Þjóðviljinn - 22.05.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.05.1985, Blaðsíða 1
ÞJÓPMÁL MENNING Ráðgjafarnir Kolvitlausar spár! r Iumræðum á alþingi i fyrra- kvöld vakti Svavar Gestsson at- hygli á þeim dómi sem Vinnuveit- endasamband íslands hefur fellt yfir Þjóðhagsstofnun og spám hennar um þróun og framvindu í íslenskum efnahagsmálum. Þetta er, sagði Svavar, ein fróðlegasta samantekt á vinnubrögðum Þjóð- hagsstofnunar sem ég hef séð og sýnir að þær upplýsingar sem stjórnvöld byggja ákvarðanir sínar á eru mjög veikar og ekki traustvekjandi. Stofnanir sem þessar hafa alltaf tilhncigingu til að vera svartsýnar í spám sínum og þegar við völd er ríkisstjórn eins og sú, sem nú situr, tekur hún slíkar spár sem heilagan sann- leika og notar til að keyra niður kaupið. Svavar rakti nokkrar tölur úr ársskýrslu VSÍ úr töflu yfir þjóð- arbúskapinn 1984, annars vegar þjóðhagsáætlun og hins vegar það sem í rauninni varð. Árið 1984 spáði Þjóðhags- stofnun 4% samdrætti í einka- neyslu. Raunin varð aukning um 3%. Munurinn er 7%. Þjóð- hagsstofnun spáði samdrætti Svavar Gestsson: Spárnarfrá Þjóðhagsstofnun sem notaðar eru til að keyra kaupið niður hafa engan veginn staðist fjármunamyndunar um 5,5%, niðurstaðan varð aukning um 6,9%. Munurinn er 12-13%. Þjóðhagsstofnun spáði því að þjóðarútgjöld myndu dragast saman um 4,3% á árinu 1984 en í reynd jukust þau um 6,3%. Mun- urinn er 10,5%. Þjóðhagsstofnun spáði því að verg þjóðarfram- leiðsla mundi minnka um 2,4% á árinu 1984 en hún jókst um 2,7%. Munurinn er 5,1%. Þjóðhags- stofnun spáði því að viðskipta- jöfnuðurinn yrði óhagstæður um 0,2% af þjóðarframleiðslu. Niðrustaðan varð 6%. Þetta sýnir, sagði Svavar, að þau stjórntæki sem stjórnvöld hafa við að styðjast í efnahagsmálum eru veik og ekki traustvekjandi. -ÁI Forsendur þess sem gerist t.d. í samningum er að meira og minna leyti byggt á áætlunum Þjóðhags- stofnunar. Þessi mynd af áætlun Þjóðhagsstofnunar annars vegar og raunverulegri útkomu hins vegar sýnir glöggt hversu langt frá sanni þessarforsendur eru. (Myndin birtist í Ársskýrslu Vinnuveitendasambands íslands). Þjóðarbúskapurinn 1984 Þjóöhagsáætlun f. 1984 Útkoma (bráöab. tölur) Magnbreytingar frá fyrra ári í % Einkaneysla Samneysla Fjármunamyndun Birgðabreytingar Þjóðarútgjöld Útfl. vöru og þjónustu Innfl. vöru og þjónustu Verg þjóðarframleiðsla Viðskiptajöfn. í hlutf. af VÞF 0,2] Heimildir: Þjóðhagsáætlun f. 1984, Þjóðhagsstofnun < BHM Oddamann vantar Þrír menn hafa neitað að vera oddamenn í úrskurðarnefnd um deilu BHM og ríkis Ekki hefur enn tekist að full- skipa nefndina, sem úrskurða á í deilumálum ríkissjóðs og BHM. Aðilar hafa hvor um sig tilnefnt einn mann, en þrír menn hafa neitað að vera oddamenn. Er nú verið að bera víurnar í þann fjórða. Nefndin tekur til starfa strax og tekist hefur að fá oddamann. Þetta kom fram á alþingi í gær, þegar forsætisráðherra svaraði fyrirspurn Guðrúnar Helgadótt- ur um flótta háskólamenntaðra manna úr þjónustu ríkisins. Sagðist forsætisráðherra sjálfur hafa lagt að mönnum að taka þetta verkefni að sér en án árang- urs enn sem komið er. Samkvæmt upplýsingum Al- berts Guðmundssonar fjármála- ráðherra hafa þessir menn neitað að vera oddamenn í nefndinni: Klemens Tryggvason, fyrrum Hagstofustjóri, Jón Sigurðsson, forstjóri á Grundartanga, og Brynjólfur Sigurðsson, fyrrum Hagsýslustjóri. BHM hefur tilnefnt Stefán Ól- afsson formann launamálaráðs í nefndina og fjármáiaráðherra hefur tilnefnt Indriða Þorláksson sem sinn fulltrúa. -ÁI sís Erlendur beygði Val! Ekkibreið samstaðaumValsemforstjóra. GuðjóniB. boðinstaðaneftir maraþonfund. Þetta er besta veður sem hægt er aö fá á vorin. Það var hæð yfir landinu eða rétt við það og henni fylgdi þetta blíðskapar- veður, upplýstu yeðurfræðing- ar á Veðurstofu íslands. Spáin fyrir næstu daga er sú, að veðr- ið er að breytast, hægviðrið að fara yfir í norðanátt og það kóln- ar í veðri. Á Suður- og Austur- landi verður leftskýjað áfram og þar verða menn lítið varir við norðanáttina á daginn þegar skólin skín en næturnar verða kaldar. Fyrir norðan og vestan verður afturámóti kalt og skýjað. Ljósmyndina tók Einar Ólason í þakklætisskyni fyrir góða veðriö í gær. Eftir fjórtán klukkustunda mara- þonfund í stjórn SÍS í gær urðu lyktir þær að ekki náðist breið sam- staða um Val Amþórsson í embætti forstjóra SÍS. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans neituðu þrír stjórnar- menn af níu staðfastlega að samþyk- kja Val, sem ákvað þá að draga sig í hlé. Ákveðið var að bjóða Guðjóni B. Ólafssyni stöðuna. Jafnframt gerð- ustu þau merku tíðindi að stjórnin samþykkti að forstjórinn skyldi eftir- leiðis aðeins ráðinn til fimm ára, og sömuleiðis að ráðning nýs forstjóra svo og starfssamningur hans skuli héreftir staðfest á aðalfundi. Harðar deilur hafa verið innan stjórnar Sambandsins um hver næsti forstjóri eigi að vera. Erlendur Ein- arsson hefur haldið fram Guðjóni B. Ólafssyni, og hefur undanfarið beitt ýmsa stjórnarmenn í SÍS miklum þrýstingi til að samþykkja ekki Val. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans hafði Erlendur vitneskju af því, að Val myndi ekki fýsa til starfans nema breið samstaða næðist um hann. Á maraþonfundinum náðist ekki sam- staða um Val, sem fyrr segir. Þrír af níu stjórnarmönnum neituðu stöðugt að samþykkja ráðningu hans. Sam- kvæmt traustum heimildum Þjóðvilj- ans voru þetta þeir Finnur Kristjáns- son frá Húsavík, Ingólfur Ólafsson frá Kron í Reykjavík og Þórarinn Sig- urjtfnsson, alþingismaður Frantsókn- arflokksins. Þegar ljóst varð að þremenning- arnir myndu ekki ljá Val atkvæði sín dró Valur framboð sitt til baka undir lok fundarins. Þrátt fyrir að ekki sé í rauninni meirihluti fyrir Guðjóni B. Ólafssyni í stöðuna var samþykkt að bjóða honum hana eigi að síður að Vali brottgengnum. Þau merku tíðindi gerðust sömu- leiðis, að stjórnin samþykkti tillögur frá fulltrúaráðsfundi Kron, sem sam- þykktar voru þar í framhaldi af til- lögum Ólafs Ragnars Grímssonar á aðalfundi Kron. -ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.