Þjóðviljinn - 25.06.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 25.06.1985, Blaðsíða 14
MINNING Æsa Karlsdóttir Ardal Fædd 22.05. 1927 - dáin 30.05. 1985 Æsa lést í Stokkhólmi 30. maí sl. Hún var fædd í Reykjavík 22. maí 1927. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Ögmundsdóttir og Karl Dúason. Þau áttu heima á Siglufirði - lengst af í Hvann- eyrarhlíð. Tæpra þriggja ára fór Æsa að Krakavöllum í Fljótum til föður- bróður síns, Sæmundar Dúa- sonar, og konu hans, Guðrúnar Þorláksdóttur. Þar ólst hún upp til 12 ára aldurs og alla tíð leit hún á Sæmund og Guðrúnu sem sína aðra foreldra og börn þeirra sem sín önnur systkini. Æsa giftist Páli G. Árdal árið 1948 á Siglufirði og það sama haust fluttust þau til Svíþjóðar. Þau slitu síðar samvistum en bjuggu bæði áfram í Svíþjóð. Þau Páll eignuðust þrjú börn. Eldri systkinin, Otr Karl og Hulda Dúa, eru læknar og Æsa Guðrún er háskólanemi. Æsa var alla sína ævi að læra. Hún ræktaði hæfileika sína og sótti sífellt fram á nýjum sviðum. Skólanám hennar hófst á Kraka- völlum. Þegar hún 12 ára flutti til foreldra sinna fór hún í Gagn- fræðaskóla Siglufjarðar og lauk þaðan 3ja ára námi og síðasta árið gekkst hún jafnframt undir próf við Iðnskóía Siglufjarðar. Hún lauk gagnfræðaprófi á Ak- ureyri árið 1945, stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1948 og síðan fil kand prófi frá Stokkhólmsháskóla 1957 í uppeldis- og félagsfræðum, trúar- bragðasögu og trúsálarfræði. Árið 1961 lauk hún svo námi í félagsráðgjöf við sama skóla. Auk þessa reglubundna náms sótti hún fjölmörg lengri og skemmri námskeið - allt frá því hún á unglingsárum Iærði þýsku í sumarleyfi hjá Sæmundi. Þannig aflaði hún sér til dæmis grunn- og framhaldsmenntunar sem leið- beinandi starfsfólks og stúdenta á sínum starfsvettvangi, en stú- dentum í félagsráðgjöf við Stokk- hólmsháskóla leiðbeindi hún í samfleytt 6 ár. Á námskeiðum jók hún þekkingu sína á ráðgjöf við barnageðsjúkrahús, um þjóðfélagið, fjölskylduna, samlíf og samtalstækni, fjölskyldu- ráðgjöf, um meðferð og stjórn- un, um fjölskyldur í upplausn, um samstarfstækni og starfsanda á vinnustað ofl. ofl. - m.a. nám- skeið í líkamsrækt og síðan leiðbeindi hún samstarfsfólki sínu á vinnustað í reglubundinni líkamsþjálfun. Hún var afbragðs námsmaður og talaði mörg tungumál önnur en íslenskuna, sem hún varðveitti mjög vel. Hún talaði sænsku, dönsku, ensku, frönsku og þýsku og síðan bætti hún við sig spænsku með sérstöku prófi 1976. Hún bætti sífellt við spænskuna og lokapróf tók hún árið 1983 eftir sérstaka tveggja mánaða námsdvöl í Salamanca á Spáni. Störf sín utan heimilis hóf Æsa á sjúkrahúsum í Stokkhólmi, einkum barnageðsjúkrahúsum, og þá sem félagsráðgjafi. Árið 1968 réðist hún til P.B.U., en sú stofnun annast geðvernd barna og unglinga á stór-Stokkhólms- svæðinu. Þar vann hún í rúmlega 6 ár sem félagsráðgjafi og sér- stakur ráðgjafi starfsfólksins og sinnti m.a. stjórnunarstörfum. Skjólstæðingar stofnunarinnar eru börn og unglingar á aldrinum 0-20 ára og fjölskyldur þeirra. Starfið var að miklu leyti fólgið í félagslegri aðstoð og félags- og sálfræðilegri meðferð og stuðn- ingi við þetta fólk. Margir áttu í miklum erfiðleikum, bæði geð- rænum og félagslegum, og stofn- unin sinnti einnig þeim sem höfðu ánetjast fíkniefnum og eiturlyfjum. Á P.B.U. kom spænskukunnátta Æsu í góðar þarfir þegar hún vann að málum innflytjenda frá Suður-Ameríku. Frá 1978 vann hún við Fræðslu- skrifstofu Stokkhólmsumdæmis við þá deild, sem annast velferð rúmlega fimmtán þúsund kenn- ara og annars starfsfólks og hefur eftirlit með vinnuumhverfi þeirra. Hún var sérstakur starfs- mannaráðgjafi og leysti starfs- mannastjórann af um lengri og skemmri tímabil. Starf hennar var margbreytilegt. Hún liðsinnti kennurum og öðru starfsfólki sem átti í erfiðleikum og leitaði fyrirbyggjandi lausna á málum sem oft horfðu til þungra vand- ræða og jafnvel sjúkravistar. Hún sýni - og ekki minnst glettni og gamansemi.” xxx Þó álfkonurnar hafi ekki verið lega, sjálfstæða konu, - dóttur, systur, móður, ömmu, starfsfé- laga og vin, sem allar báru með sér birtu og yl hvar sem þær fóru. Hlýtt viðmót, lífsgleði og bjart bros lýsir af minningu Æsu Karls- dóttur Árdal. Frænka mín, ég á dýrmæta minningu um dagana okkar tvo í apríl sl. Hvað við gátum spjallað! Umræðuefnin voru mörg, fagleg og persónuleg. Við ræddum um nánasta fólkið okkar, ungt sem aldið, um „gömlu dagana” þína heima, heimsóknirnar og allar myndirnar úr Fljótunum, frá Siglufirði og úr Grímsey. Blóma- reitirnir í Hvanneyrarhlíð og á Krakavöllum voru huganum nær. Þú ætlaðir þér sjálf að eignast garð í sumar, rækta þar og hlú að gróðri og viðkvæmum barnssál- um. Nú munu aðrir ganga um Æsa Kalsdóttir Árdal, f. 22.05. 1927 - d. 30.05. 1985, var jarðsett frá Spánga-kirkju 12. júní. Prestur var sr. Inger Svensson. Sungnir voru sálmarnir: „1 denna Ijuva sommar- tid” og „Hárlig er jorden”, Gunnar Englund lék á orgel sonatinu úr „Actus tragicus” eftir J.S. Bach og „Gammal fábodpsalm” eftir O. Lindberg. Elisabeth Hahn lék á selló „Sofðu unga ástin mín”, íslenska vögguvísu, og saman léku þau ,Ave María” eftir F. Schubert. Að athöfn lokinni var erfidrykkja í samkomusalnum í Kirkju Friðarins. RFrK. skipulagði framhaldsnám og endurmenntun kennara og hafði umsjón með tilflutningi í störfum af ýmsum ástæðum og oft að læknisráði. Við þessi störf reyndi mjög á samstarf við hina opin- beru stjórnsýslu og stjórnendur bæjar- og sveitarfélaga. í verka- hring Æsu var það einnig að leita lausna á samstarfserfiðleikum innan og á milli starfshópa, veita persónulega ráðgjöf og miðla upplýsingum til atvinnurekenda, skólastjórnenda, nýráðinna kennara og annars starfsfólks. Samstarfsmaður Æsu, Britt Söderström, komst þannig að orði í minningargrein um hana: „Það er vandmeðfarið og við- kvæmt verkefni að hjálpa starfs- fólki aftur til tilgangsríkra starfa og samkenndar á vinnustað eftir að það hefur glatað vinnugetu og jafnvel sjálfstrausti sínu vegna áfalla í lífinu, sjúkdóma eða slysa. Til þessa þarf bæði lífsreynslu og mikla fagþekkingu. Engin vandamál voru of smá- vægileg eða of stórvægileg í huga Æsu Ardal. Hver sem hún mætti fékk alúð hennar og áhuga til fulls. Hjá henni varð aldrei stöðnunar vart né störf hennar vanabundin. Hugur hennar var opinn og skildi einstaklinginn í heild næmum skilningi. Þannig gat hún á varfærinn hátt hjálpað öðrum til að ráða við jafnvel erfið og flókin vandamál. Við, vinnufélagarnir á Fræðsluskrifstofunni, minnumst Æsu Árdal fullrar af lífsorku og lífsgleði sem veitti öðrum með ör- læti af jákvæðri lífssýn sinni, víð- sýnilegar og raddir þeirra ekki heyranlegar fékk Æsa margar gjafir í vöggugjöf. Hún lifði lífi sínu lifandi og dó með hugann fullan af áætlunum og nýjum hug- myndum. „Hún dó í fram- tíðinni,” sagði presturinn, sem jarðsetti hana í Spánga. Hún hafði næmt auga fyrir feg- urðinni, ekki síður í hinu veik- byggða og smáa en hinu stór- brotna. Hún unni íslandi og því sem íslenskt var - fjöllum og ám, fjallablænum, ilmi fjólunnar, bláma himinsins, dögginni í gras- inu, sögum, kvæðum, móður- málinu og íslenskri menningu. Væntumþykjuna til Iandsins hef- ur hún rótfest í börnum sínum sem eru íslenskir ríkisborgarar eins og hún var. Æsa hafði áhuga á hvers kyns listum og var á margt listamaður sjálf. Hún bæði teikn- aði og málaði. Hún hafði fagra söngrödd og söng ekki aðeins í vinahópi heldur einnig opinber- lega í útvarpi og sjónvarpi og á vísnakvöldum með öðrum söngv- urum. Æsa bar mjög fyrir brjósti kröfuna um jafnan rétt allra manna. Hún var virkur félagi í Amnesty International og studdi starfið þar af heilum hug. Hún mælti sjálf svo fyrir að ef einhver vildi minnast sín þá léti sá A.I. njót þess. Líf slokknar, en þrátt fyrir djúpa sorg gerist hið ótrúlega að hringiða lífsins heldur áfram. Margir eiga bjartar minningar um Æsu. Sumir um litla, kot- roskna telpu eða ákveðinn, leit- andi ungling. Aðrir um yndis- engi og garða og minnast þín eins og við Gísli. Kæru þið í Stokkhólmi, Otr Karl, Ingalill og litla Embla, Hulda Dúa og Michael, Æsa Guðrún og Thomas, Páll og fjöl- skylda. Við erum mörg hér heima sem hugsum til ykkar. Sigríður mín, Sæmundur afi minn, öll systkinin, aðrir ættingj ar og vinir. Eg veit að ég mæli fyrir munn okkar allra þegar ég þakka Æsu fyrir birtuna og gleðina, sem hún gaf okkur. Ragna Freyja Karlsdóttir. Langt frá þinni feðrafold, fóstru þinna Ijóða, ertu nú lagður lágt í mold, listaskáldið góða. Mér flaug þetta erindi um Jón- as Hallgrímsson í hug þegar Æsa, frænka mín og fóstursystir, lést í Stokkhólmi 30. maí, og var jarð- sett þar 12. júní. Æsa var alltaf íslendingur þó hún dveldi mikinn hluta ævinnar á erlendri grund. Æsa kom barn til foreldra minna og varð litla systir mín, sem ég hafði aldrei átt. Hún taldi foreldra mína sem aðra foreldra sína og kallaði þau mömmu og pabba. Engin dóttir hefði getað reynst þeim betur. Þau litu líka á hana sem dóttur sína. Með þeim var mjög kært. Pabbi sagði alltaf: „Æsa mín litla Karlsdóttir”. Við Æsa og bræður mínir litum líka á okkur sem systkini. Lengi hefur Æsa komið í heim- sókn til íslands á hverju ári. Að- allega að vitja gamla fólksins. Á lífi eru nú öldruð móðir hennar og pabbi á 96. aldursári. Nokkr- um sinnum hefur hún farið heim að Krakavöllum, æskuheimili okkar, og þurft að ganga langa leið og vaða Flókadalsána. Hún þráði alltaf Krakavelli, þó að nú. standi þar ekki steinn yfir steini: „Landið, fjöllin, lækirnir og áin eru þó á sínum stað,” sagði hún. Ég minnist hve hún var glöð eftir síðustu heimsókn þangað. Hún hafði fundið búið sitt, þar sem hún lék sér að hornum, leggjum og skeljum. Þegar Æsa var á 4. ári, fór hún að læra að lesa. Það gerði hún með því að spyrja um stafi, sem hún sá, t.d. á ýmsum umbúðum. Áður en nokkur vissi af var hún farin að lesa svolítið. En næsta haust, þegar hún ætlaði að lesa, kom lesturinn ekki strax. Henni varð ekki um sel og sagði: „Ég get ekki lesið.” Það var þó aðeins í svip. Eins var með reikning: „Hvar á ég nú að setja plúsuna?” Þá var hún líka svona ung. Pabbi var kennari og kom bara heim um helgar að vetrinum. Það kom því í minn hlut að segja krökkunum til meðan ég var heima. Pabbi fór svo yfir lærdóminn um helgar og krakkarnir fóru í próf í skólann að vori. Æsa tók fullnaðarpróf úr barnaskóla tæpra 12 ára með góðum einkunnum. Æsa var ein- staklega lagin í höndum. Hún bjó margt til heima á Krakavöllum í föndri og hannyrðum og ýmislegt af því geymdi hún sem helga dóma alla ævi. Nú er Æsa mín horfin úr þess- um heimi. Ég á bágt með að sætta mig við, að hún komi ekki til okk- ar í sumar eins og venjulega. Allt árið hlökkuðum við til komu hennar. Það var okkar aðalhátíð. Við höfðum alltaf bréfasamband. Síðasta bréfið skrifaði hún mér 15. aprfl. Þegar ég sagði pabba frá láti Æsu varð honum á orði: „Hún er búin að afkasta miklu um dagana, - „margoft tvítugur meira hefur lifað, svefnugum segg, er sjötugur hjarði”.”(J.H.) Æsa hvílir ekki einmana í óþekktri gröf eins og Jónas Hall- grímsson. í Stokkhólmi búa börnin hennar, sem hún unni og lifði fyrir, og litla sonardóttirin, sem henni þótti svo undurvænt um. Missir þeirra og harmur er mikill. En „minningarnar mætar, mýkja hverja þraut.” Þannig verðum við að hugsa og trúa því að hún lifi áfram í afkomendum sínum. Þökk fyrir allt, Æsa mín. Magna Sæmundsdóttir. Kveðja til systur Hve sárt er að geta ei framar hitt þig og sjá og skrifa þér nokkrar línur huga minn að tjá en nú ertu horfin héðan því vil ég í hinsta sinn senda þér þessa kveðju og friða huga minn. Gleðin er skin milli skúra það glöggt ég nú sé og finn og engin getur sagt fyrir hvar endar vegurinn því vil ég nú þakka þœr stundir er saman við áttum hér og bið þess að guð þig beri til himna í örmum sér. Kveðja frá systur 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.