Þjóðviljinn - 07.05.1985, Side 13

Þjóðviljinn - 07.05.1985, Side 13
Chile: Vopnuð uppreisn eina leiðin? Margir telja að friðsamlegar mótmœlaaðgerðir gegn Pinochethafi ekki lengur áhrif- Miðstéttirnir tvístígandi og óttaslegnar - Æska fátœkrahverfanna er herská í um það bil ár hafa meö regl- ubundnum hætti borist fregnir af andófi og mótmælaaðgerð- um gegn einræði Pinochets í Chile. En sú sterka andspyrnu- hreyfing sem þar hefur risið, hefur til þessa ekki leitt til þess að herforingjaveldið legði á flótta eins og gerst hefur í Arg- entínu og Brasilíu. Pinochet hefur síðan í nóvember í fyrra stjórnað með herlögum, kúg- unin er grimmdarlegri en hún hefur lengi verið og margir eru að missa vonir um friðsamlega baráttu - ekki sé um annað að ræða en grípa til vopna. Síðasta mótmælaaldan átti sér stað í lok mars nú í vor. Vinstri- fylkingin efndi til baráttudags á götunum með götuvígjum og grjótkasti í lögregluna. Tveim dögum seinna lagði hin hægfara eða borgaralega stjórnarand- staða út í samstöðuherferð með þeim mörgu sem misstu heimili sín í jarðskjálftum sem gengu yfir landið í byrjun mars og stjórnvöld höfðu lítið gert fyrir. Meðan herinn er með honum Báðar þessar mótmælaaðgerð- ir féllu í skuggann af þeim tíðind- um að þrem þekktum andstöðu- mönnum var rænt. Þeir fundust síðan skornir á háls og líkamir þeirra báru merki um pyntingar. Við útför þeirra gengu fulltrúar allra arma stjórnarandstöðunnar loksins hlið við hlið um götur Santiago. En þau tíðindi urðu ekki upphaf annars og meira. Miklu heldur heyrast nú raddir á borð við þessa hér: Okkur fækkar stöðugt sem mótmælum. Pólitískir foringjar andófsafl- anna reyna enn að halda í þá bjartsýni sem mótmælaaldan í fyrra kveikti. Fleiri eru þeir þó sem viðurkenna, að Pinochet hafi nú allgóða möguleika á að halda völdum að minnsta kosti til 1989. Mönnum ber nokkuð saman um að Pinochet eigi sér litla von í pólitískum stuðningi. En hann láti sig það litlu varða meðan að herinn, sem telur 150 þúsundir manna og er vel búinn vopnum, heldur tryggð við hann. Einn af ritstjórum leyniblaða í Chile segir sem svo: „Ponochet hefur enga þörf fyrir pólitískan stuðning. Hvað ætti hann að gera við slíkt? Ef hann telur sér nauðsynlegt að kasta sprengjum á fátækrahverf- in í Santiago þá mun hann gera það án minnsta samviskubits". Talsmenn andófsafla eru nokkuð á einu máli um það, að ítrekaðar mótmælaherferðir séu að syngja sitt síðasta sem barátt- uaðferð. Hver einasta kröfu- ganga eða mótmælafundur enda með áhlaupum herlögreglu sem á alls kostar við varnarlausan al- menning. Agreiningur Og því er nú spurt hvort um aðrar leiðir betri geti verið að ræða. Stjórnarandstaðan í Chile er margklofin, en hún hefur stundum fundið leiðir samt til að skipuleggja aðgerðir í samein- ingu. Nú fækkar þeim tækifærum með vaxandi hörku lögregluríkis- ins og klofningurinn í röðum and- stæðinga Pinochets magnast. Hin „hófsama" stjórnarand- staða hefur fylkt sér undir merki Lýðræðisbandalagsins sem svo heitir. Bandalagið ætlar á næst- unni að hefja „óhlýðnisherferð,“ eins konar baráttuherferð án of- beldis sem á m.a. að koma fram í því að menn kaupi ekki dagblöð sem hliðholl eru ríkisstjórninni. Vinstrisinnar í MGP, Lýðræð- ishreyfingu alþýðu, hafa hinsveg- ar alltaf haldið því fram, að beita eigi öllum baráttuaðferðum, einnig vopnaðari baráttu. MDP er mest undir áhrifum Kommún- ista, en sósíalistar af ýmsum teg- undum koma þar og mjög við sögu. Tvær skæruhreyfingar vinstri- manna eru starfandi í Chile eins og er. MIR og Ættjarðarfylking- in. Þessir skæruhópar eru taldir bera ábyrgð á hluta margra sprengjutilræða sem hafa átt sér stað að undanförnu. Ættjarðar- fylking, sem er tengd kommún- istum, ber þetta þó til baka, og segir að í mörgum dæmum hafi stjórnvöld látið hægriofbeldis- menn standa að sprengjutil- ræðum til að rugla fólk í ríminu. Mannvíg og sprengingar, sem ekki er hægt rekja til upphafs- manna, eru snar þáttur í því áróð- ursstríði sem háð er milli stjórnvalda og andófsáfla. En þó að auðvelt sé að tapa áttum í því moldviðri er það greinílegt að hugmyndir um vopnaða baráttu eiga vaxandi fylgi að fagna, ekki síst meðal æskunnar í borgunum, sem sér ekki fram á annað en atvinnuleysi, skort og réttleysi. ur kannski flúið í eiturlyf og glæpi? Biðstaða Kristilegir demókratar eru stærsta aflið í Lýðræðisfylking- unni og þeir afneita með öllu vopnaðri baráttu. Þeir segja að MDP sé að eins skálkaskjól fyrir Kommúnistaflokkinn. Ogmeðan að Kommúnistaflokkurinn mæli með vopnaðri baráttu þá útiloki hann sig frá aðild að starfi sam- einaðrar stjórnarandstöðu. (Þess má geta hér, að meðan Kommúnistaflokkur Chile var einn helsti aðilinn að alþýðufylk- ingarstjórn sósíalistans Salvadors Allendes, þá var hann einatt gagnrýndur frá ystuvinstrimönn- um fyrir að vilja ekki vopna al- þýðuna til varnar gegn tilræðum herforingja við lýðræðið, sem svo komu Pinochet til valda árið Tíminn er naumur Efmenn vilja semja umfriðsamlega lausn, segirforingi Kristilegra demókrata í Chile Kristilegir demókratar hafa jafnan verið í miðju stjórnmála í Chile og nógu öflug hreyfing til að þeirra foringi, sem nú er Gabriel Valdés, ætti mikla möguleika á að ná kjöri til for- setaembættis að Pinochet gengnum. Hitt er allsendis óvíst hvort Chilemönnum verður yfirleitt gefinn kostur á því að ganga til frjálsra kosn- inga á næstu árum. í viðtali við Valdes, sem er einn helsti talsmaður hinnar „hóf- sömu“ andstöðu í Lýðræðis- bandalaginu kemur þetta hér fram meðal annars: ★Stjórnin hefur mikinn her- styrk en er veik pólitískt. Neyðar- ástandið er sönnun um það hve völtum fótum hún stendur. Sama dag og neyðarástandinu er létt og nokkuð af málfrelsinu fæst aftur þá verður mikil sprenging. *En ef reynt er að halda áfram neyðarástandinu og tilskipana- stjórn án þess að samið sé við stjórnarandstöðuna þá kemur til vopnaðrar baráttu. Það væri mik- ill harmleikur fyrir landið, sem Pinochet ber ábyrgð á. Óheft of- beldi mun vafalaust brjótast út sem afleiðing gífurlegs atvinnu- leysis, vaxandi fátæktar, hnign- andi framleiðslu og réttleysis. Allt þetta skapar forsendur fyrir ofbeldi sem reynt verður að bæla niður með meira ofbeldi. Hér gæti komið til borgarastríðs sem ekki ætti sinn líka í Rómönsku Ameríku. Og tíminn til að koma í veg fyrir slíka þróun er orðinn naumur. ♦Því miður ber nokkuð á milli okkar og Kommúnista. Okkur finnst að þeir skaði stjórnarand- stöðuna með afstöðu sinni. Með því að mæla með vopnaðri bar- áttu sem mögulegri lausn, gefa þeir stjórninni tækifæri til að bæla niður andstöðu með ofbeldi við aðstæður sem bjóða ekki upp á þann möguleika að berjast við stjórnina með vopnum. Herinn, hefur 150 þúsundir manna undir vopnum. Það er óhugsandi að vinna hernaðarlegan sigur á því liði.... Fram þjáðir menn Á seinni vikum hefur mjög fjölgað á veggjum fátækrahver- fanna í höfuðborginni Santiago vígorðum þar sem hvatt er til vopnaðrar uppreisnar. Ungir menn sem taka þátt í að breiða út áróður fyrir MDP segja í viðtali við danskan blaðamann, að ósveigjanleiki Pinochets og sundurlyndi andstöðuhópanna hafi sannfært þá um að það sé ekki hægt að ná árangri með friðsamlegri baráttu og samning- um við stjórnvöld. Það vill eng- inn borgarastríð, en til þess mun koma, segja þeir. Og það verður löng barátta og hörð. Hún mun vafalaust kosta tugi þúsunda mannslífa, því herinn í Chile er einn hinn öflugasti í Suður- Ameríku. En hvaða framtíð bíður okkar annars? spyrja þeir. Eigum við að bíða fram á miðjan aldur og verða „glötuð kynslóð," sem hef- 1973) Kristilegir demókratar setja sitt traust á það að fá millistéttirn- ar með til víðtækrar og friðsam- legrar andófsbaráttu. Að vísu eru millisstéttirnar óánægðar með Pinochet. En það þýðir ekki, að þær hafi sem slíkar fengið trú á einhverjum þeim kostum sem stjórnarandstaðan veltir fyrir sér. Margir „betri borgarar" kjósa þrátt fyrir allt að lifa undir stjórn Pinochets nokkur ár í viðbót en að eiga það kannski á hættu, að róttækt uppgjör við valdhafana stefni þeirra eigin hagsmunum í hættu. Og þetta fólk er mjög hrætt við kommúnista og borg- araskæruliða MIR. Svo virðist sem flestir séu and- vígir Pinochet og stjómarfari hans. En stjórnarandstaðan er' svo klofin og um margt óviss í baráttu sinni að hún er enn langt frá því að geta sameinað óánægj- uraddirnar í einn máttugan kór. Á þessari sundurþykkju lifir Augosto Pinochet enn í dag. ÁB tók saman. Þriðjudagur 7. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.