðasta lagi í haust, á hvaða þætti leggur þú mesta áherslu? Kaupmáttartrygging er í mín- um huga alveg númer eitt. Þá hef ég alltaf metið félagsmála- pakkana svonefndu mikils og geri enn. f gegnum þá höfum við feng- ið lengra orlof, fleiri veikinda- daga greidda og fæðingarorlofið og fleira og fleira. Morgunblaðið hefur hamast við að gera lítið úr þessum pökkum og unnið gegn þeim og því miður hafa alltof margir gleypt þann áróður hráan án þess að hugsa nokkuð. Þá vil ég einnig taka það fram að ég vil fá krónutöluhækkun en ekki prósentuhækkun. Ég tel að launabilið hafi breikkað undan- farin ár vegna þess að prósentu- hækkunin hefur verið notuð. Þá legg ég á það áherslu að smaningarnir verði endurskoð- aðir strax nú í vor og samið um kauphækkun nú þegar, til að endurheimta það sem tapast hef- ur síðan kjarasamningarnir voru gerðir á liðnu hausti. Ég geri ráð fyrir að verk; ' reyfingin verði að taka á honum stóra sín- um til þess að ná þessu fram og þá er bara að gera það. -S.dór. Hugmyndin varð til úti í Höskuldsey Þriðjudagur 7. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.