Þjóðviljinn - 25.06.1985, Blaðsíða 15
Samvinnuhreyfingin
FRETT1R
Mannréttindi
Forektrar styðja fóstrar
Lokanir deilda dagheimila eru yfirvofandi.
Vel heppnuð
húsmæðra-
vika
Hin árlega húsmæðravika Sam-
bandsins og kaupfélaganna var
haldinn að Bifröst í Borgarfirði
dagana 5. - 12. júní s.l. Þáttak-
endur voru 64 frá 16 kaupfé-
lögum víðs vegar um landið.
Forstöðumaður vikunnar var
Guðmundur Guðmundsson
fræðslufulltrúi Sambandsins.
Húsmæðravikan er fræðslu-,
skemmti- og hvfldarvika og voru
á dagskrá hennar að þessu sinni
fræðsluerndi, vörukynningar,
kynnisferðir, kvöldvökur o.m.fl.
Þátttakendur lýstu mikilli ánægju
með húsmæðravikuna og var for-
stöðumanni hennar og starfsfólki
hótelsins að Bifröst færðar sér-
stakar þakkir í lok vikunnar.
Sambandið og kaupfélögin hafa
staðið fyrir slíkri húsmæðraviku
allt frá árinu 1960 og var þessi
vika því sú 26. í röðinni.
Foreldrasamtök barna á dag-
heimilum og leikskólum í
Reykjavík sendu inn opið bréf
sem segir m.a.:
Ástand dagvistunarmála er
vægast sagt mjög slæmt um þess-
ar mundir. í yfirlýsingu forstöðu-
manna dagvistarstofnanna kem-
ur fram að þeir treysta sér ekki til
að reka þær, eins og ástandið
verður í haust og eru því lokanir
yfirvofandi.
Stöðug starfsmannaskipti á
deildum dagvistarheimilanna eru
mjög slæm fyrir börnin og geta
þau verið beinlínis skaðleg.
Við foreldrar lítum á dagvist
barnanna sem lið í uppeldi
þeirra, en ekki barnageymslu.
Þegar mannabreytingar eru örar
á deildunum, of fáir starfsmenn
um börnin o.s.frv., gengur börn-
unum illa að mynda tengsl við
starfsfólk. Tengsl sem einmitt er
undirstaða vellíðunar beggja að-
ila, barnanna og starfsfólksins.
Þar sem ástæðan fyrir örum
mannabreytingum eru slæm kjör
bæði faglærðs og ófaglærðs starfs-
fólks styðjum við eindregið
starfsfólk í kjarabaráttu þeirra.
Við hvetjum yfirvöld til að
bregðast skjótt við, þannig að
ekki komi til lokana í haust. Við
bendum á að lokanir dagvistar-
stofnanna í haust hafi ekki ein-
ungis ófyrirsjáanlegar afleiðingar
í för með sér fyrir börnin, for-
eldra og starfsfólk, heldur einnig
á atvinnulífið í borginni í heild.
“®P
LÁTTU ÞAÐ EKKI HENDA ÞIG
AÐ SJÁ EKKI SKÓGINN
FYRIRTRJÁM
Kosningaréttur
Nokkur
á undan
Missagt var í Þjóðviljanum í
fyrradag að aðeins í Wyoming í
Bandaríkjunum hefðu konur
unnið sér kosningarétt þegar al-
þingi samþykkti stjórnarskrár-
breytingu um kosningarétt
kvenna árið 1911, þá sem gekk í
gildi 1915.
Árið 1911 höfðu konur kosn-
ingarétt í sex af bandaríkjum
Norður-Ameríku, í Nýja-
Sjálandi, Ástralíu og Finnlandi.
Skriðan fer svo af stað fyrir al-
vöru eftir heimsstyrjöldina fyrri.
Hins vegar munu íconur á íslandi
fyrstar hafa haft rétt til að kjósa
til sveitarstjórna, árið 1882, að
vísu aðeins ógiftar og ekkjur með
búsforráð.
Vakna fyrr
í stjórnar-
ráðinu
Ákveðið hefur verið að færa
starfsdag í Stjórnarráðinu fram
um klukkutíma yfir sumarmán-
uðina. Verða því skrifstofur
Stjórnarráðs íslands opnar kl. 8.
00 til kl. 16.00 mánudaga til
föstudaga frá 23. júní - 30. sept-
ember 1985.
Hestar
Evropumot
í sumar
Hestmannafélagið Fákúr efnir
í samvinnu við Ferðaskrifstofuna
Útsýn til hópferðar á Evrópu-
meistaramót íslenskra hesta í Sví-
þjóð í sumar. Boðið er uppá tvær
ferðir og verður flogið beint til
Gautaborgar í upphafi beggja
ferðanna þann 15. ágúst. Þar
verður gist í fjórar nætur á glæsi-
hótelinu Hotel Rubinen meðan á
mótinu stendur. Verða daglegar
ferðir frá hótelinu á mótsstað og
til baka um kvöldið eins og óskað
er, auk þess sem morgunverður á
hótelinu er innifalinn í verðinu.
Eftir mótið skiptast leiðir. Þeir
sem fara í styttri ferðina fá far til
Kaupmannahafnar og geta þeir
dvalið þar eða hvar sem er í Evr-
ópu í allt að mánuð og flogið síð-
an heim.
Fararstjóri í þessa ferð á Evr-
ópumeistaramót íslenskra hesta í
Svíþjóð verður hinn kunni hesta-
maður Guðlaugur Tryggvi Karls-
son og veitir hann ásamt Ferða-
skrifstofunni Útsýn allar nánari
upplýsingar um ferðina.
- AÐALATRIÐIÐ ER, AÐ FLUGLEIÐIR BJÓÐA SÉRSTÖK FARGJÖLD
Á VILDARKJÖRUM FYRIR FJÖLSKYLDUR, UNGA, ALDNA
OG ÖRYRKJA. ÞÚ SKALT KANNA VEL HVAÐ
FLUGLEIÐIR GETA BOÐIÐ ÞÉR.
Fjölskyldufargjald
Forsvarsmaður greiðir fullt fargjald. Maki og böm á
aldrinum 12-20 ára greiða 50%, en 2-11 ára böm ein-
ungis 25%. - Gildir til allra áfangastaða Flugleiða
innanlands, í allt að 30 daga.
APEX
Veittur er 40% afsláttur af fullu fargjaldi. Börn innan
12 ára aldurs greiða helmingi minna. Bóka þarf með
7 daga fyrirvara. Gildir til allra áfangastaða Flugleiða
innanlands. Gildistími 21 dagur.
Unglingar á aldrinum 12-18 ára fá 30% afslátt af fullu
fargjaldi. - Gildir til allra áfangastaða Flugleiða
1. maí til 10. júní og 20. ágúst til 30. september.
Hringflug er ætíað þeim sem kjósa frekar að fljúga
umhverfis landið en aka hringveginn. Viðkomustaðir
em Reykjavík, ísafjörður, Akureyri, Egilsstaðir,
Homafjörður, Reykjavík. Verðið er ákveðið á hverju
vori. - Gildir á tímabilinu 1. maí til 30. september, í
30 daga lengst.
Aldraðir
Aldraðir fá 50% afslátt af fullu fargjaldi þriðjudaga,
miðvikudaga og laugardaga. - Gildir til allra áfanga-
staða innanlands, í alit að 60 daga.
Öiyrkjar ;
Þeir sem eru 75% örýríjar' eða meira fá 25% afslátt
af fullu fargjaldi. Framvísa þarf öryrkjaskírteini. -
Gildir til allra áfangastaða innanlands alla daga vikunn-
ar, nema föstudaga og sunnudaga.
| HOPP 1
Óbókaðir farþegar eiga kost á 50% fargjaldi á leiðinni
Reykjavík - Ákureyri - Reykjavík, þegar sæti eru laus.
Taka þarf afgreiðslunúmer á flugvelli klukkustund fyrir
brottför. - Gildir til Akureyrar á þriðjudags-, fimmtu-
dags- og laugardagskvöldum. Frá Akureyri á mánu-
dags-, miðvikudags- og föstudagsmorgnum.
Tengifargjöld
Sérstök fargjöld em í boði fyrir farþega á leið í eða
úr millilandaflugi. Fargjöldin em mismunandi, eftir
eðli farseðilsins í millilandaflugi, allt að því að vera
ókeypis. Einnig em í boði sérstök fargjöld fyrir þá sem
vilja fljúga um Reykjavík milli staða innanlands. -
Giídir til allra áfangastaða Flugleiða innanlands árið
um kring. Gildistími mismunandi eftir tegund fargjalds.
Námsmenn
Námsmenn á aldrinum 12-26 ára fá 25% afslátt gegn
framvísun skólaskírteinis. Gildir á milli lögheimilis og
skóla á tímabilinu 1. september til 31. maí,ogáöllum
leiðum innanlands frá 1. júní til 31. ágúst.
ÞETTA ER EKKI FRUMSKÓGUR, HELDUR YFIRLIT
UM VÍÐTÆKA ÞJÓNUSTU FLUGLEIÐA INNANLANDS
FLUGLEIDIR
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA