Þjóðviljinn - 07.05.1985, Page 9

Þjóðviljinn - 07.05.1985, Page 9
VIÐHORF Með lögum skal land byggja en ólögum eyða Ég hef mikið velt því fyrir mér hvernig þessu lýðræði er háttað. Við höfum 60 manns á alþingi sem kosnir eru af þjóðinni til að stjórna landinu, að okkur er sagt en síðan að afloknum kosningum kemur í ljós að þeir ráða engu að eigin sögn. Þeirra svör eru öll á þá leið að hinir og þessir forstjórar við ýmsar stofnanir ráði en ekki þeir og það sé til þess að það sé lýðræðilegt stjórnskipulag; og þegar farið er að kanna hverjir þessir menn eru, jú, þá eru þetta menn sem hafa verið æviráðnir af hinum og þessum ríkisstjórnum eða forseta íslands og þessir menn eru svo með alræðisvald í öllum helstu málaflokkum sem lúta að velferð þjóðarinnar. T.d. peningavaldið er í hönd- um verðbréfasala en sagt vera í höndum Seðlabankans en ætti að vera í höndum alþingis eftir því sem okkur er sagt fyrir kosning- ar. Er þetta ekki skýringin á því að það er sama hver ríkisstjórnin er, það breytist aldrei neitt? Ef við tökum löggjafarvaldið þá er það í höndum hinna og þessara stofnana og hver og einn þar hef- ur alræðis vald eftir því sem for- sætisráðherra og dómsmálarráð- herra segja en dómsmálarráð- herra hefur ekkert vald. Og er það skýrt með því að það sé lýð - ræðislegra að afhenda einstaklingi sem enginn hefur kosið til þess að sjá um þau mál sem lúta að rétt- arfari og þessi einstaklingur eigi að vera einráður og að sjálfsögðu æviráðinn, svo enginn geti haft áhrif á hann. Fyrir mér er þetta dulbúið einræði en ekki lýðræði. Hvernig væri nú að snúa þessu þannig að við fengjum að kjósa þessa embættismenn með vissu millibili og þeir síðan skipuðu al- þingi. Væri það ekki meira lýð- ræði? Þá réðu þó þeir sem kosnir eftir Kristjönu Guðmundsdóttur „En eitt vil ég segja að lokum: Það virðist engin takmörk fyrir því sem lögmenn og aðrir embœttismenn bera á borð. Einsog til dœmis að hefð geti hafið lög, sem sagt, ef einhver lög eru brotin um tíma þáfari hefðin að gilda en lögin ekki“. væru af meirihluta, heldur en að reka þjóðina út í kosningar á eins til tveggja ára fresti til að kjósa menn sem engu ráða. Að undan- fömu hafa blöðin verið full af málum sem upp hafa komið en enga afgreiðslu fengið og enginn skilur neitt í neinu, það er aðeins sagt kerfið er svona. Eins og kerfið sé eitthvað ann- að en mennirnir sem vinna á þess- um stöðum. Þetta er svipað og þegar er verið að segja þetta er tölvunni að kenna þrátt fyrir að vitað sé að tölvan gerir ekkert annað en það sem maðurinn sem við hana vinnur segir henni að gera og hver hefur ekki heyrt þessa setningu „ja þessir bankar“ eins og bankamir séu eitthvað annað en menn sem ráða í stofn- unum sem kallaðir eru bankar. Málaferli - svik Ég lenti í málaferlum. Það er Flokkavísur Ágæti Þjóðvilji. Ég þakka gott blað, alveg sér- staklega sunnudagsblaðið. Ekki veitir af að við vinstrimenn höf- um gott málgagn á tímum harðn- andi stéttabaráttu og uppgangi hægrisinnaðra krata (Með frjáls- hyggjuhugsjón). Þó ég geti varla talist hagyrð- ingur og því síður skáld þá gerði ég nokkur vísukorn um þá flokka og samtök sem eiga fulltrúa á Al- þingi. Læt ég þær flakka á þessu blaði og vona að einhver hafi gaman af. íhaldið íhaldið er eins og gengur allt á sínum stað. En forustunnar fíni drengur finnur ekki það. Framsókn. Margt á honum mæðir þessa stund og mislitur er pólitíski sokkurinn. Kaldur klórar í bakkann þungur í lund dauðadæmdi kaffibaunaflokkurinn. Kratar. Kratar eru bæði með og móti með sitt venjulega píp og fals. Kemur hann á hugi manna róti Nonni litli sonur Hannibals. Bandalag jafnaðarmanna Klofningur úr krataflokki keimlíkur á flestum sviðum. Kemur hann á harða brokki með háleitar tillögur í mörgum hðum. Kvennalistinn. Kvennalistinn kemur til kannanir flestar segja. Ég held svona hér um bil þær hausinn megi reigja. Allaballar. Einn er eftir sem ver og mið alltof fáir hrósa. Engu að síður eigum við allaballa að kjósa. Neyð. Neyðin kennir naktri konu að spinna nema hún vilji ber um götur fara. Stjómina þurfa margir í fjöru að finna fjandinn, margir þurfa nú að spara. Leirmundur. að segja, ég ætlaði að fari í mála- ferli út af svikum sem mér fannst að synir mínir hefðu verið beittir en eftir að vera búin að standa í málferlum í eitt ár að ég taldi, þá var mér sagt í ráðuneytum að það væri ekki hægt fyrir það að gera neitt því ég hefði aldrei farið í neitt mál. Og dómsmálaráðherra hló dátt að heimsku minni að vera búin að standa í málaferlum í eitt ár án þess að fatta að ég stæði ekki í neinum málaferlum. Það var í jan. ’84 að ég fékk lögfræðing til þess að kæra fyrir mína hönd til rannsóknarlög- reglu ríkisins þar sem honum sýndist að synir mínir hefðu verið beittir fjársvikum, ég bað hann í leiðinni að fara í riftunarmál fyrir mig en hann taldi ekki þörf á því þar sem þetta væri lögreglumál. Eftir mikla eftirgangssemi hlaut ég náð fyrir augum rannsóknar- lögreglunnar og hún kallaði mig fyrir og tók af mér skýrslu, síðan ekki til sögunnar meir fyrr en eftir marga mánuði og mikið háð og spott fyrir að hafa lent í þessu, þá var farið að rannsaka þetta að hluta en að hluta ekki. Síðan var þetta sent fram og til baka milli rannsóknarlögreglu og saksóknaraembættisins og eftir á var mér sagt uppí dómsmálaráðu- neyti að þetta væri einkamál og kæmi saksóknara ekkert við og vakti mikla kátínu dómsmálaráð- herra þegar hann sagði mér að það eina sem ég gæti gert væri að kæra minn lögfræðing fyrir að hafa aldrei gert neitt fyrir mig og ég væri ekki í neinum málaferl- um. Ég talaði við annan ráðherra, hann lét sinn lögfræðing kynna sér málið og sagði mér síðan að þetta væri það ljótasta mál sem hann hefði séð eða viti um en því miður hann gæti ekkert gert þetta væri bara svona. Ég spurði hversu lengi mál gæti verið í rann- sókn áður en tekin væri ákvörðun um hvort væri um einkamál að ræða eða opinbert. Svarið var það veit ég ekki það eru sjálfsagt einhver takmörk en sá ræður því sem með málið fer og það ræður enginn yfir honum. Sá sem fer með þitt mál hjá saksóknara ræður einn því. Ég talaði við þann mann sem hefur mitt mál til meðferðar hjá saksóknaraembættinu og spurði hann hvernig gengi með mitt mál. Hann hló við og sagði að hann vissi það ekki, hann hefði ekkert skoðað það ennþá, viðskipti væru viðskipti, sumir væru heppnir aðrir óheppnir og við því væri ekkert að gera en hann mundi að sjálfsögðu líta á þetta mál þegar hann hefði tíma (þetta var í júní. ’84) síðan hefi ég ekki heyrt í hon- um. Hann annað hvort ekki við eða upptekinn. Ég sagði við minn lögfræðing að nú vildi ég ekki draga það lengur að fara í riftun- armál en eitthvað gekk það seint að koma því á stað því það var ekki fyrr en í jan. ’85 sem það var tekið fyrir. Nafnlaus skuldabréf En það sem að bönkunum snýr er það að greiðslur áttu sér stað með verðtryggðum skuldabréf- um og er ég fékk tilkynningu um greiðslu á þeim frá nokkrum bönkum fór ég og vildi fá að sjá bréfin og hverjir ættu bréfin. Eg var nefnilega ekki grunlaus um að það væri ekki grandalausir að- ilar. Þá var mér sagt að það væri trúnaðarmál og mætti ég ekki sjá bréfin. Én þegar ég fór að kynna mér lög þá komst ég að því að ég átti fullan rétt á að fá að sjá bréfin þegar ég borgaði af þeim, því það er á ábyrgð skuldarans hvort greiðslan er skráð aftan á bréfin og ef skuldarinn fylgist ekki með því er hægt að láta hann greiða allt bréfið aftur. Lausblaða kvitt- anir gilda ekki. Og ef ég veit rétt þá hefur fallið hæstaréttardómur á mann sem þurfti að greiða bréf upp aftur því það var ekki skrifuð aftan á það greiðslan þegar það var selt öðr- um manni. Er ég sagði þetta bönkunum og sýndi þeim lögin þá fékk ég að sjá bréfin. En þá kom í ljós að þau voru ekki fram- seld og því ekki gild sem verð- tryggð bréf því öll verðtryggð bréf verða að vera skráð á nafn samkvæmt lögum. Þá var mér sagt að það væri ekkert farið eftir þessum lögum og hefði aldrei verið gert en þessi bréf eru eignaskattskyld en hægt að kom- ast hjá því að greiða eignaskatt af þeim ef þau eru ekki skráð á nafn. Ég spurði hvað ég ætti að gefa upp á skattskýrslu hverjum ég hefði greitt; þá var mér sagt: Þú gefur það bara upp á bank- ann, annað kemur þér ekki við. Þér kemur ekkert við hvort greiddir eru skattar og skyldur af þessum bréfum eða ekki. Ég sagði einum ráðherranum af þessu. Hann sagði að hann vissi ekkert um þetta. Hann vissi ekki betur en það væri farið að lögum enda þau í fullu gildi. Ég sagðist vera að sýna honum það því ég er með ljósrit af öllum bréfunum. Þá sagði hann að hann vissi ekkert um það; að vísu sæi hann að þetta bréf væri ekki skráð á nafn en ætti að vera það en þetta væri eina bréfið sem hann vissi um og gæti ekkert í því gert. Að vísu ættu bankar og verðbréfasalar að lúta lögum eins og aðrir en það væri annað mál sem hægt væri að athuga en mér kæmi það ekkert við. Fleiri menn hefi ég talað við sem ég hélt að væru ráðamenn þjóðarinnar en hafa tjáð mér að þeir væru það ekki, það væru hin- ir sem réðu. (Hvaða hinir?) En að sjálfsögðu hafa þeir vott- að mér samúð sína að ég skyldi hafa lent í neðanjarðarhagkerf- inu og misst allar eigur mínar og aðrir í fjölskyldunni á leið að mis- sa sínar, en við þessu væri bara ekkert að gera. Það væri ekki hægt að stoppa uppboð þótt pappírarnir væru ekki í lagi sem ætti að bjóða upp út af; það væri komið hefð á að brjóta þessi lög sem fjalla um verðtryggð skuldabréf. En mér finnst nú einhvern veg- inn að það sé sorglegra að réttar- far þjóðarinnar skuli vera orðið svona rotið heldur en að ég sé eignalaus, því það mega þessir ráðamenn þjóðarinnar eiga að þeir hafa sett ýmsar stofnanir á fót sem maður getur fengið að dvelja á þegar maður getur ekki lengur séð fyrir sér. Að vísu verð- ur maður fyrst að sýna fram á að maður eigi við einhver þau vandamál að stríða sem eru viðurkennd af þeim sömu herr- um. Sorgarsaga margra En þetta væri nú kannski allt í lagi ef ég væri sú eina sem hefði þessa sögu af réttarfarinu að segja. En það er ekki. Ég hefi kynnst alltof mörgum sem hafa sömu sögu að segja, en það ætla ég ekki að skrifa um í þessari grein því það er efni í margar greinar sem vonandi líta dagsins ljós áður en langt um líður. En eitt vil ég segja að lokum: Það virðast engin takmörk fyrir því, sem lögmenn og aðrir em- bættismenn bera á borð. Eins og t.d. að hefð geti hafið lög, sem sagt ef einhver lög eru brotin um tíma þá fari hefðin að gilda en lögin ekki. Svo er trú þeirra sterk að dómstólar neita að fjalla um málið áður en uppboðið er haldið út af ólöglegum pappírum. Trúi hver sem trúa vill. Nokkrar spumingar að lokum. Hvar stendur í lögum að lögmenn séu þeir einu, sem skilji lög eða geti túlkað þau? Er ísland eina landið af Norðurlöndunum, sem hafa ekki ármenn á alþingi (lög- lærðan mann fyrir litla manninn í embætti á alþingi)? Kannast einhver við setning- una „Það sem þér viljið að aðrir gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra.“? Kristjana Guðmundsdottir er húsmóðir í Reykjavík Þriðjudagur 7. maí 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.