Þjóðviljinn - 22.05.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.05.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Miðvikudagur 22. maí 1985 114. tölublað 50. árgangur DJÓÐVILJINN Kartöflubirgðir 80% uppskemnnar óseld! Kartöflubœndur Guðni bóndi á Við sitjum uppi með töluverðar birgðir af kartöflum, sagði Guðni Guðlaugsson kartöflu- bóndi að Borg í Þykkvabænum. Við reynum að selja eins og hægt er og afgangnum verður síð- íÞykkvabœnum sitja uppi með bróðurpart uppskerunnarfráþvíífyrra. Borg: Ætlum ekki að bíða einsog ífyrra. Myndum sölusamtök í haust. an hent. Það er búið að setja hérna niður að mestu leyti en við seljum aðallega á Reykjavíkur- svæðinu og um síðustu mánaða- mót var búið að selja um 20% af haustuppskerunni. Sú tala á ör- ugglega eftir að hækka eitthvað en það er erfitt að segja fyrir um það nákvæmlega. Við höfum selt í verksmiðjuna eins og hægt er það takmarkað sem hún nýtir. Við setjum niður jafnmikið af kartöflum og í fyrra. Þetta er það eina sem við höfum til að lifa af. En hins vegar munum við ekki sitja og bíða einsog við gerðum síðasta haust þar eð við vildum Sementverksmiðjan Ný pökkunar- vél Vélin pakkar 100 tonnum af sementspokum á klukkustund Fyrir skömmu var tekin í notk- un ný og afkastamikil pökkunar- vél hjá Sementsverksmiðju ríkis- ins á Akranesi. Vélin raðar sem- entspokunum á bretti og pakkar vatnsheldu plasti utan um allt saman. Hún afkastar 100 tonnum á klukkustund. Ólafur Vilhjálmsson verkstjóri hjá Sementsverksmiðjunni sagði í samtali við fréttamann Þjóðvilj- ans að rnikill hægðarauki væri af þessari vél varðandi allan flutn- ing á sementi út á land. Áður varð að breiða mjög vel yfir bfl- pallana svo sementspokarnir blotnuðu ekki ef rigndi. Nú gerist þess ekki þörf, plastumbúðimar utanum sementspokastæðunaeru algerlega vatnsheld ar. Áður unnu 9 menn við að staf.a sementspokum á bretti, en vélin leysir þá af hólmi, því pokarnir koma nú á færibandi frá pökkun- arhúsinu og vélin raðar þeim á brettið og pakkar plasti yfir allt saman sem fyrr segir. S.dór Gott að losna við púlið, þetta ætlaði mann alveg að drepa í bakinu sögðu Skagamennirnir við nýju vélina. -Mynd - S.dór I Kennarar Heimir efstur m I Igær lágu fyrir niðurstöður í stjórnarkjöri Hins ísl. kennara- félags. Kjörsókn reyndist 52.2%, 510 atkvæði bárust, þar af 477 gild. I framboði til formanns voru tveir, Kristján Thorlacius og Gísli Ólafur Pétursson. Hlaut Kristján kosningu með 325 at- kvæðum. Til stjórnar voru 22 í kjöri auk formannsefna og hlutu þessir kosningu: Kristján Thorlacius, Ármúlaskóla, Heimir Pálsson MH, Ómar Árnason MS, Þóra Kr. Jónsdóttir, Hagaskóla, Kristín Jónsdóttir FB, Gísli Ól, Péturss. MK og Þorsteinn Gunn- arsson, FA. Af þeim mönnum sem ein- vörðungu voru í framboði til stjórnar hlaut Heimir Pálsson langflest atkvæði. Á liðnum vetri var hann í hópi hörðustu og ein- örðustu manna í baráttu stéttar- innar og ber fylgi hans vitni um að hugur sé í kennurum og þeir stað- ráðnir að krefjast réttar síns vafn- ingalaust. bsk Sjá bls. 2 Gengið frá Pingvöllum til Reykjavíkur AJónsmessunni, 21. júní næstkomandi gefst fólki kost- ur á að taka þátt í göngu frá Þing- völlum til Reykjavíkur, Sólstöðu- göngunni sem svo heitir. Það er Þór Jakobsson veðurfræðingur sem á hugmyndina að þessari göngu og hann á jafnframt hug- myndina að Heimsgöngu, til eflingar friðar í heiminum og hugsar hann og aðrir þeir sem að málinu vinna Sólstöðugönguna sem upphaf heimsgöngu. Lagt verður af stað frá Þing- völlum snemma morguns og áætl- að að koma til Reykjavíkur um kvöldið. Áð verður víða á leiðinni, þar sem boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá. Fólk getur einnig komið inní gönguna hvar sem er á leiðinni, eftir því hvað fólk telur sig geta gengið lengi. Framkvæmdastjóri Sól- stöðugöngunni er Hrólfur Ölvis- son. -S.dór Samningar VSÍ vill fund Framkvæmdastjórn VSÍ ósk- aði í gær eftir fundi með. stjórn ASÍ og formönnum landssam- banda innan þess til að ræða staðu mála eftir form- annráðstefnu ASÍ í fyrradag. Fundartími hefur ekki verið ákveðinn, „enda eigum við eftir að bera okkur saman í þeim hópi“ sagði forseti ASÍ í gær- kvöldi. -m ekki þáfara út ílausasölu. f haust munum við fara af stað strax með söluna þó ekki hver fyrir sig held- ur er líklegast að kartöflubændur í Þykkvabænum myndi með sér sölusamtök. -aró Húsnœðisvandinn Reiðubúnir til funda Stjórnarandstaðan hitti stjórnarflokks- formennina að máli í gœr. Hittast aftur í dag. Ekkert útilokað Ekki hefur ennþá komið fram hvað þeir vilja, en þeir hafa hins vegar lýst sig reiðubúna til við- ræðna við okkur um einhverjar aðgerðir, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins í samtali við Þjóðviljann í gær en hann fór ásamt öðrum fulltrúum stjórnarandstöðunnar á þingi til fundar við Þorstein Pálsson og Steingrím Hermannsson um húsnæðisvandann í gærdag. Ekkert kom nýtt fram á fund- inum en í sjálfu sér hefur engum tillögum okkar verið hafnað, sagði Svavar. Aðeins gafst tóm til stutts fundar í gær, en í dag munu þessir fulltrúar stjómar og and- stöðu hittast á ný til að ræða þessi mál. —óg Kvikmyndahátíð Vel af stað Slegist um miðana á flamenco-Carmen Fyrstu þrjá daga kvikmynda- hátíðarinnar hafa selst á sjötta þúsund aðgöngumiðar. „Þetta hefur farið ágætlega af stað þrátt fyrir sólarblíðuna“, sagði fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, Sal- vör Nordal,- og venjulega eykst aðsókn og áhugi eftir því sem á líður hátíðartímann. Carmen eftir Spánverjann Saura er sú myndanna sem hing- aðtil hefur vakið mestan áhuga. Um hundrað manns urðu að hverfa frá ellefusýningu í fyrra- kvöld, en myndin verður sýnd aftur í kvöld klukkan 23.20. Carmen-sagan er hér sögð í um- hverfi flamenco-dansara og þykir viðburður þeim sem séð hafa. Danska barnamyndin Ottó er nashyrningur hefur einnig verið vel sótt. Myndirnar eru sýndar í Aust- urbæjarbíói frá þrjú frammyfir miðnætti. í dag em sýndar mynd- irnar Harðsnúna gengið, Dan- sinn dunar, Carmen, Engin leið til baka, Grimmd og Ungliðarnir. -m Sjá myndir og texta frá hátið- inni á síðu 7.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.