Þjóðviljinn - 22.05.1985, Síða 13

Þjóðviljinn - 22.05.1985, Síða 13
ÞJÓÐMÁL Húsnæðiskerfið hrynur eins og spilaborg Margir lífeyrissjóðir munu lenda í stórfelldum vanda með lífeyrisgreiðslurfljótlega eftir næstu aldamót Þegarsjóðirnir hætta að geta lagt húsnæðislánakerfinu til fé þá hrynur það eins og spilaborg. Hætt við Hrafn Magnússon framkvæmdastjóra Sambands almennra lífeyrissjóða. Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða. Hvað felur samstarf innan S AL í sér? „Samband almennra lífeyris-' sjóða er samræmingarstofnun líf- eyrissjóða sem eru á samnings- sviði Alþýðusambands íslands. í samræmingunni felst meðal ann- ars: að sambandið sér um að greiða út lífeyri til allra sjóðsfé- laga innan sambandsins sem líf- eyris njóta, það sér um að úr- skurða um lífeyrisrétt fyrir flesta sjóðina, gefnar eru umsagnir til aðildarsjóðanna um lífeyris- og lánamál og sambandið er máls- vari sjóðanna út á við og gagnvart ríkisvaldi, það sér um ýmis nám- skeið og uppfræðslu fyrir starfs- fólk og síðast en ekki síst þá starfa sjóðirnir innan sambandsins eftir samræmdri reglugerð. Sjóðsfé- lagarnir búa því við samræmdan lífeyrisrétt. Ekki skiptir máli hvort menn greiða í sjóð norður í landi eða til dæmis í Vest- mannaeyjum. Samræmingin tryggir að lífeyrisþeginn fær líf- eyrisrétt út á allar greiðslurnar og lífeyrinn greiddan í einu lagi, t.d. í banka eða sparisjóði, með milli- göngu SAL.” Ef sjóðfélagi greiðir um tíma til sjóða, sem eru utan SAL, hvernig fer þá um lífeyrisrétt hans? „Fjármálaráðuneytið heldur lífeyrisskrá, þar sem lífeyrisréttur allra landsmanna er skráður. Sjóðsfélagi sem greitt hefur til sjóðs utan SAL fær lífeyri sinn beint frá þeim sjóðum öðrum sem hann kann að eiga lífeyrisrétt t. Þó að ýmsir sjóðir utan SAL hafi samræmt reglur um lífeyris- rétt í átt að því sem gildir innan sambandsins þá er hann enn nokkuð mismunandi.” Eru margir lífeyrissjóðir Al- þýðusambandsins utan SAL? „Lífeyrissjóðir verslunar- manna og Lífeyrissjóður SÍS eru fjölmennastir. f*á má nefna líf- eyrissjóð sjómanna, en gagnvart þeim sjóði hafa SAL sjóðirnir mjög náið samstarf.” Er enn stefnt að einum lífeyris- sjóði fyrir alla landsmenn? „í kjarasamningum frá 1976 er rætt um að koma á samfelldu líf- eyriskerfi. Þó að einn lífeyris- sjóður sé markmið sem beri að stefna að þá verður að ná því á löngum tíma og í nokkrum skref- um. Samræmt lífeyriskerfi er áreiðanlega miklu nærtækara.” En er einn lífeyrissjóður að þínu viti æskilegt markmið að keppa að? „Það þarf að fækka sjóðunum til mikilla muna, með samein- ingu, eða samruna sjóða. Ef stofnaður er einn sjóður, verður að svara þeirri spurningu hvernig lífeyrisrétturinn á að verða. A hann að verða sambærilegur við það, sem hann er t.d. innan SAL, eða svipaður því sem gerist í Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins? Ætli mönnum muni ekki veitast erfitt að ná samkomulagi um að skerða réttindi einhverra eins og yrði að gerast ef byggt yrði á SAL kerfinu. Öflugir svæðissjóðir eru að mínu viti nauðsynlegir vegna þess að sjóðsfélagarnir verða að geta fengið þjónustu í heima- byggðinni. Þó svo að komið yrði á einum lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn verður aldrei komist hjá því að vera með umboðsskrif- stofur víða um land, þannig að kostnaðurinn yrði vafalítið svip- aður. Hins vegar kæmi vissulega til greina að sameina einhverja þætti almannatryggingakerfinu, eins og til dæmis greiðslu maka--' lífeyris.” Mætti þá ekki sameina lífeyris- sjóðina almannatryggingakerf- inu að öilu leyti? „Svo mikil miðstvrine fiár- magns væri þjóðfélaginu ekki holl. Samfélagið á að sjá öllum fyrir ákveðnum lágmarkslífeyri en ofaná hann eiga síðan að koma greiðslur frá lífeyrissjóðunum.” Núverandi kerfi byggist á sparnaði og söfnun í sjóðina. Eru líkur á að því verði breytt og tekið upp gegnumstreymiskerfi? „Nei, ég hef enga trú á því. Lífeyrissjóðirnir eru samnings- og lögbundinn sparnaður á alla starfandi menn í landinu. Verði tekið upp gegnumstreymiskerfi mun ríkisvaldið örugglega lög- binda sparnað, til að fjármagna ýmsar framkvæmdir, jafnvel greiða niður erlendar skuldir. Auk þess verður gegnumstreymi- skerfið ofviða starfandi fólki, þegar aldurssamsetningin verður óhagstæðari, eins og nú er greini- legt.” Með þessu ertu að legga áherslu á fjárfestingarhlutverk sjóðanna. Það leiðir hugann að því að Lífeyrissjóðirnir eru gagnrýndir fyrir vaxtaokur. Hvað viltu segja um það? „Forráðamenn lífeyrissjóð- anna eiga að tryggja sem besta ávöxtun þeirra, þannig að sjóð- irnir verði færir um að greiða sæmilegan lífeyri þegar þar að kemur. í þessu hefur auðvitað orðið viss hagsmunaárekstur. Sjóðsfélagarnir vilja margir hverjir fá lán á lágum vöxtum. Það má hafa til marks um hve verðtrygging og vextir hafa mikla þýðingu, að óverðtryggð skuldabréf sjóðanna eru innan við 10% af eignum þeirra þó ekki séu nema 5-6 ár síðan verð- tryggingin var tekin upp. Þeir sem fengu óverðtryggðu lánin, voru raunverulega að taka lífeyri sinn út fyrirfram.” En varla getur það verið rétt- lætanlegt að lífeyrissjóðirnir taki þátt í að koma fjölskyldum á von- arvöl með vaxtaokri? „Það er ekki á verksviði líf- eyrissjóðanna að móta vaxta- stefnu á lánamarkaði. Þeir verða því þolendur hennar á hverjum tíma fremur en ráðendur. Vextir eru nú of háir. Vextir af verð- tryggðum lánum ættu ekki að vera meira en 3%. Ef lífeyris- sjóðslán yrðu hins vegar með lægri vöxtum en almennt gerist á markaðnum, þá yrði ásóknin í þau miklu meiri en nú er og enn erfiðara að beina þeim til þeirra, sem mest þörf hafa fyrir þau, þ.e.a.s. byggjendur og kaupend- ur íbúða.” Fer ekki stór hluti lánanna beinlínis til neyslu, bílakaupa, ferðalaga og þ.h.? „Samkvæmt athugunum hjá lífeyrissjóðunum, fer langstærst- ur hluti lífeyrissjóðslánanna til íbúðabygginga eða kaupa á einn eða annan hátt. Að mínu viti á að stefna að því að lífeyrissjóðirnir hætti að lána beint til sjóðsfélaga. Það væri eðlilegra að láta slíkar lánveitingar fara í gegnum húsnæðislána- og bankakerfið. Lífeyrissjóðirnir eru nú skyldaðir til að nota 40% af ráðstöfunar- tekjum sínum til kaupa á skulda- bréfum fjárfestingalánasjóða, m.a. byggingasjóðanna. Lífeyris- greiðslur fara stöðugt hækkandi. Þegar að því kemur að öll iðgjöld- in fara í lífeyrisgreiðslur hrynur íbúðalánakerfið eins og spila- borg, sé ekki að gert. Ég tel það fullkomið ábyrgðarleysi af stjórnvöldum að efla ekki hús- næðislánakerfið, með því að auka fjárstreymið frá öðrum en lífeyrissjóðunum. Duga lífcyrissjóðaiðgjöldin eins og þau eru núna fyrir lífeyris- greiðslum framtíðarinnar? „Engan veginn. Miðað við óbreytt kerfi og aldurssamsetn- ingu þjóðarinnar munu sjóðirnir lenda í feiknalegum vanda. Hver þeirra lendir fyrst í ógöngum er óvíst enn.” Hvenær verður þetta? „Fljótlega eftir næstu aldamót verður ástandið víða erfitt og ein- hverjir sjóðir geta lent í miklum ógöngum á allra næstu árum. Ég vil hins vegar undirstrika, að nú er unnið að því að koma málum í viðunandi horf. Ég held að sam- komulag geti til að mynda orðið um að taka lífeyrissjóðsiðgjöld af öllum tekjum, en ekki af dag- vinnu einni eins og nú er al- gengast.” Berist lífsyrissjóðunum tilmæli um að taka upp greiðslujöfnun af lánum sínum, svipað og gert er ráð fyrir í frumvarpi sem nú liggur fyrir alþingi, hverju munu þeir svara? „Ég tel að þeir eigi að taka vel í slíka málaleitan og þá til fram- búðar. Frambúðarlausn gæti fal- ist í því að greiðslubyrðin verði ákveðin í tengslum við kaupmátt, sem þýðir þá, í lækkandi kaup- mætti, að hluta af afborgunum og vöxtum er bætt aftan við lánin, en í vaxandi kaupmætti væri hægt að hugsa sér, að reikningurinn yrði jafnaður aftur. Vandi húsbyggj- enda er vissulega mikill núna en bráðabirgðalausnir sem einungis ná til hluta þeirra sem eiga í vanda eru ekki skynsamleg leið. ” Finnst þér skynsamlegt að hækkanir á brennivíni, lækkun á niðurgreiðslum og hækkanir á óbeinum sköttum hækki skuldir sjóðsfélaganna við lífeyrissjóð- ina? „Því er fljótsvarað. Nei, slfk verðtrygging er fáránleg.” -hágé Miðvikudagur 22. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.