Þjóðviljinn - 25.06.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.06.1985, Blaðsíða 8
MANNUF Margt var um manninn á Jónsmessuhátíðinni við Norræna húsið. Þar fór allt fram með norrænum hætti. með þungum áherslum, og raulað með. Mynd sp. Margt á sveimi á Jónsmessunótt Jónsmessan sem er með réttu nefnd eftir Jóhannesi skírara var haldin með pompiogpragt ásunnu- dagskvöldið síðasta við norræna húsið og stóðu Samtök vináttufélaga Norðurlanda á íslandi fyrir hátíðinni, undirforystu Nitu Pálsson sem einnig er for- maðurfélagsins. Nita sagði það mesta þarfaþing að koma þessum sið á hér á landi, eins og hann tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Það bar að múg og margmenni sem aldrei ætlaði að hætta að syngja og skemmta sér, sem sýnir að það er geypilegur áhugi fyrir uppákom- um sem þessum. í Svíþjóð tíðkast það að ólof- aðar stúlkur tína saman sjö teg- undir af blómum sem þær síðan flétta saman í blómsveig og skrýða höfuð sitt á Jónsmessu. Þegar líða tekur á kvöld og þær leggjast til hvílu leggja þær þenn- an blómsveig inn undir koddann sir.n. Sagnir segja síðan að sá maður sem meyjuna dreymir á Jónsmessunótt með blómsveig- inn undir koddanum, muni vera tilvonandi mannsefni hennar. Einnig þykir mjög hollt að velta sér allsber upp úr dögg á Jónsmessumorgni og segir að það muni lækna hina ýmsu kvilla svo sem kláðasótt og 18 önnur óhreinindi í holdi. Það er ekki bara dansað í kringum Jónsmessustöng, heldur er líka kveikt bál, sem átti í gamla daga að halda illum öndum, tröllum og galdrafólki frá mönnum, það var trú manna að þessir óvættir léku lausum hala þessa nótt. Við Norræna húsið ríkti mikil stemmnirig, þar blöktu pilsfaldar hinna ýmsu þjóðbúninga og ómuðu raddir úr skandinaviskum hálsum. „Alle kunne forstá hin- anden.” -sp Eitthvað skemmtilegt hefur borið fyrir augu þessarar ungu stúlku. Mynd sp. Þykkur faldurinn sveiflaðist í þunga dansins. Litli Færeyingurinn fylgist með í andakt hvernig á að bera sig við dansinn. Mynd sp. Þrátt fyrir langt kast dugði það ekki, enginn fiskur í þetta sinn. Þessir ungu veiðimenn sögðu að þetta væri í fyrsta sinn sem þeir reyndu að veiða í Elliðaárvatni, venjulega færu þeir niður á höfn enda kostaði það ekkert. Fjölskyldan sameinast um stöngina. Útilíf Kasta grimmt Veiðidagur fjölskyldunnar mæltist vel fyrir - Nú ætla ég sko að fá’ann, sjáið þið bara, sagði Sigurður um leið og hann sýndi við- stöddum hve langt hann gat kastað. Sigurður var einn af mörgum ungum og öldnum veiðimönnum sem nýttu sér tækifærið á sunnudaginn að veiða ókeypis í Elliðavatni í boði Landssambands stanga- veiðimanna. Ekki hafði Sigurð- ur heppnina með sér á meðan blm. staldraði við, ekki gat blm. heldur séð að neinir aðrir sem þarna voru við veiðar hefðu fengið þann stóra. Ein- hverjar sögur voru í gangi um þann allra stærsta sem rétt slapp. Veiðidagur fjölskyldunnar var vel sóttur. Víða á Suðurlandi var margt um manninn við veiðar. Ekki fara sögur af aflabrögðum, en eitt er víst, að menn voru al- mennt ánægðir með þennan fyrsta Veiðidag fjölskyldunnar, sem Landsamband stangaveiði- manna stóð fyrir til að vekja at- hygli ráðamanna og almennings á gildi þessarar hollu útivistar. -SG 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.