Þjóðviljinn - 11.05.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.05.1985, Blaðsíða 8
100 ára minning Pétur J. Hraunfjörð Fœddur 12.5. 1885 - Dáinn 5.3. 1957 Heil öld - hvað er það, í huga manns, gæti sköpun heimsins hafa átt sér stað fyrir hundrað árum. Svo ör hefur þróunin ver- ið. Faðir minn var fæddur á Vala- björgum í Helgafellssveit, heiðarbýli langt frá byggðu bóli og ekkert til að vefja hvítvoðung- inn í annað en línskyrta af móður- inni, sem var svo lasburða af langvarandi næringarskorti að hún mjólkaði drengnum ekki og kýrin geld. Það var því horfið að því ráði að næra hann á kapla- mjólk. Foreldrar Péturs voru Jón Jó- hannesson, f. 1844 á Berserkseyri í Eyrarsveit og Guðlaug Bjarna- dóttir, f. 1853 í Hraunholtum í Kolbeinsstaðahr. Árið eftir eru þau komin að Horni ísömu sveit. En flytja fljótlega þaðan og eru komin í Hraunsfjörð árið 1888. Þar bjuggu þau næstu 20 árin eða til ársins 1908, að þau flytja að Hallbjarnareyri í Eyrarsveit. Snemma var Pétur Iánaður í smalamennsku og hjásetu, sem matvinningur. Honum féll ekki vistin og þótti betra að vera svangur heima í Hraunsfirði en á öðrum bæjum. Á ellefta ári var hann settur til sjós á opnum segl- bát, var það harður skóli. Til að byrja með skyldi hann vera kokk- ur. Eldamennskan var fábrotin, en þó of flókin fyrir 10 ára dreng, því hver vildi fá þann fisk upp úr pottinum, sem hann hafði lagt sér. Þetta var upphafið á sjó- mennsku Péturs J. Hraunfjörðs, sem átti eftir að vera næstu 30 árin og verða harðsótt með köflum, því hann var þrekmaður mikill og kappsamur, að hverju . sem hann gekk. Hann var bráðvel gefinn og lauk „meira fiskimannaprófi”, og var skipstjóri eftir það á þil- skipum við Breiðafjörð og víðar, eftir því sem ástæður leyfðu. Kona hans var Ásta Kristjáns- dóttir f. 6/6 1891, d. 27/7 1980 (f. í Stekkjartröð í Eyrarsveit), hún var vel gefin, dugnaðarkona og manni sínum góður lífsförunaut- ur. Af níu börnum þeirra hjóna, komust 7 til fullorðins ára, 6 eru á lífi. Þau bjuggu víða og alltaf í þurra- búð. Þegar Pétur var um fertugt urðu miklar breytingar á högum hans. Heilsan bilaði og nýr þáttur hófst í lífi hans. Hann flytur til Reykjavíkur, en verkamanna- vinna var lítil og stopul. Hann hafði verið í Sjómannafélaginu, en gerist nú félagi í Verka- mannafélaginu Dagsbrún, og var brátt í hópi þeirra er harðast börðust og beittu sér fyrir því að fá kjör verkamanna bætt á sem flestum sviðum. Pétur taldi Dagsbrún sérstakt kjörbarn sem á allan hátt væri skylt að standa saman um. Fljót- lega komst hann því í trúnaðar- ráð félagsins. Hann var í senn al- varlegur, fastur fyrir og sérstæð- ur, sem og léttur í lund, kíminn og félagslyndur, því sjaldan var svo þröngt í búi, um hag hans og heilbrigði að hann væri ekki log- andi af ýmis konar áhuga fyrir hinum margbreytilegu velferð- armálum sínum og samfélagsins. f stjórnmálabaráttunni stóð hann ævinlega yst til vinstri og átti létt með að tala á fundum og flytja mál sitt. Áhugamál sín ræddi hann í ljósi sterkrar trúar á hið góða í manninum, þrátt fyrir það, að honum dyldist ekki sú varmennska sem og víða kemur fram í sambýli mannanna. Rétt- lætiskennd hans og jafnréttishug- sjón var afar rík, var því mjög auðskilið að hann var vinur og baráttumaður smælingjanna, skilyrðislaust, hvernig sem á stóð. í eðli sínu var Pétur trú- hneigður og elskur að ljóðum, orti fjölda ljóða og vísna, sem mörg bera vitni um trúhneigð og mannvináttu. Hulda Pétursdóttir. (P.s. Opið hús verður í Útkoti á Kjalarnesi sunnud. 12/5 milli kl. 15.00-17.00, ættarmót og þá fyrir sem vilja heiðra minningu hins látna.) Sjúkraliðafélag íslands heldur ráðstefnu laugardaginn 18. maí n.k. kl. 9.30 að Borgartúni 6, Reykjavík. Ráðstefnan ber yfirskriftina: Menntun sjúkraliða, starfssvið og staða þeirra í heilbrigðiskerfinu. Dagskrá: kl. 9.30 setning - ávarp, Margrét Einarsdóttir for- maður S.L.F.Í. kl. 9.45 ávarp, Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri. kl. 10.00 Ragnheiður Guðmundsdóttir, augnlæknir. kl. 10.20 Kristbjörg Þórðardóttir, skólastjóri Sjúkra- liðaskóla íslands. kl. 10.40 Gauti Arnþórsson, yfirlæknir fjórðungs- sjúkrahúss Akureyrar. kl. 11.05 Elsa Dýrfjörð, sjúkraliði. kl. 11.20 Þór Halldórsson, yfirlæknir öldrunarlækn- ingardeildar Landspítalans. Matarhlé kl. 13.20 Katrín Pálsdóttir, hjúkrunarkennari. kl. 13.40 Lúðvík Ólafsson, heilsugæslulæknir. kl. 14.00 Guðfinna Thorlacíus, hjúkrunarkennari. kl. 14.20 Jóhannes Pálmason, framkvæmdastjóri. kl. 14.40 Þorbjörg Ingvadóttir, sjúkraliði. kl. 15.00 Kaffihlé. kl. 15.30 Panelumræður. kl. 17.30 Ráðstefnuslit. Ráðstefnugjald kr. 650, innifalið: hádegisverður og kaffi. Þátttaka tilkynnist fyrir 15. maí n.k. í síma 19570, milli kl. 10 og 12. Stjórnin. Menntamálaráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar stöðu fulltrúa í skólaþróunardeild. Vélritunarkunnátta eða reynsla af ritvinnslu áskilin. Reynsla af bókhaldi, afgreiðslu reikninga og almennri skrifstofuvinnu æskileg. Umsóknarfrestur er til 27. maí 1985. Umsóknum sé skilað til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 4, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 26866 eða 25000. Menntamálaráðuneytið auglýsir hér með lausar til umsóknar námsstjórastöður á grunnskólastigi í: Stærðfræði, heil staða, laus strax, íslensku, heil staða, laus 1 sept. samfélagsgreinum, heil staða, laus 1. sept. Áskilin eru kennsluréttindi og kennslureynsla svo og fagleg og kennslufræðileg þekking á viðkomandi sviði. Umsóknarfrestur er til 27. maí 1985. Umsóknum sé skilað til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 4, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 26866 og 25000. Áttrœður Alexander Guðjónsson ' ■ JL" ' * velstjori Alexander Guðjónsson er fæddur að Geitagili í Rauða- sandshreppi 12. maí 1905 sonur hjónanna er þar bjuggu, Guðjóns Bjarnasonar og Guðbjargar Brynjólfsdóttur, bæði ættuð úr Árnessýsiu og fluttu um alda- mótin til Patreksfjarðar og þaðan að Geitagili í Örlygshöfn. Tvítugur að aldri kemur Alex- ander til Hafnarfjarðar og fer í iðnnám. Fimm árum síðar hefur hann lokið bæði járnsmíðanámi og prófi frá Vélstjórskóla ís- lands. Á því ári 1930 giftist hann heitmey sinni Sigrúnu Júlíu Sig- urjónsdóttur, sem fædd er og uppalinn í Hafnarfirði. Eignuð- ust þau þrjár myndarlegar dætur allar löngu giftar og eiga þær bæði börn og barnabörn. Einn son eignuðust þau en hann dó ný- fæddur. Eftir að hafa lokið vélstjóra- námi var Alexander tvö ár vél- stjóri á togara og hófst svo handa ásamt fleiri hafnfirskum sjó- mönnum um kaup á togaranum Haukanesi og var hann jafnfrmt vélstjóri á skipinu. Togarinn var gerður út hér í Hafnarfirði með samvinnusniði og var útgerðin stofnuð til styrktar Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Átti Alexander sæti í stjórn fyrirtækisins allt til ársins 1937, er hann gerðist þá einn af stofnendum Raftækja- verksmiðju Hafnarfjarðar. Var það raunar í framhaídi af því að Sogsvirkjun tók til starfa. Arið 1941 stofnaði Alexander ásamt tveimur öðrum mönnum Blikksmíðaverkstæðið Dverga- stein og veitti því forstöðu í mörg ár. Einnig tókst hann á við fleiri verkefni svo sem bílaviðgerðir. Sem bóndasonur, nemi og tog- arasjómaður kynntist Alexander kjörum alþýðunnar. Réttlætis- kennd hans og samúð með þeim sem heyja erfiða lífsbaráttu skipaði honum snemma í vinstri arm stjórnmálanna. Hann gerðist einn af stofnend- um Sameiningarflokks alþýðu- Sósíalistaflokksins og var einn af forystumönnum Sósíalistafélags Hafnarfjarðar. Gegndi hann margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir félagið m.a. á þeim árum er Sósíalistaflokkurinn var í meiri- hlutastjórn Hafnarfjarðarbæjar ásamt Alþýðuflokknum. Alexander nýtur trausts og virðingar þeirra er kynnast hon- um enda hafa honum verið falin ýmis trúnaðarstörf, svo sem stjórnarforysta í Barðstrend- ingafélaginu, Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar og margt fleira. Nú á áttatíu ára afmælinu vil ég færa Alexander kærar þakkir fyrir störf hans og ágætt samstarf öll þau 19 ár sem hann vann hjá mér á skrifstofunni í Bátalóni h/f. Hans hógværa framkoma og góða samvinna við alla, bæði starfsmenn og viðskiptavini var taustvekjandi og hafði mjög góð áhrif bæði innanvið og útávið hjá fyrirtækinu. Þetta má eflaust meðal annars þakka þeirri miklu reynslu af fé- lagsstörfum, sem hann var mikið búinn að vinna við áður en hann fór að starfa í Bátalóni h/f og þá orðinn nokkuð fullorðinn. Þessi starfsreynsla hans á sviði félags- mála var mér mikils virði, því ég hafði lítið sem ekkert af félags- starfi að segja, þegar ég stofnaði fyrirtæki mitt með Jóhanni L. Gíslasyni 1947 og hóf rekstur Bátasmíðastöðvar Breiðfirðinga er síðar varð Bátalón h/f. Ég minnist þess að ég kynntist fyrst Alexander Guðjónssyni all- mörgum árum áður en hann fór að vinna með mér á skrifstofunni. Það var í fyrsta félagsstarfinu sem ég tók þátt í og eitthvað reyndi á og varð mér síðan ómetanlegur skóli þegar ég fór sjálfur að reka fyrirtæki. Þessi félagsmála- reynsla mín sem mér er minnis- stæð skapaðist þegar ég reynslu- laus var kosinn í stjórn og stuttu síðar formaður í stjórn Sósíalista- félags Hafnarfjarðar. Þá voru m.a. til umfjöllunar verkalýðs- mál, stjórn bæjarins með A1 - þýðuflokknum og stjórn Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar þar sem Kristján heitinn Andrésson, skarpgreindur maður, var annar forstjórinn. Þarna í forystu félagsins taldi ég vera ákaflega vel gefið fólk og sumir háskólalærðir og litu á mannlífið með ótrúlegu raunsæi. í þessum félagsskap fékk ég ómetanlega reynslu, líka vegna þess hvað mér var þrýst fram í félaginu, meir en líklega hefði orðið í nokkru öðru félagi sem ég hafði tekið þátt í hér í Hafnarfirði og þessi reynsla var allt öðruvísi en draga má ályktun af á síðum Morgunblaðsins. Þegar mesti framleiðslu- og annatími Bátalóns h/f gekk yfir og hafin var smíði á skipum fyrir erlendan markað, var Alexander starfandi þar á skrifstofunni. Þá störfuðu hjá fyrirtækinu um 70 manns þegar flest var, en það var á árunum upp úr 1970. Segja má að ekki sæist þá fram úr verkefn- um og pantanir voru minnst hálft annað ár fram í tímann. Þrátt fyrir mikið álag á skrif- stofunni veit ég að Alexander hefur líkað vel að starfa við þá eflingu skipaiðnaðarins sem þá fór fram. Ég veit að Alexander minnist þessa tímabils er fram- leiðslan og uppbygging Báta- lóns h/f var óhindruð, áður en er- lenda togarabylgjan skall yfir, með mikilli ánægju, þótt heilsan bagaði hann nokkuð, því að reisn sinni í starfi hélt hann öll árin sem hann starfaði með mér. Fyrir starf hans, frábæra samviskusemi og ágætt samstarf færi ég honum kærar þakkirá áttatíuára afmælinu. Konuhans, dætrum, barnabörnum og öllum hans nánustu óska ég til ham- ingju með afmælisbarnið. Þorbergur Ólafsson Alexander verður að heiman á afmælisdaginn. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.