Þjóðviljinn - 25.06.1985, Side 4
LEIÐARI
Reynir maður ársins
Kraftaverkin eru alltaf að gerast og á þessum
sólbjörtu sumardögum sem móðir náttúra hefur
sent okkur hefur eitt slíkt gerst. Reynir Pétur frá
Sólheimum í Grímsnesi, eða Göngu-Reynir
einsog hann mun heita alla tíð upp frá þessu,
hefur í dag lokið hringgöngu sinni um landið og
sömuleiðis gengið sig rakleiðis inn í hjörtu
landsmanna.
Sjónvarpsþáttur Ómars Ragnarssonar með
Göngu-Reyni var einn sá merkasti sem sjón-
varpið hefur gert frá upphafi vega. Sá hreinleiki
hjartans og sakleysi hugans sem kom fram hjá
Reyni Pétri í viðtölunum við Ómar opnaði augu
fólks um allt land fyrir verkefni hans, og veitti
jafnframt heimili hans, Sólheimum í Grímsnesi,
þá athygli sem fjölmiðlar og fólk hefði auðvitað
átt að sýna fyrir langa löngu. En betra er seint
en aldrei.
Reynir Pétur gengur sér ekki einvörðungu til
skemmtunar. Með göngu sinni kringum landið
er hann að safna áheitum til að byggja fyrir
íþróttahús. Kannski er það einna áþreifanlegast
dæmi um sinnuleysi okkar hinna, að á jafn stóru
heimili og Sólheimum, þar sem svo mörgum er
veitt úrlausn á einstaklega jákvæðan hátt, þar
skuli heimilisfólkið ekki eiga íþróttahús, heldur
þurfa að nota aflóga hænsnakofa til að stunda
leikfimi. íþróttahús skiptir ekki sköpum um líf
eða dauða. En fólkinu á Sólheimum, sem margt
getur ekki fært sér í nyt sömu lystisemdir
heimsins og obbi okkar hinna, myndi það áreið-
anlega létta stundirna, ekki síst þegar vetrar-
kuldinn leggst yfir og kemur í veg fyrir útiveruna
sem að sumarlagi er einn aðalkostur Sólheima.
Göngu-Reyni hefur vissulega gengið vel að
safna áheitum fyrir íþróttahús Sólheimabúa.
Hann hefur líka unnið merkilegt afrek með því
að snarast á tveimur jafnfljótum kringum iandið
á skömmum tíma. En það eru samt ekki mestu
dáðir hans á göngunni. Helsta afrek Göngu-
Reynis felst vafalaust í því, að með einlægni
sinni í kastljósi fjölmiðla hefur Reynir Pétur rifið
víðáttur úr þeim miklu múrum fordóma sem
gætir í garð margra þeirra sem ekki eru eins af
guði gjörðir og þorri fólks. Því það er ekki nokkur
vafi á, að gjörníngur Reynis Péturs hefur opnað
augu fjölmargra fyrir því, að þroskaheftir eru fólk
einsog við hin, með sömu tilfinningar, sömu
gleði. Fólk sem þarf að sinna, sem ekki má
gleyma.
Þær mótttökur sem Reynir göngugarpur hef-
Þjóðviljinn hefur undanfarið birt greinar, þar
sem bent er á nýjar leiðir og möguleika í
atvinnulífi íslendinga.
í gær fóru nokkrir forystumenn úr Alþýðu-
bandalaginu í skoðunarferð um Verkfræði- og
Raunvísindadeild Háskólans, ásamt Reikni-
stofnun, einmitt í þeim tilgangi að kynna sér það
mikla hugvit sem innan veggja Háskólans er að
finna og gæti nýst íslensku atvinnulífi. Þetta var
lofsvert framtak.
Innan Háskólans eru nefnilega sjóðir frjórra
ur fengið á ferð sinni og sá skilningur sem hefur
skyndilega vaknað meðan för hans stóð yfir, er
mjög ánægjulegur. Hann ber vott um það, að
þrátt fyriralla sérgæskuna sem hefur tekið sér
bólfestu í þjóðfélaginu, þá geta menn ennþá
gefið sér tíma til að huga að öðrum. Betur væri
að svo væri á fleiri sviðum. Staðreyndin er
nefnilega sú, að í dag er smám saman að hverfa
sá skilningur sem áður ríkti í garð þeirra sem
þurftu á aðstoð að halda. Það er búið að telja
fólki trú um að samneyslan og umönnum hins
opinberra fyrir þeim sem miður mega sín sé af
hinu vonda. Hafi för Reynis Péturs stuðlað að
að því að sá skilningur aukist aftur, þá var
gengið til góðs.
hugmynda. Þar eru menn sem eru barmafullir af
hugviti, sem gæti nýst okkur miklu betur en
núna. Skilningur stjórnmálamanna og þeirra
sem halda um pyngjuna eru hins vegar í engu
samræmi við þá möguleika sem í Háskólanum
er að finna. Þess vegna er það ánægjulegt, að
einn flokkur skuli að minnsta kosti leggja sig
fram um að kynnast þeim möguleikum sem
hygmyndabanki Háskólans býður upp á. Eins
og greint er frá í Þjóðviljanum í dag, er það
sannarlega þess virði. ÖS
Ný sókn
KLIPPT OG SKORHE)
Dægurþrasarar
í leir
Það var dálítið skrítið Reykja-
víkurbréfið í Morgunblaðinu um
helgina, þarsem fjallað var um
stjórnmálamenn eða öllu heldur
minningu þeirra.
„Myndastyttur úr dægurþras-
inu eru heldur hvimleið
skreytingalist í borgum og bœj-
um“, segir höfundur Reykjavík-
urbréfs, - og lýsir því að íslend-
ingar séu lausir við leiðtoga í leir
og bronsi sem séu svo algengir á
hestum útí heimi.
Kláus bakari
Höfundurinn segir að útlend-
ingar undrist þegar þeir koma til
Þingvalla, að þar skuli ekki hvíla
leiðtogar úr stjórnmálaheimin-
um. Þetta er allt fagurlega skrifað
og segir m.a.: Jafnvel fátœkt
skáldsem lést úr beinbroti í Kaup-
mannahöfn á eymdartímanum
var grafinn á Pingvöllum en ekki
stórstjörnur stjórnmálanna sem
ýmsir útlendingar telja að fremur
œttu að vera þar grafnar. “
Sumsé skáldin eru okkur minn-
isstæðari en stjórnmálamennirnir
og mörg okkar gætu máske tekið
undir það í sjálfu sér. Hins vegar
segir svo: „Menn rífast ekki um
kirkjugarða eða hverjir hvíla í
þeim. “
Þarna er höfundur Reykjavík-
urbréfs helsti gleyminn. Þegar
beinin Jónasar voru flutt til ís-
lands og grafin þarsem þjóðin
háði þingið, mögnuðust deilur
með mönnum og flokkum uppá
íslandi. Beinamálið var það
stundum kallað. Annars voruj
~T .....-
deildar meiningar um uppruna
beinanna í þann tíð og töldu
margir að ekki væru flutt beinin
þjóðskáldsins heldur líkamsleifar
Kláusar bakara í Kaupinhafn.
Annars má muna frásögn í Atóm-
stöðinni af beinamálinu. Hitt er
víst að menn rífast hér um kirkju-
garða eins og annað.
Hriflu-Jbnas
og Jón
Það er annars merkilegt hversu
heift og langrækni eru samofin
lífsafstöðu manna og hópa hér á
landi. Þannig var skrifuð eins
konar afmælisgrein um Hriflu-
Jónas 100 ára á dögunum í Morg-
unblaðinu, þarsem einn úr ættar-
veldinu kvað Jónas hafa verið
mestan óhappamann íslenskra
stjórnmála. Og Morgunblaðið
hefur verið að klappa þennan
stein langrækninnar gagnvart
Jónasi í pistlum sínum að undan-
förnu, nú síðast í Reykjavíkur-
bréfi.
Þetta er eithvert þröngt flokks-
pólitískt sjónarhorn í Sjálfstæðis-
flokknum sem er afskaplega lít-
illa sanda. Þannig virðist nefni-
legs sem allir aðrir en þeir sem
kunna að spá í iður Sjálfstæðis-
flokksins, telji svona almennt að
þessir kallar í pólitíkinni séu og
hafi verið mjög merkir menn:
Ólafur Thors, Einar Olgeirsson,
Bjarni Benediktsson, Jónas frá
Hriflu, Brynjólfur Bjarnason,
Héðinn Valdimarsson og fleiri og
fleiri. Þessir menn voru að sjálf-
sögðu umdeildir en fáir neita að
þeir hafi verið mikilhæfir
stjórnmálamenn, áhrifaríkir og
mótandi blóma síns pólitíska lífs.
Og það má alveg eins líkja þeim
við Jón Sigurðsson einsog aðra
skörunga á 19. öld, af þvf allt eru
þetta nú bara menn.
Hins vegar virðist vera búin til
formúla fyrir menn sem eru af
stærðargráðunni sem nægir fyrir
bronsstyttur í Reykjavíkurbréf-
inu og hún er sú að Jón Sigurðs-
son hafi verið óumdeilanlegur
einsog skáldin. En hvorugt er
rétt, bæði skáldin og Jón Sigurðs-
son voru umdeilanleg - það stóð
styr um 19. aldarmenn einsog
DJÖÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandl: Útgáfufélag Pjóöviljans.
Ritatjórar: Ámi Berqmann, össur Skarphóðinsson.
Rltatjórnarfulltrúl: Öskar Guömundsson.
Fréttaatjóri: Valþór Hlööversson.
Blaöamenn: Aöalbjörg Óskarsdóttir, Alfheiöur Ingadóttir, Guöjón
Friöriksson, Helgi Guömundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Möröur Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pótursdóttir, Saavar Guö-
bjömsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
LJóamyndir: Einar Ólason, Valdís Öskarsdóttir.
Útllt og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir.
Handrlta- og prófarkaleatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvœmdaatjóri: Guörún Guömundsdóttir.
Skrif8tofu8tjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifatofa: Guörún Guövaröardóttir, Magnús Loftsson.
ÚtbreiÖ8lu8tjóri: Sigríöur Pétursdóttir.
Auglysingastjórl: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guöbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Afgrelöalustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir.
HÚ8mæöur: Bergljót Guðjónsdóttir, ólöf Húnfjörð.
Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Bílstjóri: ólöf Siguröardóttir.
samtímamenn okkar.
Pess utan dæma menn misjafnt
fortíöina, þannig að eins kann aö
fara svo aö höfundar Reykjavík-
urbréfs á næstu öld telji Hriflu-
Jónas mun merkari stjórnmála-
mann en Aðalstrætisgengið telur
Jón Sigurðsson í dag.
Tilefnið
í Reykjavíkurbréfi segir um
| Jónas frá Hriflu: „Staðreyndir og
raunsœtt mat nægja minningu
hans“, - einsog bregða ætti mæl-
1 ikvarða staðleysunnar og óraun-
sæisins á minningu Jóns forseta?
En hvers vegna er verið að
fimbulfamba um persónur og
minningasamanburð í Reykja-
víkurbréfi um helgina. Er ástæð-
an e.t.v. eingöngu sú, að verið er
að koma höggi á Albert Guð-
mundsson fjármálaráðherra sem
leyfði sér að láta í Ijósi þá skoðun
,að Hriflu-Jónas yrði metinn síðar
til jafns við Jón Sigurðsson og
i e.t.v. ennþá meira?
Annars væri alveg eftir þeim á
j Mogganum til að sanna sitt mál,
að láta Hagvang standa fyrir
minningasamkeppni, þarsem ís-
lendingar yrðu spurðir útí af-
stöðu sína til genginna
stjórnmálamanna.
Það minnir á skoðanakönnun
sem gerð var á héraðsskólanum á
Laugarvatni á blómatíma Jónas-
ar Jónssonar. Nemendur vóru
látnir skrifa niður nöfn þess sem
þeim fannst vera merkastur
manna. Niðurstaðan var sú að
Hriflu-Jónas fékk 9 atkvæði, Jós-
ef Stalín 2 en Jesús Kristur eitt
atkvæði. Og mætti nú láta af
mannjöfnuði í þessum dúr, mold
og leir. -óE
Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síöumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf.
Prentun: Blaöaprent hf.
Verö f lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
Áskrlftarverö á mánuöi: 360 kr.
Afgreiösla blaösins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. júní 1985