Þjóðviljinn - 25.06.1985, Side 3

Þjóðviljinn - 25.06.1985, Side 3
FREVTIR Heimsókn Færeyskir sjómenn í messu eftir 40 ár Voru í messu hjá sr. Sigmari á Skeggjastöðum 1944. Hann mun messa fyrir þá aftur á sunnudaginn. Mér er sérstök ánægja að þess- ari heimsókn færeysku sjó- mannanna, hún kemur mér skemmtilega á óvart, sagði séra Sigmar Torfason prófastur á Skeggjastöðum í samtali við Þjóðviljann í tilefni af því að um það bil 50 færeyskir sjómenn sem voru í messu hjá séra Sigmari lyrir 41 ári, eru væntanlegir til Islands og hafa óskað eftir því að séra Sigmar messi fyrir þá í Skeggjastaðakirkju á sunnudag- inn kemur sem honum mun ljúft að verða við. „Þessi ágústdagur árið 1944 er mér mjög minnistæður. Ég hafði verið vígður 18. júní og var því tiltölulega nýkominn til starfa. Það var yndislegt veður og sjór- Ólafur Guðmundson skrifar undir skólasamninginn á heimili sínu í gær. Með honum á myndinni eru foreldrar hans, Jón Sigurðsson, þjálfari KR, og banda- ríski þjálfarinn Eddy Ford. Mynd: E.ÓI. Körfubolti Veglegur styikur Ólafi Guðmundssyni boðið að stunda háskólanám og leika körfuknattleik í Bandaríkjunum Ólafur Guðmundsson körfu- knattleiksmaður úr KR skrifaði í gær undir skólasamning við há- skólann Union College í Kentucky-fylki í Bandaríkjun- um. Hann fær mjög veglegan styrk frá skólanum um 6,500 doll- ara á ári, til eins árs í senn en námið tekur fjögur ár. Ólafur mun leika með körfu- knattleiksliði skólans og er einn af fáum útvöldum sem býðst slík- ur styrkur. Það var Eddie Ford, Iðnaður Öll brettin innlend Trésmiðja Þórðar í Eyjum getur annað ís- landsmarkaði fyrir vörubretti M keyptur var til Trésmiðju Þórðar í febrúar treysta þeir Eyjamenn sér til að metta innan- Sími Vestfirðir úr sambandi Vegna jarðstrengsbilunar á Gemlufallsheiði milli Dýrafjarð- ar og Önundarfjarðar var norðurhluti 94-svæðisins sam- bandslaus við umheiminn lung- ann úr gærdeginum. Allt datt í dúnalogn um hálf ellefu í gær- morgun en við var gert undir kvöldið. Vestfirðingar norðan Dýrafjarðar gátu þó ræðst við símleiðis eftir sem áður. inn sléttur þegar ég gekk niður túnið til móts við Færeyingana, en þeir komu á bátum yfir fjörð- inn frá Bakkafirði. Þaðan höfðu þeir gert út en þetta var þeirra síðasta ár á Bakkafirði. Þeir hafa varla verið færri en sextíu, Færey- ingarnir sem komu til kirkjunnar og mér finnst eins og hún hafi verið nærri fullskipuð. Það sem mér er aðallega minnisstætt er hin einlæga þátttaka þeirra í messunni, þeir voru heilir og óskiptir í guðsþjónustunni og all- ir sungu með. Þetta var meira lif- andi þátttaka en hjá löndum okk- ar á þessum tíma.“ „Færeyingarnir lögðu til með- hjálpara og hringjara og mér finnst eins og klukkunum hafi aldrei verið jafn vel hringt og þennan dag. I þá daga var siður að fólk kom inn í kaffisopa eftir messu og það gerðu þeir líka og var ánægjulegt. Ég prédikaði á dönsku þá og mun gera það líka núna að beiðni þeirra. Það verð- ur færeyskur prestur með þeim og ég mun bjóða honum að að- stoða við messuna. Ætli ég leggi ekki út af guðspjalli dagsins, sem er úr Fjallræðu Krists. Mér þykir verst að kunna ekki færeysku til þess að geta talað til þessara ágætu manna á þeirra móður- máli,“ sagði séra Sigmar að lok- um, en 'nn prédikaði í messu í Dómkirk, 'ni við setningu Prestastefnu fslands 1985 sem hófst í morgun. -pv Náttúruhamfarir Sápugos r i Geysi Geysisnefnd hefur ákveðið að setja sápu í Geysi laugardagnn 20. júní kl. 15.00. Og má þá gera ráð fyrir gosi nokkru síðar ef veðurskilyrði verða hagstæð, segir í frétt frá Geysisnefnd. -«g JT bandarískur þjálfari sem er kunn- ugur Ólafi, sem kom honum á framfæri við þjálfara skólaliðs- ins. Þjálfarinn hreifst mjög af Ólafi er hann sá hann leika og sá strax til þess að honum yrði veittur styrkurinn. Ólafur, sem er að komast í hóp bestu körfu- knattleiksmanna hérlendis, fær þarna gullið tækifæri til að ná auknum frama í íþróttinni og stunda háskólanám jafnhliða. -VS landsmarkað fyrir vörubretti af öllum gerðum. I nýju vélunum er hægt að framleiða 300 þúsund bretti á ári og er því ekki lengur þörf á fokdýrum innflutningi. Vörubrettanotkun hefur aukist mjög hin síðari ár, ekki síst af því að fiskur er nú aðallega fluttur út á brettum og ekki stíað- ur í lestina. Sú breyting eykur þörf á svokölluðum einnota brettum, sem ekki eru flutt inn til landsins aftur. Þórður Karlsson sagði Þjóð- viljanum að trésmiðjan hefði þegar náð samningi við SH og fleiri um að framleiða 40 þúsund bretti, en til samanburðar má geta þess að í Trésmiðju Þórðar voru gerð þrjú þúsund bretti í fyrra. I brettavélunum er hægt að fjöldaframleiða allar tegundir, en eftirspurnin er mest um einnota bretti. Átján menn vinna í trésmiðj- unni sem hingaðtil er kunnust fyrir einingahús sín, Þórðarhús- in. -m Láttu ekki fara ábakvið þig Nótulaus viðskipti virðast hagstæð við fyrstu sýn. En þau geta komið þér í koll því sá sem býður þér slíkt er um leið að firra sig ábyrgð á unnu verki. Taktu nótu - það borgar sig Samkvæmt lögum og reglugerðum um söluskatt og bókhald er öllum sem selja vöru og þjónustu skylt að gefa út reikninga vegna viðskiptanna. Reikningar eiga að vera tölusettir fyrirfram og kaupandi á að fá eitt eintak. Sé um söluskattsskylda vöru eða þjónustu að ræða á það að koma greinilega fram á reikningi. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.