Þjóðviljinn - 22.05.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.05.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Stjómarandstaðan sameinast til lausnar húsnæðisvandanum „Þingflokkar í stjórnarandstöðu á Alþingi vilja hér með vara hæstvirta ríkisstjórn og þing- meirihluta við því að slíta þingi, án þess að leysa ríkjandi neyðarástand í húsnæðismálum “ segir í upphafi þess umræðugrundvallar sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar á þingi afhentu þeim mönnum sem öðrum fremur bera ábyrgð á neyðarástandinu, þeim Þorsteini Pálssyni for- manni Sjálfstæðisflokksins og Steingrími Hermannssyni formanni Framsóknarflokksins. Stjórnarandstaðan minnti formenn stjórnar- flokkanna á orsakir neyðarástandsins; skerta greiðslugetu lántakenda vegna afnáms vísitölu- bindingar launa en ekki lána. En þetta kallaði forsætisráðherra sjálfur einmitt „mistök" stjórn- arinnar. Hin ástæðan var „vaxtafrelsið“ sem formaður Sjálfstæðisflokksins kallaði „tíma- mótaákvörðun" á sínum tíma, - en hefur leitt af sér hækkun raunvaxta og óberandi vaxtabyrði fyrir húsnæðiskaupendur og fleiri aðilja í þjóðfé- laginu. Það er í sjálfu sér merk tíðindi að stjórnarand- staðan skuli hafa sameinast um málfylgju í svo mikilvægum málaflokki og húsnæðismálin eru. Með þessu hefur andstaðan sýnt að hún rís undir þeirri siðferðislegu ábyrgð sem því fylgir að reka áreiðanlega stjórnarandstöðupólitík á löggjafarsamkomunni. Með þessu sýnir and- staðan styrk sinn og kemurfram sem raunveru- legur valkostur. I umræðugrundvellinum við ríkisstjórnina segir enn fremur: „Þingflokkar stjórnarandstöð- unnar hafa náð samkomulagi um breytingartil- lögur við frumvarp ríkisstjórnarinnar um greiðslujöfnun húsnæðislána. Aðalatriði þeirra tillagna er að stjórnvöld viðurkenni undan- bragðalaust þann umframreikning sem lántak- endum hefur verið gert að greiða, vegna mis- gengis launa og lánskjara og hækkunar raun- vaxta umfram verðbólgu". í breytingartillögum andstöðunnar felst m.a. að greiðslujöfnun, sem Steingrímur og Þor- steinn ætluðu að bjóða þeim sem vilja þreyta krossapróf hjá Húsnæðisstofnun, - nái í stað þess til allra og einnig til banka og lífeyrissjóða, -að greiðslumarkið miðist við vísitölu kauptaxta en ekki einhverja enn eina ránskjaravísitöluna, - að vextir verði lækkaðir og margt fleira. Þessar tillögur andstöðunnar um lausn á ríkj- andi neyðarástandi eru lagðar fram með von um að samkomulag geti tekist á Alþingi fyrir þinglausnir. Stjórnarandstaðan vísar til fram- lagðra fjáröflunartillagna en hafnar erlendum lántökum. „Aðalatriðið að okkar mati er“segir í umræðú- grundvelli stjórnarandstöðunnar, „að Alþingi verði ekki slitið fyrr en lántakendur hafi fyrir því fullnægjandi tryggingu, að lausn sé fundin á ríkjandi neyðarástandi". Það var svo í rökréttu framhaldi af eymingja- dómi ríkisstjórnarinnar að forystumenn stjórn- arflokkanna vældu í ríkisfjölmiðlunum undan upplýsingum húsnæðishópsins í fjölmiðlum. Þeir hafa nefnilega ekkert gert enn. Hins vegar er ekkert lát á allra handa yfirlýsingum þeirra um að þeir vilji gera þetta og vilji gera hitt. Þannig var t.d. Alexander húsnæðisráðherra, sem hefur formlega með þennan málaflokk að gera, alltíeinu að leggja fram tillögur um leiðrétt- ingar á G-lánum sem hafa ekki hækkað um krónu frá því anno domini 1983. Allt eru þetta bara tillögur hjá Alexander, en ekki ákvarðanir, og ástæðulaust fyrir fjölmiðla að taka þær alvar- lega fremur en fyrri „tillögur “ sem ekki hafa komist til framkvæmda. Uppá síðkastið hefur einmitt mjög borið á misvísandi upplýsingum af því tagi frá ríkis- stjórninni sem fjölmiðlarnir voru með um s.l. helgi. Ríkisstjórnin er þannig að reyna að draga athyglina frá neyðarástandinu af sínum eigin völdum. En eftir stendur sá nakinn sannleikurinn: Þeir tala og tala; en annars EKK- ERT. Samstarf stjórnarandstöðunnar í málinu gæti bjargað löggjafarsamkomunni frá hlutdeild í skömminni. KLIPPT OG SKORK) Strákarnir í Ungliðarnir hafa fengið alvörubyssur að leika sór að. Og þá getur ýmislegt gerst.. Á kvikmyndahátíð sem nú stendur yfir má sjá austurríska kvikmynd sem nefnist Ungliðarn- ir eða réttara sagt Arftakarnir. Þar segir frá ungum strákum sem Iáta ýmislegt sem þeim er and- snúið í tilverunni teyma sig í fé- lagsskap nýnasista. Grimm mynd og um margt vel gerð. Sá sem gengur út af myndinni veltir því fyrir sér stundarkorn hvaða áhrif slíkar myndir hafa. Með öðrum orðum: Ef það er ætlun höfunda slíkrar myndar að vara við þeim tvísýna og há- skalega og glæpsamlega leik, sem svokallaðir öfgahópar til hægri stunda hér og þar um Evrópu - ná þeir þá tilgangi sínum? Kannski sjá aðeins þeir boðskapinn, sem þegar vita hvað nasismi er og var? Er það hugsanlegur möguleiki, að sá „félagsandi“ í táknum, lúðrablæstri, lýðskrumi, slagsmálum, misþyrmingum og vopnaskaki, sem aðalsöguhetjan ánetjast, gæti jafnvel orðið smá- hvöt einhverjum til að prófa hið sama? Á þeirri öfugsnúnu for- sendu að hjá þessum drengjum sé þá eitthvað að gerast! Einhver hasar! Þessi tilgáta er borin fram m.a. vegna þess að þegar fræg mynd, Clockwork Orange, gekk um garða fyrir nokkrum árum, þá vakti ofbeldið í henni ekki við- bjóð allara, heldur freistaði ein- hverra til að leggja í eftirhermur. Skelfilegt minnisleysi í annan stað minnir mynd sem Ungliðarnir mjög á það skelfilega minnisleysi og tilfinningaleysi fyrir jafnvel nýliðinni sögu sem virðist herja á flest lönd. Nýnasistaflokkurinn, sem segir frá í myndinni, ætlar að reyna að öðlast hylli virðulegra borgara og afneitar því Hitler í orði kveðnu. En um leið er af- neitað glæpaverkum hans og þá fyrst og fremst Gyðingamorðun- um. Og eins og fréttir herma, þá er þetta ekkert einsdæmi - til eru ýmis málgögn hér og þar í Evrópu og höfundar bóka, sem halda því fram að heimildir um þau „iðnað dauðans" sem nasistar stunduðu í Auschwitz og víðar, séu blátt áfram uppspuni. Vitanlega trúa þeir ekki sjálfir þessum staðhæf- ingum sínum. En þeir treysta á að nógir séu til, sem eru nógu rugl- aðir og fáfróðir til að taka mark á sögufölsun - einkum ef hún er nógu ósvífin. Svo er annað: Margt er það sem hrópar og jafnvel heilar þjóðir sjá sér hag í að gleyma. Hvaða gaur var Hitler? Og jafnvel þótt menn séu ekki að reyna að hagræða fortíðinni sér í hag: Minnisleysið er yfir- þyrmandi samt. Þess var minnst á dögunum að fjörutíu ár eru frá því að friður komst á í Evrópu. I breska sjón- varpinu var þá allmikið um að vera, sýndar voru heimildamynd- ir um lokaskeið stríðsins og fleira í þeim dúr. Það var líka farið í skóla einn í Bristol og nemendur spurðir um stríðið og helstu per- sónur þess. Þeir vissu ekki, hver var sá flokkur sem Hitler hafði komið til valda og því færra um stefnu hans. Þeir vissu ekki hver var forseti Bandaríkjanna í styrj- öldinni. Var það kannski John F. Kennedy? spurði einn sem fróð- astur var. Það var ekki fyrr en komið var að Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands, að þessir bresku unglingar vissu nokkurnveginn hvað verið var að spyrja um. Sjónvarpsrýnandinn spyr síð- an: „Hefur unga fólkið hjá okkur varið bestu árum ævinnar til þess að horfa á stríðsmyndir og mynd- bandahrollvckjur um útrýming- arbúðir án þess að hafa lært hið minnsta af þeim um það, hverjir nasistar voru?“ Það er nefnilega það. Miðillinn er boðskapurinn Breskir foreldrar og breskir unglingar hafa enga sérstaka ástæðu til að gleyma stríðinu. Breskir unglingar hafa áreiðan- lega séð mikið af kvikmyndum og sjónvarpsþáttum um stríðið, um andspyrnuhreyfingu, um upp- gang nasismans, jafnvel um út- rýmingarbúðirnar. En það er stundum engu líkara, en að það mikla filmumagn sem rennur fram hjá augum yngri kynslóðar sé þess eðlis, að einmitt magnið sjálft komi í veg fyrir að áhorf- andinn fái einhvern skynsam- legan botn í það sem fyrir augun ber. Og þetta gerist líklega ekki barasta af því að fjöldi stríðs- mynda er afar yfirborðlegur, og þar með sé boðið upp á það, að allt sögulegt samhengi víki fyrir spennandi ævintýrum einstak- linga í svosem hvaða stríði sem væri. Eins og sjálfsagt er deila menn víða um lönd um stefnu í dag- skrármálum sjónvarps. Vitan- lega halda menn fram gæðaefni ýmiskonar og vilja halda allskon- ar hroða frá skerminum, þótt misjafnlega gangi. Sjálfsagt að halda því áfram. En það er líka vert að gefa gaum að þeirri kenn- ingu, að þegar sjónvarps- og myndbandanotkun er komin yfir einhverja mettun - sem enginn veit reyndar hver er - þá fer inni- hald dagskrár að skipta æ minna máli. Sjálft magnið tekur við og eins og gerir áhorfandann ómyndugan og ráðvilltan. -ÁB. DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviíjans. Rit8tjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Rltstjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Bíaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljó8myndir: Einar ólason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrlta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglysingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Margrót Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Hú8mæður: Bergljót Guðjónsdóttir, ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mónuðl: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 22. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.