Þjóðviljinn - 25.06.1985, Page 7

Þjóðviljinn - 25.06.1985, Page 7
Kumpánarnir Reynir Pétur og Ómar Ragnarsson talast við á léttu nótunum eins og þeim er lagið. Göngu-Reynir Reynir Pétur Ingvarsson kom til Reykjavíkurígærog sagöi við það tækifæri að hringurinn væri allt of stuttur. Það var ekki að sjá á kappan- um að hann bæri búinn að ganga í 32 daga, því hann sagðist vera til- búinn í annan hring ef út í það færi. Þegar hann kom á Lækjartorg- ið var honum fagnað eins og þjóðhetju, þar voru samankomin 12-14 þúsund manns sem fögnu- ðu honum ákaft. Honum voru færðar gjafir frá Reykjavíkur- borg upp á 250.000 krónur og gaf Rauði krossinn 100.000 krónur. Gjafir streymdu til hans frá mannfjöldanum á Lækjartorgi jafnt smáar sem stórar. Við óskum Reyni Pétri til ham- ingu með sitt mikla átak, sem mun svo sannarlega koma þeim á Sólheimum að góðu gagni í kom- andi framtíð. -sp „Hringurinn var allt of stuttur og væri ég til í að fara annan ef f segir Reynir Pétur galvaskur og er ekki að sjá á honum að hann hafi verið á gangi í 32 daga. Ljósm. E.ÓI. Reyni Pétri er fagnað við komuna til Reykjavíkur og virðist hann kunna vel við félagsskap Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur íþróttakennara. Þriðjudagur 25. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.