Þjóðviljinn - 07.06.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.06.1985, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Alþingi í síðustu viku samþykkti Al- þingi einróma Stefnu l'slend- inga í afvopnunarmálum. Hér er um tímamótasamþykkt að ræða, ekki aðeins vegna þeirrar víðtæku samstöðu sem náðist meðal stjórnmálaflokk- anna allra, heldur einnig vegna áréttingar Alþingis á þeirri stefnu að á íslandi verði ekki staðsett kjarnorkuvopn. Þá er í sam- þykktinni sett fram hugmynd um kjarnorkuvopnalausa N-Evrópu um leið og ákveðið er að kanna þátttöku íslendinga í frekari um- ræðum um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. í lok samþykktarinnar er gert ráð fyrir að áfram verði leitað samstöðu allra flokka í landinu um frekari útfærslu á hugmyndum um af- vopnun í okkar heimshluta. Til- lagan, sem utanríkismálanefnd lagði fyrir þingið og samþykkt var er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að brýna nauðsyn beri til að þjóðir heims, ekki síst kjarnorkuveldin geri með sér samninga um gagn- kvæma alhliða afvopnun þar sem framkvæmd verði tryggð með al- þjóðlegu eftirliti. Enn fremur telur Alþingi mikilvægt að verulegur hluti þess gífurlega fjármagns, sem nú rennur til herbúnaðar verði veittur til þess að hjálpa fátækum ríkjum heims þar sem tugir milljóna manna deyja árlega úr hungri og sjúkdómum. Alþingi fagnar hverju því frumkvæði sem fram kemur og stuðlað getur að því að rjúfa víta- hring vígbúnaðarkapphlaupsins. Alþingi ályktar að beina því til ríkisstjórnarinnar að styðja og stuðla að allsherjarbanni við til- raunum, framleiðslu og uppsetn- ingu kjarnavopna undir traustu eftirliti, svo og stöðvun á fram- leiðslu kjarnkleifra efna í hernað- arskyni, jafnframt því að hvetja til alþjóðlegra samninga um að árlega verði reglubundið dregið úr birgðum kjarnavopna. Þessu banni og samningum um niður- skurð kjarnorkuvopna verði framfylgt á gagnkvæman hátt þannig að málsaðilar uni því og treysti enda verði það gert í sam- vinnu við alþjóðlega eftirlits- stofnun. Leita verður allra leiða til þess að draga úr spennu og tortryggni milli þjóða heims og þá einkum stórveldanna. Telur Alþingi að íslendingar hljóti ætíð og hvar- vetna að leggja slíkri viðleitni lið. Um leið og Alþingi áréttar þá stefnu íslendinga að á íslandi verði ekki staðsett kjarnorku- vopn hvetur það til þess að könnuð verði samstaða um og grundvöllur fyrir samningum um kjarnorkuvopnalaust svæði í Norður-Evrópu, jafnt á landi, í lofti sem á hafinu eða í því, sem liður í samkomulagi til að draga úr vígbúnaði og minnka spennu. Því felur Alþingi utanríkismála- nefnd að kanna í samráði við utanríkisráðherra hugsanlega þátttöku íslands í frekari um- ræðu um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum og skili nefndin um það áliti til Alþingis fyrir 15. okt. 1985. Jafnframt ályktar Alþingi að fela öryggismálanefnd, í samráði við utanríkisráðherra, að taka saman skýrslu um þær hugmynd- ir sem nú eru uppi um afvopnun og takmörkun vígbúnaðar, eink- um þær sem máli skipta fyrir ís- land með hliðsjón af legu landsins og aðild þjóðarinnar að alþjóð- legu samstarfi. A grundvelli slíkr- ar skýrslu verði síðan leitað sam- stöðu meðal stjórnmálaflokk- anna um frekari sameiginlega stefnumörkun í þessum málum.“ Mengunarvarnir Aætlun um úrbætur í fiskimjöls- verksmiðjum Atvinnunefndþingsins villsamþykkja tillögu ABþarum Nú lítur út fyrir að alþingi þingsályktunartillögu, muni samþykkja þingsályktun- artillögu þeirra Hjörleifs Gutt- ormssonar og Helga Seljan frá í haust um átak í mengunarmálum flskimjölsverksmiðja. Atvinnu- máladeild Sameinaðs þings hefur fjallað um tillöguna og telur rétt að gerð verði áætlun um varan- legar úrbætur í þessum málum. Á henni megi síðan byggja frekari ákvarðanir. í tillögu þeirra Hjörleifs og Helga Seljan, var gert ráð fyrir að strax á þessu ári yrði gert átak til þess að ráða bót á mengun frá fiskimjölsverksmiðjum og hafa þeir einnig flutt tillögur í vetur um fjárframlög á fjárlögum og lánsfjáráætlun til verkefnis. Þær hafa verið felldar. í nefndaráliti atvinnumálanefndar segir að hér sé um mikið fjárhagsmál að ræða sem ekki verði afgreitt með en sem fyrr segir vill nefndin samþykkja að áætlun um varanlegar úrbætur verði gerð. Tillaga nefndarinnar er svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera áætlun um varanlegar úrbætur í mengun- armálum fiskimjölsverksmiðja í samvinnu við eigendur og samtök þeirra, svo og yfirvöld heilbrigð- ismála. Áætlunin miðist við að lágmarkskröfum um mengunar- varnir verði fullnæg: í öllum starf- andi fiskimjölsveiksmiðjum og feli jafnframt í se. at á fjárþörf og þeim tíma sem shkar aðgerðir tækju. Verði í senn haft í huga ytra og innra umhverfi verk- smiðjanna og lögð áhersla á bætta nýtingu hráei'nis um ork- usparnað ásamt viðhlítandi mengunarvömum“. -ÁI Spurt um ...markaðs- verkefni sjávarútvegs- ráðuneytis Steingrímur J. Sigfússon hefur lagt fram fyrirspurn til sjávarút- vegsráðherra um markaðsverk- efni sjávarútvegsráðuneytisins. Steingrímur spyr hvað líði störf- um markaðsnefndar ráðuneytis- ins og hvaða árangur hafi orðið af því átaki sem nefnt var „markað- sverkefni sjávarútvegsráðuneyt- isins“ og hvernig það verði sam- ræmt annarri útflutningshvetj- andi starfsemi svo sem starfsemi Útflutningsmiðstöðvar iðnaðar- ins. Hann spyr einnig við hvaða erlenda aðila hafi verið haft sam- band í tengslum við þetta verk- efni og hvernig ráðuneytið hygg- ist bregðast við óskum frá Yemen um samvinnu á sviði fiskveiða og fiskveiðitækni. Einnig spyr Steingrímur hver heildark- ostnaður ráðuneytisins sé vegna þessa verkefnis til þessa. Óskað er skriflegs svars. Efrideild vetkefnalaus? Ráðherrar báðu umfrestun á afgreiðslu tveggja stjórnarfrumvarpa þar ígær. Deildin verkefnalaus eftir klukkutímafund. Fundi var slitið í efri deild al- þingis eftir tæpan klukkutíma í gærdag. Tvenn lög voru afgreidd frá deildinni um breytingu á tekjuskatti og eignarskatti og um tónlistarskóla. Þá var frumvarpi um stjórn efnahagsmála vísað til ríkisstjórnarinnar. Á dagskrá voru tvö stjórnar- frumvörp, um húsnæðissparnað- arreikninga og um ríkisendur- skoðun. Fyrir lágu öll nauðsynleg nefndarálit, en þá óskuðu við- komandi ráðherrar eftir frestun á afgreiðslu. Töldu þingmenn deildarinnar þetta lýsa í hnot- skurn því ástandi sem ríkir í þing- inu þvert ofaní ásakanir forsætis- ráðherra á vinnulag nefnda og þingmanna. Helgi Seljan sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að ef neðri deild kæmi ekki neinu máli frá sér í gær og í dag, þá væri ljóst að efri deild væri að verða verkefnalaus. -ÁI Þingsályktun Stefna íslendinga í afvopnunaimálum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.