Þjóðviljinn - 11.05.1985, Blaðsíða 15
MENNING
Vöktu mikla hrifningu
Ný Ijóð
Þorsteins frá Hamri
Kammermúsíkklúbburinn.
Tónleikar i Bústaðakirkju 5. maí
1985.
SinnhofTer-kvartetttnn.
Efnisskrá:
Juan Cristóstomo de Arriaga y Baz-
ola: Strengjakvartett nr. 3 í Es dúr
Antonin Dvorák: Strengjakvartett í F
dúr op. 95
Ludwig van Beethoven: Strengja-
kvartett í F dúr op.59 nr. 1
Síðari tónleikar Sinnhoffer-
kvartettsins hófust á verki eftir
Juan Crisóstomo de Arriaga sem
fæddist árið 1806 í Bilbao á
Spáni. Hann vakti snemma at-
hygli fyrir óvenjulegar tónlistar-
gáfur og var hann sendur til París-
ar þar sem hann fékk inngöngu í
Tónlistarháskólann aðeins 15 ára
gamall. Kennarar hans voru
kunnir tónlistarmenn, Baillo sem
kenndi honum fiðluleik og Fétis
sem sá um tónfræðikennsluna.
Saga þessa unga tónlistarmanns
er dapurleg. Hann andaðist að-
Musica Nova
Tónleikar í Norræna húsinu 5. maí
1985
Efnisskrá:
Mist Þorkelsdóttir: ,J)ans“ fyrir ein-
leiksgítar
Áskell Másson: Duo fyrir gítar og
slagverk
Jón Nordal: „Ristur" fyrir klarinett
og píanó, frumflutningur
Ami Harðarson: Three Songs
Alban Berg: Úr „Siegen frúhe Lieder"
þrír söngvar
Minoru Miki: „Time“ fyrir ein-
leiksmarimbu
Musica Nova hélt sína síðustu
tónleika á þessu starfsári 5. maí
s.l. Verk eftir Mist Þorkelsdóttur
sem hún kallaði „Dans“ var fyrst
á efnisskránni. Páll Eyjólfsson
lék á gítarinn. Mist er ungt tón-
skáld sem hefir verið við nám í
Bandaríkjunum eftir að hafa lok-
ið námi við Tónlistarskólann í
Reykjavík. Nokkur verk hennar
hafa verið leikin áður hér á tón-
leikum, en „Dans“ er saminn
fyrir Pál Eyjólfsson á þessu ári.
Þetta verk gefur ekki tilefni til
mikillar umsagnar. Það er of
„skólalegt" og átakalítið til að
manni finnist að það eigi erindi á
tónleika. En Mist Þorkelsdóttir á
sjálfsagt eftir að láta heyra meira
og betra frá sér er tímar líða. Páll
Eyjólfsson lék mjög vel á gítar-
inn.
Duo fyrir gítar og slagverk eftir
Áskel Másson var næsta verkið á
efnisskránni. Joseph Fung lék á
gítar og Roger Carlsson á slag-
verk. Þetta er blæbrigðaríkt verk,
verulega áheyrilegt og var fram-
úrskarndi vel leikið af þeim fé-
lögum.
Jón Nordal átti þarna verk sem
hann kallar „Ristur“ og er fyrir
klarinett og píanó. Verkið er í
þremur stuttum köflum. í efnis-
skrá segir að tónskáldið hafi tré-
ristu í huga „og þannig er verkið
eins 19 ára gamall úr berklum og
þar með var klippt á feril sem
hefði getað orðið merkilegur. Nú
er hann að mestu gleymdur, en
þó er farið að leika verk hans að
nýju, eins og sýndi sig á þessum
síðustu tónleikum Kammermús-
ikklúbbsins. Kvartettinn í Es dúr
nr. 3 samdi Juan Crisóstomo de
Arriaga árið áður en hann dó, og
er hann í þess tíma stíl, án nokk-
urra persónulegra einkenna. Því
síður að músikin minni nokkuð á
einfalt og „bert“ og án skrauts".
Eins og við mátti búast var þetta
verk mjög vandvirknislega unn-
ið, fallegt í samspili klarinetts og
píanós, þar sem það ljóðræna sit-
ur í fyrirrúmi, en það „bera“ fann
ég ekki, þvert á móti hljómaði
verkið „heitt“ í mínum eyrum, og
komst það vel til skila í meðferð
Sigurðar I. Snorrasonar og Önnu
Guðnýjar Guðmundsdóttur.
Eftir hlé söng Sigrún Valgerð-
ur Gestsdóttir með undirleik
Hrefnu Eggertsdóttur á píanó
þrjá söngva eftir Árna Harðarson
og þrjá söngva eftir Alban Berg.
Lögin eftir Árna eru samin við
ljóð eftir breska skáldið Mervyn
Peake. Því miður var textinn ekki
prentaður í efnisskránni, en hann
virtist vera fullur af kímni, enda
benda lögin til þess að svo sé.
Þetta voru skemmtileg sönglög
sem ættu að heyrast oftar. Lögin
eftir Alban Berg eru úr „Sieben
friihe Lieder" og eru mjög falleg
en minna ekkert á þann Alban
Berg sem heimurinn þekkir.
Þetta er æskuverk í anda Schu-
manns og Brahms. Sigrún Val-
gerður Gestsdóttir söng báða
þessa lagaflokka mjög vel og er
hún tvímælalaust ein af okkar
efnilegustu söngkonum. Hrefna
Eggertsdóttir lék ágætlega á
píanóið.
Að endingu var leikið „Time“
fyrir einleiksmarimbu eftir Mi-
noru Miki. Einleikari var Roger
Carlsson. Marimba er ásláttar-
hljóðfæri ættað frá Mið-
Ameríku, aðallega frá Suður-
Mexíkó og Guatemala (heimild:
The Oxford Companion to Mus-
ic). Ég hefi ekki svo ég muni
heyrt í þessu hljóðfæri fyrr. Rog-.
er Carlsson lék af frábærri tækni,
en tónverkið var það mesta gutl
sem ég hefi lengi heyrt. Sem sagt:
innantómt bull. R.S.
Spán. En áheyrilegt var það og
auðvitað ágætlega leikið.
Næsta verk var Kvartett í F dúr
eftir Antonín Dvorák. Þennan
kvartett samdi Dvorák er hann
dvaldi í Ameríku og minnir hann
mjög sterkt á annað verk er
Dvorák samdi á þeim árum,
„Nýja heiminn" Sinfóníu nr. 9,
frægasta og vinsælasta verk hans.
Eins og í „Nýja heiminum" gætir
áhrifa frá amerískum negra-
lögum, en fyrst og fremst er tón-
skáldinu efst í huga ættland sitt
við samningu þessa frábæra
verks. Sinnhoffer-kvartettinn
skilaði þessum hughrifum á
meistaralegan hátt og lék verkið
af innlifun frá byrjun til enda.
Þetta var hápunktur kvöldsins.
Beethoven rak svo lestina með
kvartettinum í F-dúr op. 59 nr. 1.
Beethoven samdi þrjá kvartetta
með sama opus-númeri og voru
þeir tileinkaðir rússneska sendi-
herranum í Vínarborg, Rasoum-
ovsky greifa. Það er sinfonisk
stemmning yfir kvartett op. 59
nr. 1 og eru allir kaflarnir í só-
nötuformi, en þeir eru op. 59, op.
74 og op. 95. Hér verður ekki
farið út í greiningu á op. 59 nr. 1,
en látið nægja að segja að kvart-
ettar Beethovens sýna snilligáfu
hans kannske best af öllum hans
verkum.
Sinnhoffer-strengj akvartett-
inn lék verkið mjög vel og vöktu
þeir félagar Ingo Sinnhoffer (1.
fiðla), Aldo Volpini (2. fiðla),
Roland Metzger (lágfiðla) og
Peter Wöpke (celló) mikla hrifn-
ingu áheyrenda og voru þeir
margklappaðir fram og svöruðu
þeir klappinu með því að endur-
taka síðasta kaflann í Dvorák-
kvartettinum.
Ný Ijóð heitir bók eftir Þor-
stein frá Hamri sem komin er
úthjálðunni. Þettaerníunda
Ijóðabók skáldsins - í fyrra gaf
Iðunn reyndar út Ijóðasafn
hans, sem geymdi þær átta
bækursem fyrrvorukomnar.
Þorsteinn hefur líka skrifað
skáldsögurog frásöguþætti.
í kynningu á bókinni segir á
þessa leið: „Ljóðmálið hefur hér
öðlast meiri mýkt en fyrr og ögn
bjartari svip, skírskotanir til forn-
ra mennta, eitt helsta stfleinkenni
Þorsteins, verða æ persónulegri.
Hið lágmælta háð, hin djúpa, tví-
sæja lífsskynjun, æðruleysi ands-
pænis ofríki tímans: Allt þetta
túlkar skáldið af öruggu listfengi.
Að baki býr vitundin um upp-
runaleg verðmæti sem hugurinn á
sér í brigðulum heimi“.
í viðauka eru þýðingar á ljóð-
um eftir Robert Frost, Words-
worth og Edgar Allen Poe - m.a.
beitir Þorsteinn íþrótt sinni til að
þýða Hrafninn eftir síðastnefnda
skáldið, sem og Annabeil Lee.
R.S.
RITVINNSLA II
Öflugt, nútímalegt ritvinnsluforrit
Auðvelt og skemmtilegt í notkun
Ritvinnsla II, sem er notuð á margar
tegundir tölva hefur fjölmarga góða
kosti, en sá stærsti er fyrir flesta
hversu auðveld notkunin er. Ekki er
krafist tölvuþekkingar og allar val-
myndir og leiðbeiningar eru á íslensku.
- Sérstakt kennsluskjal sem þjálfar
byrjendur.
- Sýnir allan texta á skjánum án
aukatákna.
- Hefur reynst vel og hlotið lof.
Tölvuskólinn FRAMSÝN, Tölvufræðsla Stjórnunarfélagsins og Tölvuskóli
Menntaskólans á Akureyri bjóða vönduð námskeið í notkun Ritvinnslu II.
Ritvinnsla II var valin til notkunar í ríkisstofnunum á ATLANTIS og IBM PC töivur.
Skemmtileg sönglög
Ljósmyndun kvenna
Lýst eftir Ijósmyndum
Nú er unnið að því að skipu-
leggja Listahátíð kvenna, sem
verður einn liður í hátíðarhöld-
um í tilefni þess, að í ár er
síðasta ár þess áratugar er
Sameinuðu þjóðirnar ákváðu
aðhelgakonum.
Inntak Listahátíðarinnar verð-
ur að kynna það sem konur hafa
best gert í listum og bókmenntum
hérlendis. Eitt af atriðum lista-
hátíðar er ljósmyndasýning sem
haldin verður í Nýlistasafninu í
Reykjavík, dagana 20. sept. til
13. okt. n.k. og erætlunin að sýna
þar verk eftir konur sem nota
ljósmyndun sem sinn listræna
tjáningarmiðil. Allar konur sem
fást við ljósmyndun og hafa
fyrir Listahótíð kvenna
áhuga á að vera með í sýningunni
eru beðnar að senda inn 5 til 10
prufumyndir, ásamt upplýsing-
um um nafn, heimilisfang og
símanúmer fyrir 25. maí n.k. til:
Svölu Sigurleifsdóttur, Safamýri
56, 105 Reykjavík s. 37366, eða
Valdísar Óskarsdóttir, Hjarðar-
haga 58,107 Reykjavík, s. 25074.
Þær gefa einnig allar upplýsingar
varðandi sýningu þessa.
Fimm kvenna sýningamefnd
mun velja verkin á sýninguna og
verða sýnendur valdir á grund-
velii innsendra mynda, en síðan
er þeim í sjálfsvald sett, hvaða
myndir þær verða með á sýning-
unni.
(Frá Ljósmyndahópi
Listahátíðar kvenna.)
Útsölustaðir:
ATLANTIS hf„ Skúlagötu 51 v/Skúlatorg S: 621163
Skrifstofuvélar hf„ Hverfisgötu 33 S: 20560
Örtölvutækni hf„ Ármúla 38 S: 687220
Gísli J. Johnssen, Smiðjuvegi 8, Kópavogi S: 73111
Kristján Ó. Skagfjörð, Hólmaslóð 4 S: 24120
Míkróhf., Skeifan 11 S:685610
Ritvinnsla II - sparar þér ómældan tíma og fyrirhöfn við ritstörf af ýmsum toga.
SKÚLAGÖTU 51 SÍMI 621163
Laugardagur 11. maf 1985Í ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 27