Þjóðviljinn - 11.05.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 11.05.1985, Blaðsíða 14
MENNING Þæreru margarþverstæð- urnar í lífinu. Ein var uppgötv- uð núna nýlegaog hún snýr að íslenskum dagblöðum. ís- lenskir unglingar lesa töluvert mikið í blöðunum en samt sinna blöðin börnum og ung- lingum sáralítið ef marka má skyndikönnun sem Sigríður Hrafnhildur Jónsdóttir fjöl- miðlafræðingur gerði á efni dagblaðanna snemma árs í fyrra. Það er samstarfshópur skipað- ur haustið 1983 af norrænu ráð- herranefndinni til að fjalla um börn og barnamenningu sem fékk Sigríði til að gera þessa könnun. Niðurstöður hennar voru lagðar fram á ráðstefnu sem hópurinn hélt í Helsingör í Dan- mörku á sl. hausti. Hópurinn hef- ur valið þá leið í starfi sínu að helga hvert ár ákveðnu verkefni og í fyrra var heiti þess Hlustið á börnin. Tilgangur þess var að beina athygli manna að tjáning- armöguleikum og þátttöku barna í fjölmiðlum. Könnun Sigríðar var einn lið- urinn í þessu verkefni. Hún gerði skyndikönnun á tímabilinu 1.-14. mars í fyrra og athugaði hversu mikið barnaefni var á boðstólum Þær kynntu starf samstarfshópa um barnamenningu á blaðamannafundi í vikunni. Frá vinstri: Sigríður Hrafnhildur Jónsdóttir fjölmiðlafræðingur sem gerði könnun á barnaefni blaðanna, Sigríður Ragna Sigurðardóttir fulltrúi Islands ínorrænasamstarfshópnum, Gunnvör Braga dagskrárfulltrúi í útvarpinu og Jenna Jónsdóttir rithöfundur. Mynd: Valdís. Börn og fjölmiðlar Blöðin standa sig illa Könnun ö efni fyrir böm og unglinga ííslenskum dagblöðum sýnir að það er hverfandi lítið. Samteru íslenskir unglingar dhugasamir blaðalesendur. í íslensku blöðunum. Hún tekur það fram í niðurstöðum sínum að ekki bera að líta á þessa könnun sem vísindalega rannsókn heldur einungis vísbendingu um það hvað blöðin bjóða yngstu lesend- um sínum upp á. í fréttatilkynningu frá sam- starfshópnum segir svo um barnaefnið: „Það er ákaflega lítið og varla mælanlegt hlutfallslega borið saman við annað efni.“ Og lokakaflinn í skýrslu Sigríðar hljóðar svo: „Niðurstaðan er sú að börn og unglingar sem sérstakur lesenda- hópur fá hvorki það lesefni né þá athygli sem svo stór hópur ætti að fá. Þess má geta að árið 1982 voru börn á aldrinum 5-14 ára 17,5% af íbúum landsins. Það er athygl- isvert hve áhugamiklir blaðales- endur íslenskir unglingar virðast vera. Fjölmiðlakannanir Hag- vangs og SÍA gefa til kynna að yfir 70% unglinga á aldrinum 13- 15 ára séu daglegir blaðalesend- ur. Með það í huga hve fátækleg íslensk tímaritaútgáfa fyrir börn og unglinga er og hversu lítið efni þeim er ætlað í blöðunum væri áhugavert að kanna hvað það er sem íslenskir unglingar lesa í blöðunum. Svo virðist vera að lesefni fyrir börn sé fyrst og fremst mynda- sögur og lesefni fyrir unglinga er einkum sótt í popptónlist og íþróttir. Það af efni dagblaðanna sem snertir börn og unglinga birt- ist einkum í þeim dálkum sem oft eru nefndir „Human interest" (þ.e. slúður og furðuleg fyrirbæri í útlöndum) en vandamál barna og staða þeirra í samfélaginu fær mjög litla umfjöllun.“ Á blaðamannafundi þar sem skýrsla hópsins var kynnt sagði Sigríður að umfjöllun um vanda- mál barna, félagslegar þarfir þeirra o.þ.h. væri fyrst og fremst að finna í aðsendum greinum sem blöðin birta. Skoðanir barna og unglinga koma hins vegar eink- um fram í lesendadálkum blaða- nna. Svo mörg voru þau orð og geta þeir tekið til sín sem eiga. Það er e.t.v. örlítil huggun en alls engin afsökun fyrir íslenska fjölmiðla að dagblöð á öðrum Norður- löndum standa sig síst betur á þessu sviði. Tómstundir kannaðar Norræni samstarfshópurinn ákvað að helga árið í ár tóm- stundum barna og verður gerð könnun á tómstundastarfi barna á aldrinum 10-11 ára. Þar verður m.a. kannaö hverjir stjórna áhugamálum og frítímum barna, hverjir greiða fyrir frístundastörf þeirra, hvaðan börn fá peninga og í hvað þau eyða þeim. Niður- stöður þessarar könnunar verða kynntar í lok nóvember í haust. Hópurinn gefur út fréttablað um starf sitt og geta þeir sem vilja nálgast það fengið upplýsingar hjá íslenska fulltrúanum í hópn- um, Sigríði Rögnu Sigurðardótt- ur, Einarsnesi 16,101 Rvík, sími 27608. -ÞH KVIKMYNPIR Morð ó stríðstímum Stjörnubíó: SAGA HERMANNSINS. Bandaríkin 1984. Leikstjóri: Norman Jewison. Hand- rit: Charles Fuller. Kvikmyndun: Russell Boyd. Klipping: Mark Warn- er, Caroline Biggerstaff. Aðalhlut- verk: Howard E. Rollings, Adolph Caesar, Art Evans, Dennis Lipscomb, Larry Riley, Denzel Washington, Patti LaBelle. Saga hermannsins er óvenjuleg mynd að því leyti að hún fjallar um hermenn í síðari heimsstyrj- öld sem allir eru blökkumenn. Óvenjuleg, því að þeir fáu hvítu menn sem koma við sögu eru allir í aukahlutverkum. NormanJewi- son (Rússarnir koma! Rússarnir koma!) leikstýrir og handritið er unnið úr leikriti eftir Charles Fuller. Myndin er byggð upp sem morðgáta og sagan í stuttu máli þessi: í djúpsveitum Louisiana fylkis eru nokkrar herdeildir sem bíða þess að komast á vígstöðv- arnar í Evrópu. Þetta er árið 1944. Eina nóttina er svartur lið- þjalfi, Vernon Waters, skotinn til bana þar sem hann vafrar um augafullur á afskekktum sveita- vegi. Þetta leiðir til þess að sent er eftir lögfræðimenntuðum manni frá Washington til þess að rannsaka málið og leiða það til lykta á skjótan hátt. Þegar kapt- Norrœna húsið Norsk skóldkona í heimsókn Á sunnudagskvöld les norska skáldið Halldis Moren Vesaas úr Ijóðum sínum í Norræna húsinu og segir frá eigin- mannisínum, rithöfundinum Tarej Vesaas. Einnig flytja þau Sigurður I. Snorrason og Anna Guðný Guðmundsdóttir nýtttónverk eftir Jón Nordal, Ristur. Dagskráin hefst kl. 20.30 og eru allir boðnir vel- komnir. Halldis Moren Vesaas er fædd árið 1907. Hún gaf út fyrstu ljóðabók sína „Harpe og dolk“ árið 1929 og þótti um margt á undan sinni samtíð með boðskap fagnandi vitundar um að vera kona, sem ætti sér „lykla að alls- konar frelsi" eins og hún hefur sjálf komist að orði. Síðan þá hef- ur Halldis Moren Vesaas skrifað margt - barnabækur, skáldsögur, fyrirlestra, minningabækur, en ljóðasöfn hennar, sem orðin eru sjö talsins, þykja kóróna verk hennar. Og þau hafa, að því er gagnrýnendur skrifa, jafnan stað- ið í ljósi vonar um sterka aðild að lifanda lífi. í formála að ljóða- úrvali sínu veltir skáldkonan m.a. fyrir sér orðum Pauls la Cour um að lífið var aðeins ástar virði og þeirra augnablika þegar skáld- skapurinn „steig niður til þín“. Þetta eru ekki mín orð, segir Halldis Moren Vesaas. Það væri ógjörningur að telja það allt upp sem hefur gert lífið þess vert að lifa því. Best að segja blátt áfram: lífið hefur verið lífsins virði. Og kvæðin sem í áranna rás „stigu niður" til mín hafa verið einskon- ar aukaafurðir af því að lifa. Stóðu í innilegustu sambandi við það - án þess að vera skýrsla.... Halldis Moren giftist árið 1954 rithöfundinum Tarej Vesaas. sem fékk á sínum tíma bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir skáldsöguna Klakahöll- in. Hann lést árið 1970. einn Davenport birtist rekur alla í rogastans því að hann er blökku- maður, eini blökkumaðurinn með yfirmannstign sem komið hefur til herstöðvarinnar. Daven- port hefst handa við að yfirheyra þá sem viðriðnir eru málið - og framanaf eru það einkum undir- menn Vernons heitins og skálafé- lagar. Smátt og smátt er dregin upp lýsing, að mörgu leyti mót- sagnakennd, á manninn sem var myrtur. Allir svörtu hermennirn- ir hafa sína sögu að segja af við- skiptum sínum við hann en þær gefa undarlega og brenglaða mynd af manninum. Morðgátan sem slík er vel heppnuð og höfundum tekst að vinda úr efniviðnum alla þá spennu og eftirvæntingu sem þar er að finna. Hverjir myrtu Vern- on Waters á þennan böðulslega hátt? Ku Klux Klan, eins og flest- ir hallast að? Ungu, hvítu yfir- mennirnir sem voru á ferðinni umrædda nótt? Eða, og varla nokkur þorir að nefna þann möguleika, einhverjir úr herdeild gamla mannsins? En morðgátan er ekki annað en sniðugur rammi um efni sem er mun stærra í sniðum. í mynd- inni er spurt hvernig blökkumenn geti áunnið sér þegnskaparrétt í hvítu þjóðfélagi án þess að glata sjálfsvirðingu sinni og án þess að afneita uppruna sínum eða sér- stöðu. Vernon Waters er maður sem hefur brotist áfram og stend- ur á einu af lægstu þrepunum í hvíta metorðastiganum. Hann hefur jafnframt tileinkað sér lág- kúrulegustu hugmyndir sem hvít- ir menn gera sér um svarta. Of- stæki hans jaðrar við geðbilun. Davenport er andstæða hans, í fullkomnu jafnvægi hvort sem hann er meðal svartra eða hvítra. Þriðji maðurinn í þessum dram- atíska þríhyrningi er C.J. Memp- his, stór og stæðilegur sveitapilt- ur frá Mississippi, mestur íþrótta- maður meðal hermannanna og söngvari og gítarleikari af guðs náð. Larry Riiey leikur C.J. Memphis af miklum þokka og hann samdi lögin sem hann flytur í myndinni, ásamt Patti LaBelle. Patti LaBelle leikur þarna söng- konu og kráareiganda, Big Mary. Að öðru leyti gerði Herbie Han- cock tónlist við myndina. 26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.