Þjóðviljinn - 25.06.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.06.1985, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN AFMÆU áttrœð Til sölu vegna flutninga: Finlux myndbandstæki (VHS) í góöu lagi á 22 þús., bókahillur (frístand- andi) með 6 hillum, kr. 600.-, stofu- skápur kr. 1500.-, Frigidaire þvotta- vél (þarfnast lagfæringa) kr. 1000.-, Pioneer hljómtæki (magnari, plötu- spilari og 2 stórir hátalarar) kr. 2500.-. Sími 39442 e. kl. 5 á daginn. íbúð óskast 32 ára einstakling vantar 1-2 herb. íbúð sem fyrst. Sími 75671 eftir kl. 19 á kvöldin. íbúð Við hjónin höfum enga íbúð til að leigja og vantar þess vegna slíkt með þremur herbergjum ef til vill. Peninga vantar okkur ekki. Sími 78389. Pottofn og panelofn til sölu. Seljast á hálfvirði. Einnig til sölu krullujárn og hárþurrka. Sími 685285. Gráblá amerísk dragt, Ijós sumarkápa, hvítur jakki nr. 20 og þýsk buxnadragt nr. 22 til sölu. Sími 15501 eftir kl. 18. Sófasett til sölu 3-2-1 og sófaborð getur fylgt. Sími 75476. Ég er 11 ára og mig langar til að passa barn í kerru, 4 tíma á dag. Sími 36854. Hjól tapaðist frá Laugavegi 116 síðastl. sunnudag. Hjólið er Raleigh kvenhjól 10 gíra, Ijósbrúnt og sérstök einkenni eru að Ijósið vantar aftaná, bandið vinstra megin á stýri er laust og rifur eru á hnakknum. Sá sem sér hjólið ein- hversstaðar er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Auði í síma 38870 milli kl. 7.30 og 16.30. Camp Tourist tjaldvagn árg. '79 til sölu. Verð kr. 50.000. Sími 42065. 30 ára kona óskar eftir starfi í júlí, allt kemur til greina. Sími 38455. Saab 96 - flísar Saab 96 árg. '76 í toppstandi, margt nýtt, s.s. demparar, gormar, kúpling, rafgeymir og dekk, verð kr. 65 þús. Góð kjör eða staðgr.afsláttur. Einnig til sölu hvítar keramikflísar 15x20 cm 4 m2. Sími 78808 og 16198 (Sigur- jón). íbúð óskast Ung reglusöm hjón óska eftir 3ja herb. íbúð á leigu sem fyrst. Höfum góð meðmæli. Erum róleg. Góðri um- gengni heitið. Sími 616467. Herbergi óskast 22 ára dönsk stúlka í listnámi óskar eftir að taka herbergi á leigu með að- gangi að eldhúsi og baði, frá og með 1. október n.k. Upplýsingar í síma 39307, eftir kl. 18. Baðborð óskast keypt. Uppl. í síma 54549 eftir kl. 19. Fuglabúr Viljum gjarnan kaupa fuglabúr af stærri gerðinni handa stara sem við höfum í uppeldi, án þess að þurfa að greiða jarðarverð fyrir. Sími 81384. Barnapía Óska að ráða barnapíu sem getur sótt börn á barnaheimili kl. 5 og gætt þeirra til kl. 8 eða 9 á kvöldin, ca. 2svar í viku. Einnig þyrfti hún að gæta barnanna á daginn frá miðjum júlí og fram í miðjan ágúst. Uppl. í vinnusíma 81333 og heimasíma 18795 (Svava). Óska eftir notaðri tvíburakerru. Vinnusími 81333 og heimasími 18795. Svava. Tilvalinn í sumarleyfið Fiat Polones '81 keyrður 36.500 km. skoðaður '85 til sölu. Fæst á góðu staðgr.verði eða með afborgunum/ eða skipti á ódýrari bíl. Sími 37429. Barnavagn Fallegur, góður og rauður Emmalj- unga barnavagn til sölu á kr. 8 þús. Uppl. í síma 82249. Herbergi til leigu í kjallara í blokk í Neðra-Breiðholti. Stærð 10 fermetrar. Einnig möguleiki að leigja það sem geymslupláss. Upplýsingar í síma 75209 eftir kl. 17.30 á daginn. Innrömmun Myndarammar og málverkaprentanir á góðu verði. Myndabúðin Njálsgötu 44, opið frá kl. 16-18. Hvítur sturtubotn óskast gefins eða fyrir lítinn pening. Uppl. í síma 27175, eftir kl. 17. Múrara vantar eitt herbergi og eldhús. Get aðstoðað með létt múrverk. Sími 28003. Arfi Tökum að okkur slátt, hreinsun og viðhald á lóðum. Sigga sími 31274. 23 ára stúlka í góðri vinnu, óskar eftir að leigja íbúð með annarri stúlku eða taka á leigu rúmgott herbergi, helst forstofu- herbergi. Öruggum og skilvísum greiðslum heitið. Nánari upplýsingarí síma 35694 eða 30759. Leðurjakki Glæsilegur mittisleðurjakki á 178 cm háan herra til sölu. Verð 7.500.-. Sími 13894. Barnareiöhjól Til sölu reiðhjól fyrir barn 3-4 ára. Er sem nýtt. Vil kaupa reiðhjól fyrir 4-5 ára (næstu stærð). Sími 13894. Til sölu vegna flutninga: (sskápur, frystikista, sjónvarp, barn- akojur, stórt skrifborð, sófasett, drengjareiðhjól, 7-10 ára, uppþvotta- vél (biluð). Sími 29596. María Markan er áttræð í dag. Það er ótrúlegt en satt, því að margur á bezta aldri mætti öfunda Maríu af þeim lífskrafti, sem hún býr enn yfir, svo að ekki sé minnst á lífsgleðina, sem er og hefur alltaf verið að- alsmerkl hennar, Og þó er langt því frá, að lífs- hlaup Maríu Markan hafi alltaf verið auðvelt. Pað er vandalítið að einblína á framann og frægðina og víst er, að María náði óvenjulega langt á listabrautinni. Hún var óvefengj- anlega söngkona á alheimsmæli- j kvarða, jafnt sjálfri sér sem ætt- jörð sinni til sóma. En það gleymist oft, að vandi fylgir vegsemd hverri. Það er oft napurt og óveðrasamt á „toppn- um“ og erfitt að halda þar jafnvægi. Fótfestunni halda þeir einir, sem hafa klifið brattann í sveita síns andlitis þrep fyrir þrep og byggja ekki einungis á frábær- um náttúrugjöfum heldur einnig á miskunnarlausum sjálfsaga. Alheimssöngvaranum er eng- inn miskunn sýnd. Hann verður að sanna ágæti sitt með 100% frammistöðu í hvert sinn, sem hann kemur fram, hvernig sem honum sjálfum líður og hvað sem á dynur í einkalífinu. Og hversu vel sem hann stendur sig kemur fyrr eða síðar að því, að sjálft hljóðfærið, mannsbarkinn, fer að gefa sig - oft þegar listræn geta stendur sem hæst - og þá er tíma- bært að víkja fyrir þeim, sem yngri eru og sækja á brattann. Margur alheimssöngvarinn endar því starfsferil sinn í biturleika og ósátt við guð og menn. En þetta-á ekki við um Maríu Markan, því að ekkert er fjær henni en gremja og biturleiki. María Markan þjónaði sönggyðj- unni en leitaðist ekki við að láta sönggyðjuna þjóna sér. Takmark hennar var að syngja sig inn í hug og hjörtu áheyrenda og lyfta þeim á vængjum söngsins upp á æðra og betra tilverustig. Söng- röddin og frægðin leyfðu henni að ná til óvenju margra, en í raun og veru hefur María aldrei hætt að gefa af sjálfri sér. Hún hefur einungis gert það á annan hátt eftir að hún hætti að syngja opin- berlega, með því að miðla um- hverfinu af mannkærleika sínum, velvilja, hjartahlýju, þekkingu og kunnáttu. Þess vegna hefur María Markan aldrei þurft að verða bitur, því að innra með henni ríkja eilífðarlögmálin. Það er bara líkaminn, sem er orðinn 80 ára. Ég var víst ekki nema tæpra sex ára, þegar María Markan kom inn í tilveru mína með blessunar- ríkum áhrifum. Mér fannst þá og finnst reyndar enn, að María Markan hafi verið vinur minn ávallt síðan, en þó var það ekki fyrr en áratugum síðar, að við María kynntumst í raun og urð- um gagnkvæmir vinir. Það var nefnilega rödd Maríu Markan, sem varð vinur minn strax í bernsku. Ég var oft rúm- fastur á þeim árum og eflaust hef- ur það ekki verið heiglum hent að hemja mig, þegar veikindi meinuðu mér að leika á þann hátt, sem börnum er eðlilegt. Þá datt fóstru minni það snjallræði í hug að stytta mér stundir með því að gefa mér hljómplötur, sem ég gæti hlustað á að vild. Arangur- inn varð undraverður og fyrsta hljómplatan, sem ég eignaðist færði mér söng Maríu Markan heim að rúmstokknum. Fyrsta lagið, sem ég heyrði Maríu syngja var „Tonerna“ eftir Sjöberg. Tanke vars strider blott natten ser, Toner hos eder om vila den ber. Hjcirta som lider, som lider af dagens gry, Toner til eder, til er vill det fly. Ég skildi ekki orðin og vissi því ekki, að ég var að hlýða fyrirmæl- um Ijóðsins, þegar ég leitaði á náðir tónanna mér til trausts og halds. En ég vissi, að rödd Maríu Markan var vinur minn, vinur sem ég gat alltaf leitað til, vinur, sem aldrei brást. Hljómplatan færði smám sam- an aðra söngvara inn að rúm- stokknum til mín, en það var María Markan, sem leiddi mig sér við hlið inn í undraheima sönglistarinnar fyrst allra og fyrir það er ég henni eilíflega þakk- látur. Ef til vill er þetta ástæðan fyrir því, að það er ákaflega erfitt fyrir mig að meta söngu Maríu Mark- an hlutlaust. Það eru hefðir og tízkufyrir- brigði í söng og tónlistartúlkun engu síður en á öðrum sviðum og margt breytist með tímans tönn. En eitt breytist þó aldrei: undra- máttur náttúrugjafanna og hæfi- leikans til að hitta mannshjartað beint í mark. Hvort tveggja eru náðargjafir, sem hægt er að fægja og fegra en enginn maður gefur sér sjálfur. En þótt það sér erfitt fyrir mig að dæma söng Maríu Markan hlutlaust, er enginn skortur á stórlistamönnum, lífs og liðnum, sem vandalaust er að vitna til í því sambandi. Allir, sem til þekkja, vita hve vandfýsinn hljómsveitarstjóri Fritz Busch var. Færustu og fræg- ustu söngvarar kepptust um þann heiður að syngja undir hans stjórn, en fáir fundu náð fyrir hans augum. En þó var þetta maðurinn, sem valdi Maríu Markan sérstaklega til að syngja hlutverk greifafrúarinnar í Brúð- kaupi Figaros eftir Mozart við Glyndebourne óperuna í Bret- landi. Hin fræga bandaríska söng- kona Rise Stevens tók þátt í þess- um sömu sýningum þá kornung að aldri. Éöngu, löngu seinna spurði ég hana um Maríu Mark- an. „Hvernig gæti ég gleymt Mar- íu Markan,“ var svarið, „hún var ekki einungis einhver allra bezta greifafrú, sem ég hef nokkurn tíma sungið með, heldur alveg einstök manneskja." í sama streng tóku Bidú Sayao og Jar- mila Novotna, sem báðar voru samstarfskonur Maríu Markan við Metropolitan Óperuna í New York að ógleymdri Lucrezíu Bori og Lawrence Tibbet, sem einnig voru meðal fremstu söngvara Metropolitan Óperunnar á sínum tíma, en eru nú látin. Elly Ameling verður ekki oft orðfall, en hana setti hljóða, þeg- ar hún heyrði hljóðritun með Maríu Markan í fyrsta sinn. „Svona sungu gömlu ftalirnir," sagði hún, þegar hún loks fékk málið, „þetta kann eiginlega eng- inn lengur. Þessi tækni er að glat- ast. William Parker, sem var hér fyrir nokkru að segja til ungum söngvurum var á sama máli: „Það er þetta, sem Rosa Ponselle var að reyna að kenna mér og það er þetta, sem mig mundi langa til að geta kennt öðrum á sama hátt og hún kenndi mér.“ Dalton Baldwin tók dálítið annan pól í hæðina, ef til vill vegna þess að hann er píanó- leikari en ekki söngvari. Og þó held ég, að hann hafi hitt betur í mark en nokkur hinna. Þegar hann var búinn að hlusta á hljóð- ritanir með flestum Norður- landasöngvurum, sem eitthvað kveður að, og dást að mörgum sagði hann: „En samt erþað Mar- ía Markan, sem nær bezt, því að hennar er sannasta sönggleðin". Sj álfum finst mér í raun og veru allur samanburður á lista- mönnum út í hött, nema ef til vill hvað varðar tæknilega getu. Sér- hver sannur listamaður treður sínar eigin slóðir og hefur eitthvað það til að bera, sem er algjörlega sérstætt og persónu- legt og því með öllu ósambærilegt við það, sem aðrir hafa fram að færa. Og María Markan er sann- arlega engin undantekning að þessu leyti. Mér hefur þótt vænt um listakonuna Maríu Markan svo til alla ævi, en ennþá vænna þykir mér um það, sem María Markan er í sínu innsta eðli og liggur að baki því, sem hún hefur afrekað, sem listakona og sem manneskja. Ég vil þakka Maríu Markan allt þetta og ekki síst fyrir, hve vel hún hefur farið með náðargjafir sínar á langri ævi. Og síðast en ekki síst vil ég senda Maríu, Pétri syni hennar og fjölskyldum beggja hugheilar árnaðaróskir á þessum merku tímamótum í fullri vissu um, að alþjóð tekur undir með mér. Laus staða Laus er til umsóknar staða lektors í smíðum við Kennaraháskóla íslands. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega greinargerð um menntun og fyrri störf, svo og ritstörf og rannsóknir. Uppeldis- og kennslufræðimenntun áskilin. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum ber að skila til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist fyrir 15. júlí n.k. Menntamálaráðuneytið, 18. júní 1985. Blikkiðjan lönbúð 3, Garðabæ Önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiöi. Gerum föst verötilboö SIMI 46711 Halldór Ilansen. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.