Þjóðviljinn - 11.05.1985, Blaðsíða 6
Hjúkrunarfræðingar
Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga við heilsugæslu-
stöðvar eru lausar til umsóknar:
1. Heilsugæslustöð Bolungarvíkur.
Staðan er laus 1. júní.
2. Heilsugæslustöð Þórshafnar.
Staðan er laus nú þegar.
3. Hálf staða við Heilsugæslustöðina á Hofsós.
Staðan er laus nú þegar.
4. Heilsugæslustöðin á Hellu.
Staðan er veitt frá 1. júní 1985.
5. Heilsugæslustöð Suðurnesja, Keflavík.
Staðan er veitt frá 1. júní 1985.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu fyrir 1. júní 1985.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
8. maí 1985
|J!| Lausar
w kennarastöður
Isaljörður
Við Grunnskóla ísafjarðar eru lausar kenn-
arastöður í:
Almennri kennslu,
sérkennslu,
tónmennt.
Umsóknarfrestur er til 20. maí n.k.
Upplýsingar veita: Bergsveinn Auðunsson í
síma 94-3146 og 4137, Björg Baldursdóttir í
síma 94-3717 og 94-3716, Kjartan Sigur-
jónsson í síma 94-3845 og 94-3874.
Skólanefnd Grunnskóla ísafjarðar
MATSEÐILL
W/
Tryggvagötu 22, sími 11556
Breiðholt
Hreinsað
í dag!
í dag laugardag 11. maí, gengst
Framfarafélag Breiðholts III
fyrir hinum árlega hreinsunar-
degi í hverfinu, en það spannar
Fell, Hóla og Berg.
Allir íbúar hverfisins eru hvatt-
ir til að taka til hendinni í þessari
vorhreingerningu, því mikið af
alls kyns rusli er nú komið í ljós
eftir veturinn.
Undanfarin ár hefur þessi ár-
lega vorhreingerning tekist mjög
vel og má í þvf sambandi geta
góðrar aðstoðar hreinsunar-
deildar borgarinnar sem lagt hef-
ur til ruslapoka og hefur einnig
verið með bíla í gangi um hverfið
allan daginn til brottflutnings á
fylltum ruslapokum sem skildir
eru eftir við aðalgötuna.
íbúum hverfisins verða afhent-
ir ruslapokar í Menningarmið-
stöðinni við Gerðuberg, Hóla-
brekkuskóla og Fellahelli frá kl.
10 um morguninn.
Selfoss
Árið 2000
Rœtt um atvinnu og
lífskjör
í dag laugardag, verður haldin
ráðstefna í Inghól á Selfossi um
atvinnumál og lífskjör og ber hún
heitið: Árið 2000.
Framsögumenn verða Sig-
mundur Guðbjarnason háskóla-
rektor, Ingjaldur Hannibalsson
forstjóri Iðntæknistofnunar, Por-
steinn Garðarsson iðnráðgjafi á
Suðurlandi og talsmenn
stjórnmálaflokkanna.
Að lokinni framsögu verða
umræður og munu atvinnumál----
anefndirá’Suðurlandi meðal ann-
ars sitjaTyrir svörum. Ráðstefnan
er öllum opin en sunnlenskum
sveitarstjórnarmönnum hefur
sérstaklega verið boðin þátttaka.
Takið eftir!
Takið eftir!
Enginn má gleyma mæðradeginum
núna á sunnudaginn.
Blómavöndur, blómaskreytíng eða
bara ein rós er ætíð gjöf sem
gleður.
Við höfum opið alla virka daga
frá kl.9-19,
laugardaga og sunnudaga
frá kl. 10-16.
STRÁI
Blóma- og gjafavöruverslun
Laugavegi 62. Sími 16650.
Laust embætti er
forseti íslands veitir
Á fjárlögum ársins 1985 er veitt fé til að stofna við
verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands emb-
ætti prófessors í stærðfræði með aðgerðagreiningu
sem sérsvið. Jafnframt fellur niður núverandi dósents-
staða á þessu sviði. Prófessorsembætti þetta er hér
með auglýst laust til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf um-
sækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil
og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist
fyrir 15. júní n.k. Jafnframt skulu eintök af vísinda-
legum ritum, óprentuðum sem prentuðum, fylgja um-
sókn.
Menntamáiaráðuneytið,
8. maí 1985.
Útför föður okkar, afa og langafa,
Eyjólfs Finnssonar,
Rituhólum 4,
verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 13. maíkl. 15.
Finnur Eyjólfsson Bryndís Á. Sigurðardóttir
Jón V. Eyjólfsson Steina Hlín Aðalsteinsdóttir
Svanhildur Eyjólfsdóttir Kjartan Guðmundsson
Lilja Eyjólfsdóttir Þórir Axelsson
Sigurgísli Eyjólfsson Sigríður Júlíusdóttir
Ágúst ísfeld Salbjörg Jeremíasardóttir
Sigurður Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn.