Þjóðviljinn - 25.06.1985, Síða 5
Jafnréttið hans Hjörieifs
og hinna strákanna
Kímnigáfan er mikil ógæfa.
Reynslan ennþá verri. Að hafa
þetta tvennt í farteskinu og
vera kona þar að auki, reyndar
margkjörinn stjórnmálamaður
með viðlíka langan feril og fé-
lagi Hjörleifur Guttormsson í
sósíalískri baráttu, veldur því
að í stað þess að lesa stór-
skynsamlega grein hans um
jafnrétti karla og kvenna í Þjóð-
viljanum í dag, 19. júní 1985,
fer maður einfaldlega að skelli-
hlæja. Og við hlógum áreiðan-
lega fleiri í kvennahópi flokks-
ins.
En fyrst ber að þakka framtak
félaga Hjörleifs að taka að sér
jafnréttið á þessum hátíðardegi,
70 ára afmæli kosningaréttar
kvenna í landinu. Þjóðviljinn sá
ekki ástæðu til að gera annað en
að taka saman stutta baráttusögu
frá aldamótunum til þess dags að
kosningaréttur kvenna varð að
hluta til að veruleika. Bríet
Bjarnhéðinsdóttir og stríð henn-
ar við karlaveldi fyrri aldar
meiðir engan lengur. Menn geta
brosað góðlátlega að þröngsýni
þeirra tíma.
En síðan hefur talsverð barátta
staðið, sem blaðið hefði getað
minnst. Það hefði til dæmis getað
haft viðtal við fyrrverandi þing-
mann flokksins, Svövu Jakobs-
dóttur, sem er höfundur laga um
Jafnlaunaráð, en þau urðu hvat-
inn að síðari jafnréttislögum.
Blaðið hefði einnig getað rætt við
Öddu Báru Sigfúsdóttur, sem um
áratugaskeið hefur verið fulltrúi
flokksins í borgarstjórn, verið að-
stoðarráðherra heilbrigðismála
og er höfundur ýmissa lagabálka
um heilbrigðis- og tryggingamál.
Eða Soffíu Guðmundsdóttur,
sem um árabil var bæjarfulltrúi
flokksins á Akureyri og varaþing-
maður. Varaformaður flokksins
er reyndar kona, við hana hefði
mátt ræða, og formaður verka-
lýðsmálaráðs flokksins, Bjarn-
fríður Leósdóttir, hefði getað
sagt blaðinu sitthvað um stöðu
kvenna á vinnumarkaði og í
flokknum. Ein kona situr á þingi
fyrir flokkinn, og ekki hefði
skaðað að tala við hana um
jafnréttið í þingflokki Alþýðu-
bandalagsins. Og loks: Að ekki
sé á þær þúsundir íslenskra
verkakvenna minnst, sem eru
þolendur þess „jafnréttis", sem
fólk telur sér trú um að ríki milli
karla og kvenna í þessu landi.
En engin af þessum ágætu hug-
myndum um hátíðarblað 19. júní
kviknaði í kolli ritstjóra Þjóðvilj-
ans, enda er hann að sjálfsögðu
karlmaður. En Hjörleifur kom til
bjargar jafnréttinu með saman-
tekt á öllu því sem flokkurinn
hefur skrifað um málið frá upp-
hafi, þ.e. sléttu og felldu plögg-
um um það, hvernig mál ættu að
vera, og vitanlega hvarflaði ekki
að honum að sýna nokkrum
kvenmanni skrifið. Ekki fremur
en hann sá ástæðu til að bera það
undir sína elskuðu systur í þing-
flokknum á dögunum hvort
ástæða væri til að krefjast rým-
eftir Guðrúnu Helgadóttur
„En við verðum að horfa á
árangurinn gagnrýnin í huga í stað
þess að mæna á hagskýrslur
um vaxandi fjölda
útivinnandi kvenna og
kvenna í skólum landsins. “
kunar á rétti kvenna til fóstur-
eyðinga. Þess í stað spratt hann á
fætur í þinginu og talaði um málið
nefði fengið margar synjanir. Það
tók ekki að vera með erfiðleika í
þingflokknum, þó að um þetta
séum við ósammála. Nei, hann
vefst ekki fyrir strákunum í þing-
flokknum þessi margumtalaði
„reynsluheimur kvenna“, þar eru
þeir öllum hnútum kunnugir ,4
orði“ eins og félagi Hjörleifur
sagði, en „ekki á borði“. Og ekki
stóð á sumum þessum kvenfrels-
ishetjum mínum að rétta hendur
hátt á loft, þegar kvennalistakon-
ur lögðu til að útgerðarmenn
sæju konum í sjómannastétt fyrir
öðru starfi þegar þær væru barns-
hafandi, ef sjómennskan yrði
þeim erfið. Ekki nýttu þeir sér
þar á nokkurn hátt reynslu þing-
konu sinnar, sem gengið hefur
með fjögur börn, reyndar við
járnheilsu, en sú telur samt að
togveiðar séu engu fóstri heppi-
legar, og tillagan því fásinna. Ög
ætli hann Guðmundur J. hafi
nokkuð rætt við hana Bjarnfríði
áður en hann lagði fram tillögu að
bæta svívirðileg kjör fiskvinnslu-
fólks með skattalækkunum, en
þar eru kjör kvenna erfiðust?
Hvernig má það vera, að menn
sem skrifa svona vel um jafnrétt-
ismál og hafa svona óttaíega rétt
fyrir sér, skuli vaða svona yfir
okkur konur í flokknum á skít-
ugum skónum 70 árum eftir að
við fengum kosningarétt? Og það
í sósíalískum flokki, sem berst
fyrir frelsi, jafnrétti og bræðra-
lagi?
Svarið er ofureinfalt, en virðist
fyrir flestum, konum jafnt sem
körlum, skýjum hulið. Hjörleifur
segir sjálfur í grein sinni: „Þær
vonir sem framsæknar konur
bundu við það á liðinni tíð að öðl-
ast jafnrétti eftir lögformlegum
leiðum og með launavinnu utan
heimilis hafa þannig brugðist í
mikilvægum atriðum". Eins og
alltaf hefur Hjörleifur þarna
hárrétt fyrir sér. En hann skilur
hins vegar ekki af hverju þessar
vonir brugðust, og það skal ég
upplýsa hann um. Það er vegna
þess, að hvorki hann né nokkur
annar karlmaður innan flokks
eða utan, hefur nokkru sinni
skilið í hverju raunverulegt
jafnrétti er fólgið. Og þeir hafa
heldur aldrei tekið konur alvar-
lega í stjórnmálum. Hafi einhver
„framsækin“ kona haslað sér völl
við hlið þeirra, hefur hún orðið
að tileinka sér hugarheim karl-
anna, helst fas þeirra. Og það
klæðir enga konu. En þannig
vilja þeir hafa okkur, ef við erum
að troða okkur upp að hlið
þeirra. Meðan Lúðvík Jósepsson
nennti ennþá að koma í heim-
sókn í þingflokkinn og skamma
okkur, sagði hann gjarnan ef
honum var mikið niðri fyrir: „Það
skal ég segja ykkur, piltar,....“ og
ævinlega horfði hann beint í
augun á mér. Þó að flestir upp-
lýstir karlmenn mótmæli því
harðlega, að þeir geri mun á kon-
um og körlum í stjórnmálum,
skal aðeins lítið dæmi nefnt. Ekki
alls fyrir löngu kom embættis-
maður á nefndarfund á Alþingi.
Þegar fundinum var að ljúka, sá
hann ástæðu til þess að tjá mér,
að hann hefði alltaf vitað að ég
væri „greind kona“. f fyrsta lagi
þóttu mér þetta engin tíðindi, en
einkum átti ég erfitt með að
hugsa mér, að slík athugasemd
félli til þingmanna af karlkyni,
sem átt hefðu sæti á þingi um ára-
bil. Telja verður að þeir séu
„meðalgreindir og þar yfir“ eins
og Karvel Pálmason sagði eitt
sinn.
Og einmitt vegna þess að
hvorki karlmenn í mínum flokki
eða öðrum taka jafnrétti alvar-
lega, er staða kvenna nú 70 árum
seinna litlu betri en hún var áður,
hvað sem kvenréttindakonur
fullyrða á hátíðisd,ögum.
Jafnréttisráð telur það sýnilega
einhver tíðindi, að æ fleiri konur
vinna nú utan heimilis. Segir það
einhverjum eitthvað um aukið
jafnrétti? Þvert á móti. Konur
vinna vissulega utan heimilis í sí-
vaxandi mæli, og afleiðingin af
því er að laun manna hafa orðið
helmingi lægri, svo að nú þarf tvo
til að vinna fyrir heimili í stað eins
af tilfinningahita eins og hann
áður. Konur stunda einnig nám
við æðstu menntastofnanir í æ
meira mæli til þess eins að hlaupa
með börn sín milli dagmæðra og
þjást af nagandi samviskubiti
gagnvart fjölskyldunni allri, enda'
hjónaskilnaðir orðnir hátt í það
jafnmargir og hjónavígslurnar.
Neysla í þjóðfélaginu hefur vitan-
lega stóraukist, vegna þess að
heimavinna við fatnað og matar-
gerð hefur minnkað, en þjóðfé-
lagið á engan hátt komið til móts
við þessa breytingu á ódýran og
hagkvæman hátt. Þess í stað hef-
ur karlmannaheimurinn misnot-
að hana í ábataskyni. Þannig
mætti lengi telja.
Og hvað eru svo allar þessar
konur að gera úti á vinnumark-
aðnum? Eru þær að „taka þátt í
ákvörðunum“ eins og kvennalist-
inn heldur? Ó, nei, þetta eru eng-
ar klassapíur. Flestar eru að svara
í símann fyrir einhverja karla eða
færa þeim kaffi eða skúra undan
löppunum á þeim eða að skafa
slorið af fiskinum þeirra. Og þeg-
ar heim er komið hefst nýr vinnu-
dagur - við sömu störf. Er þetta
árangur af jafnréttisbaráttu, sem
gleðjast má yfir? Svari því hver
fyrir sig.
Kvenréttindakonur hafa þrá-
stagast á „rétti konunnar til að
ráða yfir eigin líkama", og allar
erum við sammála um að fá sjálf-
ar að taka ákvörðun um fóstur-
eyðingu. En er það gleðiefni, að
mörg hundruð íslenskar konur
neyðast árlega til þess að láta
eyða fóstri, vegna þess að þjóðfé-
lag feðranna er þannig að allri
gerð, að börnin eru óvelkomin,
að laun konunnar nægja ekki til
framfærslu þeirra, að enginn
staður er fyrir þau meðan móðir-
in þjónustar kvarlaveldið, færir
þeim kaffi eða vélritar bullið úr
þeim? Varla, og staða kvenna er
nú einfaldlega sú, að þær vinna
ekki fyrir sér, og hinir breiðu
rassar verkalýðshreyfingarinnar
hafa ekki af því minnstu áhyggj-
ur, heldur sitja sem fastast og
„vinna sig út úr vandanum með
þjóðarsátt" með Þorsteini
Pálssyni og Magnúsi Gunnarsyni.
Líka sósíalistarnir.
Því að munurinn á þeim og öðr-
um karlrembusvínum er alls eng-
inn. Hvernig er staða kvenna,
sem staðið hafa í fremstu línu
fyrir flokkinn? Tökum nokkur
dæmi, þó að það kunni að gefa
Staksteinahöfundi Morgunblaðs-
ins taugatitring. Honum er ráð-
lagt að skimast um heima hjá sér.
Staða kvenna er nákvæmlega sú
sama og í hans flokki, og gildir
einu hvað kosningar leiða í ljós
um vilja kjósenda. Þannig er
jafnréttið aðeins í orði, kæru
strákar, en alls ekki á borði. Um
það erum við Hjörleifur sam-
mála. Þar er Alþýðubandalagið
engin undantekning, og þess
vegna ættu þessir góðu félagar að
steinþegja um jafnréttismál.
Hið sama gildir um karla í öðr-
um flokkum. í dag heiðraði
Kvenréttindafélagið frú Auði
Auðuns, „fyrsta ráðherrann af
kvenkyni“. Og hvernig skyldi
þessi mikilhæfa kona nú hafa orð-
ið ráðherra? Hún leysti einhvern
karl af í nokkra mánuði. Eitt sinn
var hún einnig borgarstjóri, ör-
stuttan tíma í forföllum að sjálf-
sögðu. Af þessu hefur Sjálfstæð-
isflokkurinn montað sig í áratugi,
á meðan gjörsamlega óhæfir karl-
ar hafa tekið upp ráðherrasæti
fyrir konum eins og frú Auði
Auðuns. Er nema von að við
kerlingar skellihlæjum að mærð-
arlegum skrifum félaganna af
karlkyni?
Nauðsynlegt er að leggja
áherslu á það, að með þessum
orðum er ég ekki að draga úr gildi
baráttu kvenna fyrir jafnrétti né
að gera lítið úr baráttu kvenrétt-
indakvenna. Sú barátta verður að
halda áfram. En við verðum að
horfa á árangurinn gagnrýnar í
huga í stað þess að mæna á hag-
skýrslur um vaxandi fjölda úti-
vinnandi kvenna og kvenna í
skólum landsins. Við skulum
reyna að líta á áhrif þessarar bar-
áttu á þjóðfélagið í heild, svo að
við vitum hvað við erum að gera.
Og við sku'um hætta að láta karl-
ana halda að við vitum ekki, að
þeim er engin alvara - engin
raunveruleg alvara - þegar þeir
ræða jafnréttismál, vegna þess að
þeir skilja ekki í hverju það er
fólgið.
Og vel má vera, að þetta
greinarkorn læði þeirri hugsun í
hugskot hinna jafnréttissinnuðu
bræðra í flokknum, að nú sé nóg
komið. Vitanlega verður kona að
vera á lista næst, en til greina
kæmi að yngja það sæti upp,
finna einhverjasmásnotra stelpu,
sem smalar atkvæðum, en þegir
síðan og les prúð og hljóð stefnu
Svavars Gestssonar og Hjörleifs
Guttormssonar í öllum málum,
hvort sem er efnahagsmálum,
sjósókn óléttra kvenna eða fóst-
ureyðingarmálum. En þeir geta
kastað þessum þanka aftur fyrir
sig. í tilefni dagsins ætlar greinar-
höfundur hvergi að víkja og
væntir þess að eiga framundan
langt samstarf í þágu lands og
þjóðar á jafnréttisgrundvelli,
þegar hinir kæru bræður hafa
skilið hvað jafnrétti er.
Guðrún Helgadóttir.
Þriðjudagur 25. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5