Þjóðviljinn - 11.05.1985, Síða 4

Þjóðviljinn - 11.05.1985, Síða 4
LEIÐARI Snúum vöm í sókn! Helgarpósturinn birti gagnmerka skoöana- könnun fyrr í vikunni. Samkvæmt henni vilja fjörtuíu þúsund íslendingar flytja strax úr landi. Astandiö er meö öðrum oröum verra en á erfið- ustu árum samstjórnar íhalds og Alþýöuflokks á árum áöur, þegar stööugur straumur var úr landi. Fólk er á flótta undan ríkisstjórninni. Þetta er í sjálfu sér rökrétt framhald af þeirri fávitalegu stjórnarstefnu sem hér hefur veriö rekin síöustu tvö ár. Launin hafa verið keyrð svo niöur úr öllu valdi aö meira aö segja atvinnurek- endur eru sjálfir farnir aö borga hærra kaup en umsamdir taxtar kveöa á um. Alls staöar í einkageiranum hefur átt sér staö mikið launa- skrið og hjá hinu opinbera færist nú mjög í vöxt aö fólk fái greidda óunna yfirvinnu í einhverju formi. Þetta launaskrið er auövitaö ekkert ann- aö en órækur vottur þess, aö fólkið lifir ekki á umsömdum kauptöxtum. Aö sjálfsögöu þýöir þetta aö launastefna ríkisstjórnarinnar er sprungin. Fólki bjóðast því- lík smánarkjör aö stór hluti þjóöarinnar vill held- ur flytjast búferlum á fjarlægar slóöir heldur en verja lífi sínu í því landi sem ól þaö af sér. Af- staða manna er auðvitað skiljanleg. Þaö er ekki bara aö launin séu lægri en nokkru sinni fyrr. Vinnutíminn hefur aldrei veriö jafn langur. Húsnæöiserfiöleikarnir aldrei jafn grátlegir. Viö völd situr stjórn sem er gersamlega náttúrulaus og alls ekki líkleg til að geta af sér nokkra þá stefnu sem kynni aö breyta einhverju til batnað- ar. En þaö þýðir hins vegar ekki aö leggjast í sút og víl og flýja vandamálin. Leggjumst heldur í víking! Söfnum liði og herjum saman á þá óþurftarstjórn sem eraötroöaokkurofan ísvaö- ið. Hættum að láta bjóöa okkur dauðalap úr skeljum íhalds og Framsóknar. Hættum aö láta sífellt reka okkur á undanhald! Það er kominn tími til aö snúa vörn í sókn og í staö þess aö láta stjórnina reka okkur úr landi meö fátækrastefnu sinni skulum viö heldur sameinast um að reka hana frá völdum. Og það sem fyrst!! -ÖS Eyjan í íhaldshafinu Þjóöviljinn í dag minnist meö margvíslegum hætti 30 ára afmælis Kópavogskaupstaðar. Viö þessi tímamót er vert að heiöra þaö fólk sem öðrum fremur fóstraöi þetta byggðarlag fyrstu árin og áratugina. Finnbogi Rútur Vald- emarsson var fyrsti bæjarstjórinn í Kópavogi og miklu meira en þaö. Hulda Jakobsdóttir, eigin- kona hans var fyrsta konan sem gegndi bæjar- stjórastarfi á íslandi. Þau hjón eru nú heiðurs- borgarar í Kópavogi. Brautryöjendastarf þeirra hjóna og nokkurra annarra frumbýlinga er aö ýmsu leyti minnst í Þjóðviljanum í dag. Kópavogur byggðist m.a. vegna þess aö borgarstjórn Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík, hunsaöi gjörsamlega aö hlúa að byggingu íbúð- arhúsnæöis eftir stríöiö. Fólkiö var aö flýja hermannabraggana og lóöaskortinn í Reykjavík og nam land hinum megin lækjar. I dag er Kópavogur oröinn eitt glæsilegasta bæjarfélag á landinu og enn er þar unnið brautryöjendastarf; sérstaklega í félagsmálum, húsnæöismálum og atvinnumálum. Þaö er veröugt framhald á starfi landnem- anna í Kópavogi aö Kópavogur hefur gengiö feti framar öörum bæjarfélögum svosem í mála- flokkum eins og atvinnu- og félagsmálum fatl- aöra og aldraðra samborgara sinna. Og núver- andi meirihluti bæjarstjórnar hefur margt þarft á prjónunum í þeim efnum. Um leið og Þjóðviljinn óskar Kópavogsbúum til hamingju meö afmælið, er heitiö á þá aö sækja áfram fram í anda félagshyggju og sam- stööu, svo sem landnemarnir geröu. Þaö veitir ekki af í baráttunni gegn köldu og frjálshyggju- sinnuðu umhverfinu. -óa Ó-ÁUT „Útvarpsráð vill benda starfsmönnum þessarar stofnunar á að þeir fá hér engu ráðið. Þeir, sem hafa yfir einhverju að kvarta, geta skráð sig á þartilgerð umsóknareyðublöð, sem liggja frammi hjá Isfilm.” DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndír: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýslngar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavik, simi 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Askriftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.