Þjóðviljinn - 22.05.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.05.1985, Blaðsíða 6
Knattspyrnufelag Bríetar Bjarnhéðinsdóttur æfingar Eftir rækilegar samningaviðræður hefur hin trausta stjórn Knattspyrnufélags Bríetar Bjarnhéðinsdóttur með þrautseigju og festu náð samkomulagi við for- svarsmenn Knattspyrnufélags víðsýnna gáfumanna um sameiginlega æfingatíma á Klambratúnsvelli (við Lönguhlíð) á þriðjudögum kl. 17.30, fimmtudögum kl. 17.30 og laugardögum kl. 10.30. Þjálfari félagsins Eiríkur Brynjólfsson stjórnar nú Snæfellsnesúrvalinu en hefur yfirsýn með meistara- flokksæfingum Bríetar gegnum síma og verður í fylk- ingarbrjósti á lyftingaæfingum í helgarheimsóknum. Bríet væntir þess að hver maður geri skyldusína! Bakverðir allra landa, sameinist! Islandi allt! Stjórnin Kennari óskar eftir vellaunuðu starfi utan Reykjavíkur. Margt kemur til greina. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Þjv. Vorhappdrætti ABR : 1985 vmmnfflr; lirvdA . mai 10, 1. I-ck'* li! \wn in-J«*liv>!>r.n»r r.c' S.lii!v>iii:u(«-«V.:m - I .ikU.:: , lSMnl 2. (tli' lií K:m.li: .1 |k*:i> : (»».4 í v^IuIhiv •’ KrnilH'rMi'mcr •' | Hclíjr.it- * >,r.u;:i Simvinnwcr/ij 1 .ikKVn 15.000 Ver 5. Dvil i wim:nt<u>i i KwíMuikIc OiOckjt i OjniWNk.- -i v.om: S.«minnuf>‘i.S.i l.ir.l.ui 15400 6. IhOI i «j«w:liiivi i K.irMuntic fft;. OíAcívk i Oaiun.nku :i vepuir. Siimiiimibiði I Ait-hýn 15.00 Fjökli 1AIþýfnjbii ndnl i Reykjávík; Vinsamlegast gerið skil á heimsendum happdrættismiðum í vorhappdrætti ABR hið fyrsta, svo unnt verði að birta vinningsnúmer. Alþýðubandalagið í Reykjavík Blaðberar! Blaðberar! Óskast sem fyrst á Seltjarnarnesi og í Skerja- firði. Takið daginn snemma og berið út í góða veðrinu! niðBHUINN Síðumúla 6, Reykjavík. Sími: 81333. Útboð Sveitarstjórn Eyrarhrepps óskar eftir tilboðum í að Ijúka uppsteypu veggja og setja þak á íþróttahús Grundarfjarðar. Verkinu skal lokið 15. sept. 1985. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu sveitarstjóra í Grundarfirði og hjá undirrituðum og verða opnuð hjá sömu aðilum föstudaginn 31. maí 1985 kl. 11.00. Arkitektastofan s.f. Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall Borgartún 17, Reykjavík. Sími 26833. ÞJÓDMÁL Ákveðinn verði stuðningur ríkisins við listasafn Sigurjóns Ólafssonar, segir m.a. í tillögu Alþýðubandalagsins. Þessa mynd tók Ijósmyndari Þjóðviljans, gel í júní 1980 af Sigurjóni heitnum við heimili sitt í Laugarnesi. Fremsta myndin heitir Víkingurinn. Þingmál Úrbætur í hagsmunamálum myndlistarmanna Fjórir þingmenn Alþýðu- bandalagsins Svavar Gestsson, Guðrún Helgadóttir, Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Arnalds hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um málefni myndlistarmanna. Segja þau í stuttri greinargerð sem tillögunni fylgir að Myndlist- arþing 1985 hafi komið fram með margar ábendingar og tillögur í málefnum myndlistarmanna, sem nauðsynlegt sé að Alþingi gefi gaum að. Tillagan er þannig: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að skipa í samvinnu við Samband íslenskra myndlistar- manna nefnd er vinni tillögum um úrbætur í hagsmunamálum myndlistarmanna. Bendir Alþingi á eftirfarandi atriði sem rétt er að nefndin hafi til hliðsjónar: 1. Að undirbúin verði stofnun Launasjóðs myndlistarmanna með tekjum eins og bent var á í ályktun Myndlistarþings 1985. 2. Að fullgild aðild íslands að Flórenssáttmála varðandi flutning listaverka milli landa verði tekin til athugunar og ákveðin á næsta þingi. 3. Að samin verði drög að laga- frumvarpi sem tryggi betur en nú er gert að myndlistarmenn fái notið réttar síns samkæmt höfundalögum. 4. Að ákveðið verði hvernig ríkið framvegis styður Listasafn Sig- urjóns Ólafssonar. 5. Að sveitarfélög taki fullan þátt í átaki til að efla myndlistar- starfsemi. 6. Að Listaskreytingasjóður fái það fjármagn sem honum er ætlað samkvæmt lögum. 7. Að farið verði yfir tillögugerð myndlistarmanna frá síðustu árum og þær tillögur hagnýttar sem nefndin kemur sér saman um. Nefndin ljúki störfum svo fljótt að unnt verði að taka álit hennar til meðferðar á næsta löggjafarþingi. Kirkjulög Messutíðni bundin í lögum Stjórnarandstœðingar telja slíkt ekki eiga heima í lögum Samkvæmt nýjum lögum um kirkjusóknir sem samþykkt voru á alþingi sl mánudag, er skylt að messa á hverjum helgum degi þar sem sóknarbörn eru fleirl en 600, en á 8. hverjum helgum degi þar sem þau eru færri en 600. Breytingatillaga frá Ragnari Arn- alds um að prófastar og prestar hefðu meira frjálsræði í þessum efnum var felld að viðhöfðu nafn- akalli í efri deild. Með tillögunni voru allir stjórnarandstæðingar í deildinni auk Eyjólfs Konráðs Jónssonar, en aðrir stjórnarliðar voru á móti. Þeir Helgi Seljan og Ragnar Arnalds sögðu ákaflega óeðlilegt að binda með svo smásmugu- legum hætti í lög verkefni sókn- arnefnda og messutíðni. Þeir töldu eðlilegast að setja rúman lagaramma um þessa hluti þannig að kirkjan hefði á hverjum tíma og hverjum stað vald í sínum mál- um innan hans og bentu á að setja mætti reglugerðir um einstaka út- færsluatriði ef nauðsyn krefði. Þessi sjónarmið urðu sem fyrr segir undir í atkvæðagreiðslunni, en frumvarpið var flutt sem stjórnarfrumvarp að beiðni kirk- uþings. Annað frumvarp sem rekja má til sömu rótar er stjómarfrum- varp um sóknargjöld, sem nú er komið til neðri deildar. Þar er gert ráð fyrir að sóknargjöld geti verið á bilinu 0,2-0,8% af út- svarsstofni. Töldu stjórnarands- yrði úr til sókna þegar þörf væri á tæðingar í efri deild að 400% miklum fjárveitingum vegna munur á há- og lágmarki sóknar- sérstakra verkefna. Sú tillaga gjalda væri of mikill og lagði Al- náði ekki fram að ganga í efri þýðubandalagið til að stofnaður deild. yrði jöfnunarsjóður sem veitt -Ál Bjórinn Jáin og Þegar skýrt var frá því hér í Þjóðviljanum hvernig atkvæða- greiðsla í neðri deild um bjór- frumvarpið fór, voru eingöngu nefnd nöfn þeirra sem sögðu nei í nafnakalli um 1. grein frum- varpsins. Hér verður nú úr þessu bætt og skráð nöfn allra þeirra sem þátt tóku í atkvæðag- reiðslunni. Já sögðu 25 þingmenn. Þeir voru: Ingvar Gíslason, Eggert Haukdal, Ellert B. Schram, Frið- rik Sóphusson, Guðmundur Bjarnason, Guðmundur Einars- son, Guðrún Helgadóttir, Gunn- ar G. Schram, Halldór Ásgríms- son, Halldór Blöndal, Hjörleifur Guttormsson, Jóhanna Sigurðar- dóttir, Jón Baldvin Hannibals- son, Karvel Pálmason, Kristín Tryggvadóttir, Kristín Halldórs- dóttir, Kristín S. Kvaran, Einar Guðfinnsson, Bragi Mikaelsson, Neiin Ólafur G. Einarsson, Pálmi Jóns- son, Geir Hallgrímsson, Stefán Guðmundsson, Steingrímur Her- mannsson og Þorsteinn Pálsson. Nei sögðu 14 þingmenn. Þeir voru: Alexander Stefánsson, Guðmundur H. Garðarsson, Friðjón Þórðarson, Garðar Sig- urðsson, Geir Gunnarsson, Guð- mundur J. Guðmundsson, Guð- rún Agnarsdóttir, Ólafur Þórð- arsson, Páll Pétursson, Stefán Valgeirsson, Steingrímur J. Sig- fússon, Svavar Gestsson, Sverrir Hermannsson og Þórarinn Sigur- jónsson. Einn þingdeildarmaður, Ragn- hildur Helgadóttir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu þessari, þar sem hún var í ræðustól í efri deild. Búist er við að þriðju umræðu um bjórfrumvarpið í neðri deild lj úki í vikunni og þá fer það til efri deildar. -Á1 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.