Þjóðviljinn - 22.05.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.05.1985, Blaðsíða 9
MENNING Kvennasagan Vinna kvenna íllOOár Anna Sigurðardóttir höfundur bókarinnar „Hrafninn skilar skó þvottakonunnar" heitir þessi fallega tréskuröarmynd Barböru Árnason sem prýðir bók Kvennasögusafnsins. í sögu um jarteiknir Jóns biskups helga segir frá því er þvottakonan Þórkatla tekur af sér skóna í grimmdarfrosti við laugar. Hrafn flýgur burt með annan skóinn og Þórkatla heitir á Jón biskup að hann leggi sér eitthvað til bjargar. Hann varð við áheitinu og skilaði krummi skónum. Filharmónía er 25 óra Flyfur Júdas Maccabeus Hdndels Söngsveitin Fílharmónía á æfingu. Stjórnandi Guðmundur Einarsson. Kvennasögusafn íslands, sem er jafngamalt kvennaáratugnum og því 10 ára gamalt, hefur gefið út bókina „Vinna kvenna á Islandi í 1100 ár“. Höfundur bókarinnarerAnna Sigurðardóttir, forstöðumaður safnsins. Bókin er tæplega 500 blaðsíður að stærð með óvenjuítarlegri heimilda- og nafnaskrá. Hún er prentuð í Odda og seld í Kvennasögusafninu, Hjarðar- haga 26, Reykjavík. Bókina má panta í síma 12204 og verður hún send gegn póstkröfu fyrir 990 krónur. í formála segir Anna m.a.: „Saga kvenna birtist yfirleitt aðeins sem leifturmynd eða brotabrot innan um karlasöguna, oft eins og í framhjáhlaupi eða bara af því að sagan þarfnast þess, svo sem títt er í Islendingasögunum".... Það er von mín, að bókin megi stuðla að því að hlutur kvenna í þjóðlífinu og þjóðarbúskapnum gleymist ekki þegar næstu kennslubækur í lslandssögu verða samdar. Efni bókarinnar er skipt í 23 kafla og fjallar sá fyrsti um að mjög undanfarið og má nú sjá í myndum hans sannferðugt lita- spil ef hann vil það við hafa. En það er mikil togstreita milli Iitar og forma og er Einar oft á báðum áttum í þeim efnum: Stundum er eins og hann vilji brjótast út úr þessu ákveðna formspili með hjálp litarins, en þegar á reynir er það formið sem ræður ferðinni og lokar litinn inni eins og fanga í búri. Þetta er vandamál sem Einar verður að glíma við og snýst um það hvernig hann eigi að frelsa formið eins og hann hefur frelsað litinn. Enn sem komið er gefa á- kveðnir drættir mynda hans enga vísbendingu um það hvort hann getur snúið sig úr viðjum þessarar stöðlunar, né heldur hvort hann muni hafa hug á því. En e.t.v. er Einar ánægður með verk sín eins og þau koma almenningi fyrir sjónir í Gallerí Borg. Það væri synd því enn sem stéttaskiptingu og viðhorfin til vinnuframlags kvenna. Síðan er í hverjum kafla fjallað ítarlega um einstök verksvið, húsmóðurinn- ar, þjónustunnar, eldabuskunn- ar, matseljunnar, o.s.frv. Einnig um sjósókn kvenna, þvott, saumaskap og skógerð, fatagerð og matjurtarækt. Isíðari köflum bókarinnar er fjallað um laun og kjör kvenna fyrir og eftir siða- skipti, fátæklinga íslands, kjör verkafólks á 19. öld og á fyrri hluta 20. aldar. Bókinni lýkur á kafla um tímabilið eftir 1944 þegar vinnukonurnar hverfa af sjónarsviðinu og nýjar stéttir koma með nýjum störfum. Bókin er prýdd miklum fjölda ljósmynda og teikninga og eru flestar þeirra, eða rúmur fjórðungur, málverk Sigurlaugar Jónasdóttur frá Öxney. í formálanum hvetur Anna lesendur til að senda Kvennasögusafninu nýjar upplýsingar og frásagnir af vinnubrögðum ef þeim finnast þær vanta eða vera aðrar en í bókinni, svo og ef lesendur hafa vitneskju um fleiri konur sem höfðu sjálfstæða atvinnu af því að selja kostgöngurum fæði eða veita ferðamönnum næturgreiða. Allar slíkar upplýsingar þiggur safnið með þökkum. komið er, eru málverk hans ekki nægilega persónuleg. Þau eru of í ætt við ný-klassík og síð-kúbisma millistríðsáranna. Með stöðlun formteikningarinnar eru þau eins og holur hljómur þess franskætt- aða þjóðlegheitastfls sem skaut rótum í íslenskri list á kreppuár- unum og staðfestist eftir stríð í verkum September-manna. Þessi stfll er orðinn of þekktur og afdankaður Þótt hann hafi verið kraftmikill í meðförum Þor- valds Skúlasonar á stríðsárunum og strax þareftir. Slíkt picassískt 20. aldar afbrigði af grísk- rómverskum Miðjarðarhafsstfl hefur einfaldlega runnið sitt skeið. Hitt er þó Einari til bjargar að oft bregður hann út af ritning- unni og þá lifna málverk hans til muna. Það er ljós sem þá kviknar ætti auðveldlega að geta vísað honum veginn til nýrra sigra. HBR Um þessar mundir eru liðin 25 ár frá fyrstu tónleikum Söngsveitarinnar Fílharmón- íu. Afmælisins verður minnst meðýmsum hætti og fyrstog fremst með tónleikum þann 30. maí n.k. í Háskólabíói. Á tónleikunum flytur Söngsveit- in oratóríuna Judas Macca- bæuseftirG.F. Hándel með Sinfóníuhljómsveit íslands. Einsöngvarar eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Jón Þorsteinsson og Robert Becker. Stjórnandi er Guðmundur Emilsson. Þessir tónleikar eru jafnframt framlag Söngsveitarinnar Ffl- harmóníu og Sinfóníuhljóm- sveitarinnar til 300 ára afmælis G.F. Hándels, sem minnst er á þessu ári. Gefinn hefur verið út vandað- ur afmælisbæklingur í tilefni af- mælis Söngsveitarinnar. Þar er m.a. getið allra verka sem Söng- sveitin hefur flutt á starfsferli sín- um og ýmissa atriða í starfi og sögu hennar getið á máli og myndum. Gamlir félagar og vel- unnarar kórsins sem hafa áhuga á að eignast afmælisbæklinginn hafi samband við Önnu Maríu (S: 74135), Elínu (S: 31628) eða Margrét (S: 42724). Loks er að geta þess, að starfi vetrarins lýkur með veglegu af- mælishófi, sem haldið verður að HótelEsjuþ. 31. maín.k. Gamlir félagar eru minntir á tónleikana og einnig hvattir til að taka þátt í afmælishófinu og eru þá beðnir að hafa samband við Dórótheu (S: 16034), Rögnu (S: 44611) eða Emmu (S: 75170). Kaffií Norrœna Kaffistofa Norræna hússins er vinsæll áningarstaður, hvort sem menn eru á menn- ingarreisum eða bara að rölta í góð veðrinu. Nú í byrjun maí var hún lokuð um skeið vegna lagfæringa en nú hefur hún verið opnuð á nýjan leik, mál- uðíhólfoggólf. Ýmsar nýjungar eru á döfinni í rekstri kaffistofunnar og er m.a. ætlunin að kynna matarmenn- ingu Norðurlanda með því að bjóða upp á smárétti frá hverju landi. í sumar verða svo á boð- stólum íslenskir réttir fyrir ferða- menn og aðra. Sérréttur hússins verða svonefndar Drammen- pönnukökur með matarmikilli fyllingu, kjöti, rækjum, sveppum ofl, ásamt hrásalati. Áfram verð- ur boðið upp á súpu, salat og smurt brauð í hádeginu. Undanfarin ár hefur rekstri kaffistofunnar verið leigður út en nú tekur húsið sjálft við rekstrin- um undir stjórn Kristínar Egg- ertsdóttir sem annaðist kaffistof- una fyrstu tólf árin. -ÞH Norrcena húsið Duo Con- certante Samleikuráfiðlu, gítarog lútuíkvöld í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30 gefsttónlistarunnend- um kostur á að hlýða á sam- leik tveggja danskra lista- manna sem leika á hljóðfæri sem ekki rugla reytum sínum oftsaman. Þeireru KimSjö- gren sem leikur á fiðlu og Lars Hannibal sem leikur á gítar og lútu. Saman heita þeir Duo Concertante, og tónleikar þeirra verða í Norræna hús- inu. Á efnisskránni eru bæði gömul verk í upprunalegum búningi, t.d. fiðlusónötur þar sem „basso continuo“ er leikið á gítar eða lútu og nýrri verk sem þeir hafa umskrifað fyrir hljófæri sín. Duo Concertante var stofnað árið 1980 og hefur síðan komið víða fram á tónleikum og í sjónvarpi auk þess sem þeir félagar hafa leikið inn á tvær hljómplötur. Þeir hafa hlotið ágæta dóma, þykja hafa fjölbreytta tækni á valdi sínu og vera ljóðrænir og skemmtilegir. -ÞH Lyfjabókin ísafoldgefurút danska lyfjahandbdkfyrir almenning ísafoldarprentsmiðja h.f. hef- ur gefið út bókina Lyfjabókin eftir danska lækninn og lyfjafr- æðinginn Niels Björndal. Bókin hefur að geyma upplýsingar um algengustu lyf og lyfjasamsetn- ingar á íslandi. Bókin er þannig uppbyggð að í upphafi eru al- mennar upplýsingar um lyf, notk- un þeirra og geymslu, svo og regl- ur um afgreiðslu lyfja. Síðan er öllum lyfjum gerð skil, hvað þau eru, til hvers þau eru notað og hverjar hugsanlegar aukaverka- nir eru. Þá er þess getið ef sömu lyf eru seld undir mismunandi heiti. Finnbogi Rútur Hálfdánarson og Guðrún Edda Guðmunds- dóttir lyfjafræðingar þýddu bók- ina úr dönsku. Mi&vikudagur 22. mai 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.