Þjóðviljinn - 11.05.1985, Síða 9

Þjóðviljinn - 11.05.1985, Síða 9
Að varðveita leikinn Rœttvið Tryggva Ólafsson listmálara sem núsýnirverk sín í Listasafni alþýðu Ljósmynd Valdís. Tryggvi Ólafsson iistmálari er kominn eina ferðina enn hingað heim frá Kaupmanna- höfn með málverk sín í fartesk- inu. Þau fylla um þessar mund- ir sali Listasafns alþyðu, stór- ar myndir og smáar, málaðar í skærum og skýrt afmörkuðum litum og flötum, hinum ólík- ustu fyrirbærum úr náttúrunni og umhverfi mannsins raðað saman á léreftið í eins konar leik að litum og formum, þar sem hið undarlega stefnumót fyrirbæranna á léreftinu birtist manni oft sem gáskafullur leikur eða útúrsnúningur úr hinni alvöruþrungnu og táknrænu dæmisögu eða all- egóríu. Við sitjum heima í stofu yfir kaffi og koníaki og ég spyr: Heyrðu Tryggvi, ert þú að leika þér í málverkinu? Er málverkið fyrir þér leikur einn? Já, það er nokkuð til í þessu hjá þér, ég held að lífshamingjan sé fólgin í því að varðveita leikinn. Leikurinn í sjálfum sér er þrosk- andi og það eru mikil forréttindi, þegar menn geta gert vinnu sína að leik. Leikurinn er ekki unninn fyrir einhvern ákveðinn aðila, hann er ekki unninn af skyldu, hann fylgir hins vegar sínum ströngu lögmálum, sem eru fólg- in í því að búa til hluti fyrir hugs- unina eina og nakta. Þetta kostar tvennt; strangan aga og vitundina um það að vera konstrúktífur, uppbyggilegur. Stjórnmálamennirnir,. sem eru á fullu í því að reyna að sprengja heiminn í loft upp, segjast vera að þessu af skyldu. Þeir hafa glatað hæfileikanum til leiksins. Þeir eru á fullu í því að setja okkur lög, en þeir hafa glatað hugarfluginu, fantasíunni og gleðinni sem er kjarninn í öllum leik. Þeir þyrftu að læra af Mozart... Að vera konstrúktífur Vitundin um hið uppbyggilega kemur fram í forminu, hún er nauðsynleg til þess að formið nái að lifa. Líttu á myndir etrúskanna í Villa Giulia-safninu. Þarna get- ur þú séð brotinn fingur, brot af verki sem eitt sinn var heil mannsmynd. Og þessi fingur er lifandi fyrir þér eins og það blóm eilífðarinnar sem Sölvi Helgason lífsfílósóf talaði réttilega um. Það getur kostað heilan lífsferil að ná þeirri leikni sem felst í því að gefa fingrinum þetta uppbyggilega form, sem gefur ímyndinni tíma- laust gildi. Ef þú ert með heimsnekrófílíu í hausnum getur þú ekki málað með þessum hætti. Ég hef ekki trú á því að það sé leiðin til þess að ná árangri að mála stöðugt myndir um hungur og hörmungar stríðsins. Þú verður að mála það sem þér finnst fallegt, þá gleði sem þú hefur upplifað. Myndin er leikur í litum af því sem mér þykir fallegt. Jafnframt sný ég út úr hlutunum í tíma og rúmi. Það er rétt hjá þér, það á ekki að leita að neinni dýpri merkingu eða alleg- óríu í myndum mínum. Ef eitthvað er, þá eru þær út- úrsnúningur úr algóríunni. Mun- urinn á myndum mínum og ljósmyndinni er meðal annars sá, að í ljósmyndinni er ekki hægt að leika sér á sama hátt í tíma og rúmi. Mantegna og Matisse Ég hef gaman af maddonnu- myndum Mantegna. Þetta eru þurrar myndir og stífar, þær sýna móðurina og barnið, þær sýna okkur hvað það þýðir þegar móð- ir heldur á barni. Þess vegna þurfti maddonnan í rauninni ekki að hafa höfuð, - og barnið ekki heldur... þessu hef ég leikið mér að snúa út úr á minn hátt. Ég stefni til dæmis saman madd- onnu, hesti og sítrónu. Myndin verður eins konar vísa, rímuð vísa um þetta fyrirbæri. Annars finnst mér Matisse vera hápunkturinn á okkar öld. Við sjáum hjá honum hvað litur- inn og línan eru alltaf barnslega einföld, en þó er þetta jafnframt gífurlega agað og meðvitað - samkvæmt lögmáli leiksins. Mat- isse er mér botnlaus uppspretta. Anarkismi og mystík Ertu þú bjartsýnismaður, Tryggvi? Það má kannski segja það. Ég held að ég hafi lært heilmikið af syni mínum sem nú er sex ára. Fyrir mér er það eðlilegt að mála út frá formskynjun barnsins á hlutunum. Myndin er fyrir mér fyrst og fremst upplifun fyrir augað. Um leið er hún eins konar umhugsun um hversdagslega reynslu. Ég hef líka lært af mönnum eins og H.C. Andersen. Hann var einn þessara snillinga sem gat sögur af munni fram með svo einföldu og skýru máli, að lengra verður vart komist. Ég dái skýrleikann og hata alla mystík. Ég er líka á móti anarkíinu, stjórnleysinu. Anarkisminn er draumurinn urn frelsi andans og flug einstaklingsins. Fyrir anark- istunum er réttur einstak- lingsins skilyrðislaus gagnvart heildinni. Sósíalisminn er fyrir mér meðvitund mannsins um sjálfan sig innan heildarinnar. Það er uppbyggileg vitund, kon- strúktíf. Útópían, draumurinn um fyrirmyndarríkið, er nauðsynleg, en hún getur ekki verið fólgin í anarkismanum, því hann vantar þessa konstrúktífu beinagrind. Um leið og leikurinn er uppbyggilegur hefur hann fengið pólitískt gildi. Þannig sé ég órjúfanlegt samhengi á milli minnar afstöðu til lífsins og myndanna sem ég bý til. Fagurfrœðin í umhverfinu Myndlistin á að skerpa skilning okkar á hinu fagurfræðilega gildi í umhverfi okkar. Það er sams- konar þjálfun fyrir augað að horfa á myndlist eins og það er þjálfun fyrir eyrað að hlusta á tónlist. Það er oft grátlegt að horfa upp á það hvernig við höf- um klúðrað umhverfi okkar hér heima. Heilu hverfin í borginni eru eins og stór óskilgreinanleg sumrna af smáatriðum, það vant- ar alla fagurfræðilega heildar- hugsun. Á Italíu, í Frakklandi og víðar getum við séð ákveðna fag- urfræðilega hugsun í umhverfinu. Hér eru allt of margir tæknikratar sem móta umhverfi okkar, allt of fáir fagurfræðingar. Það er alltaf sama síldarsumarssjónarmiðið sem ræður ferðinni. Annars er sveitamennskan yfirgengilegust í pólitíkinni. Með öllum þessum Albertum, sem tæma kassana hér og þar... Heyrðu Tryggvi, við skulum lala um myndlist. Sumar myndir þínar eru orðnar svo einfaldar að þœr nálgasi það að verða óhlut- bundin tákn... Myndlistin sem tákn Já, ef þú vilt þróa sjónræn áhrif, þá enda þau sem tákn. Gjarnan sem rittákn. Lítum til dæmis á hellamyndirnar í Altam- ira. Þú sérð handþrykk eða stíl- færða mynd af nauti. Þetta eru hástíliseruð heiðin tákn. Þetta er unnið af fagmönnum, og á bak við þetta liggur reynsla margra kynslóða. Ég held að myndlistin sé eitthvað sem í eðli sínu þróast yfir í letur - eða arkitektúr. Fyrir mér er þessi arfleifð beinlínis við- fangsefni í sjálfu sér, og ég leik mér að því að snúa útúr henni í tíma og rúmi. Ég bý í næsta ná- grenni við Glyptotekið í Kaup- mannahöfn. Fyrir mér er það sér- stakur skemmtitúr að fara þang- að og skoða rómversku portrett- myndirnar, sem þarna standa á stalli, 2000 ára gamlar. Þú horfist í augu við þessi lifandi andlit, og skynjun þína á tímanum verður önnur. Það er fantastískt! - ólg. Laugardagur 11. mai 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.