Þjóðviljinn - 25.06.1985, Page 2
TORGHD
____________________________FRÉTTIR____________
ASÍ/VSÍ samningarnir
Samningamir haimaðir
Verklýðsfélagið Þór á Selfossi átelur að kröfum fiskvinnslufólks hafi
verið fórnað. Samningarnir staðfesta kaupránið. Atalið að kauptrygg~
ingarkrafan hafi verið þurrkuð út. Tíminn fram til áramóta verði notaður
til að rétta við hag verkafólks og virðingu verkalýðshreyfingarinnar
Fundur í Verkalýðsfélaginu
Þór á Selfossi, haldinn 21.6.
1985 harmar að gerður skuli hafa
verið samningur um það, að stað-
festa endanlega kauprán ríkis-
stjórnarinnar frá 1983.
Fundurinn átelur það að kröf-
um fiskvinnslufólks var fórnað til
að gera þennan samning.
Fundurinn átelur að lægstu
laun skuli aðeins hækka um
1.300,- kr. á mánuði, eftir að hafa
verið kr. 14.075,- í átta mánuði.
Fundurinn átelur að krafan um
kauptryggingu var þurrkuð út há-
vaðalaust.
Fundurinn ályktar, að þar sem
ekki er að búast við samstöðu
verkalýðshreyfingarinnar um
betri samninga á þessu ári sé ekki
verjandi að svipta félagsmenn
þeim litlu kjarabótum sem í
samningunum felast. Því sam-
þykkir fundurinn samningsdrög
A.S.Í. og V.S.Í. frá 15. júní, í
trausti þess að tíminn til áramóta
verði notaður til að undirbúa þær
aðgerðir sem þarf til að rétta við
hag verkafólks og virðingu verka-
lýðshreyfingarinnar.
Skyldi ekki vera öruggt að Al-
bert verði álitinn meiri en Jón
Sig. og Hriflu-Jónas til sam-
ans?
BSRB
Skammtímasamn-
ingar íASÍ-dúr eða
uppsögnfrál. sept.
Albert
Har
up-
tryggingu
Gunnar Arnarsson og Hreggviður Eyvindsson tamningamenn, hjá þeim stendur gæðingurinn Fróði sem mun taka þátt í gæðingakeppninni um helgina.
Mynd. Valdís. _ . _
Fjórðungsmotw
Megas á hestamannamót
Fjórðungsmót hestamanna á Suðurlandi hefstáfimmtudag. Gunnar Arnarsson:
Venjulegþjóðhátíð bliknar ísamanburði viðþað fjörsem verður á laugardaginn
Fjórðungsmót hestamanna á
Suðurlandi hefst á fimmtu-
daginn, 27. júní, og stendur fram
til sunnudagsins 30. júní. Mótið
verður haldið í hjarta höfuð-
borgarsvæðisins á Víðivöllum,
félagssvæði Fáks, við Elliðaár.
tæki langan tíma að temja hross
og gera úr honum gæðing, það
getur tekið allt upp í tvö ár. Einn-
ig eru gæðingarnir ræktaðir
undan ákveðnum stofnum, en
hann vildi ekki tjá sig um það
hvaða stofnar væru bestir, það er
meiri hiti í hrossapólitík en
venjulegri pólitík, svo keppnin
verður að leiða það í ljós.
„Það verður geypilegt fjör hér
á laugardaginn, venjuleg þjóð-
hátíð bliknar í samanburði við
þessa kvöldvöku sem hér verður
haldin. Á skemmtuninni koma
m.a. fram Stuðmenn og Megas,”
sögðu félagarnir að lokum. -sp
í gær kom tíu manna viðræðu-
nefnd BSRB saman ásamt fulltrú-
um frá aðildarfélögum til að ræða
stöðuna í samningamálum. Fjár-
málaráðherra hefur hafnað til-
boði BSRB um 18 mánaða samn-
ing með kaupmáttartryggingar-
ákvæðum og býður samning til
áramóta á svipuðum ^runni og
samningur ASI og VSI.
Ríkistilboðið kom fram á
föstudag og var strax sent
aðildarfélögunum til athugunar,
meðal annars vegna þess að sér-
kjarasamningar félaganna koma
mjög við sögu aðalkjara-
samningsins. Fulltrúar BSRB
ætluðu að ganga á fund fjármála-
ráðherra í morgun til að ræða
frekar um vinnubrögð í viðræð-
unum, en að sögn Haralds Stein-
þórssonar hjá BSRB mun 60
manna samninganefndin kölluð
saman í vikunni og verður þá
ákveðið hvort samið verður til
skamms tíma á ASÍ-nótum eða
haldið við fyrri kröfur um langan
kaupmáttarsamning. Launalið-
um gildandi samnings þarf að
segja upp fyrir mánaðamót ef
ekki verður samið aftur strax, og
væru launaliðir þá úr sambandi
frá og með 1. september. _m
Útvarpsstjóri
Bitnar á innlendri dagskrárgerð
Markús Örn Antonsson: Ekkert nýtt að sjónvarpið standi
frammifyrir samkeppni við fyrirtœki úti í bæ um tæknimenn
Að mótinu standa búnaðar-
sambönd og 15 hestamannafélög
á Suður- og Suðvesturlandi, sem
gerir helming félagsbundinna
hestamanna í landinu. Tala
þeirra starfsmanna sem tekið
hafa þátt í undirbúningi mótsins
er um 700, og er starfið nær allt
unnið í sjálfboðavinnu.
Þjóðviljinn átti leið um Víði-
velli í gær og hitti þar tvo bráð-
hressa hestamenn, þá Gunnar
Arnarsson og Hreggvið Eyvinds-
son sem starfa báðir við tamning-
ar og eru með reiðnámskeið. Þeir
ætla að bera saman hepta sína á
mótinu, á sviði kynbóta og taka
þátt í gæðingakeppninni.
Gunnar sagði að aðalmark-
miðið með svona mótum væri að
gefa hestamönnum tækifæri á að
taka út stöðuna í t.d. kynbótum
hrossa, hvað væri að gerast á
þeim vettvangi, nú svo líka að
sýna sig og sjá aðra.
Gunnar sagði ennfremur að
það væri mjög misjafnt hvað það
etta er erfið staða sem sjón-
varpið er í, það gefur auga
leið að það hefur slæm áhrif á
innlenda dagskrárgerð ef fleiri
tæknimenn yfirgefa sjónvarpið
vegna lélegra launa. Við erum
búnir að vekja athygli ráða-
manna á þessari hættu, sagði
Markús Örn Antonsson útvarps-
stjóri í samtali við blaðið.
Þjóðviljinn vakti athygli í síð-
ustu viku á því ófremdarástandi
sem ríkir hjá sjónvarpinu vegna
flótta tæknimanna frá stofnun-
inni sem bjóðast mun hærri laun
hjá einkafyrirtækjum. Markús
sagði að þetta væri ekkert nýtt að
sjónvarpið stæði frammi fyrir
þessum vanda.
- Nú er það bara stóra spurn-
ingin hvað gerist þegar fleiri hefja
sjónvarpsrekstur, með tilkomu
nýju útvarpslaganna. íslenska
sjónvarpið hefur verið eins konar
uppeldisstöð fyrir tæknimenn á
þessu sviði, og það er ljóst að við
erum ekki í neinni aðstöðu til að
keppa við einkastöðvar um
mannskap meðan launakjörin
eru eins og þau eru nú hjá því
opinbera, sagði Markús.
Hann sagði ennfremur að sjón-
varpið hefði að undanförnu
keypt sjónvarpsþætti frá fyrir-
tækjum úti í bæ. Hann gerði ráð
fyrir að það myndi aukast á næst-
unni.
- Ég er í raun hissa á að okkur
' skuli ekki hafa borist fleiri tilboð
en raun ber vitni, um þætti, það\
eru að minnsta kosti þrjú fyrir-
tæki sem geta framleitt þátt sem
standast okkar gæðakröfur, ég
átti satt best að segja von á fleiri
tilboðum frá þessum fyrir-
tækjum, sagði Markús, og hann
bætti við að í raun væri ekkert
óeðlilegt við það að sjónvarpið
keypti efni frá fyrirtækjum úti í
bæ.
- Það þarf að finna jafnvægi
þar á milli, stofnunin verður að
hafa á að skipa hæfum mönnum
sem verða að fá að spreyta sig á
sem flestum sviðum, sagði Mark-
ús Örn Antonsson útvarpsstjóri.
Hann sagði einnig að sér hefði
skilist á ráðamönnum sem fara
með launamál rfkisins að við gerð
næstu samninga yrði reynt að
taka tillit til 'þess ófremdar-
ástands sem skapast hefur víða
hjá ríkinu vegna flótta raf-
iðnaðarmanna frá því opinbera
vegna iélegra launa.
-SG
2 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN