Þjóðviljinn - 22.05.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.05.1985, Blaðsíða 5
Útvarpslögin Málinu frestað HugmyncL um smábreytingu á núgildandi lögum nýturfylgis Framsóknarmanna I mcnntamálanefnd efri deildar alþingis er komin fram hugmynd um frestun á útvarpslagafrum- varpinu um nokkurra ára skeið. Þess í stað verði núgildandi út- varpslögum breytt lítilsháttar í frjálsræðisátt meðan menn at- huga sinn gang nánar. Það er Eiður Guðnason alþing- ismaður sem hyggst flytja breytingartillögu af þessu tagi við aðra umræðu um útvarpslaga- frumvarpið í næstu viku. Sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans mun Haraldur Ólafsson formað- ur nefndarinnar vera þessari hug- mynd fylgjandi og svo er einnig um aðra Framsóknarmenn í efri deild. Eiður Guðnason er er- Iendis sem stendur en næsti fund- ur í nefndinni verður í vikulokin. Búist er við að nefndin skili af sér í byrjun næstu viku. Þá hefur Árni Johnsen boðað tillögu um að allt efni í sjónvarpi skuli vera með íslensku tali og verður sú tillaga einnig til um- ræðu í næstu viku. _ÁI Reykjavík 30 kennarar vilja launa- laust leyfi Forsmekkurinn afþví sem koma skal, segir Hjörleifur Guttormsson Þann 8. maí s.l. höfðu 30 grunnskólakennarar í Reykjavík óskað eftir launalausu leyfi frá og með byrjun næsta skólaárs og 8 kennarar úti á landi. Á sama tíma höfðu 17 grunnskóiakennarar sagt starfi sínu lausu. Þetta kom fram í skriflegu svari menntamálaráðherra á alþingi í gær við fyrirspurn Hjörleifs Gutt- ormssonar. Hann sagði í samtali við Þjóðviljann að skjót svör ráðuneytisins væru vissulega þakkarverð, en fróðlegra hefði verið að fá nýrri tölur. Þetta er aðeins forsmekkurinn af því sem í vændum er, sagði Hjörleifur. í svari ráðherra kom einnig fram að hinn 14. maí höfðu 8 framhaldsskólakennarar óskað eftir launalausu leyfi næsta skólaár og 2 höfðu sagt starfi sínu lausu. _ÁI Alþingi Bjórtekjumar til aldraðra? Tillaga um að 900 miljónirnar renni í Framkvœmdasjóð aldraðra Hjörleifur Guttormsson hefur lagt fram tillögu um að öllum tekjum ríkissjóðs af bjórsölu verði varið til aldraðra að undan- skildu því eina prósentustigi sem verja á til fyrirbyggjandi að- gerða. Hér getur verið um að ræða tæpar 900 miljónir króna samkvæmt útreikningum sem forsætisráðherra lét gera fyrr í vetur. Þá hefur Hjörleifur lagt fram breytingartillögu til að koma í veg fyrir að aðrir en ÁTYR geti framleitt sterk vín með eimingu. Samkvæmt tillögu allsherjarn- efndar neðri deildar getur dómsmála- ráðherra veitt mönnum heimild ekki aðeins til framleiðslu á á- fengu öli, heldur einnig til fram- leiðslu á brenndum drykkjum. Búist er við að bjórfrumvarpið komi til þriðju umræðu í neðri deild í dag, miðvikudag. _Á| Væri bjórtekjunum betur varið en til að efla byggingarsjóð fyrir dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra, þegar og ef bjórinn verður samþykktur? Ljósm. E. 01. Iðnlánasjóður Áhersla á vömþróun Iðnlánasjóður fimmtugur. Eigiðfé 410miljónir króna. Ráðstöfunarfé 560 miljónir. Sœkjaum400 miljónir í lán Vöruþróun og markaðsdeild hcitir ný deild Iðnlánasjóðs. Deildin varð til þegar Iðnrekstr- arsjóður var Iagður niður og verkefni hans færð til Iðnlána- sjóðsins. Markmið nýju deildar- innar er að efla vöruþróun og styðja leit að nýjum mörkuðum. Ráðstöfunarfé var mjög tak- markað á síðasta ári þegar laga- breytingin var gerð og Iðnrekstr- arsjóður lagður niður en verður á þéssu ári um 70 miljónir. Um helmingur af því fé kemur frá iðn- aðinum gegnum sérstaka skatt- lagningu á fyrirtækin en ríkis- sjóður leggur til 28 miljónir. Að sögn forráðamanna Iðn- lánasjóðs verður fyrst og fremst lánað til verkefna á sviði ný- sköpunarverkefna sem stuðla að bættum hag þjóðarinnar. Þar eð um takmarkað fjármagn er að ræða verður að leggja mjög strangt mat á verkefnin en við vonum að þessi nýja deild veki upp hjá fyrirtækjum áhuga á að leggja út í eitthvað nýtt. Ný- sköpun þýðir ekki endilega nýjar atvinnugreinar, það eru vöruþró- un og markaðssókn sem hér skipta mestu máli. A þessu 50. afmælisári Iðn- lánasjóðs er áætlað ráðstöfunarfé sjóðsins um 560 miljónir króna en nú þegar hefur verið sótt um lán að upphæð 400 miljónir. Síðari hluta árs 83 og allt árið 84 varð veruleg aukning á eftirspurn en á sama tíma var framlag ríkis- sjóðs fellt niður, iðnlánasjóðs- gjald var lækkað verulega og van- skil jukust. Eftirspurninni verður ekki mætt nema með synjunum og lækkandi lánshlutfalli nema sjóðurinn fái heimild til frekari lántöku því það er ófrávíkjanlegt markmið sjóðsins að ekki verði gengið í eigið fé sem nam í árslok um 410 miljónum króna. -aró Kaupið 1983 ísland Ef reiknað er með að laun á unna vinnustund á íslandi árið 1983 hafi verið 100, þá voru launin í Bandaríkjunum 190,5, í Kanada 196, í Svíþjóð 149,6, í Japan 169,8. Áf nálægum löndum eru það aðeins Finnar sem voru nálægir okkur í kaupi, eða 103,8 á móti 100 hér á landi lægst! 1983, Frakkar með 103,8 og Bret- ar 108,6. Á ítalíu voru laun á unna vinnustund 1983 121,6. Þetta kom m.a. fram hjá Svavari Gestssyni á alþingi í fyrrakvöld í uqjræðum um efnahagsmál, og kjaraskerðingarstefnu ríkis- stjórnarinnar. _ÁI Miövikudagur 22. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Spurtum... ...fjölda fóstureyðinga Árni Johnsen hefur lagt fram nokkrar fyrirspurnir til heilbrigðisráðherra um fram- kvæmd fóstureyðinga. Árni spyr hversu margar fóstur- eyðingar hafa verið fram- kvæmdar frá og með árinu 1976-1984. Hann spyr hvernig fóstureyðingar skiptast milli ára anars vegar af félagslegum ástæðum og hins vegar af lækni- sfræðilegum ástæðum, í hve mörgum tilvikum um endur- teknar fóstureyðingar er að ræða á ári hverju og í hve mörg- um tilvikum um er að ræða fóst- ureyðingar af félagslegum ástæðum eftir lok 12. viku með- göngu. ...störf urskurdarnefndar um fóstureyðingar Kristín S. Kvaran hefur einn- ig lagt fram nokkrar fyrirspurn- ir til heilbrigðisráðherra varð- andi fóstureyðingar. Hún spyr um störf úrskurðar- og eftir- litsnefndar sem skv. 28. grein laganna frá 1975 er ætlað að fjalla um málið ef ágreiningur rís um hvort framkvæma skuli fóstureyðingu eða ófrjó- semisaðgerð. Kristín spyr hve mörgum á- greiningsmálum hafi verið vís- að til nefndarinnar frá því lögin tóku gildi, hve mörg þeirra hafi verið vegna ágreinings um framkvæmd fóstureyðingar fyrir 12. viku meðgöngu og hvaða orsakir séu oftast tilnefn- dar sem ástæða fyrir beiðni um fóstureyðingu í þeim málum sem berast nefndinni. Þá spyr Kristín hvort úrskurðir nefnd- arinnai hafi falið í sér neitun, hversu oft og hve langt með- ganga þá hafi verið komin. Loks spyr hún hvort synjunar- úrskurðir nefndarinnar hafi byggst á því að umsækjandi hafi áður fengið framkvæmda fóst- ureyðingu. flutninga til hersins Eiður Guðnason hefur lagt fram fyrirspurn til utanríkisráð- herra um íslandssiglingar bandaríska skipafélagsins Ra- inbow Navigation. Hann spyr hvernig viðræður íslenskra og bandarískra stjórnvalda um siglingar skipsins til íslands standi, hvort lausn deilunnar sé í sjónmáli og hvaða ráðstöfun ráðherra hyggist beita til að „tryggja réttmæta hagsmuni og siglingaröryggi íslensku þjóðar- innar í þessu máli“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.