Þjóðviljinn - 07.05.1985, Síða 14
HEIMURINN
Laust embætti
er forseti íslands veitir
Prófessorsembætti í byggingarverkfræöi við verk-
fræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands er lausttil
umsóknar.
Prófessornum er einkum ætlað að hafa umsjón með
og stunda rannsóknir og kennslu í efnisfræði og húsa-
gerð. Við veitingu embættisins fellur jafnframt niður
núverandi dósentsstaða á þessum sviðum.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Við mat á hæfni umsækjenda verður lögð áhersla á
góða faglega þekkingu á eðlis- og efnafræðilegum
eiginleikum byggingarefna, einkum steinsteypu, og
hagnýtri notkun þeirra, sem og á byggingareðlisfræði
og húsagerð. Jafnframt verður lögð áhersla á víðtæka
reynslu í skipulagningu, framkvæmd og úrvinnslu til-
raunarannsókna á eiginleikum byggingarefna og
byggingarhluta.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf um-
sækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil
og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist
fyrir 1. júní n.k. Jafnframt skulu eintök af vísinda-
legum ritum, óprentuðum sem prentuðum, fylgja með.
Menntamálaráðuneytið,
30. april 1985.
Akraneskaupstaður
Kennarar - fóstrur
Eftirfarandi kennara vantar í Grundaskóla veturinn
1985-86. Smíðakennara, tónmenntakennara, hann-
yrðakennara, myndmenntakennara, raungreina-
kennara, sérkennara (2 stöður), auk almennra kenn-
ara. Upplýsingar veitir skólastjóri Guðbjartur Hannes-
son, vinnusími 93-2811, heimasími 93-2723 eða yfir-
kennari Guðrún Bentsdóttir, vinnusími 93-2811,
heimasími 93-2938. Nýlegurskóli í uppbyggingu verð-
ur næsta vetur með 6 ára börn og upp í 7. bekk.
Umsóknarfrestur er til 10. maí.
Brekkubæjarskóli
Lausar eru til umsóknar staða tónmenntakennara,
staða við kennslu fjölfatlaðra nemenda við sambýli við
Vesturgötu. Upplýsingar veitir skólastjóri Viktor Guð-
laugsson í síma 93-1388. Umsóknarfrestur er til 10.
maí.
9. bekkur grunnskóla, staðsettur í
Fjölbrautaskólanum á Akranesi
Tungumálakennara vantar (danska, enska) í 9. bekk
grunnskóla. Upplýsingar veitir skólameistari í síma
93-2544. Umsóknarfrestur er til 10. maí.
Fóstrur
Fóstrur óskast til starfa við dagvistunarstofnanir Akr-
anesskaupstaðar frá og með 1. september 1985.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist til félagsmálastjóra Kirkjubraut
28. Nánari upplýsingar í síma 93-1211. Umsóknar-
frestur um fóstrustöður er til 29. maí
Félagsmálastjórinn Akranesi,
skólastjóri Grundaskóla,
skólastjóri Brekkubæjarskóla,
skólameistari Fjölbrautaskólans á Akranesi.
Faðir okkar,
Eyjólfur Finnsson
Rituhólum 4
andaðist í Borgarspítalanum að morgni 4. maí s.l.
Svanhildur Eyjólfsdóttir og systkinin.
Eiginmaður minn og faðir okkar
Adolf J.E. Petersen
fyrrv. vegaverkstjóri
Hrauntungu 15, Kópavogi
lést í Borgarspítalanum 5. maí.
Hólmfríður B. Petersen og synir.
Danmörk:
Kratar vilja
stjóma meö SF
Schluter œtlar að einbeita sér aðþvíað koma í vegfyrir slíkt
Anker Jörgensen í ræðustól; stundum hefur hann látið sér nægja lauslegt
samstarf til vinstri um einstök mál.
Miðstjórn Sósíaldemókrata-
flokksins danska hefur sam-
þykkt, að ef næstu kosningar
veita sósíalískum flokkum
meirihluta á þingi skuli Sósí-
aldemókratar eindregið leitast
við að kanna möguleika á
stjórnarsamstarfi við SF, Sósí-
alíska alþýðuflokkinn.
Miðstjómin bætir því við, að
það skipti þá mestu í þessu sam-
bandi að Sósíaldemókratar komi
sterkir út úr kosningunum næstu
til að þeir geti brotið á bak aftur
það sem miðstjórnin kallar „ein-
hliða borgaralega stefnu“.
Varaformaður flokksins Sven
Auken notaði tækifærið til að
vara íhaldsflokk Schlúters og
stuðningsflokka hans við því að
halda áfram stefnu, sem leiði til
tvískiptingar samfélagsins. En
það hafi þeir gert með þeim
kaupránslögum sem sett voru til
að binda endi á vinnudeilur í
Danmörku í fyrra mánuði.
Sósíaldemókratar hafa lengst
af verið tvístígandi í því, hvort
þeir ættu að hugsa til formlegs
stjórnarsamstarfs við SF. SF hef-
ur einatt hlotið þær einkunnir hjá
Sósíaldemókrötum að vera
ábyrgðarlaus flokkur, yfirboðs-
flokkur og auk þess er SF andvíg-
ur Nató og vill draga úr útgjöld-
um til hermála. Sósíaldemókrat-
ar hafa áður verið tilbúnir til að
þiggja stuðning SF í einstökum
málum, en leitað til borgara-
flokka nálægt miðju til að koma
fram stjórnarstefnu í málum sem
SF vill ekki styðja.
Sumir Sósíaldemókratar hafa
talið að með þessu móti fái SF
„frítt spil“ - geti verið f stjórn og
stjórnarandstöðu í senn, þegar
minnihlutastjórn Sósíaldemó-
krata situr og þar með losnað við
að taka á sig ábyrgð af þeim að-
gerðum sem óvinsælastar eru.
SF-menn eru reyndar tregir
margir hverjir til þess að „taka
ábyrgð á kerfinu" eins og það
heitir. Engu að síður hefur Gert
Petersen formaður flokksins lagt
á það áherslu að SF vilji ganga til
formlegra viðræðna við Sósíal-
demókrata án fyrirframskilmála.
Poul Schluter forsætisráðherra
segir svo um fyrrgreinda sam-
þykkt miðstjórnar sósíaldemó-
krata, að flokkur hans muni nú
einbeita sér af öllum mætti að því
að koma í veg fyrir að átökin út af
kjaramálum undanfarnar vikur
Noregur:
leiði til þess að samstjórn Sósíal-
demókrata og SF verði mynduð
síðar meir. Schlúter slær þá mest
á þá strengi að stjórn sem væri
háð SF yrði ótrygg í utanríkis- og
varnarmálum - nógu slæm sé þró-
unin hjá krötum sjálfum þótt vin-
strivillur SF bætist ekki ofan á!
-áb
Hægrimenn þykjast
vissir um sigur
Ætla að tukta samstarfsflokkana til hlýðni
Hægriflokkur Káre Willochs
í Noregi telur sér sigur vísan í
þingkosningunum næsta
haust. Mikil bjartsýni ríkti á ný-
afstöðnum landsfundi flokks-
ins í Álasundi og af því að vel-
gengni flokksins meðal kjós-
enda gerist að nokkru leyti á
kostnað tveggja borgaralegra
samstarfsflokka í ríkisstjórn,
þá skal tækifærið notað til að
reyna að sveigja stjórnina enn
lengra til hægri en nú er.
Verkamannaflokknum hefur
að því er virðist mistekist að
virkja óánægju með ríkisstjórn-
ina sér til verulegs framdráttar -
það hefur ekki tekist að koma
þeim boðum til skila, að flokkur-
inn bjóði upp á trúverðuga kosti í
norskri pólitík.
Skoðanakannanir segja nú, að
42% kjósenda vilji áfram hafa
Káre Willoch sem forsætisráð-
herra en 38% kjósa heldur Gro
Harlem Brundtland, foringja
Verkamannaflokksins.
Hægrimenn eiga ekki við inn-
anflokksörðugleika að etja sem
stendur. Hins vegar er sambúðin
við meðstjórnarflokkana, Mið-
flokkinn og Kristilega þjóðar-
flokkinn ekki snurðulaus. Lands-
fundurinn ætlar reyndar að láta
kné fylgja kviði gagnvart þeim, ef
marka má þær stefnuályktanir
sem hann samþykkti. Ljóst þykir
af þeim, að það stefnir í átök
innan stjórnar við Miðflokkinn út
af málum bænda og dreifbýlis yfir
höfuð - en Miðflokkurinn norski
lendir í þeim málum í svipaðri
stöðu gagnvart íhaldinu og Fram-
sóknarflokkurinn hér.
Þá þykir það og ljóst af ræðum
Káre Willochs forsætisráðherra á
landsfundinum, að Hægrimenn
munu ekki þola samstarfsaðilum
sínum lengur neitt múður í Nat-
ómálum. Bæði innan Miðflokks-
ins og meðal Kristilegra er um
verulega andstöðu að ræða við
ýmsa þætti þeirrar vígbúnaðar-
stefnu sem nú er fylgt í Nató - og
nú síðast er þar uppi verulegt
andóf gegn áformum um rann-
sóknir í þágu svonefndra Stjörn-
ustríðsáætlana Reagans. En Will-
och hefur bersýnilega fullan hug
á að kveða slíkt andóf niður og
heimta fulla hlýðni við þær
ákvarðanir sem teknar eru á
samráðsfundum Natóráðherra
og herstjóra.
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJlNN Þriðjudagur 7. maí 1985