Þjóðviljinn - 22.05.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.05.1985, Blaðsíða 14
FRÉITIR Athugasemd Enn um Regnbogann f Þjóðviljanum 4. maí s.i. var fjall- að um flutninga skipafélagsins Rain- bow N avigation og m. a. vitnað til Ax- els Gíslasonar forstjóra skipadeildar Sambandsins. Vegna þessara skrifa hafa umboðsmenn bandaríska félags- ins óskað að fram komi að Rainbow Navigation hafi aldrei undirboðið neina flutninga, hvorki til né frá ís- landi. Benda þeir á að Axel hafi ekki nefnt neinar tölur eða staðreyndir máli sínu til stuðnings. l eir vilja og vekja athygli á að Rainbow Navigati- on sé einkafyrirtæki án tengsia við bandaríska ríkið. Þar með sé ekki við það að sakast heldur bandaríska lög- gjöf, vilji menn deila á einokunarað- stöðu þess í flutningum fyrir varnar- liðið. —b Þjóðmál Dreifbýlið, háskóli reifaði hvar tjaldstæðin ættu að vera, hversu mörg, og hvers kon- ar. Hjólhýsi hafa verið til vand- ræða, það ætti ekki að planta hjólhýsum inni á sjálfu svæðinu, það hefur myndast einhvers kon- ar sumarbústaðahverfi og þarf að koma upp skipulagi utan skipu- lagsins fyrir hjólhýsi. Einnig þarf að efla gæslu á svæðinu til að veita „svörtu sauðunum" mót- stöðu. Sumarbústaðir og girðing lóð- anna í kringum þá, jafnvel alveg niður að vatnsbakka, eru ekki æskilegt fyrirbæri innan Þing- vallasvæðisins, enda brýtur það í bága við náttúruverndarlög að girða svæði niður að vatnsbakka, það hamlar umferð í kringum vatnið. Við þurfum að einblína á það að þetta svæði er eign allrar þjóðarinnar og nýttur af almenn- ingi, sérstaklega þegar litið er á þá staðreynd að helmingur þjóð- arinnar býr á þeim hluta landsins, sem er í einungis klukkustundar aksturs fjarlægð frá staðnum. Síðastliðið sumar var byrjað að bjóða upp á ferðir með leiðsögu- mönnum um svæðið. í bígerð er að gefa út bæklinga og síðan að merkja svæðið vel svo að fólk geti farið sjálft og fræðst um þennan helgistað íslands". -SP. og þróun Vorfundur kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra lýsir fullum stuðningi við baráttu bæjar- stjórnar Akureyrar fyrir útibúi frá Háskóla íslands og að fyrir- huguðu þróunarfélagi verðival- inn staður á Akureyri. Alþýðu- bandalagið bendir á nauðsyn þess að tekin verði upp gjörbreytt stefna í sambandi við dreifingu þjónustustarfsemi um landið. Tali er að allt að % hlutar nýrra starfa á næstu árum verði til í ým- iss konar þjónustu. Því er ljóst, að, ef landsbyggðin fær ekki stór- aukna hluteild í þessari atvinnu- grein, mun enn síga á ógæfuhlið- ina í byggðaþróun í landinu með vaxandi fólksflótta af lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðis- ins. Alþýðubandalagið skorar á stjórnvöld að sýna nú viljann í verki með því að ákveða nú þegar að háskólakennsla verði hafin á Akureyri haustið 1986 og að styðja framkomna tillögu á Al- þingi um að fyrirhuguðu þróun- arfélagi verði valinn þar staður. Síðastliðið sumar var byrjað að bjóða upp á ferðir með leiðsögumönnum um Þingvallasvæðið. Þorleifur Einarsson formaður Landverndar á innfelldu myndinni. Landvernd Þingvellir eign allrar þjóðarinnar Þorleifur Einarsson jarðfrœðingur: „Ráðstefnan heppnaðist vel. Það þarfað veita svörtu sauðunum mótstöðu. Sumarbústaðir óœskilegir innan Þingvallasvœðisins Um síðustu helgi gekkst Land- vernd fyrir ráðstefnu um Þingvelli, framtíð og friðun Þing- vallasvæðisins. Þorleifur Einars- son jarðfræðingur flutti setning- arræðuna, forseti Islands frú Vig- dís Finnbogadóttir ávarpaði ráð- stefnugesti og síðan voru flutt sjö framsöguerindi. „Ráðstefnan heppnaðist vel og ég tel að hún hafi orðið að gagni um framtíð og friðun Þingvalla- svæðisins, og einnig um áætlun á framtíðaskipulagi svæðisins“, sagði Þorleifur Einarsson jarð- fræðingur þegar Þjóðviljinn hafði samband við hann. „Guðmundur Ólafsson forn- leifafræðingur hafði framsöguer- indi m.a. um að lítið hafi verið unnið að fornleifauppgreftri á svæðinu, það þarf að gera forn- minjakönnun og skrá yfir forn- minjarnar til að gera áætlun um Lórantæki á Egilsstaði inn 9. maí afhentu forráða- menn Radíómiðunar h.f. á Grandagarði í Reykjavík forystu- mönnum björgunarsveitar SVFÍ, Gró á Egilsstöðum, að gjöf lóran- tæki til notkunar í snjóbíl björg- unarsveitarinnar. Eins og kunnugt er kom í ljós í björgunarleiðangri Gróar á Vatnajökli í mars s.l. hversu nauðsynleg slík tæki eru við leit á jökli. SVFl og björgunarsveitin Gró þakka gefendum höfðinglega gjöf- frekari uppgröft. T.d. væri fróð- legt að vita hvernig búðir hafa litið út, í gegnum tíðina, það hef- ur aldrei verið kannað, og um Lögberg vitum við ekki neitt. Pétur M. Jónasson vatnalíffræð- ingur gerði góða grein fyrir um- hverfisþáttunum, m.a. þegar vatnið hækkar og lækkar fyrir áhrif Sogs-virkjar.a, sem hefur miður góð áhrif á lífríki Þing- vallavatns. Eyþór Einarsson for- maður Náttúruverndarráðs kom með þá tillögu að friðunarsvæðið yrði stækkað, umhverfið er illa farið af uppblæstri vegna of mik- ils álags á beitiland. Hugmynd er uppi um að stækka fólksvanginn verulega svo hann gæti tengst Bláfjallasvæðinu. Finnur Torfi Hjörleifsson lögfræðingur kom fram í hlutverki leikmannsins og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða hjúkrunarframkvæmdastjóra frá 1. september n.k. Umsóknarfrestur er til 14. júní 1985. Umsóknir sendist til hjúkrunarforstjóra, sem veitir upplýsingar í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.. Aðalfundur S.Í.F. Aðalfundur Sölusambands íslenskra fiskfram- leiðenda fyrir árið 1984 verður haldinn að Hótel Sögu dagana 5. og 6. júní nk. og hefst kl. 14.00 e.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda. MINNING Bjöm Ingvar Helgason Hrappsstöðum Vopnafirði F. 30. mars 1929 — D. 5. maí 1985 Ég vil minnast þessa manns sem oftast var kallaður Ingi, þeg- ar ég heyrði lát hans hljóma í eyrum mínum fannst mér ský draga fyrir sólu. Nú hefur góður nágranni minn kvatt þetta líf og tæplega getað heilsað sumri og sól. Frá vöggu til grafar verður þetta sem stuttur dvalarstaður hér á jörð. Ég vil þakka honum góð kynni bæði fyrr og síðar. Er komið var á Hrappstaði var hann ávallt ljúfur í lund og tók á móti sveitungum sínum og nágrönnúm með glöðu geði sem ekki var hægt að gleyma, fór hann ljúfum orðum við þá sem hann sóttu heim. Þeg- ar þessi stund kemur þá er tæp- lega hægt að kveðja vini og kunn- ingja sem hefðu viljað fá hlý orð og handtak. Ég á ekki mynd af honum en hann er greyptur í huga mér eins og ég man eftir honum. Enn lifa eftir minningar í hjörtum þeirra sem þekktu hann að góðum dreng. Vil ég þakka öll liðin ár er hann dvaldi með okkur hér heima. í vinahópi var hann glettinn og allir sem þekktu hann urðu kunningar hans og þegar við kvöddum hann var handtak hans fast og traustlegt. Far heill, þér fylgi kraftur hins besta sem er til. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Þýtt S.E. Kristján Jósefsson frá Sirakstöðum 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.